Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Kársnesbraut 79, Kópavogi, lést á heimili sínu þann 5. júní. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR, Skeiðarvogi 75, andaðist í Borgarspítalanum fimmtu- daginn 6. júní. Jakob og Hildur Steingrimsbörn. t Ástkær eiginmaður minn og bróðir, KRISTJÁN SYLVERÍUSSON, Álftamýri 42, sem lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 10. júní kl. 13.30. Sólborg K. Jónsdóttir, Ólöf Sigurborg Sylverfusdóttir og aðrir aðstendur. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN GUNNAR HALLDÓRSSON tónlistarmaður, andaðist í Héraðssjúkrahúsinu á Blöndu- ósi sunnudaginn 2. júní. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jórunn Erla Sigurðardóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Eva Marfa Gunnarsdóttir, Gfsli Benediktsson, Greta Engilberts Gunnarsdóttir, Guðmundur Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTJÁN MARGEIR JÓNSSON,. Þórunnarstræti 134, sem lést í Kristnesspítala laugardaginn 1. júnf, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju mánudaginn 10. júní kl. 13.30. Hólmfríður Jónsdóttir, Ólöf Guðbjörg Kristjánsdóttir, Ingimar Snorri Karlsson, Jónheiður Kristjánsdóttir, Rúnar Hafberg Jóhannsson, Óskar Kristjánsson, Mikkalína Björk Mikaelsdóttir, Bjarni Kristjánsson, Ragnheiður Bragadóttir, Sigmundur Geir Sigmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartanlegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU S. JÓHANNSDÓTTUR. Hildur Eyjólfsdóttir, Sigurður V. Hallsson, Sigurður J. Helgason, Eyjólfur Rósmundsson, Marfa Sigurðardóttir, Elfsabet Rósmundsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Unnur Rósmundsdóttir, Jóhann Þór Sigurðsson og barnabarnabörn. GUÐMUNDUR THORODDSEN Guðmundur Thoroddsen var fæddur í Reykjavík 17. september 1952. Hann lést á ísafirði 25. maí síðastliðinn og fór útförin fram frá Dómkirkjunni 4. júní. Sjá, þú og ég, við rýmum stund og stað, samt stefnir jörð þann veg, er fyrr hún trað, og heilsan vor og hinsta kveðja er gleymd, sem hafið gleymir steini er sökk í það. En sagnir herma að viður vænn og hár þar vaxi, er blæddi konungs banasár, og þar sem dögg á draumsóleyju skín þar dropið hafi forðum meyjartár. (Úr Rubaiyat, þýð. M. Ásg.) Hver sá sem þekkti Guðmund Thoroddsen, veit að viðkynning við hann jafnaðist á við dýrmæta gjöf. Að mega skoða lífið í birtunni af hans óviðjafnanlegu kímni - hún var hvort tveggja í senn, góðvildin sjálf og eldfjörugur gáski - að kynnast hugsjónamanni, sem hratt ævintýralegustu draumum í fram- kvæmd af smitandi bjartsýni; það voru fágæt forréttindi. Guðmundur kunni betur en við hin að laða fram gleðina, hvort sem hún vaknaði fyrir töfra dillandi frásagnargáfu eða hárfína tilfínningu hans fyrir litbrigðum þess sem við stundum köllum-hinn gráa hversdagsleika. Þótt líf okkar mannanna hér á jörð megi virðast agnarsmátt í sam- anburði við óendanleikann, rúmar það samt ótal augnablik hamingju og yndis, ekki siður en sorgar, sem eru þess megnug að ryðja burt vídd- um okkar forgengilegu tilveru og eignast að því er virðist örlitla hlut- deild í eilífðinni. Guðmundur - nafnið bar hann vel - var meistara- smiður slíkra gleðistunda. Með því nálgaðist hann hið háleita takmark jarðvistarinnar, leikni í þeirri flóknu list að lifa. A þessu hryggðarvori þegar hann er kvaddur er forsjóninni þakkað fyrir að hafa leyft okkur að þekkja slíkan öðling. Þegar frá líður mun minning Guðmundar vísa okkur á gersemar sem ellegar væri hætt við að okkur sæist yfír. Ég votta Elísabetu og drengjun- um mína dýpstu samúð og bið guð að styrkja þau. Jóna Dóra Óskarsdóttir. Með miklum trega og djúpum söknuði kveðjum við Guðmund Thoroddsen í dag. Hann var okkur vinum sínum svo margt og