Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 19 ERLEIMT Zeman þing- forseti MILOS Zeman, leiðtogi tékk- neskra jafnaðarmanna, kvaðst í gær mundu taka taka tilnefn- ingu flokks síns til að verða forseti tékkneska þingsins. Þetta er hluti samkomulags um að jafnaðarmenn styðji minni- hlutastjórn Vaclavs Klaus for- sætisráðherra. Lét þyrluna falla EINI maðurinn, sem lifði af þyrluslysið við Dortmund í Þýskalandi á fimmtudag, sagði að flugmaður þyrlunnar hefði látið þyrluna falla og skelli- hlegið. Þyrlan hefði hrapað og 13 látist er hún rakst í trjá- toppa eftir að flugmaðurinn lét hana falla öðru sinni. Viðskipta- deila óleyst LEE Sands, samningamaður Bandaríkjamanna, sagði í gær að tveggja daga viðræðum í Peking til að afstýra viðskipta- stríði milli Kínverja og Banda- ríkjamanna hefði lokið án nið- urstöðu en ákveðið hefði verið að halda þeim áfram í næstu viku. Deila ríkjanna snýst um hugverka- og höfundarrétt- arstuld í Kína. Norðmenn ákveða kjördag NORSKA ríkisstjórnin til- kynnti í gær að gengið yrði til almennra kosninga 13. september 1997. Norð- menn kusu síðast 13. september 1993 og tryggðu stjóm Gro Harlem Brundtland þá áframhaldandi valdasetu. Húsnæði mannréttindi BANDARÍKJAMENN og ríki þriðja heimsins samþykktu með stuðningi Evrópuríkja á Habitat II, ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna um borgir, að það teldist til mannréttinda að hafa þak yfir höfuðið. Ekki var þó gengið það langt að krefj- ast skuldbindingar, sem gerði heímilislausum kleift að leita réttar síns fyrir dómstólum. Segjast hafa eitrað te LÍTT þekktur uppreisnarhópur tamíla kveðst hafa eitrað te, sem flutt var frá Sri Lanka milli 19. apríl og 10. maí. Her- inn og tekaupmenn sögðu þetta útilokað. Erfitt væri að komast að teinu og eiturs hefði orðið vart við smökkun. Vilja aðstoða N-Kóreu BANDARÍKJAMENN lýstu sig í gær reiðubúna til að verða við ósk Sameinuðu þjóðanna um að senda neyðarsendingar af mat til Norður-Kóreu. And- virði framlags þeirra myndi nema um 400 milljóna króna. Brundtland Loftmengun mótmælt í Berlín Reuter GRÆNFRIÐUNGUR setur gasgrímu á andlit frægrar styttu á „Siegessáule" (Sigursúlunni) í Berlín til að verja hana á táknrænan hátt fyrir ósoni, eitraðri lofttegund. Grænfriðungar vildu þannig minna á loft- mengunina af völdum bíla. Á spjaldinu á mynd- inni stendur: „Stöðvið ósonloftmengunina - Greenpeace". Todor Zhívkov hvet- ur til þjóðareiningar ísrael íhuga til- slakanir Jerúsalem. Reuter. ÞINGMAÐUR Likud-bandalags Benjamins Netanyahus, verðandi forsætisráðherra ísraels, gaf í skyn í gær að ef til vill þyrfti að slaka á þeirri harðlínustefnu í friðarmál- um sem var grundvöllurinn að kosningasigri Netanyahus í síðustu viku. „Ég get greint frá því hver stefna Likud-bandalagsins er... og ég minni á að ég tók fram að málamiðlun yrði að verða. Það á augljóslega líka við um Likud- bandalagið og stefnu þess," sagði þingmaðurinn, Michael Eitan, sem er í fararbroddi nefndar sem leggja á drög að stefnu nýrrar ríkisstjórn- ar. Eitan neitaði því að slík drög lægju fyrir nú þegar, þrátt fyrir fregnir fjölmiðla um að svo yæri og að gert væri ráð fyrir að ekki yrði ráðist í frekara landnám gyð- inga, né tekið fram að ísraelar skyldu halda fullum forráðum