Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ1996 47 I DAG Árnað heilla /"VÁRA afmæli. Sex- vJvltugur er í dag Sveinn Gunnar Kristins- son, húsasmíðameistari, Vallarbraut 21, Seltjarn- arnesi.^ Eiginkona hans er Elín Ósk Snorradóttir. Þau taka á móti gestum laugardaginn 22. júní í Brautarholti 30, 3. hæð, frá kl. 18. /VÁRA afmæli. Þriðju- Oi/daginn 25. júní nk. verður Þórir Jónsson, for- maður Ungmennafélags Islands, fimmtugur. Hann tekur á móti gestum ásamt eiginkonu sinni Huldu 01- geirsdóttur á heimili þeirra að Þórshamri, Reykholti í Borgarfirði laugardaginn 22. júní kl. 18. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. maí sl. í Marm- aris í Tyrklandi Sabina Karl og Sveinbjörn Rún- arsson. Þau eru búsett í Tyrklandi. BRIDS limsjón Guðmundur l’áll Arnarson GÓÐIR varnarspilarar taka þá slagi sem vörnin á til- kall til. Frábærir varnarspil- arar gera betur: Þeir taka slagi af sagnhafa sem þeir eiga enga heimtingu á. Brasilíumaðurinn Gabriel Chagas tilheyrir síðar- nefnda flokknum, en þeir eru margir óhnekkjandi samningarnir sem hann hef- ur hnekkt. Hér er einn slík- ur: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁDG105 V Á93 ♦ 84 4 KD7 Vestur Austur ♦ 72 4 K983 4 876542 llllll y kg ♦ 6 111111 ♦ KG93 4 Á1052 4 G83 Suður ♦ 64 ? D10 ♦ ÁD10752 ♦ 964 Vestur Norður Austur Sudur 1 spaði Pass 1 grand* Pass 2 lauf** 1 Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass •Kröfugrand. "Betri láglitur. Pass Utspil: Hjartafimma. Chagas var í austur og honum leist ekki á blikuna þegar hann var inni á hjar- takóng í fyrsta slag. Ber- sýnilega var tilgangslaust að sækja hjartað áfram, því vestur ætti ekki nægar inn- komur til að gera sér mat úr litnum. Og ekki var gæfulegt að spila tígli í gegnum langlit suðurs. Eina von varnarinnar að þyrla upp moldviðri í þeirri von að afvegaleiða sagnhafa. En hvernig átti að fara að því? Chagas spilaði laufþristi í öðrum slag! Suður lét lítið lauf og félagi Chagas var vel með á nótunum þegar hann lét tíuna duga. Setjum okkur nú í spor sagnhafa. Eina „vitræna" skýringin á þessari vörn er sú að Chag- as liggi með ÁGxx(x) á eft- ir blindum og sé að leggja drög að því að renna litnum ef vestur kemst inn. Þar með verður tígulsvíning ekki sérlega freistandi. Sagnhafi fór því heim á hjartadrottningu og svínaði fyrir spaðakóng. Chagas dúkkaði strax. I þeirri von að spaðinn gæfi fimm slagi, spilaði sagnhafi tígli á ás og svínaði aftur í spaða. En nú drap Chagas, tók tígul- kóng og læsti sagnhafi inni í borði með því að spila spaða. Tvo síðustu slagina fékk vörnin svo á gosa og ás í laufi. Arnað heilla * Ast er... ... ad vera saman undir hinmasæng. TM Heg U S Pat Off — ali nj/ita reservod (c) 1996 Los Angeles T«nes Syndicate ÉG BÝ í fimm láréttum og þremur lóðréttum HÖGNIHREKKYÍSI „ 7 borU' &r hx-bbar V-enx. meSncLd/rtxet/ðir! " LEIÐRÉTT Lína féll niður í GREIN Unnar A. Hauks- dóttur, „Þjóðarsálin rang- túlkuð" sem birtist í blaðinu í gær, féll niður lína úr handritinu. Rétt er setning- in svona: „Ef þetta var al- gjört rugl þá efast ég ekk- ert um að við hin getum tekið þessu innleggi sem léttu gamni eða leik og höldum okkar dómgreind í góðu lagi eins og Hildigunn- ur.“ Morgunblaðið biðst vel- virðingar á mistökunum. Nafnabrengl í frétt í blaðinu í gær um Sæborgarslysið var rangt farið með nafn eins skip- veija á Sæborgu. Maðurinn heitir Gestur Gunnar Björnsson, en ekki Gísli Gunnar eins og sagði í frétt- inni. Sagnfræðingar á Grænlandi í frétt um ráðstefnu sagn- fræðinga á S-Grænlandi sem birtist sl. sunnudag rugluðust saman tvær setn- ingar en réttar eru þær á þessa leið: „Fjórir íslenskir sagnfræðingar halda erindi á ráðstefnunni auk fræði- manna frá S-Grænlandi og Danmörku. 