miðlaði af miklu, myndlistarmaðurinn, músíkantinn, ævintýramaðurinn, skútukallinn, hugsjónamaðurinn og húmoristinn. En kannski eigum við eftir að minnast hans fyrst og fremst sem samferðamannsins sem lifði svo mikið og veitti öllum sem kynntust honum hlutdeild í lífsgleði sinni af miklu örlæti. Guðmundur var alla tíð í ferðum. Ferðalög voru eins og leiðarstef í lífi hans og í þeim sameinaði hann svo mörg af sínum áhugamálum. Guðmundur var heimsborgari í þess orðs bestu merkingu. Ekki af þeirri tegund sem þekkir aðeins glæstar hallir stórborganna heldur sá sem lætur sig skipta fólkið sem byggir þennan heim og menningu þess og umhverfi. Hvar sem hann kom kynntist hann fólki og alltaf gat hann talað við það - hann þurfti jafnvel ekki tungumál til, því húm- orinn skildist allstaðar. Menning heillaði hann, hann hreifst af tón- list, myndlist og lífsháttum annarra þjóða og hann kunni öðrum fremur að njóta framandi menningar, kannski vegna þess hve hann stóð traustum fótum í sínum íslenska menningararfí. Fáum var ljósari nauðsyn þess fyrir smáþjóð að varðveita menningarlega sér- stöðu sína. íslensk menning og íslensk náttúra voru honum heilög baráttumál. Á þeim hafði hann ákveðnar og jafnvel ósveigjanlegar skoð- anir, sem grundvölluð- ust á virðingu og ást þess sem kann að njóta og næra um leið. Við Íítum til baka með þakklæti í hjarta fyrir fölskvalausa vin- áttu sem staðið hefur í aldarfjórðung. Saman höfum við deilt galsa og ærslum unglingsár- anna, athafnaþrá og sköpunargleði áranna þegar ungu fólki finnst sér allir vegir færir og með þeim Elísa- betu deildum við gleðinni yfir að verða foreldrar á sömu árunum. Við höfum átt saman óteljandi gleðistundir, við margvísleg við- fangsefni og á ólíkum stöðum, þangað sem lífsins straumar hafa borið okkur. Og eftir stendur það svo skýrt - hvað það var alltaf gaman. Það var alltaf tilhlökkunar- efni að hitta Guðmund, og þó við eigum aldrei aftur eftir að heyra þennan óviðjafnanlega dillandi hlát- ur eða hiusta á sögurnar hans af skemmtilegu fólki og skondnum atvikum, þá eigum við þó fyársjóð í minningunum sem jafnvel núna megna að laða fram bros. Þér, elsku Elísabet og Jóni Kol- beini og Einari litla sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að standa með ykkur á síðustu mánuðum og með mikilli virðingu munum við minnast þeirrar bjart- sýni, hugdirfsku og samheldni sem einkenndi baráttu ykkar. Við biðj- um guð að gefa ykkur styrk til að bera þunga sorgina því hana fær víst ekkert sefað nema tíminn. Það er þyngra en tárum taki að hugsa til þess að litlum drengjum skuli ekki auðnast að njóta samvista við föður sinn nema svo stutta stund. Við vonum að við megum, þegar fram líða stundir, veita þeim hlut- deild í minningum okkar um mann með hafgolu í gullnu hári og gleft- ið bros í auga, manninn sem sólin alltaf kyssti. Garðar og Aagot. Ég minnist þín, er sé ég sjóinn glitra við sólar-hvel og þegar múnans mildu geislar titra ég man þig vel. Ég sé til þín, er létt á öðru leiti sér lyfta ský. Ég horfíá þig, er hljóður veg minn þreyti ég húmi í. Ég heyrrþig, er þýtur fjarlæg alda svo þungt og ótt. Ég heyri þig, er hlustar björkin kalda um helga nótt. Þú býrð mér hjá, þótt byggð þín sé mér fjærri ég bý hjá þér. Nú birtir yfir blástjömunni skærri: Æ, birztu mér! (Johann Wolfgang von Goethe, þýð. Matthías Jochumsson.) Fyrstu kynnin eru sterkust í end- urminningunni. Ungar mennta- skólastúlkur á klossum hitta Guð- mund og Jón og syngja fyrir þá Gabríellulögin. Viljiði stofna með okkur hljómsveit strákar? Já, já, alltílagi, bara ef það yrðu engin rafmagnshljóðfæri og ekkert stress. Það var byijað að æfa en alls ekki of mikið. Kvöldæfíngarnar enduðu oftast í kjallaranum á Laugalækn- um og andrúmsloftið minnti helst á káetu; lýsingin, netið og alls kyns samsafn af dóti. Tíminn stoppaði og draumarnir tóku við. Það voru sagðar ótrúlegustu sögur við kerta- ljós og svo var hlegið og hlegið. 