yfir Gólanhæðum, sem þeir tóku af Sýrlendingum 1967. Netanyahu ræðir nú við flokka heittrúaðra gyðinga og borgara- flokka um myndun samsteypu- stjórnar. Netanyahu náði naumum sigri í kosningunum, og hét kjós- endum því að hann gæti náð friði við Palestínumenn og araba án þess að láta land af hendi. Hann sagði ennfremur að hann myndi létta banni á frekara landnám gyð- inga á herteknum svæðum. Sofíu. Reuter. TODOR Zhívkov, kommúnistaleið- toginn sem stjórnaði Búlgaríu í 35 ár, efndi til blaðamannafundar í gær og hvatti þjóðina til að samein- ast til að vinna bug á efnahags- kreppunni. Zhívkov er 84 ára og var einn af nánustu bandamönnum sovét- leiðtogans Leoníds Brezhnevs og Nicolae Ceausescu, fyrrverandi ein- ræðisherra Rúmeníu. „Mér ber skylda til að segja búlgörsku þjóð- inni að aðeins með samstilltu átaki allra Búlgara komumst við úr þeirri hræðilegu kreppu sem við erum í," sagði hann í glæsihúsi sínu í út- hverfi Sofíu. Stjórn sósíalista, arftaka komm- únistaflokks Zhívkovs, er nú að knýja fram erfiðar sparnaðarað- gerðir, sem felast m.a. í lokun verk- smiðja og banka, til að afstýra al- gjöru efnahagshruni og fullnægja skilyrðum fyrir erlendum lánum. Zhívkov kvaðst hafa helgað sig „velferð Búlgara" í sex áratugi og gæti því ekki setið aðgerðalaus hjá meðan þjóðin liði þjáningar. „Stór hluti þjóðarinnar, einkum ellilífeyrisþegar og atvinnulaust fólk, er á mörkum þess að deyja úr hungri... Bræður og systur, við verðum að binda enda á þessa flokkadrætti og skipuleggja hreyf- ingu til að bjarga föðurlandinu," sagði Zhívkov, en gat þess ekki hvers konar hreyfmgu hann vildi. Laus úr stofufangelsi Zhívkov var dæmdur í stofufang- elsi árið 1992 fyrir að draga sér fé úr sjóðum ríkisins til að kaupa dýr- ar íbúðir og vestræna bíla handa fjölskyldu sinni og vinum. Hann fékk að afplána dóminn í glæsihúsi dóttur sinnar vegna aldursins en hann hélt alltaf fram sakleysi sínu. Hæstiréttur Búlgaríu hnekkti dómnum í febrúar og Zhívkov fékk að fara frjáls ferða sinna. Þrátt fyrir dóminn hefur hann notið vin- sælda meðal margra Búlgara. Zhívkov sagði að margir hefðu hvatt hann til að gefa kost á sér í forsetaembættið en kvaðst vera of gamall til þess. Zhívkov var spurður hvort tengsl kynnu að vera milli 35 ára valda- tíma hans og efnahagsástandsins nú og hann játti því. „Jú, það eru tengsl - um leið og ég fór frá hófst ránið og ruplið:" Kamsky gaf skákina Moskvu. Reuter. STÓRMEISTARINN Gata Kamsky kaus að tefla ekki áfram fyrstu skákina af tutt- ugu í einvígi hans við Anatólí Karpov um heimsmeistaratitil Alþjóðaskáksambandsins (FIDE). Skákin fór í bið á fimmtudag og að mati skák- skýrenda hafði Karpov, sem stýrði hvítu mönnunum, af- burðastöðu, þrátt fyrir jafnan mannafla. Gaf Kamsky skák- ina án þess að tefla áfram. Einvígið fer fram í Elista, höfuðborg rússneska sjálf- stjórnarlýðveldisins Kalmúkíu. Næsta skák verður tefld í dag, og hefur Kamsky þá hvítt. í Hekluhúsinu 8. og 9. júní kS.13-16 Viö veröum með opið hús helgina 8. og 9. júní kl. 13-16 í Scania salnum í Hekluhúsinu í tilefni af komu tveggja nýrra Scania Berkhof rútubíla í eigu Vestfjaröaleiða. Verið velkomin, kynniö ykkur bifreiðarnar og piggið léttar veitingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.