Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 43
HANNES ÞORIR
HÁVARÐARSON
■4- Hannes Þórir
■ Hávarðarson
var fæddur í
Reykjavík 28. ágúst
1934. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 25. niaí síð-
astliðinn og fór út-
förin fram frá Foss-
vogskapellu 3. júní.
Okkur langar til að
minnast í nokkrum orð-
um vinar okkar og
skulum við þá strax
koma okkur að orðinu
eins og Hannes sagði
svo oft, „Sauðurinn þinn, gerðu
þetta strax“ og hló um leið dátt því
ávallt var stutt í húmorinn.
Hannes vildi öllum gott og var
vinur vina sinna — hann var
skemmtilega glettinn. Við undirrit-
uð og Hannes sprelluðum ýmislegt
saman sl. sumar. T.d. þegar við
þrjú klæddum okkur upp og fórum
i bæinn með hárkollur og þú fórst,
Hannes, með bláar fjaðrir um háls-
inn og í kjól. Svo um nóttina sátum
við á túninu hjá Fríkirkjunni að
springa úr hlátri — framhaldið var
síðan að fara heim í Fossvoginn og
fá okkur eitthvað að borða.
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við guð um þúsund ár.
Hvað jafnast á við andardráttinn þinn?
Hve öll sú gleði er fyrr naut hugur minn
er orðin hljómlaus utangátta og tóm
hjá undrinu að heyra þennan róm.
Hjá undri því, að líta lítinn fót
i litlum skóm og vita að heimsins gijót
svo hart og sárt er honum fjarri enn,
og heimsins ráð sem brugga vondir menn,
já, vita eitthvað anda hér á jörð
er ofar standi minni þakkargjörð
í stundareilífð eina sumamótt.
Ó alheimsljós, ó, mynd sem hverfur skjótt.
(Halldór Kiljan Laxness.)
Jú, ekki voru allir sáttir við okk-
ur, við vorum sjálfum okkur verst
en réðumst ekki á aðra, hvorki
menn né dýr.
Þegar ekki voru til peningar til
að kaupa það nauðsynlegasta var
farið út að vinna á nóttunni til að
safna flöskum, svalirnar í Gyðufell-
inu voru stundum fullar af dósum
og flöskum, svo var hjólað með þetta
í endurvinnsluna eftir því sem þörf
var á.
Hver getur tekið frá okkur þær
minningar sem við eigum um þenn-
an góða dreng og góða vin, hann
mun ávallt lifa í hjarta okkar og
minningarnar sem við áttum með
honum munu ylja okkur ávallt.
Við munum öll hittast aftur því
við trúum á líf eftir dauðann.
Minningarnar geymum við vel og
munu þær lifa á meðan við lifum.
Hvernig var nú með giftinguna sl.
sumar. Þegar við þrjú mættum, þið
tveir uppáklæddir í kjólfötum og
frúin með brúðarslörið — allir ættu
erfitt með að trúa að slíkt hefði átt
sér stað en þegar líða tók á kvöldið
fóru nú allir að trúa þessu og voru
þá myndavélarnar á lofti og ham-
ingjuóskirnar dundu yfir okkur. Við
fórum heim um nóttina að springja
úr hlátri, okkur tókst að leika á
alla. Jæja, elsku vinur, nú er komið
að kveðjustund en við gleðjumst
yfir minningunni um góðan dreng,
þú varst algjör perla.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við þér, Dagbjört, Hilmar Þór
og elsku Rangar, systkinum og öðr-
um aðstandendum öllum.
Við kveðjum Hannes með hjart-
ans þökk fyrir allt. Minningin um
Hannes mun varðveitt
með okkur. Með virð-
ingu og vinarkveðju.
Guðrún
Pétursdóttir.
Ég sá Hannes Há-
varðarson árið 1974 í
Veitingahúsinu
Glæsibæ, þá orðinn 18
ára gamall. Hann var
þar að skemmta sér
með Boga Jónssyni og
vissi ég þá ekki hvað
þeir voru góðir vinir,
en Boga þekkti ég að
því marki að hann var frændi Dottý-
ar sem var besta vinkona unnustu
minnar, sem síðar varð eiginkona
mín, Ólínu B. Pétursdóttur. Eg man
að ég settist við borðið hjá þeim
ásamt Dottý og heilsaði ég þá Boga
í fyrsta skipti, en þá hafði ég sest
í sætið hans Hannesar. Þá veit ég
ekki fyrr en fyrir aftan mig stendur
Hannes og klappar á öxl mína um
leið og hann segir við Boga: „Það
verður bara allt að vera naglfast!
Þegar þeir eru nú farnir að stela
stólunum undan manni líka“. Ég
ætlaði að standa upp en hann ýtti
mér niður í sætið og sagði: „Sittu
kjur“ og svo hló hann og horfði á
mig brosandi, síðan var hann þotinn
út á gólf og farinn að dansa.
