Morgunblaðið - 11.06.1996, Page 28

Morgunblaðið - 11.06.1996, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR • FORSETAKJÖR Traustsins verður UM ÞESSAR mund- ir gera fjölmiðlar hér á landi sér títt um vænt- anlegar forsetakosn- ingar í júnílok og þá sem bjóða sig fram til forsetastarfs. Er það vel því vissulega hafa Qölmiðlar skyldur gagnvart fólki að veita upplýsingar og miðla vitneskju'um atburði í þjóðlífinu. Þegar þessi dans kringum forsetaemb- ættið var um það bil að hefjast minnist ég viðtals í útvarpi við einn af „Nestorum“ ís- lenskra stjórnmála. Var hann innt- ur eftir hvaða eiginleikum hann teldi að forseti lýðveldisins þyrfti að vera búinn. Ahugavert var að heyra svar kempu þessarar hertri í áratuga atgangi á vettvangi ís- lenskra stjórnmála eins og þau hafa gerst á bernskuskeiði hins fullvalda íslenska þjóðríkis. Hann fór engum orðum um út- lit frambjóðenda eða maka við- komandi, lét ógert að tíunda þörf á sérstökum persónulegum tengsl- um í útlöndum og nefndi ekki að þjóðin þyrfti á veislustjóra að halda á Bessastöðum. Það er skipti mestu máli, að mati stjórn- málamannsins, var að forseti hefði menntun og þekk- ingu á íslenskri stjórnskipan, reynslu og dómgreind til að meta sjálfur aðstæð- ur hveiju sinni og sannfæringu og ein- urð til að láta álit sitt í ljósi. Forsetinn er maður fólksins, það hefur kosið hann samkvæmt ákvæðum íslensku stjórnar- skrárinnar, sér til halds og trausts sem einingartákn og eflingar friðar í landinu; án íhlutunar nema þegar þörf krefur en þá reiðubúinn. Með öðrum orðum aðhald stjórnmála- manna og öryggisvörður fólksins. Þessi skilgreining kom mér skemmtilega á óvart því ég var henni hjartanlega sammála, en þessi heiðursmaður hefur að ég hygg alla tíð verið á gagnstæðum væng við mig í stjómmálum. Mér fannst næstum vanta að spyrillinn bæði viðmælanda sinn að nefna nafn þess frambjóðanda er að hans mati uppfyllti þessi skilyrði best. Fyrir mér liggur enginn vafi á svarinu. Ég tel Pétur Kr. Hafstein best til starfs forseta fallinn af þeim sem nú bjóða sig fram. Hann hefur haldgóða menntun á sviði sem snertir innviði stjórnsýslunn- ar, reynslu úr starfi í annasömu sýslumannsembætti og sem dóm- ari við hæstarétt; þekkingu til að byggja á sannfæringu sína og hæfni til að setja fram í einföldu og hnitmiðuðu formi það sem hon- um er í hug. Pétur Kr. Hafstein kemur lítt þekktur af landSmönnum inn í snögga og harðsótta kosninga- vinnu á vordögum nú í ár. Á skömmum tíma hefur honum tek- ist að ná eyrum manna með mál- flutningi sínum þar sem aðalatriði eru greind frá aukaatriðum, starfsrammi forsetaembættisins skýrður og eins og hann hefur sjálfur orðað það er vegur forset- ans mestur „þegar hann rækir skyldur sínar við þjóðina sem best“. Ég mun greiða Pétri Kr. Haf- stein atkvæði mitt á kjördegi 29. júní næstkomandi og leyfi mér að hvetja þá sem eru sama sinnis að hika ekki við að láta það í ljós. BJÖRG EINARSDÓTTIR Höfundur er rithöfundur. Björg Einarsdóttir Að þykja vænt um þjóðhöfðingja sinn MIKIL ábyrgð hvílir á þeirri þjóð sem kýs sér leiðtoga. Þjóðar- leiðtogi er í vissum skilningi spegill þjóðarinnar og fyrir- mynd. Hann fer fyrir þjóð sinni. Embætti forseta íslands er strangt