Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Guðrún Pétursdóttir dregur framboð sitt til forseta til baka Segir baráttuna pólitískari en hún hafi átt von á Guðrún Pétursdóttir segir í samtali við Egil Ólafsson að kosningabaráttan sé pólitískari en hún hafí átt von á og þeir andstæðu pólar sem mynduðust hafí haft afgerandi áhrif á kosningabaráttuna. Morgunblaðið/Sverrir GUÐRÚN Pétursdóttir og eiginmaður hennar, Ólafur Hannibals- son, tilkynntu fjölmiðlum í gær þá ákvörðun að Guðrún yrði ekki í kjöri í forsetakosningunum 29. júní nk. GUÐRÚN Pétursdóttir segir að sú ákvörðun sjn að draga framboð sitt til forseta íslands til baka byggist á raunsæju mati á sigurmöguleikum sínum í forsetakosningunum. Þeir séu ekki lengur fyrir hendi. Guðrún var fyrst spurð hvort hún væri ekki að bregðast kjósendum sín- um með því að draga framboð sitt til baka. „Ég vona að kjósendum mínum finnist það ekki. Það er alls ekki með því hugarfari sem ég tek þessa ákvörðun heldur vegna þess að það er aðeins einn sigurvegari í þessum kosningum og ég lít ekki svo á að ég eigi möguleika á að hafa bein áhrif á úrslit kosninganna. Þess vegna tel ég rétt að draga framboð mitt til baka. Ég vona að stuðningsmenn rnínir skilji og virði ákvörðun mína. Ég vil nota þetta tækifæri til að færa þeim þakkir fyrir það traust sem þeir hafa sýnt mér og þá hvatningu sem þeir hafa veitt mér. Ég þakka sérstaklega þeim sem hafa unnið fyrir mig um allt land. Það er einstök lífsreynsla, að kynnast því að fólk, sem maður hefur aldrei hitt fyrr, sé tilbúið að leggja svona mikið á sig í kosninga- baráttunni. Þetta er lífsreynsla sem ég mun taka með mér það sem ég á eftir ólifað.“ Skoðanakannanir höfðu áhrif Það kemur fram í yfírlýsingu þinni, að margir stuðningsmenn þínir hafí haft samband við þig og segjast ekki vera vissir um að geta kosið þig þeg- ar á hólminn kemur vegna þess að möguleikar þínir á að sigra séu ekki miklir. „Það er rétt. Ég hef talað við marga að undanfömu, sem hafa lýst yfír eindregnum stuðningi við mitt framboð og ánægju með það, en jafn- framt áhyggjum af því að ef þeir kjósi mig muni þeir í reynd ekki nýta atkvæði sitt þannig að þeir geti haft áhrif á það hver verði næsti forseti." Skoðanakannanir hljóta að hafa haft talsverð áhrif á stuðningsmenn þína. „Að sjálfsögðu. Skoðanakannanir upplýsa ekki einungis um skoðanir kjósenda á frambjóðendum heldur eru þær einnig skoðanamyndandi. Áhrif þeirra á kosningabaráttuna hafa verið mikil.“ Vilt þú að settar verði reglur um skoðanakannanir og þeim fækkað? „Ég veit ekki hvort það er hægt með góðu móti. Víða erlendis er bann- að að birta skoðanakannanir síðustu dagana fyrir kjördag.“ Stuðningsmenn ráða sjálfir vali sínu Ætlar þú að lýsa yfir stuðningi við einhvem þeirra frambjóðenda sem eftir eru í baráttunni? GUÐRÚN Pétursdóttir afhenti fréttamönnum eftirfarandi yfir- lýsingu á blaðamannafundi sem hún hélt síðdegis í gær: „í dag eru tíu dagar þar til næsti forseti fslands verður kjörinn. Ég hef tekið þátt i kosn- ingabaráttunni af fullum krafti og miklum áhuga og öðlast við það dýrmæta reynslu. Ég hef fengið ákaflega já- kvæð viðbrögð og framboð mitt hefur almennt notið mikillar velvildar. Ég er þakklát fyrir það, en mér er Ijóst að sú vel- vild dugar ekki til, kosningarn- ar virðast ætla að snúast um annað. Kosningabaráttan hefur tek- ið þá stefnu að í megindráttum hefur þjóðin þegar skipað sér í tvær fylkingar. Við lok fram- „Ég tel ekki við hæfí að ég lýsi yfir stuðningi við ákveðinn frambjóð- anda. Mínir stuðningsmenn koma úr öllum áttum og mér fínnst ekki rétt að ég reyni með nokkru móti að hafa áhrif á það hvað þeir gera. Það verður hver og einn að taka ákvörðun um fyrir sig.“ Margir hafa sjálfsagt löngun til að vita hvem þú ætlar að kjósa 29. júní. Munt þú segja frá því opinber- lega fyrir kjördag? „Ég á ekki von á því.