Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ1996 43 FRÉTTIR Efni um Tæland fyrir tvítyngd börn SENDIRÁÐ Tælands í Kaupmanna- höfn afhenti nýlega Miðstöð nýbúa safn bóka og myndbanda með sögu og fræðsluefni, lestrar- og vinnubók- um, landakortum og fleira efni á tælensku. Við Miðstöð nýbúa (rekin af ÍTR) eru m.a. starfræktir leshópar fyrir erlend og tvítyngd böm (börn sem alast upp við tvö tungumál). Um er að ræða fimm mismunandi tungu- málahópa eins og er og eru tælensk- mælandi börn í einum af þessum hópum. Leshóparnir eru tilboð til þess að hjálpa börnunum að viðhalda sínu móðutmáli og halda áfram að læra um mismunandi siði og menningu gamla heimalandsins. Leiðbeinendur leshópanna eru kennaramenntaðir einstaklingar frá sínu heimalandi og er leiðbeinandi tælensku barnanna Andrea Sompit Siengboon. Morgunblaðið/Sverrir FRÁ afhendingu bókanna og myndanna. F.v.: Andrea Soinpit Siengbo- on, Kjartan Borg, ræðismaður Tælands , Kristín Njálsdóttir, forstöðu- maður Miðstöðvar nýbúa, Rangsan Phaholyothin, sendiherra Tælands með aðsetur í Danmörku og Suthavinee Phaholyothin sendiherrafrú. Stærsta auglýsingaskiltið STÆRSTA auglýsingaskilti, sem gert hefur verið hérlendis, var komið fyrir á framhlið Tunglsins við Lækjargötu að morgni mánudagsins 17. júní. Skiltið er 128 fermetrar að stærð og uppsetning þess er vegna frumsýningar kvikmynd- arinnar „The Rock“ í Sambíóun- um 25. júní nk. Hönnuður var Ragnar Óskarsson en málari var Ásgeir Ilannes Eiríksson. Uppsetning var í höndum Ólafs Sæmundssonar. Surnar- starf Svifflug- félagsins SUMARSTARF Svifflugfélags ís- lands er hafið á Sandskeiði við Blá- fjallaafleggjarann. „Á Sandskeiði er vettvangur fé- lagsmanna til að stunda íþrótt sína en auk þess er þar starfræktur flug- skóli og boðið er upp á kynningar- og útsýnisflug. Svæðið er opið alla virka daga fram í september frá kl. 19 og um helgar frá kl. 13, nema veður hamli flugi," segir í fréttatilkynningu félagsins. Á sl. ári bættist ný kennslusvif- fluga í flugflota félagsins af gerð- inni ASK-21. Hægt er að bæta við nokkrum nýjum nemendum í sum- ar. Þann 10. ágúst verða 60 ár liðin frá stofnun Svifflugfélags íslands sem er þar með einn af elstu starf- andi svifflugklúbbum í heiminum. Frumkvöðull að stofnun félagsins árið 1936 var Agnar Kofoed-Han- sen. Ætlunin er að minnast þessara tímamóta síðar á sumrinu. FRÁ göngu stúdenta MR við opnun sögusýningar 2. júní. Ljósmynd/Gunnar Vigfússon Sögusýning opin áfram MIKIL aðsókn hefur verið að sögusýningu í til- efni af 150 ára afmæli Menntaskólans í Reykja- vík og sýningin mælst vel fyrir. Hefur nú verið ákveðið vegna fjölda áskorana að sögusýningin verði opin áfram fimmtudaginn 20. júní kl. 15-17, laugardaginn 22. júní og sunnu- daginn 23. júní kl. 14-17. Nordatlantex ’96 Tvö silfur til Hafnarfjarðar Hrísey. Morgunblaðið. FÆREYINGAR héldu nýlega frí- merkjasýninguna Nordatlantex 96 þar sem um sextíu söfn voru sýnd. Þetta var sýning með nor- rænni þátttöku auk þess sem þátt- takendur voru frá Bretlandi. Átta söfn voru sýnd frá fs- landi. Hæstu verðlaun þeirra hlaut safn Jóns Aðalsteins Jónssonar, „Danmörk, tvílit frímkeri frá 1870-1905“. Hlaut það Vermeil, eða gyllt silfur ásamt heiðursver- launum. í stigagjöf fékk það 79 stig. Næst var safn Jóns Egilsson- ar, sem hlaut 67 stig og þar með stórt silfur. Safn Jóns heitir „Hafnarfjörður“ og er grenndar- safn eða póstsögusafn bæjarins. Þriðja safnið í röðinni var svo safn Fanneyjar Kristbjarnardóttur, en hún býr einnig í Hafnarfirði. Það fékk 68 stig og silfur. Þetta safn nefnist „Konur og íslensk frí- merki“, var það sýnt í opnum flokki. Þá sýndi Garðar Jóhann Guð- mundsson þijú söfn, öll í opnum flokki. Þau voru: „Fólk og fleira fólk“, sem fékk 59 stig og brons. „Ungveijaland 1939—1946“, sem fékk 59 stig og brons. Einnig Ungveijaland 1871—1920“, sem fékk 52 stig og brons. Ennfremur sýndi Gunnar Garð- arsson tvö söfn í opnum flokki sem hvort um sig fékk 53 stig. Það voru „Fuglar á korturn" og „Dýr á WWF umslögum". Þannig var ísland vel kynnt með söfnum, sem þó snertu ekki öll landið nema gegnum eigendur sína. Hinsvegar mættu fáir Islend- ingar, nema starfsfólk Frímerkja- sölunnar og Don Brandt, sem núorðið verður eiginlega að teljast Islendingur, eftir bækurnar sem hann hefír skrifað um Island og vegna búsetu sinnar hér. Fréttamaður spurði viðmæl- anda hvernig aðsókn hefði verið og var upplýst að hún hefði verið með ágætum, gestir hefðu skipt þúsundum. Almennt hefðu gestir verið ánægðir með efnið. Færeyska Póststjórnin gaf út blokk af tilefni sýningarinnar. Var áður látin fara fram samkeppni meðal bama um myndefni frí- merkjanna. 