Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 9 FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn UM 200 gestir komu á afmælishátíð Bessastaðakirkju sem m.a. var haldin í íþróttahúsi Bessastaðahrepps. Bessastaðakirkj a 200 ára HALDIÐ var upp á 200 ára af- mæli Bessastaðakirkju sunnu- daginn 16. júní og mættu um 200 manns til hátíðarinnar. Hátíðarmessa hófst með ávarpi forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, og predikaði Ólafur Skúlason, biskup íslands. Séra Bragi Friðriksson sá um messugerð. Að messu lokinni voru kaffiveitingar í íþróttasal Bessastaðahrepps. I samkomusal íþróttahússins ávarpaði Sigtryggur Jónsson, Ráðinn forstjóri Siglinga- stofnunar HERMANN Guðjónsson hefur verið ráðinn forstjóri Siglingastofnunar íslands frá og með 15. júní. Her- mann var eini umsækjandinn um stöðuna. Hermann er fæddur á Pat- reksfirði árið 1952. Hann út- skrifaðist frá Menntaskólan- um á Akureyri árið 1972, lauk prófi í bygginga- verkfræði frá Háskóla íslands árið 1976 og M.sc. prófi í sömu grein frá Tækniháskól- anum í Kaupmannahöfn árið 1979. Hermann starfaði hjá verkfræði- stofunni Fjarhitun þar til hann hóf störf hjá Vita- og hafnamálastofnun árið 1982. Hann var settur vita- og hafnamálastjóri 1986 og skipað- ur í það starf ári síðar. Hermann er kvæntur Berthu Sigurðardóttur kennara og eiga þau tvær dætur. Siglingastofnun Islands tekur formlega til starfa 1. október næst- komandi, en þá sameinast Vita- og hafnamálastofnun og Siglinga- málastofnun ríkisins. Embættið heyrir undir samgönguráðuneytið. oddviti Bessastaðahrepps, sam- komuna og tilkynnti stofnun org- elsjóðs. Alftaneskórinn söng og Anna Ólafsdóttir Björnsson sagði frá sögu Bessastaðakirkju. Ólaf- ur E. Stefánsson flutti ljóð eftir skáld í Bessastaðahreppi og John Speight söng einsöng. Barnakór Tónlistaskóla Bessastaðahrepps söng og Björn Bjarnason ávarp- aði menntamálaráðherra samkomuna. Fyrstu heimildir um kirkju á Bessastöðum eru frá árinu 1200. Kirkjan var bændakirkja í upp- hafi, en síðar tóku hirðstjórar og höfuðsmenn við forsjá kirkj- unnar og var hagur hennar og ástand misjafnt á því tímabili. Árið 1773 ákvað Kristján VII. að byggð skyldi steinkirkja á Bessa- stöðum og var hún hlaðin úr grjóti úr Gálgahrauni og tekin í notkun 1796. Kirkjuturn var ekki fullgerður fyrr en 1823. Árið 1841 komst kirkjan í umsjón ráðsmanns Bessastaða- skóla en eiginleg bændakirkja varð hún aftur árið 1867 þegar Grímur Thomsen skáld eignaðist Bessastaði. Sigurður Jónasson gaf Bessastaði undir bústað þjóð- höfðingjans árið 1941 og síðan hefur kirkjan verið í umsjá emb- ættis hans og er jafnframt kirkja Bessastaðasóknar. Sumarleikur 1996 Vinningsnúmerið þann 18. júní var: 18495 af fallegu bastkörfunum með keramikhöldunum. Alþjóða heilbrigðisstofnunin íslendingur kannar ástand lyfjamála í Bosníu ALÞJÓÐA heilbrigðisstofnunin hefur fengið íslending, Frakka og Itala til að kanna ástand lyfjamála í Bosníu. íslendingurinn Einar Magnússon, lyfjamálastjóri í heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu, segir að í framhaldi af ferð um Bosníu verði skilað inn skýrslu um ástandið og hvernig eðlilegt sé að standa að uppbygg- ingu lyfjamála á svæðinu. Heil- brigðisyfirvöld hafa áhuga á að hluta af fjárframlagi Islendinga til uppbyggingarinnar í Bosníu verði varið til byggingar lyfjaverk- smiðju í Bosníu. Einar sagðist hafa unnið að svipuðum verkefnum á