Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ■U LISTIR 7 Að teikna er að sjá MYNDLIST Listasafn Islands RISS/VATNSLITUR Egon Schiele. Opið daglega frá 13- 18. Lokað mánudaga. Til 14 júlí. Aðgangur 300 kr. Sýningarskrá/bók 2.490 kr. (tilboðsverð). ÞAÐ er mikilsverðara en margur hyggur að fá hingað á útskerið sýnis- horn austurrískrar listar, því slíkt jarðtengir okkur í list Evrópu, sem landsmenn hafa afar takmarkaða hugmynd um. Um leið segir það sitt- hvað mikilvægt um eðli listsögufræði í álfunni og fallvaltleik tilbúinna kenninga, því á tiltölulega stuttum tíma hefur sviðið opnast, hlutlægu skilvirkni aukist vægi, þakkað veri fersku og yfirgripsmiklu upplýsinga- • flæði. Um miðbik aldarinnar var París möndull núlista, sem sogaði til sín listspírur frá ölium heimsálfum, og hinir sömu voru heilaþvegnir og upp- lýstir af heimamönnum um stöðu Parísar í heimslistinni. Ennfremur nýtt og staðbudið alþjóðamál, og þeim ýtt út í kuldann er skildu ekki þau djúpu vísindi. Sjálfir viður- kenndu þeir tregir núlistir í Evrópu, utan landamæra Frakklands, og ung- ir voru óspart bólusettir gegn listum annarra þjóða í álfunni og þá ekki síst erkióvinarins handan landamær- anna og allt germanskt um leið. List Þýðverja átti að vera ruddaleg og bera vott um að menn kynnu ekki þau vísindi að hantéra pentskúfirm á menningarlegan hátt, svona líkt og Cézanne og sporgöngumenn hans. í Sviss væri myndlist ekki til, og skreytið í list Austurríkismanna bæri vott um sjúklegt tildur og yfirborðs- mennsku, nokkurs konar krims krams í ætt við hina úrkynjuðu barr- okk, ásamt rókókóstíl fortíðarinnar. Hreinflatastefnan væri það sem gilti ásamt hinu hreinræktaða málverki „peinture pure“. Þetta voru einstrengisiegir tímar og sagan fiytur okkur þýðingarmikii og nærtæk skilaboð þess hve forsjár- hyggja, miðstýring og alhæfing ásamt fullvissu um ágæti markaðra stílbragða og afmarkaðrar listheim- speki er jafnan byggð á fallvöltum grunni. Er ávallt dæmd til að falla um sjálfa sig um síðir, og það var einmitt vegna þessarar tilbúnu list- sögufræði og fullvissu um að París væri nafli heimsins, að borgin missti fyrr en varði forystuna, og það svo að um munaði. Hefur ekki náð henni aftur á meðan aðrar þjóðir í vestri og austri eru stöðugt að styrkja sjálfsvitund sína og gera sér grein fyrir mikilvægi arfleifðar og þjóðar- sálar, þrátt fyrir að ytri og jarðnesk- ari landamæri verði stöðugt óljósari. Svo víðtæk voru þessi áhrif að lista- menn í útlandinu þóttu ekki gjald- gengir í núlistum nema þeir væru undir áhrifum frá París. Það var fyrst með hinum stóru samanburðarsýn- ingum „Paris/Berlin“, „Paris/ Moskva", „Paris/Paris“ og „Les Realisme" að heimsborgin komst á blað aftur, en samanburðurinn við hinar borgirnar var þeim ekki nógu hagstæður og það viðurkenndu list- sögufræðingar stórblaðanna með nokkurri undrun. Þessar sýningar áttu þó eftir að hafa mikla þýðingu og aðrar svipaðar er fylgdu í kjölfar- ið löngu seinna, og er hér nærtæk- ast að nefna sýninguna Berl- ín/Moskva, sem var í Martin Gropius- byggingunni í Berlín, en er nú og til 1. júlí í Púskin-safninu í Moskvu, og