“ Tveir pólar Þú sagðir við fjölmiðla fyrir nokkr- um vikum þegar skoðanakannanir sýndu að fylgi við þitt framboð var að minnka, að kynning í sjónvarpi og útvarpi myndi skipta miklu máli og kynni að breyta þessari þróun. Það gerðist ekki. Hver er þín skýring á því? „Ég held að þarna séu dýpri straumar að verki. Framboð sterks stjórnmálamanns hefur að mínu mati kallað á andsvör sem lýsa sér í að margir telja sér nánast skylt að veita þeim frambjóðanda stuðning, sem helst gæti komið í veg fyrir kosningu boðsfrests virtist ljóst hvert stefndi. Ég taldi þó rétt að láta á það reyna, hvort kynning í sterkustu fjölmiðlum Iandsins, útvarpi og sjónvarpi, gæti breytt einhveiju þar um. Nú er meginþorra þeirrar kynningar lokið, en þróunin stefnir í sömu átt og áður. Fjölmargir hafa haft samband við mig að undan- förnu og lýst yfir samstöðu en hans. Þessir-andstæðu pólar hafa haft afgerandi áhrif á þróun kosn- ingabaráttunnar. Mér er íjóst að þrátt fyrir ferðir um allt land nær maður aðeins eyrum fárra með því móti. Ég taldi óhjákvæmilegt að taka þátt í kynningu í sjónvarpi og útvarpi og meta stöðuna að henni lokinni. Nú hefur þorri þeirrar kynningar farið fram og staða mín hefur ekki breyst til batnaðar. Því er þessi ákvörðun tekin nú.“ Ertu þar með að segja að stjórn- málamenn megi ekki bjóða sig fram í þetta embætti? „Ég hef ítrekað sagt í kosninga- baráttunni að ég telji ekki heppilegt að velja forseta úr röðum stjórnmála- manna. Ég held að það eigi að vera í fyrirrúmi að sátt skapist um forseta- embættið.“ Dýrmæt lífsreynsla Hvernig lífsreynsla er það að ganga í gegnum kosningabaráttu og þá opinberu umfjöllun sem er hluti af henni? Hefur þetta haft áhrif á þig sem persónu og þína fjöiskyldu? „Eins og ég sagði er það afar já- kvæð lífsreynsla að fínna velvilja og jafnframt Iýst áhyggjum af því að atkvæði greitt mér muni ekki hafa bein áhrif á það hver verður næsti forseti Islands. í þessum kosningum hljóta menn að keppa að sigri, og sigurvegarinn verður aðeins einn. Ég tel óraunhæft eins og málum er nú komið að halda baráttunni áfram og leggja þá miklu vinnu sem því mundi stuðning fólks um allt land. Auðvitað er það dálítið þreytandi að vera stöð- ugt í sviðsljósinu. Þetta er hins vegar hluti af kosningabaráttunni. Ein- hvern veginn verður fólk að fá að kynnast frambjóðendum. Ég hefði kosið að sjá kynningu í sjónvarpi sem leitaðist eftir því að sýna þann mann sem hver frambjóð- andi hefur að geyma, t.d. með hálf- tíma viðtali þar sem talað er við fram- bjóðanda einan um lífsviðhorf hans og annað slíkt, sem gefur mynd af manneskjunni og hennar persónu- leika. Ég tel að það væri góð viðbót við fjölmenna umræðuþætti og yfir- heyrslur, sem leiða aðra þætti mann- gerðarinnar í ljós. Ég hef lagt á það áherslu allan tímann að við erum að kjósa persónu í þetta embætti og þess vegna skiptir kynning á persón- unni miklu máli.“ Reikningar verða birtir Svona kosningabaráttu fylgir mik- ill kostnaður. Getur þú svarað því á þessari stundu hvað baráttan hefur kostað mikla fjármuni? „Ég hef ekki upplýsingar um heild- arkostnaðinn við baráttuna á þessari stundu. Baráttan hefur staðið fram á þennan dag og auglýsingar verið að birtast síðustu daga. Hópur stuðn- ingsmanna minna, sem ég treysti afar vel, hefur haldið vel utan um ljármál framboðsins og þeir segja mér að þau séu í góðum farvegi. Við munum birta reikninga kosningabar- áttunnar að kosningum loknum. Ég vil taka fram að fjármál skiptu ekki sköpum þegar ég tók ákvörðun um að draga framboð mitt til baka, en ég vil að sjálfsögðu ekki eyða pening- um í óþarfa. Þegar ég komst að þeirri niðurstöðu að ég ætti enga möguleika á að sigra skipti það einnig máli að ég vildi ekki eyða peningum að óþörfu." Hefur þú velt fyrir þér þeim mögu- leika að hefja þátttöku í stjómmálum? „Það er nú ekki tímabært að ræða slíka spumingu nú. Þessi lífsreynsla hefur verið mikil og ómetanleg og mun koma mér að notum hvað sem ég tek mér fyrir hendur í framtíð- inni.