Þessu brosi gleymi ég aldrei, þessi
maður var greinilega úti að
skemmta sér. Síðan kynntist ég
Hannesi 1976 og tókst þá með okk-
ur ævarandi vinátta. Hannes var
traustur og tryggur vinur. Hann var
húmoristi fram í fingurgóma og
hrókur alls fagnaðar hvar sem hann
kom. Hannes var sú manngerð sem
fýlgdist vel með atburðum líðandi
stundar, hann var vel lesinn og vel
að sér í þáttum þjóðlífsins. Það var
hægt að tala um alla skapaða hluti
við Hannes, hann var ótæmandi
uppspretta fróðleiks. Hannes var
fljótur að kynnast fólki, það var
alltaf líf í kringum hann og fólk
sóttist eftir félagsskap hans. Það
kom mér alltaf jafnmikið á óvart
hvernig Hannes spilaði úr hlutunum,
það kom honum ekkert á óvart,
hann var alltaf rósemin uppmáluð
sama hvað gekk á. Hann hélt alltaf
höfði og það segir mikið um þennan
sómasvein. Þú kenndir mér, vinur
minn, að vera ekki bitur út í lífið.
Þú kenndir mér svo margt Hannes,
þegar við sátum heima í stofu hjá
þér og þú spurðir allt í einu: Stebbi,
hvað áttu marga vini? og ég svaraði
hvort ég ætti að vera í allan dag
að telja þá upp. Þá hló sá gamli og
sagði mér að hugsa málið, og þegar
ég taldi upp nokkur nöfn greip hann
fram í fyrir mér og sagðist ekki
hafa verið að spyrja um drykkjufé-
laga heldur vini og svo kallaði hann
mig, góðlátlega, sauð.
Þegar ég sá að ég gat talið vinina
á fingrum annarrar handar fannst
mér þeir fáir, og spurði hann: en
þínir? Ég tel þá líka á fíngrum ann-
arrar handar, við erum bara heppn-
ir Stebbi minn, því hvað heldur þú
að sé mikið til af fólki út um allan
bæ sem býr í kjöllurum eða uppí
burst og er bláfátækt og á enga
vini. Hann vissi hvað hann sagði
og ég vissi hvað hann meinti.
Hannes vann bæði til sjós og
lands en lengst af vann hann hjá
Slippfélaginu í Reykjavík eða frá
1973-1989, með smá hléum frá.
Hannes var vel liðinn jafnt á vinnu-
stað sem utan og af öllum sem
umgengumst hann. Ég heyrði hann
aldrei kvarta, hvað sem á móti blés,
og var þó líf hans ekki allt dans á
rósum. Ég heyrði heldur aldrei neinn
tala illa um Hannes og segir það
mikið um persónuna Hannes Há-
varðarson.
Ég gleymi aldrei jólunum sem við
áttum saman, (þau jólin var bara
íslensk kjötsúpa og Camembert og
eitt kerti á milli okkar, drukkið
Egils jólaöl og allt á kostnað kaupfé-
lagsins. Það eru yndislegustu jól
sem ég hef lifað. Eg stend við allt
sem ég lofaði þér þegar ég vissi
hvert stefndi).
Þú einn veist hve sárt ég sakna
þín, ég minnist þín eins og ég þekkti
þig. Og með þessum fátæklegu orð-
um kveð ég þig, elsku besti vinur
minn, og minningarnar geymi ég í
hjarta mér.
Ragnar minn, Ragnheiður, Hilmar,
Diddi, Bogi, Didda, Frissi og Gurra.
Og Dagbjört Hulda og Agnar. Ykkur
votta ég mína dýpstu samúð.
Sigurður Stefán Almarsson.
MAGNEAINGILEIF
SÍMONARDÓTTIR
+ Magnea Ingileif Símonar-
dóttir fæddist í Hafnarfirði
14. október 1908. Hún lést á
St. Jósefsspítala í Hafnarfirði
29. maí síðastliðinn og fór út-
förin fram frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði 6. júní.
Hún bauð af sér góðan þokka.
Þessi staðhæfing kemur fyrst og
síðast upp í hugann þegar samveru-
stundir með Magneu eru rifjaðar
upp. Ég fékk tækifæri til að kynn-
ast Magneu er ég hóf sambúð með
Guðmundi, barnabarni hennar. Þá
bjó hún á Hrafnistu í Hafnarfirði
ásamt Sigurði, manni sínum. Það
er erfitt að koma áhrifunum sem
hún hafði í orð. En með hóglæti
sínu og innri reisn vakti þessi gamla
kona áhuga minn. Mér fannst gam-
an að koma til hennar og það fannst
barnabarni hennar líka. Við rennd-
um stundum við þegar ég sótti
Onnu Guðrúnu á leikskólann og hún
var komin upp á lag með að segja
„Fara til Magneu langömmu" þó
að orðaforðinn væri ekki stór. Lang-
amma fann alltaf eitthvað sem
mátti leika sér með og svo átti hún
mola í skjóðu handa litlum munni.
