Morgunblaðið - 11.06.1996, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
7~
; ' .ilM'1
Skýrsla forsætisráðherra um laun og lifskjör rædd á Alþingi
Staðfestir að íslending-
„„ 1- ' „ „Í3 '3 lífcilrin** 'I
7
JE minn. Hann hefur fallið í góðærisyfirlið. . .
Umhverfissjóður verslunarinnar
21,7 milljónirtil
umhverfísvemdar
ÞRÍR aðilar fengn á laugardag úthlutað úr Umhverf-
issjóði verslunarinnar samtals 15 milljónum króna.
Skógræktarfélag íslands hlaut 5.000.000 króna til
uppbyggingar skógræktar hjá aðildarfélögum sínum
um allt land, Húsagull á Húsavík fékk 5.000.000
króna styrk en það félag vinnur að uppgræðslu á
Hólasandi og Ungmennafélag íslands fékk 5.000.000
til verkefnisins „Flöggum hreinu landi 17.júní“.
Þetta var í fyrsta skipti sem sjóðurinn úthlutar
styrkjum til umhverfisverndar og fór úthlutunin
fram í Húsinu á Eyrarbakka.
Úthlutað var 21,7 milljónum króna til 15 aðila
víðs vegar um landið. Verkefnin sem hljóta styrki
eru fjölbreytt og ná m.a. til hreinsunar, skógræktar,
fræðslu og fuglaverndar.
Um 100 umsóknir bárust til sjóðsins og lætur
nærri að samanlögð upphæð umsókna nemi 100 millj-
ónum króna. Umhverfissjóður verslunarinnar fær
tekjur af sölu plastburðarpoka í verslunum en merki
á haldi hvers poka segir til um hvort verslunin greiði
í sjóðinn eða ekki. Nú greiða 119 verslanir um allt
land i sjóðinn. Stofnaðilar Umhverfissjóðs verslunar-
innar eru Hagkaup, Kaupmannasamtök íslands og
Samtök samvinnuverslana.
Aðrir aðilar sem hlutu styrki úr Umhverfissjóði
DOKTOR Björn Sigurbjömsson, formaður fag-
ráðs Umhverfissjóðs verslunarinnar, Bjarai
Finnsson, formaður stjórnar Umhverfissjóðs
verslunarinnar, Hulda Valtýsdóttir, formaður
Skógræktarfélags íslands, og Guðmundur
Bjaraason umhverfisráðherra.
verslunarinnar að þessu sinni eru Fuglavemdarfélag
íslands, sem hlaut 1,5 milljónir til verkefnis sem
miðar að endurheimt votlendis í landi Eyrarbakka-
hrepps við bakka Ölfusár. Ari Trausti Guðmundsson
fékk eina milljón króna til að gera sjónvarpsþætti
um umhverfismái. Hagavatnssamtökin fengu eina
milljón króna til hækkunar yfirborðs Hagavatns.
Lægri styrki fengu Skógræktarfélag Eyfirðinga,
Norður Atlantshafslaxsjóðurinn, Sólheimar í Gríms-
nesl, Ferðafélag Útivistar, Skógræktarfélag Austur-
lands, Skjólskógar, Kvenfélag Ljósvetninga, Skaftár-
hreppur og Kvenfélagið Iðja.
Éf k m m m ■ ■ mmm mm
.rua
, Ijósmynd/Bjðm Jóhannsson
FRA úthlutun Umhverfissjóðs verslunarinnar á Eyrarbakka.
Guðfræði sjávarútvegsins
Verðum að
virða auðæfi
hafsins
FYRIR skömmu kom
hingað tii lands
norskur prestur að
nafni Harold Holtermann í
boði Biskupsstofu, Sjó-
mannadagsráðs Vest-
mannaeyja og Landakirkju.
Hann hefur vakið athygli
landa sinna fyrir að hjálpa
fólki í litlum sjávarplássum
til að takast á við atvinnu-
leysi sökum aflabrests, en
auk þess hefur hann beitt
sér fyrir því að minna á
sérstöðu byggðarlaga við
strendur Norður-Noregs. Á
sjómannadag hélt hann er-
indi um þessi mál í Vest-
mannaeyjum og nefndi
hann fyrirlesturinn „Guð-
fræði sjávarútvegsins".
Haft var samband við Har-
old og hann spurður fyrst
að því hvaða hlutverki hann
.telji að kirkjan geti gegnt í
fiskveiðimálum?
