Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Kaupfélag Eyfirðinga 110 ára Félagið sækir stíft fram á sviði sjávarútvegs Heildarkvóti KEA og dótturfyrir- tækja um 10.000 þorskígildistonn STJÓRN Kaupfélags Eyfirðinga hélt í gær hátíðarfund að Önguls- stöðum í Eyjafirði til að minnast þess að þá voru liðin 110 ár frá stofnun KEA. Á fundinum var m.a. ákveðið að veita hálfri miilj- ón króna í styrk til tónlistarmála. Björg Þórhallsdóttir söngkona hlaut 250.000 króna styrk, en hún heldur til söngnáms í Manc- hester á Englandi í haust og org- elsjóður Akureyrarkirkju hlaut sömu upphæð í styrk vegna kaupa á nýju orgeli í kirkjuna. Félagið sterkt eignalega og rekstrarlega Jóhannes Geir Sigurgeirsson stjórnarformaður KEA segir að staða félagsins sé sterk á þessum tímamótum, bæði eignalega og rekstrarlega. Hins vegar þurfi menn að halda vöku sinni og að- lagast breyttum tímum. „Rekstur KEA er mjög fjölbreyttur og sumt gengur vel og annað verr á hverj- um tíma. Það hefur verið stefna félagsins síðustu ár að fækka rekstrareiningum og einbeita sér frekar að þeim hlutum þar sem stærð og afl félagsins nýtist sem best. M.a. er búið að gjörbreyta verslunarrekstri félagsins á til- tölulega fáum árum.“ KEA hefur sótt stíft fram á sviði sjávarútvegs og félagið á nú hlut í slíkum fyrirtækjum í Ólafsvík, Þorlákshöfn og Stöðvar- firði en auk þess er KEA með umfangsmikinn rekstur á Dalvík og í Hrísey. Kvóti félagsins og dótturfyrirtækja þess á áður- nefndum stöðum er því orðinn um 10.000 þorskígildistonn. Selja þarf eignir á móti kaupum Jóhannes Geir segir að til þess að mæta þessum kaupum félags- ins þurfi að selja einhveijar eign- ir á móti, án þess að hann vildi ræða það mál frekar. Auk fjöl- margra dótturfyrirtækja KEÁ á félagið hlutabréf í 40 öðrum fyrir- tækjum og var bókfært nafnvirði hlutabréfanna í þeim tæpar 400 milljónir króna um sl. áramót. KEA á tæplega helmingshlut í Snæfellingi í Ólafsvík og er þar stærsti eignaraðilinn á móti Snæ- fellsbæ. Þar er verið að byggja upp eina öflugustu rækjuverk- smiðju landsins og fyrirtækið gerir út togarann Má, sem hefur m.a. aflað hráefnis fyrir vinnsl- una á Dalvík. Utgerðarfélag Dal- víkur, sem er í eigu KEA, gerir út togarana Björgvin og Björg- úlf. UD hefur ásamt Snæfellingi eignast togarann Snæfell, sem áður hét Ottó Wathne. Snæfell er á rækjuveiðum á Flæmska hattinum og er það skip sem er með hvað mesta veiðireynslu þar. í síldar- og loðnufrystingu Þá hefur KEA keypt meirihluta í Gunnarstindi á Stöðvarfirði og segir Jóhannes Geir að tilgangur- inn með þeim kaupum hafi verið að tengjast veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski. Þar verði unnið við frystingu á loðnu og síld, auk hefðbundinnar bolfiskvinnslu. Til að styrkja þann rekstur keypti Gunnarstindur nótaskipið Sig- hvat Bjarnason. Skipið er ekki með loðnu- eða síldarkvóta en önnur fyrirtæki tengd KEA hafa loðnu- og síldarkvóta. Loks hefur KEA keypt þriðj- ungshlut í Mel hf. í Þorlákshöfn, sem gerir út frystitogarann Sindra, sem m.a. er búinn full- kominni flakalínu. Sindri er ekki með veiðiheimildir í íslenskri lög- sögu en hefur verið að gera það gott á Reykjaneshrygg og fer síð- ar í Smuguna. Morgunblaðið/Kristján STJÓRN og varastjórn KEA, svo og tveir fulltrúar starfsmanna fóru hring inn Eyjafjörðinn í blíðunni í gær. Fyrsti viðkomustaðurinn var við Grund, þar sem félagið var stofnað fyrir 110 árum. Myndin var tekin framan við húsið þar sem Pöntunarfélag Eyfirðinga var stofnað. F.v. Magnús Gauti Gautason, kaupfélagstjóri, Guðbjörn Gíslason, Magnús Stefánsson, Jóhann- es Geir Sigurgeirsson, sljórnarformaður, fyrir aftan hann Hreinn Bernharðsson, Guðlaug Björnsdóttir, Stefán