Morgunblaðið - 11.06.1996, Side 14

Morgunblaðið - 11.06.1996, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Þýski togarinn Kiel með metafla til Akureyrar Aflaverðmætið um 160 milljónir króna ÞÝSKI togarinn Kiel frá Cuxhaven kom til Akureyrar í gærmorgun með um 650 tonn af frystum flökum og er aflinn nær eingöngu þorskur. Þetta mun vera mesti afli sem fiski- skip hefur komið með til Akureyrar úr einum túr og trúlega mesta magn af flökum sem fiskiskip hefur komið með að landi hérlendis. Afla- verðmæti skipsins er um 160 millj- ónir króna, en afli upp úr sjó er um 1.700 tonn. Kiel er í eigu Duetsche Fishfang Union, DFFU, dótturfyrirtækis Samheija hf. Að sögn Þorsteins Vilhelmssonar hjá Samheija, var skipið á veiðum í Barentshafi og stóð túrinn yfir í 44 daga. Strax í gærmorgun hófst löndum úr skip- inu og verður landað eins og miklu og hægt er til kl. 16 í dag, en þá heldur togarinn túmum áfram og setur stefnuna á Grænlandsmið. Þorsteinn segir að þar verði reynt við karfa, þorsk eða grálúðu og að jafnvel verði kastað á síld í Norður- sjónum á leiðinni heim til Þýska- lands. Síðasta veiðiferð Kiel var enn Morgunblaðið/Kristján STRAX í gærmorgun hófst löndun úr þýska risatogaranum Kiel sem liggur við Oddeyrarbryggju, en á meðan brugðu flestir skip- verjamir sér í skoðunarferð að Mývatni. stærri, en þá kom skipið með full- fermi að landi í Þýskalandi, eða um 820 tonn af flökum. Um helmingur aflans var þorskur en einnig var töluvert magn af ufsa og ýsu. Um borð í Kiel er 44 manna áhöfn og fóru flestir skipveijarnir í skoðunar- ferð að Mývatni í gær. Morgnnblaðið/Bery amín GUNNAR Valur Eyþórsson og Jóhannes Geir Sigurgeirsson á nýja gistiheimilinu á Ongulsstöðum. Nýtt gisti- heimili • • að Onguls- stöðum Ej^afjarðarsveit. Morgunblaðið. JOHANNES Geir Sigurgeirsson og eiginkona hans Kristín Brynj- arsdóttir ásamt Gunnari Val Ey- þórssyni tengdasyni og dóttur- inni Sveinu Björk hafa á undan- förnum mánuðum breytt 40 kúa fjósi í 12 herbergja glæsilegt gistiheimili á Öngulsstöðum III. Fyrstu gestirnir sem voru Þjóð- veijar gistu á Öngulsstöðum um helgina. Að sögn eigenda er mikið um bókanir í sumar og útlitið því bjart framundan. Innbrot í Kjarna- skógi TILKYNNT var um innbrot í skrif- stofu Skógræktarfélags Eyfirðinga í Kjamaskógi á sunnudagsmorgun. Rúða á skrifstofuhúsnæðinu hafði verið brotin og skiptimynnt stolið. Málið er í rannsókn. Unglingastúlka var flutt með sjúkrabifreið á FSA, eftir að Iiún féll af hestbaki við bæinn Arbæ, skammt sunnan Grenivíkur á sunnudag. Að sögn lögreglu voru meiðsli hennar minniháttar. Þá voru fimm ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur um helgina og einn ökumaður var grunaður um ölvun við akstur. Að öðru leyti var helgin með rólegasta móti hjá lög- reglunni. Sljórn veitustofnana Uttekt gerð á samein- ingu veitna FORMANNI veitustjórnar Akur- eyrar ásamt framkvæmdastjórum Hitaveitu Akureyrar og Rafveitu Akureyrar hefur verið falið að gera úttekt á samvinnu eða sameiningu veitustofnana á Akureyri. Starfs- hópnum er heimilt að ráða sér starfsmann tímabundið vegna þessa verkefnis. Jafnframt hefur hópnum verið falið að kanna samstarf eða samein- ingu við hliðstæða starfsemi í ná- grannasveitarfélögum bæjarins með það að markmiði að stækka markaðssvæði veitnanna. Heimilt er að kanna samvinnu við aðrar stofnanir Akureyrarbæjar, t.d. frá- veitu eða aðrar deildir eftir því sem við á m.a. varðandi rekstur mötu- neyta, nýtingu vinnuvéla og fleira þess háttar. Rafmagnsbíll Á fundi