til tekið ekki valdamikið, en það er viðurhlutamikið,' ekki síst ef sameiningar- máttur þess á að hafa einhveija merkingu og bera ávöxt. Forseti þjóðar, sem helmingur þegnanna er annað- hvort óánægður eða hundóánægður með, yrði ekki öf- undsverður, og því síður þjóðin. Það er brýnt að al- menn sátt sé um for- seta íslands ella föln- ar virðing embættis- ins og stoðirnar skriðna undan því. Vafalaust ræður sægur sjónarmiða vali fólks á forsetafram- bjóðanda. Dyggðir eins og heilindi og drengskapur og eigin- leikar eins og sómatil- finning, tiguleiki, ein- lægni og trúverðug- leiki, svo eitthvað sé nefnt, hljóta með ein- um eða öðrum hætti að fléttast inn í rök og tilfinningar fólks, og hafa áhrif á skoðanir þess á frambjóðendum. Halldór Friðrik Þorsteinsson Undirritaður vill góðfúslega benda kjósendum á, að mikilvægt er að þjóð geti þótt vænt um leiðtoga sinn. Án þeirrar tilfinningar verður hann áhrifalítill og fjarlægur. Rétt er að minna á að sitthvað er ást- laus og ástsæll þjóðhöfðingi. Guðrún Agnarsdóttir er andleg atgerviskona. Hún á flekklausan og farsælan feril að baki sem stjórnmálamaður, læknir og vís- indamaður. Hún er réttsýn, með öllu undirhyggjulaus og jafnframt alúðleg og hlý manneskja. Guðrún Agnarsdóttir hefur því til að bera mannkosti sem auðveldlega geta gert hana að þjóðhöfðingja sem þjóðin í heild getur verið stolt af, forseta sem þjóðin gétur látið sér þykja vænt um. Meðal annars þess vegna styður undirritaður Guð- rúnu Agnarsdóttir í komandi for- setakjöri. HALLDÓR FRIÐRIK ÞORSTEIN SSON, Bergstaðastræti 67. Höfundur er viðskiptafræðingur. Hvers vegna Guð- rúnu Agnarsdóttur sem næsta forseta „EKKI konu aftur til forseta", er eitt af því sem oft heyrist þessa dagana frá andstæð- ingum Guðrúnar Agn- arsdóttur. Fólk gengur jafnvel svo langt að segja rökin fyrir þessu þau að Vigdís Finn- bogadóttir hafi staðið sig það vel að aðeins karlmaður geti komið í hennar stað. Mér er næst að halda að eig- endur ofangreindrar skoðunar séu ekki uppi á 20. öld. Eg hef verið að velta því fyrir mér hvers vegna svona rök- leysur eru uppi þegar kona er í framboði. Hafið þið t.d. heyrt slag- orð eins og: „Ekki karlforseta aft- ur“? Ef við athugum málið betur stendur víst ekki annað til boða en karl- eða kvenforseti. Bæði kynin hafa áður verið í framboði til for- seta svo að nú bið ég eftir málefna- legri umræðu um þetta forsetakjör. Þetta viðhorf: „Ekki konu aftur“, þykir mér jafnast á við þegar rauð- sokkurnar töldu að eina úrræðið til jafnréttis væri að konur gengju í flest, ef ekki öll, karlastörf, og þeg- ar kvennalistakonur hvöttu aðrar konur til að styrkja hefðbundin kvennastörf. Það var ekki spurt um vilja kvennanna sjálfra. Mitt viðhorf til kvenna er það að þær eru fullfær- ar, líkt og karlmenn, um að ákveða starfsvettvang sinn. Ég hef a.m.k. talið að það væri okkar mannanna að velja okkur vettvang eftir áhuga og hæfni, en ekki að fylgja einhveij- ■um fyrirfram ákveðnum uppskrift- um. Ég vel því forseta eftir hæfni en ekki kynferði/flokkapólitík. Hér verða störf Guðrúnar ekki rakin, enda er það mér ofviða, þar sem ég hef ekki þekkingu á störfum hennar utan þingstarfa, sem voru aðgengileg almenningi. Að mínu mati er