veitir mjög verðmætar upplýs- ingar með samanburðarfræði sinni sem áður lágu ekki á lausu. Mun væntanlega verða vikið að henni í sérstakri grein við tækifæri. Undrunin varð svo enn meiri er annarri risasýningu var hleypt af stokkunum nokkrum árum seinna er tók Vínarskólann í myndlist og hönn- un til meðferðar, og meAn skildu þá loks fullkomlega að París hafði ekki alfarið verið nafli heimsins. Slíkt var aðstreymi fólks að þessari stórkost- legu og skilvirku sjónlistarsögu Vín- arskólans, sem Parísarbúar þekktu aðeins yfirborðslega, að tekið var til bragðs að hafa hana opna til klukkan 2 eftir miðnætti síðustu vikurnar, sem ég veit ekki til að hafi gerst áður í heiminum! Enginn skal þó álykta af ofan- skráðu að hér sé verið að gera lítið úr vægi Parísarskólans, sem er óum- deilanlegt og er skrifari einlægur aðdáandi hans. Á síðari tímum er þannig stöðugt verið að endurreisa listamenn í Evr- ópu, jafnvel af þvílíkum ákafa af ungum fákunnandi og einsýnum list- sögufræðingum að stundum verður það broslegt. Má nefna er litháíski málarinn Chaim Soutine var endur- uppgötvaður í Þýskalandi fyrir fáum árum, en hann var í miklu uppáhaldi ungra um miðbik aldarinnar. Var félagi þeirra Modiglianis og Chagalls á fyrstu Parísarárum þeirra og gildur fulltrúi Parísarskólans, enda hafa málverk hans lengi verið áberandi á veggjum Orangiere safnsins í París(!) Mikilsvert er svo, að við skyldum fá hingað stóra sýningu á Frigdens- reich Hundertwasser fyrir nokkrum árum, en hann hefur einmitt verið skotspónn harðsoðinna listsögufræð- inga, sem vilja frelsa heiminn og burtþurrka allt nema hin einu og miklu sannindi. Frægð Hundertwass- ers hefur frekar færst í aukana en hitt, og hann er nú einneigin tákn fyrir hin mjúku gildi Vínarborgar í húsgerðarlist, ekki síður að hann sem málari telst tengiliður fortíðar við tímana sem við lifum og hrærumst í, - sjálft núið. Mönnum ber að fara að samtíð sinni með nokkurri varúð og aðgát í ljósi sögunnar, og minnumst þess að jafnvel Cézanne var miskilinn af samferðamönnum sínum. Rithöfund- EGON Schiele wr . -'y\ LIGGJANDI kona í gulum kjól 1914, vatnslitir, gvass og svört krít. urinn Emile Zola, einn nánasti vinur hans, hafði dijúga samúð með honum fyrir það hve manngarmurinn málaði illa (!). Svipaða sögu má lesa í ævi- minningum Ölmu Mahler Werfel, varðandi Gustav Klimt (1862- 1918), sem var höfuðpaur hins „úrkynjaða austurríska skreytistíls", en hvers frægðarstjarna rís hærra með ári hveiju er svo er komið og átti víst dýrasta málverkið á heimsmarkaðin- um í fyrra eða hittifyrra. Skyldi dómgreind okkar samtíðar vera eitthvað fullkomnari? Ekki sýn- ist sumum það í ljósi þess að sagan gengur aftur, og þeir vilja meina að engar framfarir hafi orðið í listum. Vísa til þess að núlistir sæki elds- neyti til lífrænna athafna frum- manna Afríku, Suður-Ameríku og Ástralíu, auk þess að listamennirnir eru uppteknir af árþúsunda gömlum gjörningum og finna athöfnum sín- um háleit rök í heimspeki fornaldar. Um leið er andhverfunni og dauð- hreinsuðum gerviheimi, gerviþörfum Myndlistar- nemar sýna í Búnaðar- bankanum MYNDLISTARNEMENDUR