svæðis- skrifstofu lyfjamáladeildar Al- þjóða heilbrigðisstofnunarinnar í 7 mánuði í vetur. í framhaldi af því hefði honum og tveimur öðrum verið boðið að kanna ástand lyfja- mála í Bosníu. Hann myndi því eyða hálfum mánuði af sumarfrí- inu sínu í ferðalag um Bosníu. Þremenningarnir fljúga til Split, ferðast um Bosníu og ljúka ferð- inni í Zagreb í byijun júlí. Áður en haldið er úr landi er skilað bráðabirgðaskýrslu um ástandið. Innan viku eftir heimkomuna verð- ur svo skilað lokaskýrslu um ástandið og hvernig eðlilegt sé að vinna að uppbyggingu lyfjamála á svæðinu. íslendingar vinna víða að uppbygg- ingu í Bosníu Einar sagðist halda að ástand lyfjamála væri algjörlega í rúst í Bosníu. „Bosnía þarf að byija al- veg frá grunni enda skortir alla opinbera löggjöf og stýringu. Hins vegar er þjóðin vel menntuð og því ætti að vera hægt að vinna hratt og vel að uppbyggingunni. Eins og í öðrum nýfijálsum lönd- um er áhugi fyrir því að miða við það besta í Evrópu og er litið til Evrópusambandsins í því sam- bandi,“ sagði Einar. Einar sagði að ein af ástæðun- um fyrir því að hann hefði upphaf- lega verið ráðinn til Alþjóða heil- brigðisstofnunarinnar hefði verið sú staðreynd að lyfjakerfið á ís- landi væri mjög einfalt og því gott að líta til þess við uppbygg- ingu annars staðar. íslendingar veiti aðstoð í heilbrigðismálum Ríkisstjórn íslands hefur ákveð- ið að leggja um 110 milljónir til uppbyggingarinnar í Bosníu á næstu 4 árum. I því sambandi hefur verið skipuð nefnd á vegum utanríkisráðuneytisins til að taka ákvörðun um hvernig ijármunun- um verður best varið. Einar sagði að ein af þeim hug- myndum sem fram hefðu komið væri að nota hluta fjárins til upp- byggingar lyfjaverksmiðju í Bosn- íu. Islendingar hefðu reynslu af því að byggja slíka verksmiðju í Litháen og áhugi fyrir því væri bæði til staðar í Bosníu og Alþjóða heilbrigðisstofnuninni. Önnur hug- mynd er að hluti fjárframlagsins fari til uppbyggingar heilsugæsl- unnar í landinu. Einar tók fram að íslendingar ynnu víða að uppbyggingunni í Bosníu. Jóhanna Lárusdóttir, ís- lenskur læknir hjá Alþjóða heil- brigðisstofnuninni, hefði t.a.m. starfað á vegum Alþjóða heilbrigð- isstofnunarinnar í Bosníu meðan stríðið geysaði sem harðast og ynni nú aðallega við að afla fjár- magns í heilbrigðisþjónustuna þar í landi. Ekki bara Cortland 444 flotlína, heldur 10 gerðir Ameríska CoHland fyrirtækið er sérhæft í framleiðslu á vörum til fluguveiða, s.s. stöngum, hjólum og línum. Cortland flugulínurnar fást í 10 mismunandi geröum eftir sökkhraöa. Sérhver lína hefur sinn lit. Spurðu eftir Cortland í næstu veiðiverslun. Sportvörugerðin Heildsala-smásala Mávahlíð 41, Rvík, sími 562-8383 Q'.pj) forréttir Mozarella og eggaldin terrine ——____~j rj---- nieð basil vinaigrette. pðfA rc ;<r ruA"íVA n/ Anis srafinn silunsur með graslauks-sinnepssósu. Eggaldin og hvítlaukssúpa rneð paprikurjóma. ÞRIGGJA RÉTTA ÁDEGISVERÐUR AÐ EIGIN VALI FYRIR AÐEINS Wt, HAFÐU ÞAÐ FYRSTA FLOKKS, ÞAÐ GERUM VIÐ BORÐAPANTANIR í SÍMA552 5700 AÐALRETTIR Grillað heilagfiski með sœtri hvítvínssósu. Gufusoðinn steinbítur og krœklingur með tómötum, hvítlauk og olífum. Steiktur silungur með pasta og appelsínusósu. Ofnböktið smdlúða með karrí-úvaxtasósu. Steiktur lax „Mousseline ", Grillað nautaframhryggjar- fille með rauðvínssósu og nautamerg. EFTIRRÉTTIR Expresso ostakaka með mjólkurís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.