það ekki spurn- ing að af þeim, sem hafa boðið sig fram til forseta, er Guðrún Agnars- dóttir frambærilegust. Hún lætur aldrei teyma sig í persónulegt skít- kast. Það höfum við upplifað sem fylgjumst með þingmönnum okkar að störfum. Hún er ætíð málefnaleg og svar- ar spurningum en fer ekki í kringum við- fangsefnið, þannig að við séum jafnnær eftir sem áður. Guðrún Agnarsdóttir hefur fágaða framkomu og það tel ég vera mjög mikilvægt, þ.e. hún ber virðingu fyrir mönnum og máléfn- um. Að mínu mati er Guðrún Agnarsdóttir einfaldlega sá fram- bjóðandi sem helst getur verið fulltrúi allra kjósenda, hvar í fylkingum sem þeir eru. Hún hefur lagt ríka áherslu á mikilvægi menntunar, en það er, að mínu viti, einn mikilvægasti þátt- ur til betri lífskjara og framfara á öllum sviðum. Þegar við tölum um menntun vill brenna við að við ein- skorðum okkur við bóknám, sem ég tel vera reginskyssu, og er það kannski ein ástæða þess að við erum komin svo stutt á veg í nýsköpun og iðnaði. Á þessu hefur Guðrún gjarnan vakið máls. Guðrún er mjög næm á fólkið í landinu og það, að hafa forseta sem er svo mikill mannvinur sem Guðrún Agnars- dóttir er, hlýtur að vega þungt. Það er ekkert nema gott um það að segja að hafa forseta sem er jafnglæsilegur og vel máli farinn og Guðrún, en sá eiginleiki hennar að skynja fólkið í landinu og bera jafnmikla virðingu fyrir mönnum og málefnum og hún gerir vegur þyngra. Það fer ekki fram hjá neinum að baráttan er orðin hörð, en ég hvet fólk til að hlusta á frambjóð- endurna og dæma út frá því. „Um- búðirnar" skipta minnstu máli þeg- ar upp er staðið, þá á ég við auglýs- ingafárið. Ég vil hvetja þá sem hyggjast kjósa Guðrúnu Agnarsdóttur til að víkja ekki frá því á síðustu stundu vegna skoðanakannana. Þeir einir eru í „tapliðinu" sem fylgja ekki sannfæringu sinni. ELÍN ÁGÚSTSDÓTTIR Höfundur er framkvæmdnstjóri. Elín Ágústsdóttir Skert lögskyn alþingísmanna í SJÓNVARPSFRÉTTUM 28.5. sl. var viðtal við hr. Jón Steinar Gunn- laugsson hrl. þar sem hann sagði af sér sem yfirmaður kjörstjómar í nk. forsetakosningum. Var upp- sögn hans í sambandi við framboð hr. Ólafs Ragnars Grímssonar al- þingismanns og fyrrverandi ráð- herra. En ástæðan var sú að Jón Steinar var veijandi í þremur stór- málum þar sem Ólafur Ragnar kom við sögu og útskýrði Jón Steinar alla málavöxtu vegna ákvarðanatöku sinnar. Aðeins Ólafur Ragnar? En var það aðeins Ólafur Ragnar sem braut mannréttindi og friðhelgi hr. Magnúsar Thoroddsen hrl.? Að mínu mati alls ekki, heldur tók löggjafarvaldið þátt í aðförinni að Magnúsi með þögninni nema fr. Guðrún Helgadóttir alþingiskona, þáverandi forseti Sameinaðs Al- þingis, en hún staðhæfði í sviðsljósi blaðamanna ásamt Ólafi Ragnari að Magnús Th. hefði brotið lög landsins með vínkaupum sínum. Þannig leyfðu þau sér fýrir alþjóð sem handhafar löggjafarvaldsins að dæma ódæmdan, sem er gróft mannréttindabrot. En í alvöru rétt- arfarsríkjum, er ekki hægt að lög- sækja, ekki einu sinni stórafbrota- mann, ef ákæruvaldið eða stjóm- völd hafa brotið mann- réttindi afbrotamanns- ins fyrir lögsókn. Hagsmuna- árekstur Hæstaréttardómarar stóðu sig slælega og það eina sem kom frá Hæstarétti var að þeir hefðu ekki vinnufrið