MHI sjá um sýningu í sýningarglugga úti- bús Búnaðarbankans, sem snýr út að Rauðarárstíg. í Myndlista- og handíðaskólanum eru sjö sérdeildir; fjöltækni, skúlptúr, grafík, málun, textíl, leirlist og grafísk hönnun. Nemendum hverrar deildar fyrir sig gefst kostur á að sjá um sýningu í glugganum einn mánuð í senn. Um júnísýninguna sér Hlín Gylfa- dóttir, nemandi í fjöltækni. Hún sýn- ir tölvugrafíkmyndir sem hlotið hafa mjög sérstaka meðferð. MYNDLISTARNEMENDUR MHÍ sjá um sýningu í sýningar- glugga útibús Búnaðarbankans sem snýr út að Rauðarárstíg. og andlegu ruslfæði lyft á stali og ruðst með þetta inn í sali virðulegra listasafna. Allt þetta kemur list Egons Schi- ele (1890-1918) við, því þótt hann hafi lengi verið vel metinn af mörg- um, þar á meðal þeim sem hér slær á lyklaborð. Schiele telst einn þeirra sem hafa verið „enduruppgötvaðir", þótt réttara verði að telja að hann hafi verið vanmetinn af þeim sem helst átti að renna blóðið til skyld- unnar að halda fram. Svo ótvíræð er risssnilli hans og svo jarðtengdur er hann því besta sem austurrísk list hefur fram borið á þessari öld og á sér rætur í táknsæi (symbolisma) og áhrifastíi (impressjónisma) fyrri ald- ar svo og æskustílnum/nýstílnum (Jugendstil/Art Nouveau). Listasagan segir okkur ekki að Schiele hafi verið vanmetinn af sam- tíð sinni, þvert á móti sá höfuðpaur- inn Gustav Klimt fljótlega hvað í honum bjó og studdi af ráðum og dáð. Hann fékk inni á Vínarverk- stæðinu svonefnda, þar sem nafn- kenndir listamenn fengu frjálsar hendur um hönnun hluta notagildis og var á þeim tíma einstakt í heimin- um. Og þótt umdeiidur væri og jafn- vel fangelsaður í stuttan tíma, sem fullmikið var og er enn gert úr eins og vill henda ef listamenn eiga í hlut. Það má þó teljast eðlilegt í ljósi sið- gæðisvitundar tímanna, en þrátt fyr- ir allt andstreymi gat hann lifað á list sinni og starfað að henni á fullu, með mjög litlum frávikum, allt sitt skamma líf. Var meira að segja á leiðinni að verða þéttefnaður síðustu árin, en áður mun honum hafa hald- ist afar illa á fé. Listrænan þroska sótti Schiele þannig til táknsæisins, æskustílsins og svonefndra aðskilnaðarsinna Vín- arborgar, öðru fremur Gustav Klimt og Oskar Kokoschka, auk belgíska myndhöggvarans George Minne. Áhrifin kristölluðust svo í hinu út- hverfa innsæi, expressjónismanum, en upphafsmenn hans teljast nú öðru fremur norðmaðurinn Edvard Munch og Svisslendingurinn Ferdinand Hodler. Það segir okkur margt og er skýringin á því af hveiju svo lítið er til af verkum þessara manna í París og raunar Frakklandi öllu. Hið útherfa innsæi er auðlesið í myndum Schieles, því með mynd- máli sínu brýtur hann sér leið inn í sálarkviku myndefnisins, roðflettir það, umformar og afhjúpar, þannig að það verður úthverft. Eins og hjá Munch voru lífið, ástin og dauðinn forsendur listar hans. Þetta kemur fljótlega fram í sjálfsmyndunum, sem búa yfir miklu innsæi og úthverfum tjákrafti þar sem hijúft yfirborðið afhjúpar sveiflukennd geðhvörf, of- virka kynhvöt og munúðarfullan lífs- þorsta. Schiele skildi eftir sig mikið lífs- verk og að það skuli hafa varðveist