Morgunblaðið - 11.06.1996, Side 23

Morgunblaðið - 11.06.1996, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ1996 23 LISTIR Snillingar frá Berlín Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRÁBÆRIR hljóðfæraleikarar og samstilltir í leik og túlkun, segir gagnrýnandi Morgunblaðsins um félagana í Fílharmóníska^ kvartettinum frá Berlín. TONLTST íslenska ópcran KAMMERTÓNLEIKAR Fílharmóníski kvartettinn frá Berlín lék verk eftir Haydn, Bartók og Beethoven. Sunnudagurinn 9. júní, 1996. TÓNLEIKARNIR hófust á svo nefndum „Reiter“-kvartett í g-moll op. 74,3 og er hann í flokki með sex verkum er nefnast „Apponyi“- kvartettarnir, sem líklega eru samdir á tímabilinu sem leið milli heimsókna höfundarins til Lund- úna. Þessir kvartettar þykja ekki standa jafnfætis sams konar verk- um er Haydn samdi á undan (op. 64) og eftir (op. 76), meðal annars vegna þess að rithátturinn stendur oftlega nær hljómsveitarrithætti en kammerrithætti, eins t.d. hvað varðar einraddað tónferli og áherslu á samhljóman. Þrátt fyrir þetta má heyra í þessum verkum skemmtileg tilþrif í hljómtengslum og tónteg- undaskiptum. Hægi þátturinn (í E-dúr) í „Reiter“-kvartettinum þyk- ir um margt minna á fyrstu kamm- erverk Beethovens, er var læri- sveinn meistara Haydns. Það þarf vart að tíunda neitt sérstaklega í flutningi Fílharmóníska kvartetts- ins frá Berlín, allt var þarna vel gert og af leikandi músíkaliteti. Mest nýnæmi var í leik meistar- anna frá Berlín í sjötta og síðasta strengjakvartettinum eftir Bartók. Þetta verk er fyrir margra hluta sakir sérstætt, en þar nálgast Bart- ók einfaldleikann og samstæðni í tóntegundaskipan (eins og í fimmta kvartettinum) en leikur sér jafn- framt með stríðnislega gamansemi, sérstaklega í þriðja þættinum. Fjórði þátturinn er óvenjulegur, hægur og dapurlegur, enda saminn við upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari. Leikur félganna frá Berlín var frábær og þá sama hvort leikið var með ýmsar skemmtilegar tóntil- tektir eða dapurleikann. Það er sérkennilegt, að strengja- kvartettinn hjá Haydn-Mozart- Beethoven-Brahms-Bartók er sér- stök saga, sem varðar stórkostlega sköpun mikilla listamanna. Efnis- skráin var því sérlega áhugaverð, því Beethoven lærði tæknina hjá Haydn og Bartók var sérlega hænd- ur að strengjakvartettum Beet- hovens og hafði þá gjarnan við höndina og las þá sér til uppbygg- ingar. Ópus 130 eftir Beethoven, B-dúr kvartettinn, er annar af svo nefndu „vitlausu" kvartettunum, sex strengjakvartettum, sem eru meðal merkustu tónsmíða meistar- ans. Þar er tekist á við nýtt tón- ferli og samskipan mishljóma, nýja formskipan og óvenjulega og per- sónulega tilfinningatúlkun. Form- skipan B-dúr kvartettsins er 6 þátta og bætir Beethoven við dansi í þýsk- um stíl (Alla danza tedesca) og stuttri Cavatínu. Þetta ægifagra verk var meistaralega vel flutt, en flytjendurnir, sem allir starfa í Ber- línar fílharmoíunni, eru Daniel Stabrawa á 1. fiðlu, Christian Stadelmann á 2. fiðlu, Neithard Resa á lágfiðlu og Jan Diesselhorst á selló, allt frábærir hljóðfæraleik- arar, samstilltir í leik og túlkun. Sem aukalög fluttu félagarnir hluta úr tveimur verkum, fyrst eft- ir Erwin Schulhoff (1894-1942), tjékkneskt tónskáld, er lét lífið í fangabúðum nasista og er þessi kvartettþáttur hans stórkostleg andstæða þeirrar vitfirringar, sem er eins og ógræðanlegur kalblettur á sögu Þjóðveija. Seinna verkið er eftir Reger, en hann var kennari Schulhoffs og með þessum verkum bundu snillingarnir frá Berlín sam- an þá stórkostlegu sögu, sem vitnar um mikilleik mannsins þrátt fyrir allt og staðfestir þessi heimsókn tónlistarmannanna frá Berlín, að þegar upp er staðið, er það listin sem gerir allt mannfólk að einni fjölskyldu og að tungutak hennar er guðlegt að inntaki. Jón Ásgeirsson úr sérvalinni amerískri burstaöri bómull eins og hún gerist best. High Cotton línan frá RUSSELL ATHLETIC er úr 95% bómull, 5% polyester og er sérlega hlýr og endingargóður fatnaður og því Ómissandi í sumarfríið! Hettupeysa/rennd - Litir: Ljósgrátt, dökkblátt, dökkgrænt Stærðir: M,L,XL,XXL - Verð kr. 5.990,- Hettupeysa m/merki - Litir: Grátt, dökkblátt, dökkgrænt Stærðir: M,L,XL,XXL - Verð kr. 5.990,- Kíktu á okkur á vefnum http://www.vortex.is/hreysti HREYSTI SKEIFUNNI19 - S.568-1717 LAUGAVEGI51 - S. 551 -7717 SENDUM í PÓSTKRÖFU Lúxusútgáfa á einstöku tilboði 43 (0 Við vorum að fá til landsins sérstaka lúxusútgáfu af Volvo 850 station á einstöku tilboðsverði. Tilboðið er fólgið í því að þú færð frían aukahlutapakka að verðmæti hvorki meira né minna en 125.799 kr. I þessum pakka er: • Líknarbelgur fyrir farþega • Fjarstýring fyrir samlæsingu • Toppbogar • Hlíf yfir farangursgeymslu Athugið einnig er tilboð á Volvo 850 sedan. VOLVO BIFREIÐ SEM ÞÚ GETUR TREYST Volvo 850 station kostar með þessum aukahlutum auk ríkulegs staðalbúnaðar frá aðeins: 2.798.000 8CI*. Sfy V1. sjáifskiptur. BRIMBORG FAXAFENI 8 • SÍMI 515 7010

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.