Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 20. JIJNÍ1996 21 Arsskýrsla Amnesty International Vilja baráttu gegn sölu pyntingartækja Morgunblaðið/Árni Sæberg SIGRÚN Markúsdóttir, formaður íslandsdeildar Amnesty, kynn- ir ársskýrslu samtakanna á blaðamannafundi í gær. NOKKUÐ hefur þokað í rétta átt á sumum sviðum mannréttindamála í heiminum að undanfömu en fjölmörg ríki láta stórfelld brot í öðrum löndum afskiptalaus; gagnrýnin er látin víkja fyrir von um ábatasöm viðskipti. Þetta kemur fram í skýrslu alþjóð- legu mannréttindasamtakanna Am- nesty International um ástand þess- ara mála í fyrra e_n hún var kynnt á blaðamannafundi íslandsdeildar Am- nesty í gær. Pierre Sané, aðalframkvæmda- stjóri Amnesty, bendir á að í milli- ríkjasamskiptum sé í reynd sæst á að gróf mannréttindabrot flokkist undir eigin mál hverrar þjóðar er öðrum beri að horfa fram hjá. „Sannleikurinn er sá að margar ríkisstjórnir sem neita að fordæma voðaverk í öðram ríkjum eru ábyrgar fyrir sölu á vopnum og öðrum verk- færum sem sannað er að notuð eru til að pynta og myrða,“ segir Sané. I skýrslunni er fjallað um 146 lönd en ísland er ekki meðal þeirra. Dan- mörk er hið eina Norðurlandanna sem ástæða þótti til að taka fyrir en það var vegna meintra brota lög- reglumanna er götuóeirðir urðu á Norðurbrú. Alls sátu um 5.000 svonefndir samviskufangar, þ.e. fólk sem fang- elsað er eingöngu vegna þess að skoðanir þess fara ekki saman við skoðanir valdhafa, bak við lás og slá í 85 ríkjum og pólitísk morð að undir- lagi stjórnvalda voru framin í 63 löndum. Um 2.000 allra samvisku- fanga eru í Kína og þar fór fram helmingur af öllum aftökum í heimin- um. Sambandsríkjum sem taka upp dauðarefsingu fer fjölgandi í Banda- ríkjunum en Spánn hefur afnumið dauðarefsingu. 114 ríkisstjórnir létu pynta fanga, í 54 þessara landa létust fangar af völdum pyntinga. Vopnaðir uppreisn- arhópar brutu mannréttindi í 41 ríki, þeir drápu eða tóku óbreytta borgara og hermenn í gíslingu. Fjallað er um hryðjuverk og mann- réttindabrot allra stríðsaðila í Bosníu og Tsjetsjníju, í Rúanda og Búrundi og víða í Mið-Austurlöndum. Einkenni á ástandinu í mörgum löndum Róm- önsku Ameríku er að þar komast liðs- menn öryggissveita upp með ýmis óhæfuverk í skjóli þess að yfirvöld láta ekki refsa þeim fyrir afbrotin, s.s. þegar stjómarandstæðingar eru teknir af lífi án dóms og laga. Á Kúbu hafa um 600 samviskufangar verið í fangelsi um langt skeið. Sérstaka athygli er vakin á því að í Ástralíu lét 21 frumbyggi lífið í haldi lögreglu. Samtökin segja að lögregla hafi ofsótt aðstandendur er þeir reyndu að fá frekari upplýsingar um banamein fanganna. Látnir hverfa Ein af þeim aðferðum sem beitt er gegn stjórnarandstæðingum í sumum ríkjum er að láta þá einfald- lega „hverfa“ þ.e. myrða þá og fela líkin eða eyða þeim með einhveijum hætti. Láta þá stjórnvöld sem þeim sé algerlega ókunnugt um örlög fólksins, jafnvel er gefið í skyn að hinn horfni hafi verið að stinga af frá fjölskyldunni. Amnesty hyggst beita sér sérstak- lega gegn alþjóðiegri verslun sem stunduð er með ýmis pyntingatæki og má nefna í því sambandi að Bandaríkin, Rússland, Kína, Þýska- land, Frakkland og Bretland selja slík tól til einræðislanda. Ekki hefur tekist að fá ríkisstjórnir til að banna framleiðslu ýmissa pyntingartækja á borð við þumalskrúfur og rafmagn- skylfur, sums staðar annast ríkisfyr- irtæki framleiðslu gasklefa og gálga til útflutnings. Reuter Eldgos á Nýja Sjálandi ELDFJALLIÐ Ruapehu á Nýju Sjálandi er nú