veitustjórnar nýlega var einnig rætt um tillögu frá rafveitu- stjórar þess efnis að Rafveita Akur- eyrar kaupi rafmagnsbíl sem rekin yrði sem tilraunaverkefni á vegum fyrirtækisins með það fyrir augum að auka notkun innlendrar orku og jafnfram orkusölu hjá rafveitunni í framtíðinni. Veitustjóm fól rafveitustjóra að kanna hvort á markaðnum fyndist hentugur og hagkvæmur raf- magnsbíll í þessu skyni. ------» ♦ ♦---- Biblía Matthíasar GUÐFINNA Guðmundsdóttir í Reykjavík hefur gefið Matthíasar- safni sem er í húsi sr. Matthíasar Jochumssonar á Sigurhæðum Biblíu með eiginhandaráritun sr. Matthí- asar. Auk þess gaf hún safninu einnig blaðið „Lýður“ sem er frá árinu 1889, útgefið af Matthíasi. Menningarmálanefnd Akur- eyrarbæjar hefur gert ráðstafanir til að koma hlutunum fyrir á skrif- stofu sr. Matthíasar á Sigurhæðum. LAIMDIÐ BRAUTSKRÁÐIR nemendur frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi á vorönn ásamt skólameistara, Þóri Ólafssyni. Fjölbrautaskóli Vesturlands 101 nemandi brautskráður FJ ÖLBR AUT ASKÓLA Vestur- lands á Akranesi var slitið 24. maí sl. og var 101 nemandi brautskráð- ur frá skólanum að þessu sinni eða alls 158 á skólaárinu. Þetta er stærsti hópur sem hefur verið brautskráður frá skólanum frá upp- hafi. Alls vora 1.140 nemendur við skólann og hafa þeir aldrei áður verið jafn margir. í skólaslitarræðu skólameistara, Þóris Ólafssonar, kom m.a. fram að menntamálaráðherra fól skólan- um að annast skólahald í Reykholti í Borgarfirði og hefur verið gert samkomulag um tveggja ára til- raunastarf í skólanum þar. Skilyrði séu til þess að í Reykholti þróist námstilboð sem sé einstakt í ís- lenskum framhaldsskólum og henti breiðum hópi nemenda sem við lok grunnskóla er óviss um framhaldið og vill reyna eitthvað nýtt. Fjöl- brautaskóli Vesturlands er svæðis- skóli með mjög fjölbreytta starf- semi. Á þeim mælikvörðum sem notaðir era til að flokka skóla sést að hann er með margþættustu starfsemi allra framhaldsskóla á íslandi. 15 verðlaunahafar Fimmtán nemendur fengu viður- kenningar fyrir ágætan náms- árangur í ýmsum greinum. Val- gerður Jónsdóttir, nýstúdent á málabraut, náði bestum árangri stúdenta að þessu sinni. Unnur María Bergsveinsdóttir fékk Lista- verðlaun NFFA fyrir gott framlag til lista í skólanum og einnig verð- laun úr minningarsjóði Elínar Irisar Jónasdóttur fyrir íslenska ritgerð. Hallur Þór Sigurðsson hlaut verð- laun Rótarýklúbbs Akraness fyrir félagsstörf. Námsstyrkur Akranes- kaupstaðar, sem nemur liðlega 300 þús. krónum, var afhentur í fimmta sinn. Að þessu sinni fékk Guðmund- ur Haukur Jörgensen úr Stykkis- hólmi styrkinn en hann lauk stúd- entsprófi frá skólanum sl. haust. Morgunblaðið/Árni Helgason SÆMUNDUR Sigurbjörnsson var heiðraður fyrir störf sín á sjó og Baldur Ragnar Guðjónsson, 8 ára, var heiðraður fyrir þann dugnað að bjarga vini sínum frá drukknun í Stykkishólmshöfn. Heiðraður fyrir að bjarga vini sínum Stykkishólmi - Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur hér í 54. skipti. Á sunnudeginum var afhjúp- aður minnisvarði um týnda sjó- menn, en það gerði Þóra Halldórs- dóttir, ekkja Gísla Kristjánssonar, sem drukknaði í desember 1994. Haldið var í skrúðgöngu til kirkju þar sem sóknarpresturinn messaði. Við athöfnina voru fjögur börn skírð og Sæmundur Sigurbjömsson _var heiðraður fyrir sjómennsku. Átta ára dreng, Baldri Ragnari Guðjóns- syni, var afhent viðurkenning fyrir að bjarga vini sínum frá drukknun í vetur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.