29 manna hóp- ur íslenskra sagnfræðinga er staddur í Qaqortoq vegna ráðstefnunnar." Þess má geta að danski fornleifa- fræðingurinn Knud J. Krogh mætti ekki á ráð- stefnuna eins og reiknað var með og sagði í fréttinni. STJÖRNUSPA e.Itir Frances Drake TVIBURAR Afmælisharn dagsins: Þú ert fær á mörgvm sviðum, en ættir ekki að dreifa kröftunum um of. Hrútur (21. mars -19. apríl) W* Þú átt velgengni að fagna í dag, og ættir ekki að láta vanhugsuð orð félaga spilla skapinu. Hugsaðu um fjöl- skylduna í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú ættir ekki að láta smá skoðanaágreining spilla góðu sambandi vina. Sýndu tillitssemi. íhugaðu vandlega tilboð um viðskipti. Tvíburar (21. ma! - 20. júní) 4» Sífelldar truflanir tefja fram- gang mála í vinnunni árdeg- is. En með góðri samvinnu næst tilætlaður árangur um síðir. Krabbi (21. júní — 22. júlf) Þú ættir ekki að kaupa dýran hlut í dag án þess að leita tilboða. Þróun mála í vinn- unni færir þér fljótlega betri afkomu. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Þér tekst að leysa ágreining í vinnunni, og koma á betra samstarfi, sem kemur öllum til góða. Góðar fréttir berast símleiðis._____________ Meyja (23. ágúst - 22. september) Flýttu þér hægt í vinnunni í dag, því vönduð vinnubrögð skila betri árangri. Staða þín fer batnandi, og þú átt von á kauphækkun. Vog (23. sept. - 22. október) Þú ættir að skipuleggja tíma þinn betur og Ijúka skyldu- störfunum snemma, því í kvöld biður þín ánægjuleg skemmtun í vinahópi. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) 9KjS Þú þarft að sýna aðgát í við- skiptum dagsins, því vinátta og fjármál fara ekki alltaf vel saman. Ástvinir eiga gott kvöld saman. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) SiU Einhver gefur þér góð ráð í dag, sem þú ættir að fara eftir. Þeir, sem eru á faralds- fæti, þurfa að sýna þolin- mæði í umferðinni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt auðvelt með að ná hagstæðum samningum um viðskipti árdegis. Síðar hug- ar þú að einkamálunum, og ferðalag er framundan. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Það verður mikið að gera hjá þér í dag, og árangurinn verður góður. Þér bjóðast ný tækifæri, sem þú ættir að nýta þér. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Ástvinum tekst að leysa smá vandamál með sameiginlegu átaki í dag, og ryóta kvölds- ins saman t hópi vina og vandamanna. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki & traustum grunni vísindalegra staðreynda. Matur og matgerö Tandoorikjúkl- ingur á grillið Indversk matargerðar er mörgum framandi hérlendis.Kristín Grestsdóttir segir hér frá fyrstu reynslu sinni af Tandoori-kjúklingi. Á INDVERSKUM veitingahúsum borða margir Tandoori-kjúkling. Fyrst þegar ég pantaði mér einn sh'kan var hann vel rauður á litinn. Þetta var eins konar karrí-kjúkling- ur, miðlungskryddaður. Ég hélt að liturinn stafaði af sérstöku tandoo- rikarrí og leitaði að því kryddi á kryddmarkaði Indverja, en allir litu á mig stórum augum og böbluðu eitthvað um að þetta væri ekki krydd. Ég hélt að ég væri eitthvað skrýtin og hætti leitinni. En í ýms- um verslunum á íslandi er til Tandoorikarrí og Garam Masala sem er framleitt í Englandi. Þetta hvort tveggja er blanda af kryddi