Morgunblaðið - 11.06.1996, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 11.06.1996, Qupperneq 60
MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SIMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Þéttingar héldu Ronaldo sirkusinn er kominn FYRSTA sýning Ronaldo sirk- ussins hefst í kvöld klukkan 20. í gær voru hinir belgísku sirkuslistamenn að koma sér fyrir í Hljómskálagarðinum og æfa nú af kappi fyrir kvöldið. Sirkus Ronaldo er hér á vegum Listahátíðar í Reykjavík og mega borgarbúar eiga von á að Ronaldo-fjölskyldan setji svip sinn á bæinn meðan á dvöl hennar stendur. Flosi IS er í togi á leið til lands og hallar 40 gráður á sljórnborða Morgunblaðið/Golli Nokkur strekkingur var þegar óhappið varð, en Sævar segir að fljót- lega hafi lægt og í gær verið mjög gott veður. Börkur hélt sjó við hlið Flosa, en varðskipið Týr kom að skip- unum í gær klukkan 12:02. Þá var vaxandi halli á Flosa og skipið þyngra en áður. Dýpstu velturnar voru um 50° og fór sjór upp á milli- þilfar og brúardekk. Klukkan 13.20 hafði varðskipsmönnum tekist að koma taug í skipið og hélt Týr áleið- is til íslands með Flosa í togi, með stefnu á Dalatanga, en um tveggja sólarhringa sigling er til lands. í gær virtist Flosi velta minna í drættinum, en hann rétti sig einnig hægar við úr veltunum. „Það var tekin sú ákvörðun að reyna að koma skipinu til íslands og við vonum að það takist. Það héldu Síldveiðiskipið Flosi ÍS-15 lagðist á hliðina í færeyskri lögsögu. Varðskipið Týr er nú með Flosa í togi áleiðis til íslands. SÚdar- hafið ÍSLAND FÆREY AR TÍU manna áhöfn Flosa ÍS 15 komst um borð í Börk NK 122 þegar Flosi lagðist á stjórnborðshliðina um kl. 19.30 á sunnudagskvöld. Verið var að dæla síld úr nótinni hjá Berki yfir í lestar Flosa og voru 50-60 tonn komin í þær þegar skipið hallaðist skyndilega. Áhöfn- in sá þann kost vænstan að forða sér. Ein hugsanlegra skýringa er að skilrúm hafi gefið sig og farmurinn færst til í lestinni. Óhappið varð á síldarmiðunum í færeysku lögsögunni, um 130 mílur frá Færeyjum. „Flosi hefur verið á síldveiðum og var búinn að fá um hundrað tonn,“ sagði Sævar Birgis- son, útgerðarstjóri Bakka í Hnífsdal. Bakki á meirihlutann í útgerðarfé- laginu Græði hf. á Bolungarvík, sem er eigandi Flosa. „Börkur var búinn að fýlla sig og var að gefa Flosa síld úr nótinni, þegar skipið hallaðist á stjórnborða. Allir menn voru á dekki og skipið stöðvaðist í fjörutíu gráðu halla. Til að gæta fyllsta ör- yggis var ákveðið að áhöfnin færi frá borði og gekk mönnunum mjög greiðlega að komast yfir í Börk, þar sem fór vel um þá.“ FLOSI ÍS 15. allar þéttingar, en við vildum ekki að menn hættu sér um borð,“ segir Sævar. Haraldur Einarsson, skipstjóri á Flosa, er um borð í Tý og fylgir skip- inu til hafnar, en aðrir í áhöfninni eru um borð í Berki, á leið til Nes- kaupstaðar og er áætlað að þangað komi þeir síðar í dag. Áhöfnin komst heilu og- höldnu um borð í Börk Hurð á leiguflugvéi Péturs Kr. Hafstein og fjölskyldu rifnaði upp 15.000 feta hæð „Hélt að það væri okkar síðasta“ Morgunblaðið/Sverrir PÉTUR Hrafn, Pétur Kr. Hafstein og Hlynur Valsson báru sig vel í gær eftir svaðilför helgarinnar yfir Snæfellsjökul, en dreng- irnir segja ótta hafa gert vart við sig við atvikið. „FLUGVÉLIN hristist öll og skalf, datt niður og reis aftur. Síðan rifnaði hurðin upp. Ég var logandi hrædd og hélt að þetta væri okkar síðasta," segir Inga Asta Hafstein. Hún var í sex manna leiguflugvél ásamt Pétri Kr. Hafstein eiginmanni sínum og