farið að gjósa á ný eftir nokkurra mánaða hlé. Mönnum er ekki talin stafa hætta af gosinu, en flugmálayfirvöld lýstu fjallið og nágrenni þess hættusvæði fyrir flugumferð vegna hinna miklu reykbólstra, sem stigu upp af fjallinu, sem gaus síðast fyrir tíu mánuðum. Menn hafa nú áhyggjur af því að skíðatímabilið fari í súginn annan veturinn í röð. Fyrir neðan Ruapehu, sem er í Tongariro þjóðgarðinum, sést skíðahótelið Grand Chateau. MARBERT kaupauki Glæsileg svört hliðartaska fylgir með HYDROSOME og einum hlut úr nýju förðunarlínunni. HYDROSOME er rakakrem sem sér húðinni fyrir stöðugum og langvarandi raka í allt að 24 klukkustundir. Rakakrem fyrir allar húðgerðir. Annar fundur ef kúariðu- deila einokar Flórens-fund Bonn, Strassborg, París. Reuter. RÍKISSTJÓRNIR Evrópusambands- ríkjanna íhuga þann valkost að boða til nýs leiðtogafundar ef svo færi að leiðtogafundurinn í Flórens um helg- ina snerist eingöngu um kúariðudeil- una, að sögn talsmans þýsku stjórn- arinnar. Peter Haussmann, talsmaður stjórnarinnar, sagði að viðræður hefðu átt sér stað við írsk stjórnvöld um þennan möguleika, en írar taka við forystunni í ráðherraráðinu um næstu mánaðamót. „Ef írar myndu leggja þetta til myndu Þjóðveijar samþykkja það,“ sagði talsmaðurinn. Lamberto Dini, utanríkisráðherra Ítalíu, sagði hugsanlegt að ákvarð- anir yrðu teknar í Flórens án þess að Bretar kæmu þar nærri. Hann sagðist ekki telja að Bretar hefðu í hyggju að trufla ákvarðanatöku á fundinum en útilokaði ekki að hin aðildarríkin 14 tækju af skarið án þeirra ef til þess kæmi. Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, hefur lagt fram áætlun um hvernig afnema megi útflutningsbannið á breskar nautgripaafurðir í áföngum. Hann tók hins vegar fram, er hann ávarp- aði Evrópuþingið í Strassborg í gær, að Bretar yrðu að hætta að trufla starfsemi sambandsins ef leysa ætti deiluna. Annars yrði ekkert sam- komulag um kúariðu í Flórens. Frakkar létu í gær ljós von um að hægt. yrði að binda enda á deiluna i Flórens. „Við erum tiltölulega bjart- sýn, en það kann hins vegar að vera franskur löstur," sagði Catherine Colonna, talsmaður Frakklandsfor- seta. Sagði hún tillögur fram- kvæmdastjórnarinnar mynda athygl- isverðan grundvöll að lausn. I tillögunum er gert ráð fyrir að Bretar fallist á umfangsmikla slátrun nautgripa til að útrýma kúariðu gegn því að banninu verði aflétt. Hún sagði að Jacques Chirac for- seti hefði ekki rætt við John Major, forsætisráðherra Bretlands og hefði ekki í hyggju að gera það fyrir leið- togafundinn. Breska utanríkisráð- herranum hefði fyrr í mánuðinum verið gerð grein fyrir þeim skilyrðum er yrði að uppfylla ef aflétta ætti banninu. Stef numót við ísIand Njóttu þess að dvelja á Hótel Eddu í sumar og eigðu stefnu- mót við landið þitt í hlýlegu og heimilislegu umhverfi. Boðið er upp á fjölbreyttar veitingar frá morgni til kvölds þar sem veittur er sérstakur barnaafsláttur. Hægt er að velja milli gistingar í uppbúnum herbergjum eða svefnpokaplássi. ( næsta nágrenni hótelanna eru ótal möguleikar á skemmti- iegri útivist þar sem öll fjölskyldan getur fundið eitthvað við sitt hæfi. Fimmta nóttin er fríl j Ef dvalið er í uppbúnu herbergi í fjórar nætur ; á Hótel Eddu í sumar er fimmta nóttin án ; endurgjalds sem jafngildir 20% afslætti af ! hverri gistinótt. Tilboðið gildir út árið 1996. Ferðaskrifstofa Islands • Skógarhlíð 18 • 101 Reykjavík • Sími 562 3300 Heimaslða: http://www.artic.is/itb/edda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.