jafn vel og bækur um hann eru til vitnis um, staðfestir að eigendur þeirra héldu fast utan um eign sína og munu margir hafa verið vitandi um að tími hans myndi fyrr eða síð- ar renna upp. Það telst mjög viðunandi en engan veginn tæmandi yfirlit sem ratað hefur inn í einn sal Listasafns ís- lands, en miðað við fyrri sýningar stórstirna frá París, gefur það mun réttari mynd af listamanninum. Við sjáum hér frábæra risssnilli hvort heldur listamaðurinn lætur sér nægja línuna eina eða rnálar einnig með vatnslit. Okkur birtist mjög sérstæð- ur listamaður er hafði þroskað með sér mjög sterk einkenni, þannig að myndir hans eru hvarvetna auðþekkj- anlegar, þrátt fyrir hin greinilegu og sterku áhrif frá samtíðarmönnum sín- um. Þegar um jafn sjálfafhjúpandi og frammúrskarandi listamann og Egon Schiele er að ræða, skiptir hvorki ástþrungið myndefnið né frá- sagnarlegi hátturinn máli heldur sjálf meistaraleg útfærslan. Þannig er úti- lokað að kenna það við ósiðsemi, hvað þá klám, því munúðarfullur tjákraft- urinn er gæddur slíkum afhjúpandi töfrum að fáu er til að jafna. Slík sjónlist er síður fyrir fólk sem er ólæst á myndmál, frekar en að bækur séu til handa fólki sem telst ólæst á ritmál. Það vegur þannig þyngst að innsta eðli teiknirissins blasir við úr veiga- mestu myndum sýningarinnar og er mikil furða að jafn ungum manni skuli hafa tekist að ná jafn þroskuð- um tökum á línunni, sem er ljós vott- ur þess hve jarðtengdur hann var umhverfi sínu, list samtíðar sinnar og næstliðinni fortíð. Það eru líka einkenni mikilla teiknara, er lista- maðurinn gengst upp í stíleinkennum sínum og skapgerð. Líkast því sem hann segi: „Þetta er ég.“ Það telst svo afhjúpa sitthvað um eðli teiknirissins, sem Japaninn Katsuhika Hokusai (1760-1849) skrifaði 75 ára gamall: „Frá því ég var sex ára hefur það verið ástríða hjá mér að teikna form hluta. Þegar ég varð 50 ára, hafði ég lokið við ótal myndefni, en allt sem ég hef skapað fyrir sjötugt, er ekki þess virði að það sé talið með. Þegar ég varð 73, hafði ég lært sitthvað um byggingu náttúrunnar; dýr, plöntur, fugla, fiska og skordýr. Þegar ég verð 90, býst ég við að hafa þrengt mér inn í leyndardóma hlutanna. Þegar ég verð 100 mun ég verða á undursamlegum tímamótum og þeg- ar ég verð 110, mun allt, sem ég geri, hvort sem það er punktur eða strik, fela í sér líf og ftjómögn." í Ijósi orða hins hára þular, óum- deilanlegs stórmeistara rissins og tréristunnar, verðum við að taka djúpt ofan fyrir Egon Schiele, sem varð einungis 28 ára gamall, því hann náði langt. Giska langt. Gefin hefur verið út sýningarskrá í tilefni framkvæmdarinnar, sem prentuð er af Tutte-prentverkinu GmbH, D- Salzweg/Passau og er hún frammúr- skarandi að allri gerð. Bera Nordal skrifar aðfaraorð. Inngangur er eftir Serge Sabarsky og grein um myndlist í Vínarborg um aldamótin 1900 er eftir Gerbert Frodl. Loks má geta að sýningar- stjóri var Gerwald Sonneberger í samvinnu við Annette Vogel, starfs- manns hjá Serge Sabarsky, Inch, sem er stofnun til fremdar samtíma- list og list Egons Schieles. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.