Vilhjálmsson, Guðný Sverrisdóttir, Þorsteinn Jónatansson, Úlfhildur Rögn- valdsdóttir, Sigurður Eiríksson og séra Pétur Þórarinsson. SÉRA Pétur Þórarinsson að ræða við Aðalsteinu Magnúsdótt- ur húsfreyju á Grund og Helgu sonardóttur hennar en Aðal- steina fræddi gestina um kirkjuna á Grund og sitthvað fleira. Magnús Sigurðsson, faðir Aðalsteinu byggði kirkjuna sem vígð var árið 1905. Kirkjan sem er glæsilegt mannvirki var aðeins eitt og hálft ár í byggingu. „Það er liðin tíð að stjórnvöld hlaupi upp til handa og fóta þó t.d. bolfiskvinnslan gangi illa og fari að hræra í gengi krónunnar. Því verða menn að standa að ijöl- breyttum rekstri því hver þáttur gengur oft misjafnlega,“ sagði Jóhannes Geir. Verslunarrekstur KEA hefur verið til endurskoðunar og eins og komið hefur fram hyggst fé- lagið hætta með rekstur Vöru- hússins í eigin nafni. Félagið hef- ur einnig leigt út rekstur mat- vöruverslunarinnar á Grenivík. Hins vegar hefur rekstur KEA NETTÓ gengið mjög vel svo og rekstur Byggingavörudeildar. Unnið er að stefnumótum varð- andi verslunarrekstur félagsins og segir Jóhannes Geir að innan fárra vikna verði farið yfir þá vinnu í stjóm KEA og ákvarðanir teknar um framhaldið. Hét upphaflega Pöntunarfélag Eyfirðinga Kaupfélag Eyfirðinga hét upp- haflega Pöntunarfélag Eyfirðinga en 19. júní 1886 komu nokkrir bændur í Eyjafirði saman að bænum Grund og stofnuðu félag- ið. Töluverð breyting var gerð á rekstrarforminu á fundi á Önguls- stöðum árið 1906 og félaginu breytt úr pöntunarfélagi í sölufé- lag. KEA er í dag í hópi stærstu fyrirtækja landsins og stendur fyrir fjölbreyttum atvinnurekstri í Eyjafirði og víðar. Á síðasta ári störfuðu að meðaltali tæplega 900 manns hjá félaginu og námu launagreiðslur rúmlega 1,1 millj- arði króna. Félagsmenn um ára- mót voru rúmlega 8.500 talsins. Hátíðar- dagskrá í Höfða MÝVETNINGAR héldu þjóðhátíð í Höfða 17. júní. Það voru Ung- mennafélagið Mývetningur og íþróttafélagið Eilífur sem sáu um samkomuhaldið. Safnast var saman við hliðið kl. 14 og gengið þaðan inn á samkomu- svæðið. í fararbroddi gekk Örvar Kristjánsson og lék á harmoniku. Sigfríður Steingrímsdóttir setti há- tíðarsamkomuna og var jafnframt kynnir. Hafdís Björnsdóttir fór með ávarp fjallkonunnar. Ræðu dagsins flutti Hólmfríður Guðmundsdóttir skólastjóri. Einnig var almennur söngur og síðast var farið í leiki, sem bæði ungir og eldri tóku þátt í. Veðrið var eins og best verður kosið, logn, sólskin af og til og hiti 15 stig. Höfðinn skartaði sínu fegursta skrúði. Fjölmenni var. Um kvöldið var útidansleikur á planinu við Hótel Reynihlíð. Sláttur hafínn í Eyjafirði SLÁTTUR er hafinn í Eyjafirði og er víðast hvar ágætisspretta. Ljósmyndari Morgunblaðsins hitti Jón Elvar Hjörleifsson bónda á Ytra Laugalandi þar sem hann var að snúa. Jón Elvar sagðist hafa byrjað slátt sl. mánudag, sem væri reyndar í fyrra falli og hann hafi þegar slegið um 6 hektara. Edda Borgí Deiglunni EDDA Borg ásamt hljómsveit sinni kemur fram á djasskvöldi í Deiglunni á Akureyri í kvöld, fimmtudagskvöldið 20. iúní, um kl. 22. Edda hefur að undanförnu sungið djass í dúói með Hilm- ari Jenssyni gítarleikara og í tríói með Birni Thoroddsen og Bjarna Sveinbjörnssyni og með hljómsveit sinni, en hana skipa að þessu sinni Kjartan Valde- marsson á píanó, Bjarni Svein- björnsson á kontrabassa, Pétur Grétarsson, trommur, og Sig- urður Flosason á saxófón. Dagskráin samanstendur af nokkrum helstu perlum djass- ins ásamt nýrri lögum í útsetn- ingu Eddu og félaga. Þetta eru næstsíðustu tónleikar Eddu í bili, en hún er á förum til Bandaríkjanna þar sem hún sinnir tónlist um hríð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.