Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 1
104 SÍÐURB/C 130. TBL. 84. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Samið um frið við Tsjetsjena Skæruliðar afvopnist o g rússneska herliðið á brott fyrir ágústlok Nazran, Rússlandi. Reuter. SAMNINGAMENN Rússa og upp- reisnarmanna Tsjetsjena undirrit- uðu í gær samkomulag um að binda enda á ófriðinn, sem staðið hefur í 18 mánuði í Tsjetsjníju og kostað 30 þúsund manns lífið. Samkomulagið, sem var lesið upp fyrir blaðamenn þegar það var undirritað, kveður á um að allir rússneskir hermenn verði kvaddir brott fyrir ágústlok og Tsjetsjníja Varnaðarorð Demirels Ankara. Reuter. SULEYMAN Demirel, forseti Tyrk- lands, varaði í gær við því að blanda saman trúmálum og stjórnmálum og sagði að slíkt gæti leitt til þess að landið klofnaði. „Stjórnmál eiga ekki heima í moskunni,“ sagði Demirel. „Ef póli- tík er ýtt inn í moskuna myndast klofningur milli múslima og þjóðar þessa lands.“ Demirel veitti Ecmettin Erbakan, leiðtoga Velferðarflokksins, flokks bókstafstrúarmanna, umboð til stjómarmyndunar í síðustu viku eftir að hægri stjórn Mesuts Yilmaz féll. verði vopnalaust svæði, en með því er átt við að sveitir uppreisnar- manna, sem barist hafa fyrir sjálf- stæði Tsjetsjníju, afvopnist. Samkomulagið gerir ráð fyrir því að kosningar verði ekki haldn- ar fyrr en rússneski herinn er horf- inn á braut. Þar með er horfinn einn ásteytingarsteinn viðræðn- anna, en Rússar vildu upphaflega að þingkosningar yrðu haldnar um leið og forsetakosningarnar á sunnudag. Báru lof á samninginn Báðir aðiljar báru lof á samning- inn, sem undirritaður var í bænum Nazran, skammt frá Tsjetsjníju. í samkomulaginu er hins vegar ekki fjallað um megindeiluefnið, fram- tíðarstöðu Tsjetsjníju. „Aðdragandinn að þessum degi var erfiður en hingað komumst við,“ sagði Aslan Makhadov, sem skrifaði undir fyrir hönd Tsjetsj- ena. „Eg held að allir geti sæst á eitt: Það á ekki að vera stríð.“ Átökum linnti ekki í gær þótt samkomulagið væri undirritað. Tveir rússneskir hermenn létu lífið í Grozní, höfuðborg Tsjetsjníju, þegar ráðist var á brynvagn þeirra. ■ Jeltsín telur/19 GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein, ræðir við blaðamenn í gær. Framtíð Norður-Irlands rædd VIÐRÆÐUR um frið á Norður- Irlandi hófust formlega í gær. Fulltrúar Sinn Fein, stjórnmála- arms írska lýðveldishersins (IRA), fá ekki að taka þátt í við- ræðunum, á þeim forsendum að IRA hafi ekki lýst yfir vopnahléi i skæruhernaði samtakanna gegn breskum yfirráðum á Norður-írlandi. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, beið, ásamt fleiri félögum í flokknum, utan girðingar við fundarstaðinn eftir því, að full- trúi bresku stjórnarinnar læsi upp yfirlýsingu, þar sem grein væri gerð fyrir því, hvers vegna Adams og félögum hans væri meinuð þátttaka í viðræðunum. Slík yfirlýsing var ekki lesin. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði í ræðu við upp- haf viðræðnanna að þær gætu markað tímamót í sögu Norður- írlands, þar sem ófriður hefur staðið í aldarfjórðung og kostað 3.200 mannslif. Major viður- kenndi að fjarvera fulltrúa Sinn Fein setti strik í reikninginn, en flokkurinn gæti ekki tekið þátt í viðræðunum vegna þess að honum hefði ekki tekist að telja skæruliða IRA á að leggja niður vopn. Ian Paisley, leiðtogi Lýðræðis- flokks sambandssinna, hefur hót- að að hætta þátttöku í viðræðun- um vegna