forsetaframbjóðanda, Pétri Hrafni syni þeirra og Hlyni Vals- syni vini hans á leið á framboðs- fundi á Snæfellsnesi þegar hurð vélarinnar opnaðist skyndilega. Flugvélin var á leið frá Reykjavík að Rifi á Snæfellsnesi og í um fimm þúsund feta hæð yfir Snæfellsjökli lenti hún í uppstreymi sem olli því að vélin lék á reiðiskjálfi, að sögn Pét- urs. Drengirnir tveir eru átta og tíu ára og sátu við hlið hurð- ina, en Pétur og Inga í sætunum fyrir aftan þá. Ekki langur umhugsunartími Pétur Kr. teygði sig sam- stundis fram, greip í hurðina og lokaði henni með snöggu átaki. Hann varð síðan að halda henni í falsinu í rúmar tíu mínútur áður en vélin lenti á flugvellin- um á Rifi eftir krappt aðflug. „Þetta var ónotaleg lífsreynsla meðan á henni stóð. Hurðin þeyttist upp á gátt og þegar maður horfir út í himingeiminn er ekki langur tími til umhugsun- ar. Ég sat það nærri hurðinni að ég hafði tök á að grípa í hand- fang hennar og hélt henni síðan fastri þar til við lentum. Þetta var töluvert átak til að byija með því að mótstaðan er mikil á flugi í þessari hæð, en síðan lagðist hurðin að og takið varð Iéttara,“ segir Pétur Kr. Hafstein. „Ekki má gera úlfalda úr mýflugu og ég held að við höfum verið í öruggum og góðum hönd- um. Flugmaðurinn er reyndur í starfi og í raun var kannski eng- inn lifsháski á ferðum, en þetta er atvik af því tagi sem fæstir vilja reyna.“ Hlynur sat við hurðina og kveðst hafa brugðið illa þegar hurðin hrökk upp. Aldrei aftur í litla flugvél „Ég var í belti því vélin hrist- ist mikið og síðan fauk hurðin upp allt í einu. Ég var svolítið hræddur fyrst en fór síðan að róast eftir að Pétur lokaði hurð- inni,“ segir Hlynur og þakkar snarræði hans að ástandið varð ekki verra. „Ég ætla aldrei aftur í svona litla flugvél og var feginn að við keyrðum til Reykjavíkur í stað þess að fljúga." Pétur Hrafn tek- ur í sama streng. „Það kom kaldur strókur inn í vélina þegar hurðin opnaðist og ég var hræddur meðan þetta gerðist, en núna finnst mér þetta vera ævintýri og er ekkert flug- hræddur," segir hann. Pétur Kr. kveðst ekki hafa fengið aðrar skýringar á að hurðin opnaðist en að ókyrrð var mikil. Ómögulegt sé að segja hvort hurðinni hafi verið illa lokað, en hann voni sannarlega að óhapp sem þetta sé ekki dag- legt brauð. „Vanir menn segja að við höf- um ekki verið í lífshættu, en undir kringumstæðum sem þess- um finnst manni ógnin meiri en hún kannski meiri er í raun,“ segir Inga Ásta. Smugndeilan Vildu gagn- kvæmar veiðiheimildir ENN hefur slitnað upp úr viðræð- um íslands, Noregs og Rússlands um samkomulag um veiðar okkar Íslendinga í Barentshafi. Þjóðirnar funduðu í Ósló um helgina og voru bundnar töluverð- ar vonir við samkomulag, sérstak- lega eftir óformlegar viðræður ráðamanna hér heima við sjávar- útvegsráðherra Rússa. Sam- kvæmt þeim var talað um ákveð- inn kvóta í Smugunni og síðan frekari þorskveiðiheimildir innan lögsögu Rússa og að þeir fengju heimildir til loðnuveiða hér við land í staðinn. Norðmenn vildu þá að hluti veiðiheimilda okkar í Barentshafi yrði tekinn í norskri lögsögu og á móti fengju þeir veiðiheimildir innan lögsögu okk- ar. Fyrir vikið gekk ekki saman með þjóðunum þremur. „Það kom á daginn, að það sem rússneski sjávarútvegsráðherrann hafði opnað fyrir í óformlegum viðræðum við okkur heima á ís- landi, stóðst ekki fyllilega og átti það aðallega við um afstöðu Norð- manna,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra. ■ Norðmenn kröfðust/18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.