Morgunblaðið - 11.06.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.06.1996, Qupperneq 1
104 SÍÐURB/C 130. TBL. 84. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Samið um frið við Tsjetsjena Skæruliðar afvopnist o g rússneska herliðið á brott fyrir ágústlok Nazran, Rússlandi. Reuter. SAMNINGAMENN Rússa og upp- reisnarmanna Tsjetsjena undirrit- uðu í gær samkomulag um að binda enda á ófriðinn, sem staðið hefur í 18 mánuði í Tsjetsjníju og kostað 30 þúsund manns lífið. Samkomulagið, sem var lesið upp fyrir blaðamenn þegar það var undirritað, kveður á um að allir rússneskir hermenn verði kvaddir brott fyrir ágústlok og Tsjetsjníja Varnaðarorð Demirels Ankara. Reuter. SULEYMAN Demirel, forseti Tyrk- lands, varaði í gær við því að blanda saman trúmálum og stjórnmálum og sagði að slíkt gæti leitt til þess að landið klofnaði. „Stjórnmál eiga ekki heima í moskunni,“ sagði Demirel. „Ef póli- tík er ýtt inn í moskuna myndast klofningur milli múslima og þjóðar þessa lands.“ Demirel veitti Ecmettin Erbakan, leiðtoga Velferðarflokksins, flokks bókstafstrúarmanna, umboð til stjómarmyndunar í síðustu viku eftir að hægri stjórn Mesuts Yilmaz féll. verði vopnalaust svæði, en með því er átt við að sveitir uppreisnar- manna, sem barist hafa fyrir sjálf- stæði Tsjetsjníju, afvopnist. Samkomulagið gerir ráð fyrir því að kosningar verði ekki haldn- ar fyrr en rússneski herinn er horf- inn á braut. Þar með er horfinn einn ásteytingarsteinn viðræðn- anna, en Rússar vildu upphaflega að þingkosningar yrðu haldnar um leið og forsetakosningarnar á sunnudag. Báru lof á samninginn Báðir aðiljar báru lof á samning- inn, sem undirritaður var í bænum Nazran, skammt frá Tsjetsjníju. í samkomulaginu er hins vegar ekki fjallað um megindeiluefnið, fram- tíðarstöðu Tsjetsjníju. „Aðdragandinn að þessum degi var erfiður en hingað komumst við,“ sagði Aslan Makhadov, sem skrifaði undir fyrir hönd Tsjetsj- ena. „Eg held að allir geti sæst á eitt: Það á ekki að vera stríð.“ Átökum linnti ekki í gær þótt samkomulagið væri undirritað. Tveir rússneskir hermenn létu lífið í Grozní, höfuðborg Tsjetsjníju, þegar ráðist var á brynvagn þeirra. ■ Jeltsín telur/19 GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein, ræðir við blaðamenn í gær. Framtíð Norður-Irlands rædd VIÐRÆÐUR um frið á Norður- Irlandi hófust formlega í gær. Fulltrúar Sinn Fein, stjórnmála- arms írska lýðveldishersins (IRA), fá ekki að taka þátt í við- ræðunum, á þeim forsendum að IRA hafi ekki lýst yfir vopnahléi i skæruhernaði samtakanna gegn breskum yfirráðum á Norður-írlandi. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, beið, ásamt fleiri félögum í flokknum, utan girðingar við fundarstaðinn eftir því, að full- trúi bresku stjórnarinnar læsi upp yfirlýsingu, þar sem grein væri gerð fyrir því, hvers vegna Adams og félögum hans væri meinuð þátttaka í viðræðunum. Slík yfirlýsing var ekki lesin. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði í ræðu við upp- haf viðræðnanna að þær gætu markað tímamót í sögu Norður- írlands, þar sem ófriður hefur staðið í aldarfjórðung og kostað 3.200 mannslif. Major viður- kenndi að fjarvera fulltrúa Sinn Fein setti strik í reikninginn, en flokkurinn gæti ekki tekið þátt í viðræðunum vegna þess að honum hefði ekki tekist að telja skæruliða IRA á að leggja niður vopn. Ian Paisley, leiðtogi Lýðræðis- flokks sambandssinna, hefur hót- að að hætta þátttöku í viðræðun- um vegna þeirrar ákvörðunar bresku og írsku ríkisstjórnanna að tilnefna Bandaríkjamanninn George Mitchell, fyrrverandi öld- ungadeildarþingmann, til að stjórna viðræðunum. Telur Pais- ley að Mitchell sé of hliðhollur þeim, sem vilja að breskum yfír- ráðum á Norður-írlandi ljúki. Mitchell sat ekki fundi í gær vegna þessarar gagnrýni. Spenna magnast í ísrael eftir morð og fyrirsát Jerúsalem, Damaskus. Reuter. Reuter ÚTFÖR hjónanna Yarons og Efrats Ungers, sem vopnaðir Pal- estínumenn myrtu í bifreið á sunnudag, fór fram í ísrael í gær. SKÆRULIÐAR Hizbollah-hreyf- ingarinnar felldu í gær fimm ísra- elska hermenn, sem þeir sátu fyrir í Suður-Líbanon, og særðu sex. Ríkir mikil spenna í ísrael vegna árásarinnar og vegna morða á ísra- elskum hjónum, sem bjuggu á Vest- urbakkanum, á sunnudag. Þeir Shimon Peres, fráfarandi forsætis- ráðherra, og Benjamin Netanyahu, væntanlegur forsætisráðherra, ræddu ástandið á fundi í gær. Ráðist á varðflokk Skæruliðarnir réðust á ísraelskan varðflokk, sem var á leið til búða sinna á ísraelska hernámssvæðinu í S-Líbanon, með vélbyssuskothríð og sprengjuvörpum og er árásin sú blóðugasta síðan ísraelar hættu loftárásunum á Líbanon 27. apríl en þær stóðu í 17 daga. Fór Peres um norðurhéruðin eftir árásina og átti síðan fund með Netanyahu um spennuna í landinu. í yfirlýsingu sem Peres sendi frá sér í gær sagði hann, að ísraelar myndu svara árásum af þessu tagi með þeim hætti og á þeim tíma, sem þeir veldu sér. Vegna þessa atburðar og morðs- ins á hjónunum og nýbúum á Vest- urbakkanum hafa harðlínumenn í ísrael hert á kröfum sínum um að Netanyahu og Likudflokkurinn standi nú við stóru orðin og sýni fjandmönnum ísraela í tvo heim- ana. Netanyahu er hins vegar eins og á milli steins og sleggju því ráða- menn á Vesturlöndum og í araba- ríkjum leggja hart að honum að halda áfram friðarferlinu. Stefnt er að því, að ný stjórn taki við í Israel í næstu viku. Hjónin, sem voru myrt á sunnu- dag, bjuggu í Kiryat Arba á Vestur- bakkanum og voru á leið þangað þegar ráðist var á bíl þeirra með skothríð rétt innan ísraelsku landa- mæranna. Slapp sonur þeirra, kornabarn, lífs af. Fundur arabaleið- toga í Kairó Málgagn Sýrlandsstjórnar sagði í gær, að Netanyahu stefndi að „stríði og útþenslu" og skoraði á arabaríkin að hafa engin samskipti við Israel. Leiðtogar arabaríkja ætla að halda fund í Kairó 21. júní um þróunina í Miðausturlöndum. Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, skoraði í gær á arabaríki að grípa ekki til ráðstafana, sem myndu einangra næstu stjórn Israels. Kúariðudeilan Stefna Þjóðverj- ar ESB? Berlín. Reuter. HORST Seehofer, heilbrigðis- ráðherra Þýskalands, sagði í gær að Þjóðveijar íhuguðu að stefna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, vegna þeirrar ákvörðunar að leyfa útflutning á tilteknum afurð- um úr breskum nautgripum. Seehofer sagði að landbún- aðarráðherrar í öllum sextán sambandslöndum Þýskalands væru einhuga í þeirri afstöðu sinni að banna áfram inn- flutning frá Bretlandi, þrátt fyrir þessa ákvörðun fram- kvæmdastjórnarinnar. Á næstu tveimur mánuðum yrði ákveðið hvort farið yrði í mál við framkvæmdastjórn- ina. Bretar hyggjast halda áfram andófi sínu innan ESB þangað til slík tillaga fæst samþykkt og komu í gær í veg fyrir samþykkt fjórtán mála á fundi utanríkisráð- herra sambandsins. ■ Evrópuandstaðan/20

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.