Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ !f ERLENT Eignir og afkoma rússnesku f orsetaframbjóðendanna Mestu meðaljónar ef marka má skattskýrslur FRAMBJÓÐENDUR í forseta- kosningunum í Rússlandi eru yfir- leitt fremur hógværir menn og af hjarta lítillátir ef marka má upplýsingar þeirra sjálfra um eignir og tekjur. Kemur það fram í grein í dagblaðinu Moskvutíð- indum en þar segir þó, að kannski sé eðlilegra að tala fremur um feimni en hógværð þegar skatt- skýrslur forsetaframbjóðendanna séu annars vegar. Miðað við aðbúnað stjórnmála- manna víðast hvar um veröldina verður ekki sagt að forsetafram- bjóðandinn og umbótasinninn Grígorí Javlínskí búi mjög rík- mannlega. íbúðin hans er ekki nema 46 fermetrar og þótt hann hafi góðar tekjur á rússneskan mælikvarða, rúmlega 1,8 milljón- ir ísl. kr., þá þætti það ekki mik- ið annars staðar. Tekjulítill Zjúganov Javlínskí getur þó vel við unað miðað við suma aðra mótfram- bjóðendur sína. Lyftingamaður- inn Júrí Vlasov er skattlaus og tekjulaus enda er hann atvinnu- laus að sögn talsmanns yfirkjör- stjórnar og hershöfðinginn Alex- ander Lebed verður að láta sér nægja hálfa milljón ísl. kr. í árs- tekjur. Enn þrengra er í búi hjá Gennadi Zjúganov, frambjóðanda kommúnista, því að hann verður að komast af með 436.000 kr. Blaðamönnum Moskvutíðinda. tókst ekki að komast að því hve stór íbúðin Jians Zjúganovs er en hún er við „2. Tverskaja- Jamskaja Úlítsa". Heimilisfangið er hins vegar ekki af verri endan- um. Nágranni hans áður var for- JELTSIN 19 millj. kr. á tveimurárum. GORBATSJOV 15,8 millj. á síðasta ári. Zhírínovskí Zjúganov KOMAST af með lítið. maður kommúnistaflokksins í Moskvu, Borís Jeltsín. „Auðvitað hefur Zjúganov ekki einkavætt íbúðina sína," sagði Vlad- ímír Pozdnjakov, aðstoðarmaður hans, en fast- eignasalar í Moskvu telja, að unnt sé að fá um 250.000 kr. fyrir fermetrann í byggingunni. Raunar hefur Javl- ínski, sjálfur boð- beri frjálshyggj- unnar, ekki heldur einkavætt sína íbúð í einu fínasta hverfinu í Moskvu og svo er einnig um Lebed. Gorbatsjov og Jeltsín í góðum málum Hátekjumennirnir í frambjóð- endahópnum eru þeir Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, og Jeltsín, núver- andi forseti. Gorbatsjov er eini frambjóð- andinn, sem hafði meira en einn milljarð rúblna, 15,8 millj. ísl. kr., í tekjur á síðasta ári. Voru þær aðallega fyrir útgáfuréttindi og fyrirlestra í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu en auk þess fékk hann rúmlega 8.000 kr. í eftirlaun. Jeltsín er ekki heldur á flæði- skeri staddur en ekki þó vegna forsetalaunanna, sem voru rúm- lega 32.000 kr. á mánuði á síð- asta ári. Á tveimur árum hefur hann fengið nærri 19 millj. kr. frá bókaforlögum á Vesturlönd- um fyrir sjálfsævisögu sína, Kremlarsýn. Því fylgir hins vegar ýmislegt að vera forseti, stór og vel búin íbúð, glæsilegt sumarhús og lítil sem engin einkaútgjöld. Rússneskir fréttaskýrendur segja, að skattskýrslan sýni að- eins lítinn hluta af tekjum