vegna máls Magnúsar. í staðinn hefði talsmað- ur hæstaréttardómara átt að gefa út þá yfir- lýsingu að Guðrún H. og Ólafur Ragnar hefðu brotið mannrétt- indi og friðhelgi Magn- úsar með sleggjudómum sínum og þá hefði þáverandi dómsmálaráð- herra hr. Halldór Ásgrímsson þekkt sín takmörk. En stjómvöld brutu meira á Magnúsi. Þegar þáverandi hrl. hr. Gunnar Guðmundsson var settur í embætti Magnúsar í Hæsta- rétti á meðan lögsókn færi fram, þá var hann einnig valinn til að dæma í máli Magnúsar, þó að með þeirri tilskipan skapaðist hags- munaárekstrar, því að það vom hagsmunir Gunnars Guðmundssonar, stað- gengils Magnúsar í Hæstarétti, að Magn- ús yrði dæmdur frá hæstaréttardómara- embætti sínu. Rúsínan Og rúsínan í pylsu- endanum á skertu lögskyni alþingis- manna var, þegar til- laga þáverandi al- þingismanns, hr. Stefáns Valgeirsson- ar, var samþykkt, þess efnis, að fá um- ræðu á Alþingi vegna máls Magnúsar, jafnhliða því að það var í dómsmeðferð í Hæsta- rétti. Núverandi forsætisráðherra, hr. Davíð Oddsson, vandlætti í blaðagreinum vegna aðfararinnar að Magnúsi, svo að vonandi er kominn tími til að Magnús fái upp- reisn æru sinnar. í sambandi við Hafskipsmálið þá rak hr. Þorsteinn Pálsson núver- andi dómsmálaráðherra Albert heitinn Guðmundsson úr embætti, nokkrum dögum áður en hann laulc tímabili sínu. Ég minnist þess einn- ig þegar Þorsteinn Pálsson hélt blaðamannafund til að ófrægja ódæmda Hafskipsmenn og stuðlaði þar með að múgæsingu sem skað- aði málstað Hafskipsmanna. En það var eitt sem ég staldraði við í tali Jóns Steinars 28.5. sl., þegar hann sagði að ákæruorð og framganga Ólafs Ragnars í fjöl- miðlum hafi orðið til þess að æsa upp almenningsálitið gegn Magn- úsi. Sú fullyrðing Jóns Steinars er í sjálfu sér rétt, en það er mín skoðun að dómsvaldið megi ekki dæma með hliðsjón af því hvort almenningsálitið sé með eða á móti sakborningi. Ef slík dóms- meðferð væri réttlætanleg þá þarf enga dómstóla eða hæstaréttar- dómara til að dæma í slíkum mál- um. Þegar Alþingi breytti nafnnúm- eri einstaklinga í kennitölu, sem inniheldur fæðingardag og ár, þá var stór hluti almennings óánægð- ur með breytinguna þar sem ráðist var á friðhelgi einkamála fólks. Þetta uppátæki alþingismanna er að mínu mati persónunjósnir og mannréttindabrot. Það þekkist hvergi í heiminum að fólk verði að gefa upp fæðingar- dag og ár í sambandi við við- skipti. Á dögum nafnnúmeranna var aðeins fæðingardagur og ár fólks til staðar á sjúkrahúsum í sambandi við læknaþjónustu og sjúkramál. Einnig í vegabréfum. Én í ökuskírteinum giltu nafnnúm- erin. Fólk verður sjálft að hafa fyrir því ef það er forvitið um fæðingardag og ár náungans. Margir skrifuðu á móti persónun- jósnum alþingismanna og fyrir- tækin kvörtuðu vegna mikils auka- kostnaðar við breytingarnar. En alþingismenn hlustuðu ekki á and- mælin enda höfðu þeir ekki áhyggjur vegna mikils aukakostn- aðar ríkisfyrirtækjanna því þeir þurftu aðeins að teygja sig í vasa almennings. Þannig hefur það alltaf verið. Ég krefst þess að fæðingardag- ur og ár verði afmáður úr kenni- tölunni. ÁSDÍS ERLINGSDÓTTIR, Höfundur er húsmóðir í Garðabæ. Ásdís Erlingsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.