1 samkeppnina bárust yfir þijú þúsund teikningar, sem valið var úr í bæði efni hinna ein- stöku frímerkja og í bakgrunninn á blokkinni sem út var gefin með þremur frímerkjum. Þótti sam- keppnin takast vel og blokkin fal- leg. Nætur- ganga á sumarsól- stöðum í TILEFNI af því að í nótt, 21. júní, eru sumarsólstöður kl. 2.24, stendur Hafnargöngu- hópurinn fyrir næturgöngu. Gangan hefst í kvöld kl. 23.04 við Nesti í Fossvogi. Gengið verður samfellt með ströndinni vestur á Seltjarnar- nes og niður á Reykjavíkur- höfn. Síðan um Skildinganes- mela og Öskjuhlíð að Nesti. Göngunni lýkur milli kl. 7 og 8 við Nesti. Á leiðinni verður kveikt lítið fjörubál kl. 1.30, sólstöðumín- útunnar minnst kl. 2.24 og horft á sólarupprás. Þá verður einnig fylgst með sjávarfalls- breytingum, en háfjara er kl. 3.32. Kaffiveitingar verða í boði árla morguns og gefinn verður kostur á stuttri sjóferð ef sjó- veður leyfir. Allir velkomnir. „Sumar á Selfossi" FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN „Sumar á Seifossi" verður haldin dagana 20.-23. júní á Selfossi. Um er að ræða sam- starsfverkefni fyrirtækja og einstaklinga á Selfossi og er markmið aðila að vekja at- hygli á Selfossi og því sem Selfoss hefur að bjóða. Alla dagana verða verslanir og veitingahús með „Sumar“ tilboð, bíla- og búvélasýning verður á planinu við Hótel Sel- foss. Á föstudagskvöld verður harmonikuball í tjaldinu í Tryggvagarði þar setn_ Steini spil leikur fyrir dansi. Á laug- ardagsmorgun bjóða fyrirtæki í bænum í morgunkaffi í Tryggvagarði. Eftir hádegi á laugardag verður tjaldmark- aður í Tryggvagarði, götuleik- hús verður á ferð um bæinn, leiktæki fyri börn verða á ýms- um stöðum í bænum o.fl. o.fl. Þá verður frítt í sund á laugar- dag og sunnudag og allan tím- ann verður frítt á tjaldsvæðin. Flugdagur verður á Selfoss- flugvelli á laugardag meðal dagskráratriða þar má nefna listflug bæði á listflugvélum og svifflugum, þyrla gæslunn- ar verður á staðnum, boðið verður upp á útsýnisflug o.fl. Fimmti árgangur af Gesti kominn út FIMMTI árgangur af Gesti er kominn út. Gestur 1996 er áfram- hald af fyrri útgáfum með kynn- ingu á íslandi í máli og myndum og skiptist í 8 kafla sem fjalla um fólk, náttúruna, list, gamalt mætir nýju, nýjar matarvenjur, ævintýraupplifun, þéttbýli/strjál- býli og viðskipti. Áð auki er sér kafli í bókinni sem fjallar um þá þjónustu sem ferðamanninum býðst hér á landi s.s. veitingahús, verslanir, söfn, sundstaðir, kynn- isferðir o.s.frv. Bókin er 208 bls. prentuð á glanspappír með harðri kápu. Gestur 1996 liggur frami á flest öllum hótel- og gistiher- bergjum á íslandi. Upplag er 4200 eintök. Meðal efnis Gestsins 1996 eru greinar um forseta Islands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, Kristján Jóhannsson, óperusöngvara, Björk, íslenska hestsinn, íslensk- an sjávarútveg, íslensku óperuna, Sinfóníuhljómsveit íslands, ís- lenska mynd- og leirlistamenn og Árnastofnun svo eitthvað sé nefnt. Meðal greinahöfunda eru Sig- urður A. Magnússon, Sigmar B. Hauksson, Róbert Mellk, Michael Kissane, Magnús Guðmundsson, Hugi Ólafsson, dr. Gunni og fleiri. Þeir sem ljá Gestinum 1996 ljósmyndir sínar eru helst: Björn Rúriksson, Rafn Hafnfjörð, Jim Smart, Nýjar víddir (Hörður Daníelsson) og Gúnnar Vigfús- son. Utlit og hönnun annaðist Baldvin Þór Baldvinsson. Prent- un, filmuvinnsla og umbrot var unnið af Prentmet ehf. Ritstjóri Gestsins 1996 er Róbert Mellk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.