eins og annað karrí. Garam Masala er blanda af kúmeni, engiferi, kan- il, kardimommum, lárviðarlaufi, negul, múskati og ýmsum mis- sterkum pipartegundum og sjálf- sagt ýmsu öðru. Garam þýðir sterkt en Masala þýðir kryddblanda. Tandoori er dregið af nafninu tandoor, sem er hár, sívalur lei- rofn, sem mikið er notaður í Norð- ur-Indlandi og Pakistan. Þetta er raunar brauðofn, þar sem brauðinu er klesst inn á ofninn. í þeim er mjög mikill hiti. Kjöt steikist mjög fljótt í ofninum og allur kjötsafi iokast inni í vöðvanum. Þar af leið- andi verður kjöt mjög safaríkt og meyrt. Það sem við getum komist næst því er að setja Tandoori-kjúkl- ing á grillið, en jafnvel á mesta hita næst ekki hinn hái hiti sem er í tandorriofni. Liturinn á kryddinu er gervilitur, þótt þær tegundir sem notaðar eru í karríblönduna séu sumar litsterkar. Kjúklingurinn er lagður í jógúrtkryddlög, en jógúrt er mikið notað á Norður-Indlandi. Bæði Tandoori-kjúklingaupp- skriftin og brauðuppskriftin eru úr bók minni Grillað á góðum degi, sem kom út hjá Iðunni árið 1993. Yfirleitt ern eingöngu notaðar bringur í þennan rétt, en ég nota oft lærin líka. Nota má bæði gas- og kolagrill. Tandoori-kjúklingur 5 kjúklingbringur, minna ef lærin eru líka notuð V/i dós hrein jógúrt lega af kjúklingabitunum með eld- húspappír. Setjið þá á heita grind- ina og grillið í 10-15 mínútur á hvorri hlið. Færið grindina ofar eða minnkið hitann ef kjötið ætlar að brenna. Meðlæti: Soðin hrísgijón, græn- metissalat og indverskt brauð (Na- an). Sjá hér á eftir. Bera má karrí- sósu með. Naan. 10-12 stk. 1 sítróna 2 sm biti meðalsver engiferrót 2 hvítlauksgeirar eða 'h tsk hvítlauksduft 1 tsk. flórsykur 2 tsk. tandoorikarrí 1. Setjið jógúrt í skál, kreistið sítrónu og bætið 2 msk. af safanum út i. Afhýðið og rífið engiferrót, meijið hvítlauk. Setjið út í ásamt tandoorikarrí og flórsykri. Þeytið saman. 2. Skerið vöðvana frá beinum og takið haminn af. Skerið kjúklingabit- ana í 3-4 sm breið- ar ræmur langs- um. Þerrið með eldhúspappír og setjið út í jógúrt- löginn og látið þekja ræmurnar vel. Geymið í kæ- likáp í minnst 4( klst. 3. Hitið grillið og grindina. Setj- ið á miðrim á, kolagrilli en hafið meðalhita á gasgrilli. Penslið grind- ina með matarol- íu. Stijúkið laus- 500 g hveiti ‘Amsk. fínt þurrger 1 tsk. sykur l'Atsk. salt ‘Adl matarolía 1 egg 1 lítil dós hrein jógúrt snarpheitt vatn 50 g smjör 'h dl matarolía 1. Setjið hveiti, þurrger, sykur og salt í skál. Blandið saman jóg- úrt og svo miklu heitu vatni að blandan verði 2 'h dl. Hún á að vera fmgurvolg. Setjið saman við mjölblönduna ásamt matarolíu og eggi. Hrærið saman, leggið klút yfir skálina og látið lyfta sér á volgum stað í 40 mínútur eða leng- ur. 2. Takið deigið úr skálinni og skiptið því í 10-12 hluta. Mótið kúlu úr hverjum hluta, togið hana til svo að hún verði perulaga. Fletj- ið brauðin út þar til þau eru um 1/2 sm á þykkt. Þau eiga að vera perulaga. 3. Hitið grillið. Hafið mesta hita á gasgrilli en setjið grindina nálægt glóð á kolagrilli. Leggið brauðin á heita grindina og bakið á báðum hliðum þangað til brúnleitar blöðr- ur myndast. Ef brauðin blása út þarf að þrýsta á þau með hreinum klút eða spaða. 4. Bræðið smjörið og setjið matarolíu saman við. Penslið brauðin með blöndunni um leið og þið takið þau af grillinu. Stingið brauð- inu síðan strax í plastpoka. Setjið álpappír eða þykkan ' - ' .wrri/1 klút utan um til að þau haldist heit. v,v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.