„Ég tel nauðsynlegt að kirkjan
sé óhrædd við að gagnrýna stjórn-
völd í fiskveiðimálum. Kirkjan
getur kannski ekki komið með
neinar lausnir, því það er hlutverk
stjórnmálamannanna, en hún get-
ur bent á önnur sjónarmið og
fært umræðu um fiskveiðistjórnun
upp á siðferðilegra plan. Til dæm-
is getur kirkjan bent stjórnvöldum
á að taka meira tillit til lítilla sjáv-
arplássa, en mikilvægi þeirra vill
oft gleymast þegar ákvarðanir eru
teknar um stjórnun fiskveiða. Auk
þess tel ég mikilvægt að kirkjan
treysti sambandið milli fólksins
og náttúrunnar og minni á nauð-
syn þess að umgangast náttúru-
auðlindir með virðingu, ekki síst
fiskinn í sjónum því lífsafkoma
sjávarplássa er undir honum kom-
in. Þá getur kirkjan hvatt fólk til
að standa saman og takast sam-
eiginlega á við vandamál sem
fylgja til dæmis aflabresti."
Hvers vegna ákvaðst þú að helga
þig þessum málefnum?
„Ætli ástæðan sé ekki fyrst og
fremst sú að ég hef verið sóknar-
prestur í litla sjávarplássi, Stam-
sund, í Norður-Noregi, undanfarin
þrettán ár.í lok áttunda áratugar-
ins varð mikill aflabrestur í Nor-
egi. Heildarkvóti var minnkaður
og því fengu margir bátar, einkum
þeir minni, engan kvóta. Þetta
olli miklu atvinnuleysi,
aðallega í þeim byggð-
arlögum þar sem fólk
átti lífsafkomu sína
undir auðæfum hafsins.
I Stamsund varð ég var —■
við áhrif atvinnuleysisins í öllum
þáttum samfélagsins. Til dæmis
varð ég var við æ fleiri félagsleg
vandamál hjá skólabörnum.
Stjórnvöld í Noregi sýndu lítinn
skilning á vandamálum sjávar-
plássanna og var því ekki mikla
aðstoð að fá úr þeirri átt. Prestur-
inn stendur hins vegar nær fólkinu
og fór ég að velta því fyrir mér
hvaða hlutverki kirkjan gæti
gegnt á svo erfiðum tímum. í
framhaldi af því ákvað ég ásamt
fleirum að halda svokallaða fiski-
messu í Stamsund í byrjun árs
1990. Messan vakti mikla athygli
í Noregi og var mjög vel sótt af
heimamönnum, en þar var einkum
einblínt á þau vandamál sem
fylgja samfélagi lítilla sjávar-
plássa. í kjölfar messunnar var
svo ákveðið að koma á þverfagleg-
um vinnuhópi sem myndi stuðla
að framtíð sjávarplássa meðfram
norðurströnd Noregs og fást við
Harold Holtermann
►Séra Harold Holtermann er
fæddur í Noregi 28. febrúar
1951. Að loknu menntaskóla-
prófi hóf hann guðfræðinám í
Óslóarháskóla og lauk prófi í
þeim fræðum árið 1978. Eftir
námslok hóf hann störf sem
prestur í Tromso en síðastliðin
þrettán ár hefur hann verið
sóknarprestur í Stamsund, við
norðurströnd Noregs. Harold
hefur á undanförnum árum
vakið athygli fyrir framgöngu
sína í málefnum norskra út-
gerðarmanna, sjómanna og
fiskverkafólks og minnt á sér-
stöðu þeirra byggða við sjávar-
síðuna sem eiga tilveru sína
undir auðæfum hafsins. Harold
er kvæntur Liv Holtermann og
eiga þau þrjú börn.
Sérstaða
sjávarplássa
mikilvæg
þau vandamál sem fylgja afla-
bresti. Síðan þá hef ég starfað
ötullega í þeim hópi auk fiskifræð-
inga og stjórnmálamanna."
Hvað telur þessi hópur að megi
betur fara við ákvarðanatöku í
fiskveiðimálum ?
„Við teljum það afar mikiivægt
að stjórnvöld og fólk almennt átti
sig á ábyrgð sinni gagnvart
auðæfum hafsins, en jafnframt
verði að taka tillit til þess hve
afkoma sjávarplássa er
háð fiskinum i sjónum.
Aflabrestur hefur ekki
bara áhrif á útgerðar-
mennina, heldur sjó-
..... mennina, maka þeirra
og börnin. Allt er svo samtengt í
litlum sjávarplássum. Stjórnun
fiskveiða verður því að vera sann-
gjörn; ekki má bara taka mið af
efnahagslegum sjónarmiðum
heldur skiptir mannlífið líka máli.“
Hvað geta íslendingar lært af
þessu?
„Að mörgu leyti eiga íslensk
sjávarþorp margt sameiginlegt
með fískiþorpum í Norður-Noregi.
Náttúran og menningin er mjög
svipuð, en auk þess er afkoma
margra sjávarplássa á íslandi
mjög háð fiskinum í sjónum, eins
og í Norður-Noregi. Ég tel það
mikilvægt að fulltrúar kirkjunnar
á íslandi geti ráðfært sig við kirkj-
una í Noregi og kynnt sér það
hvernig hægt er að varpa öðru
ljósi á fiskveiðimál. Auk þess er
mikilvægt að kirkjunnar menn
geti rætt saman á siðferðilegum
nótum þrátt fyrir deilur á milli
stjórnvalda.“