Það var gaman að setjast niður og
ræða við Magneu. Hún hafði frá
mörgu að segja úr liðinni tíð. Það
var áhugavert að heyra um forna
lífshætti en þó fannst mér merkileg-
ast að heyra hvernig hún hafði
glímt við og fundið sér farveg í
þröngum aðstæðum þar sem nútíma
lífsþægindi og lausnir skorti. Ég
dáðist að langlundargeði hennar og
hæfileika að aðlaga sig aðstæðum.
Þegar hún missti sjónina að mestu
leyti kom jafnaðargeð hennar vel í
ljós. Hún kvartaði ekki hátt. Henni
fannst reyndar óþægilegt að geta
ekki lesið lengur. En fyrr en varði
var hún búin að læra á nýjar að-
stæður. Hún nýtti sér strax aðstoð
Blindrafélagsins. Fékk sendar spól-
ur með fréttum og skáldsögum.
Innan nokkurra mánaða fór hún
aftur að mála á tau þó að sjónin
væri mjög takmörkuð. Þannig var
Magnea, aldrei kvartsár, alltaf hóg-
vær, elskuleg, jákvæð, eftirtektar-
söm og viðræðúgóð. I þögn sinni
og lítillæti lét hún þó engan vaða
yfir sig. Hún vildi hafa sitt rými
og skapaði sér það. Hún var mjúk
eins og vatnið sem þó holar stein-
inn. Líklega vissi hún ekki af því
veganesti sem hún gaf mér, því
þegar ég reyndi að koma því að dró
hún úr öllu saman eins og hóg-
værra er siður. Ég hef lært mikið
af jákvæðu viðhorfi hennar og vil
þakka það.
Nú er Magnea gengin á vit feðra
sinna, horfin okkur, en þokki henn-
ar og hógvær reisn sitja eftir í minn-
ingunni. Lærdómurinn sem af lífs-
afstöðu hennar má draga, verður
ekki frá þeim tekið sem það nam.
Fjölskylda min er þakklát fyrir
kynnin af þessari merkilegu konu
og viljum við votta öllum syrgjend-
um hennar samúð.
Bára Friðriksdóttir og Guð-
nmndur Ásmundsson.
SOFFÍA
GUNNARSDÓTTIR
+ Soffía Gunnarsdóttir fædd-
ist á Bankastöðum á Tjör-
nesi 27. september 1940, en ólst
upp í Vestaralandi í Axarfirði.
Hún lést 2. júní síðastliðinn og
var útförin gerð frá Skeggja-
staðakirkju 8. júní.
Elsku Soffía.
Mig langar að skrifa þér lítið
bréf og þakka þér fyrir alla hlýjuna
og hjálpsemina í desember 1993
þegar við lágum saman á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Ég
fór í aðgerð á fæti og mátti ekki
stíga í fótinn svo ég var í hjóla-
stól. Ég var svo heppin að lenda á
stofu með þér. Við náðum strax
saman og urðum perlu vinkonur,
þú varst alltaf boðin og búin að
keyra mig um allt og meira en það,
og manstu þegar við vorum að æfa
okkur á kvæðinu um Stebba strý
og svo var þetta allt vitlaust einsog
við vorum búnar að hafa fýrir því
að læra að bera nafn læknisins
okkar rétt fram. Og svo fyrripart-
inn, sem við sömdum og fórum með
í kjallaranum til að láta botna. Allt
var þetta svona, við héldum uppi
fjöri á stofunni og á öðrum stofum.
Þetta er ógleymanlegur tími, sem
við áttum saman.
Elsku Soffía mín, ég vil þakka
þér allt. Hvíl þú í friði.
Aðstandendum vil ég senda mín-
ar innstu samúðarkveðjur.
Gréta Guðvarðardóttir,
Akureyri.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi
útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyr-
ir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og
WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu.
Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greina fari ekki yfir
eina örk a-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd - eða
2.200 tölvuslög Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir greinunum.
t
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og
amma,
SIGURLAUG SIGURJÓIMSDÓTTIR
frá Norðfirði,
sem lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann
3. júní, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 12. júní kl. 15.00.
Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.
Sigurlaug Jóhannsdóttir, Guðmundur Kjartansson,
Jóhann Örn Guðmundsson, Hólmfríður Sunna Guðmundsdóttir,
Kjartan Guðmundsson.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við
andlát og útför
ÁRNA JÖSEPSSONAR.
Einnig þakkir til séra Flóka Kristinssonar fyrir hlýhug og ómetan-
legan stuðning.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Jónsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Lokað
Vegna jarðarfarar SVAVARS GUÐBRANDSSONAR,
rafvirkja, verða skrifstofur okkar lokaðar eftir há-
degi í dag, þriðjudaginn 11. júní.
Rafiðnaðarsamband ísiands,
Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna,
Rafiðnaðarskólinn,
Ákvæðisvinnustofa rafiðna.
Lokað
vegna jarðarfarar ERLENDAR ERLENDSSONAR,
fyrrverandi leigubifreiðastjóra, verður lokað eftir
hádegi miðvikudaginn 12. júní.
ísloft blikk- og stálsmiðja ehf.,
Bíldshöfða 12, Reykjavík.