þeirrar ákvörðunar bresku og írsku ríkisstjórnanna að tilnefna Bandaríkjamanninn George Mitchell, fyrrverandi öld- ungadeildarþingmann, til að stjórna viðræðunum. Telur Pais- ley að Mitchell sé of hliðhollur þeim, sem vilja að breskum yfír- ráðum á Norður-írlandi ljúki. Mitchell sat ekki fundi í gær vegna þessarar gagnrýni. Spenna magnast í ísrael eftir morð og fyrirsát Jerúsalem, Damaskus. Reuter. Reuter ÚTFÖR hjónanna Yarons og Efrats Ungers, sem vopnaðir Pal- estínumenn myrtu í bifreið á sunnudag, fór fram í ísrael í gær. SKÆRULIÐAR Hizbollah-hreyf- ingarinnar felldu í gær fimm ísra- elska hermenn, sem þeir sátu fyrir í Suður-Líbanon, og særðu sex. Ríkir mikil spenna í ísrael vegna árásarinnar og vegna morða á ísra- elskum hjónum, sem bjuggu á Vest- urbakkanum, á sunnudag. Þeir Shimon Peres, fráfarandi forsætis- ráðherra, og Benjamin Netanyahu, væntanlegur forsætisráðherra, ræddu ástandið á fundi í gær. Ráðist á varðflokk Skæruliðarnir réðust á ísraelskan varðflokk, sem var á leið til búða sinna á ísraelska hernámssvæðinu í S-Líbanon, með vélbyssuskothríð og sprengjuvörpum og er árásin sú blóðugasta síðan ísraelar hættu loftárásunum á Líbanon 27. apríl en þær stóðu í 17 daga. Fór Peres um norðurhéruðin eftir árásina og átti síðan fund með Netanyahu um spennuna í landinu. í yfirlýsingu sem Peres sendi frá sér í gær sagði hann, að ísraelar myndu svara árásum af þessu tagi með þeim hætti og á þeim tíma, sem þeir veldu sér. Vegna þessa atburðar og morðs- ins á hjónunum og nýbúum á Vest- urbakkanum hafa harðlínumenn í ísrael hert á kröfum sínum um að Netanyahu og Likudflokkurinn standi nú við stóru orðin og sýni fjandmönnum ísraela í tvo heim- ana. Netanyahu er hins vegar eins og á milli steins og sleggju því ráða- menn á Vesturlöndum og í araba- ríkjum leggja hart að honum að halda áfram friðarferlinu. Stefnt er að því, að ný stjórn taki við í Israel í næstu viku. Hjónin, sem voru myrt á sunnu- dag, bjuggu í Kiryat Arba á Vestur- bakkanum og voru á leið þangað þegar ráðist var á bíl þeirra með skothríð rétt innan ísraelsku landa- mæranna. Slapp sonur þeirra, kornabarn, lífs af. Fundur arabaleið- toga í Kairó Málgagn Sýrlandsstjórnar sagði í gær, að Netanyahu stefndi að „stríði og útþenslu" og skoraði á arabaríkin að hafa engin samskipti við Israel. Leiðtogar arabaríkja ætla að halda fund í Kairó 21. júní um þróunina í Miðausturlöndum. Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, skoraði í gær á arabaríki að grípa ekki til ráðstafana, sem myndu einangra næstu stjórn Israels. Kúariðudeilan Stefna Þjóðverj- ar ESB? Berlín. Reuter. HORST Seehofer, heilbrigðis- ráðherra Þýskalands, sagði í gær að Þjóðveijar íhuguðu að stefna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, vegna þeirrar ákvörðunar að leyfa útflutning á tilteknum afurð- um úr breskum nautgripum. Seehofer sagði að landbún- aðarráðherrar í öllum sextán sambandslöndum Þýskalands væru einhuga í þeirri afstöðu sinni að banna áfram inn- flutning frá Bretlandi, þrátt fyrir þessa ákvörðun fram- kvæmdastjórnarinnar. Á næstu tveimur mánuðum yrði ákveðið hvort farið yrði í mál við framkvæmdastjórn- ina. Bretar hyggjast halda áfram andófi sínu innan ESB þangað til slík tillaga fæst samþykkt og komu í gær í veg fyrir samþykkt fjórtán mála á fundi utanríkisráð- herra sambandsins. ■ Evrópuandstaðan/20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.