Morgunblaðið - 11.06.1996, Side 16

Morgunblaðið - 11.06.1996, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hlutafjárútboð Skagstrendings hf. Mikil um- frameftir- spurn frá hluthöfum HLUTHAFAR í Skagstrendingi hf. á Skagaströnd höfðu skrifað sig fyr- ir um 73% hærri fjárhæð en var til sölu í hlutafjárútboði félagsins þegar forkaupsréttartímabili lauk á laug- ardag. Alls voru boðin út bréf að nafn- virði 50 milljónir króna, en hægt hefði verið að selja bréf til forkaups- réttarhafa að nafnvirði um 87 miilj- ónir. Bréfin voru boðin út á genginu 5,0 og nam því söluandvirði útboðs- ins_250 milljónum. Útboðsgengi bréfanna er töluvert lægra að markaðsgengi þeirra að undanfömu, en gengi þeirra að und- anförnu hefur verið á bilinu 6,4-6,5 í viðskiptum á Verðbréfaþingi. í gær voru kauptilboð í bréfin á bilinu 5,2-6. Eins og fram hefur komið verður fjármagninu varið til fjármagna breytingar á frystitogaranum Amari HU-1 sem félagið keypti frá Rúss- landi í desember sl. og til kaupa á liðlega helmingi hlutafjár í rækju- verksmiðjunni Hólanesi. -----» ♦ »---- Vaxtalækk- * un hjá Is- landsbanka ÍSLANDSBANKI lækkar inn- og útlánsvexti sína í dag og nemur lækkunin á bilinu 0,15-0,4%. Kjör- vextir almennra víxiliána lækka um 0,3% í 8,4% og sama lækkun verður á kjörvöxtum almennra skuldabréfa- lána sem verða 8,3% á eftir. Útlánsvextir eru lægstir hjá Is- landsbanka eftir þessa lækkun en Landsbankinn fylgir fast á eftir með 8,5% kjörvexti bæði á almennum víxillánum og skuldabréfalánum. Vextir þessara lána hjá Búnað- arbanka og sparisjóðunum eru lítið eitt .hærri, en báðar lánastofnanir lækkuðu vexti sína um síðustu mán- aðamót. Innlánsvextir Íslandsbanka lækka einnig í dag. Vextir á almennum sparisjóðsbókum lækka úr 0,7% í 0,5% og vextir á vísitölubundnum reikningum til 12 mánaða lækka úr 3,3% í 3%. Vextir á almennum spari- sjóðsbókum eru nú hæstir hjá spari- sjóðunum, þar sem þeir eru 1%, en lægstir hjá Íslandsbanka. A vísitölubundnum reikningum til 12 mánaða eru vextir hæstir hjá Landsbanka og_Sparisjóðum, 3,25% en lægstir hjá ísiandsbanka, 3%. Morgunblaðið/Kristinn Um 80 tonna lyftigeta EIMSKIP tók í gær í notkun nýjan hafnarkrana við Sunda- höfn sem eykur afköst við losun og lestun skipa til muna. Kran- inn mun létta mjög á þeim krana sem fyrir er í höfninni, Jakanum, en hann hefur verið í gangi undanfarin 11 ár. Verð kranans er um 200 milljónir króna. „Markmiðið með nýja krananum er að tryggja sveigj- anleika og afgreiðsluhraða á skipum í Sundahöfn þannig að viðskiptavinir fái sína gáma sem allra fyrst,“ sagði Hjörleif- ur Jakobsson framkvæmda- stjóri hjá Eimskip. „Þetta er færanlegur hafnarkrani á hjól- um með um 80 tonna lyftigetu, en til samanburðar má nefna að lyftigeta Jakans er 40 tonn. Við reiknum með því að kran- inn lyfti 20-25 gámum á klukku- stund meðan Jakinn lyftir 25-30 gámum. Afkastagetan í Sunda- höfn eykst því um nær 80%.“ Nokkur umframafkastageta verður í Sundahöfn með til- komu nýja kranans, en á móti kemur aukið rekstraröryggi með tveimur krönum. 17 milljarðar á lausu á flármagnsmark- aði vegna innlausnar ríkissjóðs Samkeppni á markaðnum tekin að harðna SAMKEPPNIN um sparifé lands- manna fer harðnandi þessa dagana í tengslum við stóra innlausn á þremur flokkum spariskírteina rík- issjóðs nú um mánaðamótin, sam- tais að fjárhæð um 17 milljarðar króna. Verðbréfafyrirtækin hafa verið að auglýsa verðbréfasjóði sína í tengslum við þessa innlausn að ógleymdri auglýsingaherferð Lána- sýslu ríkisins til þess að endurfjár- magna innlausnina. Gunnar Helgi Hálfdánarson, for- stjóri Landsbréfa, segir að það verði einna helst innlánsstofnanir og verðbréfasjóðir sem komi til með að veita ríkissjóði samkeppni um þessa fjármuni. Hins vegar bendir hann á að samkeppni verðbréfa- sjóðanna sé Lánasýslu ríkisins vart þung í skauti enda fjárfesti sjóðirn- ir þeim fjármunum sem þeir hafi í vörslu sinni að langstærstum hluta í ríkisverðbréfum. „Virk sjóðastjórnun gengur út á að reyna að færa sig eftir vaxtalín- unni eftir því hvort horfur eru á vaxtahækkunum og vaxtalækkun- um. Menn telja að þannig megi búa til aukin verðmæti sem skila sér síðan til hlutdeildarskírteinishafa þrátt fyrir að þessir sjóðir hafi ákveðinn rekstrarkostnað," segir Gunnar Helgi. Ekki bara verið að ota fram eigin sjóðum Sigurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka, segir