Morgunblaðið - 11.06.1996, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.06.1996, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sumarlokanir sjúkrahúsanna í Reykjavík verða með svipuðu móti í ár og verið hefur Legiidögum fækkað um rúm 40.000 Sumarlokanir á sjúkrahúsunum í Reylgavík hófust um síðustu mánaðamót og eru með svipuðu móti og verið hefur, að því undan- skildu að fleiri leguplássum á dagdeildum verður fækkað hjá Ríkisspítölum en í fyrra. Þrátt fyrir þetta vantar talsvert upp á að spamaður náist. HEILDARLOKANIR á deildum Sjúkrahúss Reykjavíkur í sumar samsvara 10.926 legudögum, þar af eru 940 á dagdeild. Erna Einars- dóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri segir að lokanir deilda virðist með svipuðu sniði og í fyrra og að 200 milljónir vanti upp á að ráðgerður spamaður náist. Hjá Ríkisspítölum verður legudögum fækkað um 29.742, þar af eru 3.800 á dagdeild- um. Ingólfur Þórisson aðstoðarfor- stjóri Ríkisspítala segir að með því sparist 110 milljónir. Samtals er um að ræða 40.668 legudaga. Geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Hafnarbúðum, sem er dagdeild, verður lokað alveg frá 1.-28. júlí. Hjúkrunardeild aldraðra á Landa- koti, 1-B var lokað 1. apríl og verð- ur ekki opnuð aftur fyrr en 30. september. Einnig er skurðdeild 2-B á Landakoti og 3-A, sem er dag- deild eftir aðgerðir, lokað frá 1. júlí til 12. ágúst. Sjúkrahúsin í Reykjavík endastöðvar Þá var endurhæfingadeild E-62 lokað um síðustu mánaðamót en hún verður opnuð aftur 1. septem- ber. Loks er öldrunarlækningadeild- inni 3-B á Hvítabandi lokað frá 1. júlí til 5. ágúst og hið sama gildir um skurðdeild G-2, sem lokað var 3. júní. Erna segir erfitt að átta sig nákvæmlega á umfangi lokananna vegna sameiningar Borgarspitala og Landakots. Hún segir 200 millj- ónir vanta til þess að fyrirhugaður sparnaður gangi eftir og bendir á að sjúkrahúsin í Reykjavík séu nokkurs konar endastöð. Sjúkra- hús úti á landi geti lokað yfir sum- artímann vegna skorts á rekstr- arfé. „Við getum ekki gripið til sömu ráðstafana og verðum því að tak- marka þjónustuna við bráðatilfelli í sumar,“ segir hún. Hjá Ríkisspítölum er markmiðið að spara 400 milljónir á árinu, seg- ir Ingólfur Þórisson aðstoðarfor- stjóri. í fyrra var legudögum fækk- að um 25.587 á Iegudeildum en 25.942 nú en þess má geta að Fæðingarheimilið var opið í hálft ár í fyrra. Einnig verður legudögum á dagdeildum fækkað um 4.020 í sumar, sem ekki var gert í fyrra að hans sögn. Öldrunarlækningadeild var lokað í lok apríl og jafnframt var fækkað um tvö rúm á barnaskurðdeild 13-E frá lokum janúar til síðustu mán- aðamóta. Fækkað var um fjögur legupláss á ungbamadeild 13-E í lok janúar og henni síðan lokað fram til ágústloka um síðustu mán- aðamót. Lýtalækningadeild hefur verið lokuð síðan um áramót. Þá var dagdeild kvennadeildar lokuð í janúar og febrúar en gert ráð fyrir einu leguplássi frá lokum febrúar út árið. Deild 21 að Bjargi verður lokað í lok júlí, árið á enda og barnageðdeild var lokað um síð- ustu mánaðamót til ágústloka en þá verður gert ráð fyrir sex plássum af tíu fram í desember. Lokanirnar spara 110 milljónir og segir Ingólfur að reynt verði að mæta fjárhagsáætlun með lækkun lyfjakostnaðar og annars konar hagræðingu. Dagskráin næstu daga Þriðjudagur 11. júrtí: Heimsókn í Garðabæ og Bessastaðahrepp kl. 9-16 Yfirheyrsla á Stöð 2 kl. 20:00 Fundur: Miðvikudagur 12. júní: Setið íyrir svörum á Bylgjunni frá kl. 17-18. Miðnæturfundur í Grímsey Mosfellsbær, Áslákur kl. 21:00 Vinir vors og blóma skemmta. Upplýsingar um forsetakosningarnar eru gefnar á kosningaskrifstofunni i Borgartúni 20 og í síma 588 6688 Upplýsingar um atkvæða- greiðslu utan kjörfundar eru gefnar i síma 553 3209 Fundur: Húsavík, Hótel Húsavík kl. 20:30 Sumarlokun spítala í Reykjavík 1996 Ríkisspítalar Lyflækningadeild 11A Lyflækningadeild 11B Oldrunartækn.deild Húðlækningadeild Víf. Lýtalækningadeild 13-A Almenn skurðdeild 12-G Bæklunariækn.deild 13-G Ungbarnadeild 13-E Kvenlækningadeild 21-A Kvenlækningadeild 21 -A Deild 26, Laugarásvegi Deild 32-C, Landspítalanum Deild 13, Kleppi Delld 21, Bjargi Barnageðdeild Unglingageðdeild Barnadagdeild Barnadagdeild Dagdeild kvennadeildar Sjúkrahús Reykjavíkur Bæklunar- og skurðl.d. A-2 Dagdeild geðd. Hafnarbúðir Þvagfæraskurðl.deild A-3 Almenn skurðl.deild B-6 Heila-háls-nef-eyrna skurðl.d Hjúkrunardeild aldraðra 1 -B Augndeild, Skurðdeild 2-B Dagdeild eftir aðgerðir 3-A Skurðstofa Fossvogi Skurðstofa Landakoti Alm. lyflækningadeild A-6 Bamadeild B-5 Endurhæf.