Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 56
<G> ^g^ AS/400 er ...þar sem grafísk notendaskil eru í fyrirrúmi MORGUNBLABID, KRJNGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTllÆTl 85 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Hafrannsóknastofnun mælir brottkast afla í samvinnu við sjómenn Álíta vandann orðum aukinn HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur frá því á seinasta ári reynt að meta brottkast afla úr fiskiskip- um í samstarfi við sjómenn. Hefur skipstjórum sem taka eftirlitsmenn um borð verið heitið fullum trún- aði og leynd svo unnt sé að mæla hversu miklum fiski er kastað fyr- ir borð. Jóhann Siguijónsson, aðstoðar- forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að þessar athuganir bendi til þess að vandamálið hafí verið orð- um aukið. Hann segir að hér sé um tilraun að ræða á vegum Haf- rannsóknastofnunar sem hafi ekki verið mjög víðtæk og eðli máls samkvæmt ekki auðveld í fram- kvæmd. Jóhann sagði að fullur vilji væri fyrir því að halda þessu verkefni áfram í samstarfi við sjómenn. „Auðvitað er þetta erfitt og það þarf alltaf að hafa svolítinn fyrir- vara á gögnum af þessu tagi, en við höfum ekki nokkra ástæðu til að ætla að þau gögn sem við höfum fengið séu skekkt.“ Almenn viðhorfsbreyting meðal sjómanna Jóhann sagðist telja að ný lög um umgengni um nytjastofna sjáv- ar muni draga úr því að sjómenn kasti fiski fyrir borð. En mestu skipti þó sú almenna viðhorfsbreyt- ing sem gæti hjá sjómönnum, sem hann telji að séu að verða meiri umhverfisverndarsinnar er vilji vernda auðlind sína. Morgunblaðið/Ásdís DAVID Bowie var glaðhlakkalegur við komuna til landsins og kvaðst í stuttu spjalli við frétta- menn hlakka til tónleikahalds hérlendis. Bowie lofar góðum tónleikum Guðrún Pétursdóttir dregur framboð sitt til baka Telur óraunhæft að halda áfram GUÐRÚN Pétursdóttir tilkynnti í gær að hún drægi til baka framboð sitt til embættis forseta Islands. Hún segist telja óraunhæft eins og málum sé komið að halda baráttunni áfram og leggja þá miklu vinnu sem því mundi fylgja á stuðningsmenn sína. Hún segist ekki ætla að lýsa yfir stuðningi við aðra frambjóðendur. Ekki er fordæmi fyrir því að fram- bjóðandi í forsetakosningum á ís- landi taki ákvörðun sem þessa. Guð- rún sagðist gera sér grein fyrir að ákvörðun væri óvenjuleg, en hún hlyti að draga ályktanir af þeirri stöðu sem blasti við. Guðrún sagði að kosningabarátt- an hefði tekið þá stefnu, að í megin- dráttum hefði þjóðin skipað sér í tvær fylkingar. Hún sagði að baráttan væri pólitískari en hún átti von á við upphaf hennar.í framboði væri sterk- ur stjórnmálamaður og það hefði ráðið þróun kosningabaráttunnar. „í þessum kosningum hljóta menn að keppa að sigri, og sigurvegarinn verður aðeins einn. Ég tel óraun- hæft eins og málum er komið að halda baráttunni áfram og leggja þá miklu vinnu sem því mundi fylgja á mína góðu stuðningsmenn um land allt. Ég legg áherslu á að enginn hefur þrýst á mig að draga framboð mitt til baka. Þvert á móti hafa margir hvatt mig til þess að halda ótrauð áfram,“ segir í yfirlýsingu sem Guðrún sendi frá sér. Fylgi Guðrúnar í skoðanakönn- unum hefur farið minnkandi. í könn- un Félagsvísindastofnunar Háskóla Islands, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, lýsa 8,3% svarenda yfir stuðn- ingi við hana. Kjósendur sem hafa kosið utan kjörstaða hafa rétt til að kjósa aftur. Þeir sem þegar hafa greitt Guðrúnu atkvæði sitt geta því kosið einhvem annan frambjóðanda. ■ Dregur framboð/6 ROKKSTJARNAN