að vissulega hafi orðið vart harðnandi sam- keppni í tengslum við þessa inn- lausn Lánasýslunnar nú um mán- aðamótin. Hins vegar felist sú sam- keppni ekki einungis í því að reyna að ota fram eigin verðbréfasjóðum heldur einnig að veita viðskiptavin- um fyrirtækjanna sem besta þjón- ustu. Hún geti allt eins falist í því að hafa milligöngu um kaup á spariskírteinum á skiptikjörum. Sigurður segir áberandi að ein- staklingar séu farnir að huga að þeim kostum sem í boði séu í tengsl- um við þessa innlausn. „Við höfum verið að hafa samband við okkar viðskiptavini vegna þessa allt frá því að tilkynnt var um þessa inn- lausn. Þetta snýst hins vegar ekki um það hvert peningarnir fara heldur að veita viðskiptavinunum ráðgjöf og greiða götu þeirra m_eð það sem þeir ætla að gera. Eg hugsa t.d. að meirihlutinn af okkar viðskiptavinum sem eiga spariskír- teini í þessum flokkum muni fjár- festa áfram í spariskírteinum." Erfltt að etja kappi við ríkið í markaðssetningu Brynhildur Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri Fjárfestingafélags- ins Skandia, segir hins vegar að þar hafi verið afráðið að fara ekki út í neina sérstaka auglýsingaher- ferð enda sé erfitt að keppa við ríkið á þessum vettvangi. „Við get- um ekki gengið í vasa skattaborg- aranna til að borga fyrir okkar auglýsingar. Við höfum auglýst okkar verðbréfasjóði óháð þessari innlausn og ég á von á því að við munum halda áfram á þeim nót- um.“ Misjöfn viðbrögð við gármagnstekjuskatti og yfirlýsingu Landsbankans Munum standast samkeppm VIÐBRÖGÐ banka og sparisjóða gagnvart hinum nýjum lögum um fjármagnstekjuskatt sem alþingi samþykkti í síðustu viku eru nokkuð misjöfn. Landsbankinn hefur þegar boðað hækkun innlánsvaxta frá næstu áramótum í því skyni að bæta sparifjáreigendum skattlagn- ingu sem ákveðin var í lögunum. Aðrar bankastofnanir hafa ekki tekið slíkar ákvarðanir. Hallgrímur Jónsson, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs vélstjóra og for- maður bankaráðs Sparisjóðabanka íslands, segir fjármagnstekjuskatt- inn til mikillar bölvunar fyrir banka- stofnanir. Sparisjóðirnir hafi barist gegn þessum skatti og talið hann óskynsamlegan. „Við erum alfarið á móti fjár- magnstekjuskattinum, en það á al- veg eftir að koma í ljós hvernig hægt er að bregðast við honum. Samkeppnin um lántakendur er hörð og það er ekki hægt að hækka vexti til þeirra eins og markaðurinn er í dag. Vaxtamunurinn er orðinn mjög lítill og hefur stöðugt farið lækkandi. Það verður því mjög erf- itt að halda vaxtastigi uppi á innlán- um. Sennilega verður reynt að draga úr rekstrarkostnaði enn frek- ar.“ Hallgrímur bendir á að sparisjóð- irnir séu með hæstu innlánsvextina á markaðnum í dag. „Við munum að sjálfsögðu standa okkur í sam- keppninni eins og við höfum ævin- lega gert.“ Aðrir hljóta að svara vaxtahækkun Landsbanka Sigurveig Jónsdóttir, blaðafull- trúi Islandsbanka, segir þá skoðun ríkjandi innan bankans að það væri óeðlilegt að lántakendur greiddu fjármagnstekjuskattinn fyrir spari- fjáreigendur. „Landsbankinn er hins vegar mjög markaðsleiðandi banki og aðrir hljóta að svara þvi ef hann hækkar vexti. íslandsbanki mun áfram vera samkeppnishæfur í vöxtum. Það hefur verið mjög góð ávöxtun á innlánsfé í íslandsbanka og þess verður gætt áfram að sam- keppnisstaðan haldist." Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans, segir að ennþá hafi ekki hafi verið fjallað sérstaklega um álagningu íjármagnstekjuskatts innan bankans. „Við vöruðum hins vegar við skattinum og töldum að hann gæti haft þau áhrif að vextir hækkuðu í landinu.“ SMnbrú ('Sts&éttatiffoá/ 3JA RETTA MÁLTÍÐ KB. 1 s\s>s\ Veitingastaður vib Austurvöu • Boiidapantanir í síma 56241,55 Harðir diskar aco SKIPHOLTI 17 • 105 REYKJAVÍK SÍMI: 562 7333 ■ FAxj 562 8622 Erlend fjárfesting í sjávarútvegi VORFUNDUR Útflutningsráðs Fé- lags íslenskra stórkaupmanna verð- ur haldinn í Skála á Hótel Sögu kl. 12 í dag. Á fundinum verður rætt um fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi og munu þeir Pétur Reimarsson, fram- kvæmdastjóri Árness hf., og Pétur Blöndal alþingismaður flytja fram- söguerindi. Að erindunum loknum verður opnað fyrir almennar umræður. Þátttökugjald með hádegisverði er 2.500 krónur. I > i > í i i I : >

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.