“ Sérðu eftir því að hafa gefíð kost á þér í forsetaframboð? „Nei, alls ekki. Þessi tími hefur verið auðgandi. Ég hef fengið stór- kostlegt tækifæri til þess að ferðast um allt land, hitta fólk, skoða vinnu- staði og koma á heimili íslendinga. Þetta hefur víkkað minn sjóndeildar- hring og auðgað mitt líf ómælt. Ég er ákaflega þakklát fyrir þetta tæki- færi. Ég tel raunsætt að taka þá ákvörðun sem ég hef tekið núna. Mér er þó efst í huga innilegt þakk- læti til minna stuðningsmanna fyrir alla þeirra hvatningu og aðstoð.“ fylgja á mína góðu stuðnings- menn um land allt. Ég legg áherslu á að enginn hefur þrýst á mig að draga framboð mitt til baka. Þvert á móti hafa margir hvatt mig til þess að halda ótrauð áfram. Um leið og ég þakka af heil- um hug öllum þeim sem hafa veitt framboði minu brautar- gengi með vinsamlegum viðtök- um, ómetanlegri hvatningu og ómældri vinnu, bið ég þá að virða þá ákvörðun mína að draga nú framboð mitt til baka. Ég geri mér grein fyrir að þetta er óvenjuleg ákvörðun en ég hlýt að draga ályktanir af þeirri stöðu sem við blasir og það er sannfæring mín að þessi ákvörðun er rétt. Guðrún Pétursdóttir. Bilun í Fokker BILUN kom fram í öðrum hreyfli í Fokker-flugvél Flugleiða í áætl- unarflugi sl. mánudag þegar hún var að koma til lendingar í Vest- mannaeyjum. Lega í mótomum gaf sig og myndaðist við það nokk- ur reykur og töldu flugvirkjar ekki öruggt að senda vélina á loft og var tekin ákvörðun um að skipta um mótor. Nýr mótor var sendur með Heijólfi til Eyja í fyrradag og var vélin komin í áætlunarflug á nýjan leik í gær. Nokkur röskun varð á innanlandsflugi Flugleiða af þess- um sökum, en úr henni var dregið með því að leigja vélar frá öðrum flugfélögum. Að sögn Gunnars Más Sigur- fmnssonar, sölu- og markaðsstjóra innanlandsflugs Flugleiða, var aldrei nein hætta á ferðum og sagði hann að í öllum öryggisáætl- unum félagsins væri gert ráð fyr- ir að bilun af þessu tagi geti orðið. Harður árekstur nærri Hvolsvelli Einn fluttur mikið slasaður með þyrlu KARLMAÐUR um tvítugt var í gær fluttur talsvert slasaður með þyrlu á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir að fólksbifreið sem hann ók lenti í hörðum árekstri við jeppabifreið á ein- breiðri brú, skammt austan við Hvolsvöll. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur er ökumaðurinn ungi ekki í bráðri lífshættu en hann gekkst undir aðgerð vegna beinbrota og ann- arra áverka í gærkvöldi. Fernt var í jeppabifreiðinni þeg- ar óhappið varð en allir sluppu nánast ómeiddir. Að sögn lögregl- unnar á Hvolsvelli voru fjórmenn- ingamir og ökumaður fólksbifreið- arinnar í beltum. Lögreglan telur líklegt að rekja megi orsök slyss- ins til iækkandi kvöldsólar sem blindað hafí annan ökumanninn. Kærður fyrir fjárdrátt RÚMLEGA fertugur karlmaður var í gærdag handtekinn á Akur- eyri en forsvarsmenn verslunar sem hann hefur starfað i höfðu kært hann fyrir umtalsverðan íjárdrátt í versluninni. Maðurinn var yfírheyrður hjá rannsóknarlögreglunni á Akur- eyri, en ekki er enn ljóst um hversu háa fjárhæð er að ræða sem hann er talinn hafa dregið sér um nokkurt skeið. Maðurinn er enn í haldi lögreglu og verður væntanlega ákveðið í dag hvort krafíst verður gæsluvarðhaldsúr- skurðar yfír honum. Þyrla sótti tvo menn ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sótti tvo slasaða menn í Þórsmörk skömmu eftir miðnætti aðfaranótt mánudags., Þeir voru í jeppabifreið sem valt við Bása í Þórsmörk. Mennirnir voru fluttir á Sjúkrahús Reykjavíkur í Foss- vogi. Lögreglan á Hvolsvelli telur að um níuhundruð manns hafí verið t Þórsmörk um helgina þegar mest var, flestir frá föstudags- kvöldi og fram eftir laugardegi, en þá hafí fólki verulega farið að fækka. Yfirlýsing Guðrúnar Pétursdóttur Þjóðin þegar skipað sér í tvær fylkingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.