David Bowie kom til Iandsins um klukkan 16 í gær ásamt 24 manna föru- neyti. Bowie kom hingað frá Moskvu með millilendingu í Frankfurt, en tónleikar hans verða í Laugardalshöll í kvöld. Bowie kvaðst einkar ánægð- ur með að samningar tókust um komu hans hingað til lands og að hann væri spenntur fyrir tónleikahaldinu. „Eg geri engar kröfur til ís- lenskra áheyrenda en veit að við munum bjóða frábæra tón- leika,“ sagði hann og lofaði um það bil tveggja stunda langri skemmtun með blöndu nýrri og eldri laga sinna. Aðspurður bar hann rússneskum áheyrendum vel söguna en öðru máli gegndi hins vegar um skrifræðið þar í landi. Hann væri orðinn lúinn eftir langferð og hvíldinni feg- inn. Stoppar stutt við Forsvarsmenn Tin, sem stendur að tónleikunum fyrir Listahátíð í Reykjavík, tóku á móti Bowie og fylgdarliði við útgönguhlið vélarinnar og fylgdu hópnum í gegnum vega- bréfsskoðun. Eftir að hafa svarað örfáum spurningum fréttamanna fór Bowie í fylgd lögreglu og aðstoðarfólks rak- leiðis út í bifreið sem beið þar og ók honum til Reykjavíkur, en aðrir meðlimir hópsins ráku lestina. I gærkvöldi var haldið kvöld- verðarboð til heiðurs Bowie en hann yfirgefur landið snemma í fyrramálið og leikur í Þýska- landi á laugardag. Landsvirkjun kannar möguleika á stækkun Kröflu Myndi auka getu kerf- isins um 100-120 GWst Morgunblaðið/Ásdís Annir í - heyskap ANNIR hafa verið í heyskap sunn- anlands i veðurblíðunni und- anfarna daga,_ en þar fór hitinn í 25 stig í gær. Ogmundur Hrafn Magnússon var við slátt í Stóru- Sandvík í Árnessýslu þegar Ijós- myndara Morgunblaðsins bar þar að garði. LANDSVIRKJUN hefur til athug- unar stækkun Kröfluvirkjunar um 15 megawött. Vélasamstæða sem fyrir er í virkjuninni getur framleitt 30 megavött, en upphaflega var ráðgert að afkastagetan yrði helm- ingi meiri. Af því hefur þó ekki orðið, þar sem önnur túrbína sem keypt var á sínum tíma hefur ekki verið sett niður. Samkvæmt áætlunum sem nú hafa verið gerðar er að því stefnt að vélasamstæðan verði sett upp og hún keyrð með hálfum afköstum, og að eingöngu verði nýtt sú lág- þrýstigufa sem er þegar til staðar. Talið er að ljúka megi framkvæmd- Framkvæmda- kostnaður áætlað- ur 700 millj. um við stækkunina á hálfu öðru ári, skv. upplýsingum sem fengust hjá Landsvirkjun. Talinn hagkvæmur kostur Við stækkunina eykst orkugeta raforkukerfisins ura 100-120 gíga- vattstundir á ári. Áætlaður fram- kvæmdakostnaður er um 700 millj- ónir króna, skv. upplýsingum Landsvirkjunar. „Það hefur farið fram tæknileg athugun á þessu og virðist ýmislegt benda til þess að þarna sé um að ræða hagkvæman kost sem hægt er að nýta hratt,“ segir Helga Jóns- dóttir, stjórnarformaður Lands- virkjunar. Engar ákvarðanir hafa verið teknar en málið verður að öllum líkindum rætt á næsta stjórnarfundi Landsvirkjunar ásamt öðrum virkj- unarkostum sem til umræðu eru innan Landsvirkjunar til að mæta aukinni orkueftirspurn á næstu árum. Sextíu þús- und hlýddu ásöng Kristjáns „ÞAÐ VAR sérstæð og góð tilfinning að syngja fyrir þetta mikla mannhaf," sagði Krist- ján Jóhannsson í samtali við Morgunblaðið eftir að hafa sungið i konsertuppfærslu Metrópólitanóperunnar á Aidu eftir Verdi í Central Park í New York-borg síðastliðið þriðjudagskvöld. Sextíu þúsund áheyrendur voru viðstaddir tónleikana sem eru árlegur viðburður. Hafði verið búist við fleiri gestum en, að sögn Kristjáns, drógu slæm veðurspá og tíð morð og ofbeldisverk í garðinum und- anfarið úr aðsókn. ■ Góð tilfinning/23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.