- og taugad. E-62 Öldrunari.cT. B-4, Hvítabandið Öldrunari.deild 3-B Gæsludeild G-2 Skurðstofa G-2 ~ Lokað Lokað Lokað tiláramóta Lokað Lokað tiláramóta Lokað Lokað Lokað Fækkað um 10 rúm Fækkað um 10 rúm Lokað Lokað Lokað Lokað til áramóta Lokað Lokað Lokað Fækkað um 4 rúm Fækkað um 4 rúm til áramóta Fækkað um 6 rúm Lokað Fækkað um10 rúm Fækkaðum 7rúm Fækkað um 15 rúm Lokað Lokað Lokað 4 skurðstofum lokað 4 skurðstofum lokað Fækkað um 15 rúm Fækkað um 11 rúm Lokað Fækkað um 7 rúm Lokað Opið á bráðavakt Lokað Kynskipta- aðgerð í haust Morgunblaðið/Golli HEINRICH Pfeiffer tekur við fálkaorðunni úr hendi Vigdísar Finnbogadóttur. Alexander von Humboldt-stofnunin Fyrrverandi forstjóri sæmdur fálkaorðunni VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti ís- lands, sæmdi dr. Heinrich Pfeiffer, forstjóra Alexander von Humboldt- stofnunarinnar í Bonn árin 1964- 1994, þann 10. júní sl. stórriddara- krossi hinnar íslenku fálkaorðu fyrir störf sín til eflingar vísindalegra samskipta íslendinga og Þjóðveija um áratuga skeið. Síðan Alexander von Humboldt- stofnunin hóf styrkveitingar til rannsókna- og vísindastarfa hafa 45 íslendingar verið við framhalds- nám og vísindastörf í Þýskalandi þar af um 30 eftir heimsstyrjöldina síðari. Styrkir stofnunarinnar eru með þeim bestu sem völ er á og eingöngu veittir mjög efnilegum erlendum vísindamönnum yngri en 40 ára. Sé miðað við höfðatölu eru íslendingar, eins og svo oft áður, í fyrsta sæti. Meirihluti þeirra íslendinga sem hlotið hafa styrki stofnunarinnar starfa við kennslu og rannsóknir í Háskóla íslands. Styrkimir spanna öll svið hug- og raunvísinda. Flestir styrkjanna hafa komið í hlut jarðvís- indamanna, alls 8 styrkir, en fast á eftir fylgja læknar með 7 styrki og þá lögfræðingar með 5 styrki alls. Þótt dr. Pfeiffer sé kominn á eftirlaun starfar hann enn við Alex- ander von Humboldt-stofnunina í hlutastarfi við að halda uppi tengsl- um við fyrrum styrkþega stofn- unarinnar. Stofnunin leggur mikla áherslu á ræktarsemi við fyrrum styrkþega sína með viðbótarstyrkj- um síðar á starfsferlinum til bóka- og tækjakaupa. Ennfremur er fyrr- verandi styrkþegum stundum boðið til Þýskalands í kynnisferðir eða til frekari rannsóknastarfa um nokk- urra mánaða skeið. Til þess að halda uppi sem bestum tengslum milli fyrrum styrkþega hafa verið stofnuð Humboldt-félög víða um heim. Alexander von Humboldt- félagið á Islandi var stofnað árið 1979. Fyrsti formaður þess var dr. Oddur Guðjónsson sendiherra. Nú- verandi formaður félagsins er dr. Sigfús A. Schopka fiskifræðingur. LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ og Kynfræðifélagið héldu málþing um kynskipti sl. föstudag. Þar kom m.a. fram að fyrirhugað er að fram- kvæma fyrstu kynskiptaaðgerðina hér á landi í haust. Á málþinginu kom fram að vitað er um átta íslendinga sem hafa leitað sér aðstoðar vegna vilja til að skipta um kyn, þijár konur og fimm karla. Ólafur Ólafsson land- læknir sagði í samtali við Morgun- blaðið að samkvæmt lögum um heilbrigðismál ættu allir jafnan rétt á heilbrigðisþjónustu. „Fólki var lengi synjað um að komast í kyn- skiptaaogerðir hér á landi og það braut í raun í bága við lögin. Slíkar aðgerðir eru lítið vandamál fyrir þjóðfélagið en geta skipt gífurlegu máli fyrir þá örfáu einstaklinga sem eiga í hlut.“ Fyrirhugað er að framkvæma fyrstu kynskiptaaðgerðina hérlend- is í haust. í því tilviki er um að ræða konu sem finnur sig ekki í kvenhlutverkinu en upplifir sig þess í stað sem karlmann. Undirbúning- urinn fyrir aðgerðina er mjög viða- mikill, fyrst fara fram nákvæmar rannsóknir á viðkomandi einstakl- ingi, bæði líkamlegar og sálfræði- legar. Hormónameðferð stendur síðan yfir í heilt ár fyrir aðgerðina, og einstaklingurinn lifir á þeim tíma í hlutverki hins kynsins og gengur reglulega til geðlæknis. Landlæknir hefur skipað vinnu- hóp um kynskipti, en í honum sitja sérfræðingar á þeim sviðum sem málið varða. Torvald Höjerback frá Háskólasjúkrahúsinu í Lundi í Sví- þjóð hefur verið vinnuhópnum til aðstoðar við undirbúninginn og far- ið er eftir vinnureglum sem viður- kenndar eru á Norðurlöndum. Beinn kostnaður við kynskiptaaðgerð hér á landi er á bilinu 200 til 300 þús- und krónur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.