rúss- nesku frambjóðendanna og ann- arra frammámanna, sem séu að mestu leyti fólgnar í alls konar hlunnindum. Sem dæmi um það má nefna tvo frambjóðendur enn, augnlækninn Svjatoslav Fjodorov og Vladímír Bryntsalov, eiganda lyfja- og læknisbúnaðarfyrirtæk- isins Ferein. Báðir eru þeir forrík- ir menn. Moldríkir láglaunamenn Bryntsalov metur sjálfur eigur sínar á 134 milljarða ísl. kr. og lifir og berst á í samræmi við það. Uppgefnar tekjur á síðasta ári voru þó aðeins tvær millj. kr. Fjodorov, sem er einnig umsvifa- mikill í viðskiptum, gaf upp fjórar millj. kr. Þessi laun þættu ekki mikil hjá „hinni nýju stétt" í Rússlandi, æðstu stjórnendum arðbærra fyr- irtækja en sagt er, að þeir geti haft allt að 700.000 kr. í mán- aðarlaun. Þá er aðeins eftir að geta þjóð- emissinnans Vladímírs Zhír- ínovskís. Hann er hinn mesti hóf- semdarmaður eftir skattskýrsl- unni að dæma, með rétt rúmar 400.000 kr. í tekjur á síðasta ári og íbúðin hans í ekkert sérstak- lega fínu hverfi í Moskvu er ekki nema 32 fermetrar. Hann á þó sitt sumarhús fyrir utan Moskvu eins og Zjúganov. Bosnía Enn deilt um vopna- eftirlit Vín. Reuter. BOSNÍU, Króatíu og Júgósiavíu tókst ekki í gær að komast að sam- komulagi um vopnaeftirlit. Að sögn króatíska aðstoðarutanríkisráð- herrans, Ivan Simonovic, liggur samningurinn að mestu fyrir en hann var ekki undirritaður þar sem staða hlutaðeigandi ríkja er óljós. Embættismenn sögðu í gær að samningagerðin hefði strandað á kröfu Bosníustjórnar um að Bosníu- Serbum yrði ekki veitt sama staða og öðrum aðilum samningsins. Samningaviðræður um þann hluta friðarsamkomulagsins sem náðist í Dayton, sem fjallar um af- vopnun og stöðu herja, hafa nú staðið í sex mánuði. Samkvæmt Dayton-samkomu- laginu rann frestur til að ná sáttum . um vopnaeftirlit út á fimmtudag en fyrirhugað var að undirrita hann í Ósló á þriðjudag. ? ? ? írakar fá olíukvóta Vín. Reuter. OLÍUMÁLARÁÐHERRAR Sam- taka olíuútflutningsríkja (OPEC) náðu í gær samkomulagi um að heimila Irökum að flytja út 800.000 föt á dag en að útflutningskvótar annarra ríkja yrðu óbreyttir. Ráðherrarnir komu saman til að ræða hvernig bregðast ætti við þeirri ákvörðun Sameinuðu þjóð- anna að slaka á olíusölubanninu á Irak. Margir ráðherranna óttast að olíuverð lækki mjög þegar írösk olía flæðir inn á markaðinn en lönd á borð við Saudi-Arabíu vildu ekki draga úr framleiðslu sinni til að viðhalda stöðugleika. Sérfræðingar sögðu að OPEC-ríkin hefðu látið hjá líða að taka á vandanum og töldu líkur á að verðið lækkaði um allt að fjóra dali á fatið síðar á árinu. Samkomulagum raforkumál í sjónmáli Gerir Evrópuþjóðum kleift að selja rafmagn yfir landamæri Brussel. Reuter. EFTIR margra ára samningavið- ræður virtist í gær sem umfangs- mikið samkomulag um aukið frelsi í raforkumálum innan Evrópusam- bandsins væri loks í sjónmáli. ítalir, sem fara með formennsk- una í ráðherraráðinu, greindu frá því að Frökkum og Þjóðvetjum hefði tekist að mestu að jafna ágreining sinn og að líklega yrði hægt að ganga frá samkomulag- inu á fundi orkumálaráðherra ESB þann 20. júní í Lúxemborg. Náist samkomulag mun það hafa í för með sér að raforkufyrir- tæki geta hafið sölu á rafmagni yfír landamæri og vonast orku- frekur iðnaður í Evrópu til að það muni leiða til lægra orkuverðs. Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjórnarinnar, hafði fyrr í vikunni hvatt ríkin til að ná sam- komulagi um orkumálin þar sem að það gæti orðið til að fjölga störfum innan Evrópusambands- ins. Franskir og þýskir embættis- menn komu saman í Dijon í Frakk- landi á miðvikudag og gengu við- EVRÓPÁ^ ræðurnar vel. Deilur þessara ríkja hafa verið helsti þröskuldurinn í vegi samkomulags. Frakkar hafa verið tregir til að fallast á að opna markaði sína en Þjóðverjar hafa krafist þess að frelsi verði aukið til muna. Áfram einkasala til heimila Franska blaðið Le Monde hafði eftir heimildarmönnum úr röðum samningamanna að náðst hefði málamiðlunarsamkomulag um að 23,8% markaðarins yrðu opnuð árið 1998 og að allt að 35% af markaðnum ættu að vera opin fyrir samkeppni árið 2004. Talsmaður í þýska efnahags- málaráðuneytinu vildi ekki greina frá nákvæmum niðurstöðum en sagði ríkin hafa nálgast hvort annað þó að mörg mál væru enn óleyst. Franck Borotra, orkumálaráð- herra Frakklands, sagðist 'hlynnt- ur takmarkaðri opnun markaðar- ins og að frjáls orkusala ætti ein- ungis að ná til stórra orkufrekra iðnfyrirtækja. Ríkisfyrirtækið Éléctricité de France (EDF) ætti áfram að hafa yfirráð yfir dreifi- kerfínu og hafa áfram einkasölu á raforku til heimila. EDF verður áfram opinbert þjónustufyrirtæki og að öllu leyti í eigu ríkisins ef kröfur Frakka ná fram að ganga. Tugir þúsunda- starfsmanna EDF efndu til mótmæla í París á miðvikudag til að mótmæla áform- um um aukið frelsi í raforkusölu. Breskur embættismaður sagði að úrslit málsins myndu nú ráðast af víðbrögðum Breta og Norður- landanna, sem hafa þegar opnað markaði sína langt umfram það sem væntanlega verður krafist af háifu ESB. Leiðtogar Mið- Evrópuríkja á fundi FORSETI Pólands, Aleksander Kwasniewski, til hægri, og Vaclav Havel, forseti Tékklands veifa til fréttamanna að lokinni móttökuhátíð í Lancut-kastala í suð-austurhluta Pólands í gær, þar sem hófst óf ormlegur fundur leiðtoga ríkja Mið-Evrópu. Aðrir á myndinni eru (frá vinstri): Ro- man Herzog, forseti Þýskalands; Arpad Goncz, forseti Ungverja- lands; Michael Kovacz, forseti Slóvakíu og Leonid Kuchma, for- seti Úkraínu. A fundum sínum munu leiðtog- arnir ræða sameiningu Evrópu og stöðu mála í Rússlandi, nú þegar styttist í kosningar þar í landi. Herzog og Kwansiewski ræddust við í gær og fullvissaði Þýskalandsforseti pólska starfs- bróður sinn um að vilji væri fyr- ir því í Atlantshafsbandalaginu að veita ríkjum Mið- og Austur- Evrópu aðild. Kwasniewski sagði að loknum fundi þeirra að Þjóð- verjar væru málsvarar Pólverja um aðild að bandalaginu, og hefðu nú staðf est það hlutverk sitt. ' \ V X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.