4 Ferðasögur, tango Argente, sumar- tími og það er gaman að lifa. Hljóm- sveitin hljómsveitin hlær. Við kunn- um bara að elda menntaskólahakk, en ekki lengi. Ekki eftir kennslu í kryddfræðum og súpugerð hjá þér. Kús, kús, rauðvín og sveifla. Þetta var í þá daga sem við vorum að byija að lifa lífinu. Og þú kunnir svo sannarlega listina að lifa. Við dönsuðum hjá Riba og drukkum græna drykki. Seinna hittumst við í höllinni í París. Jólanótt í Notre Dame og nýársnótt á Champs Élysees. Hanastél á Jónsmessu. Kaupmannahöfn og ný plata. Ferðasögur og tangó. Nýr kafli í Hollandi. Þar hittirðu Elísabetu sem varð þín stoð og stytta. Það var unun að fylgjast með þér þegar þú varst með drengina þína. Góður pabbi. Og aldrei skal ég gleyma kennslustundinni síðustu þegar þú kenndir mér að svæfa lítinn strák. Takk fyrir einlæga vináttu þessi alltof fáu ár. Megi góður guð styrkja Elísabetu og drengina. Jóhanna, Hildigunnur og Guðmundur Þórir. i i « i 1 i € 4 Skemmtilegur, orðheppinn ungur maður með hlýtt hjartalag, kank- víst augnatillit og bjart bros, bland- ið viðkvæmni, varð á vegi mínum fyrir tveim áratugum og tilheyrði fjölskyldu minni um hríð. Þetta var Guðmundur Thoroddsen, víðförull ævintýramaður þegar á ungum aldri og elskur að litum og tónum eins og hann átti kyn til. Á þessum árum var flakkað milli Frakklands og Fróns og mikið ann- ríki hjá ungu fólki við að lifa og læra. Við spjölluðum saman yfir kaffibolla í Mávahlíð og Guðmundur sagðist ætla að lofsyngja pönnukök- urnar mínar í minningargrein þegar þar að kæmi. Svo var sest að í Kaupmanna- höfn. Þá voru góðir dagar og glað- ir, Diabolus in Musica á fullri ferð og tvö ung pör í óðaönn að smíða sér skútur. Onnur var kölluð Kría og sigldi vítt um veraldarhöf þegar fram liðu stundir eins og lesa má um í bókum. Guðmundar og Jónu Dóru skúta var látin heita Drífa. Ég pijónaði sæbláar siglingapeysur á áhöfn Drífu og Guðmundur eldaði handa okkur kús-kús í Elmegade. Mislengi er líf vort í hafi, segir skáldið. Og ýmsar siglingar verða endasleppar. Áður en langt um leið voru orðnar breytingar á högum okkar beggja og við tengdumst ekki lengur fjölskylduböndum. Þá kom Guðmundur í heimsókn og færði mér fallega mynd eftir sig. Seinna gladdi mig að frétta að hann væri sestur að á ísafirði ásamt vini sínum Jóni Sigurpálssyni og báðir hefðu bundist ágætiskonum. Og í lúttifyrra kom Guðmundur heim til mín með lítinn snáða, Jón Kolbein, þegar haldið var upp á afmæli Gunnhildar dótturdóttur minnar. Svo bárust fréttir að vestan um framtíðaráform tengd útgerð nýrrar skútu. Og í fyrra fæddist annar sonur, Einar Viðar. Mislengi er líf vort í hafí. Að úthallandi sumri síðastliðnu urðu þáttaskil. Eins og hendi væri veifað tjaldaði ævifley Guðmundar svörtum seglum. Svo tók andófið við, örðugt og sárt. Nú er ferðin á enda, fleyið í nausti og leikur ekki framar við ljósbrot á bárum. Sæfar- inn hugdjarfí hefur tekið annan kúrs og stefnir nú á friðarsnekkju undir fannhvítum séglum út á óminnisdjúpið. Ég kveð góðan dreng að leiðar- lokum og þakka samfylgdina. Sendi honum í huganum sykraðar pönnu- kökur í nesti til nýrrar ferðar en fjölskyldu hans og vinum innilegar samúðarkveðjur. Sigrún Ámadóttir. J 1 4 4 I 4 4 4 4 < i ( ( < ( Hér er horfínn af sjónarsviðinu gagnmerkur íslendingur - maður óvenjulégri fjölhæfni, stórhug, karl- mennsku, athafnarorku, verksnilli i og listamennsku búinn. Hann var i allt í senn, listamaður, skipasmiður, siglingafræðingur, landkönnuður, " leiðsögumaður, víðfarinn og fjöl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.