Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 39 Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liða tíð, Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Nú er hann Gulli okkar farinn yfir móðuna miklu eftir langa og erfiða _ baráttu við banvænan sjúk- dóm. Á hinstu kveðjustund hrannast hugljúfar minningar upp í huganum. Eg minnist hans sem smábarns, þeg- ar við áttum heima í húsi foreldra minna, ömmu hans og afa vestur í Sörlaskjólinu og oft passaði ég hann eftir að hann fluttist með foreldrum sínum í Kópavog. Ég minnist líka ótal samveru- stunda síðar, ekki hvað síst á ferða- lögum um byggðir og óbyggðir. Þær gleymast áreiðanlega seint ferðirnar okkar dýrðlegu á Snæfellsjökul og svo er um margar ótaldar samveru- stundir okkar. Við áttum mörg sameiginleg áhugamál, mörgum kvöldunum og helgunum eyddum við saman á verk- stæðinu hjá föður hans við að dytta að bílunum okkar og ræða ýmis atr- iði varðandi bíla og fleira. Mér fannst hann alltaf vera eitthvað meira en náinn frændi, hann var einlægur vin- ur og félagi, góður drengur í hví- vetna. Síðasta eitt og hálft ár var honum erfið píslarganga í baráttunni við sjúkdóminn, en hann barðist af ótrú- legu æðruleysi og sálarþreki. Hann naut í þeirri baráttu frábærrar um- hyggju foreldra sinna, dugnaður þeirra við að létta honum stríðið var aðdáunarverður. Síðast í lok apríl í vor gerðu þau, ásamt vinum hans, ráðstafanir til að koma honum fár- sjúkum upp á Eyjafjallajökul, en óbyggðaferðir voru alla tíð hans líf og yndi. Að leiðarlokum þökkum við Unnur honum vinfestuina og ljúfmennskuna í okkar garð og barna okkar. Elsku Sigga, Diddi og fjölskylda. Megi góð- ur guð veita ykkur styrk í sorginni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guði þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Jón Bjarni og Unnur. Ó, Jesú bróðir bezti og bamavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mig styrk í striði nauða, æ, styrk þú mig í dauða. Þitt lífsins ljósið bjarta þá ljómi’ í mínu hjarta. (P. Jónsson) Hvíl í friði, elsku frændi. Bjarni, Eva Dögg og Ellen Björg. Kæri Gulli. Nú ert þú farinn í iangt ferðalag og langar okkur, félaga þína að óska þér góðrar ferðar og velgengni. Við efumst ekki um að þú eigir eftir að koma víða við. Þú varst viss um að hér yrði ekki staðar numið. Örugg- lega munt þú fylgjast með okkur í LAUGAVEGS APÓTEK Laugavegi 16 HOLTS APÓTEK Álfheimum 74 eru opin til kl. 22 —ífc— Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Laugavegs Apótek framtíðinni þegar við klöngrumst upp um fjöll og firnindi og glotta að aðförum okkar. Þú manst hvað það var stundum erfitt að vera sammála um hvaða leið lægi á toppinn en okkur tókst það nú alltaf samt, ekki satt? Þú varst ómissandi í ferðir. Hefðir þú ekki komið með haustið ’93 værum við enn að rökræða hvaða leið væri best að fara þegar við fórum í okkar fyrstu ferð saman undir nafni Jöklasnyrtihópsins. Manstu fimmtudagskvöldin þegar við hittumst og skipulögðum helg- arnar? Alltaf var nóg af hugmyndum, ýmist ferðalög upp í fjöll eða skoða menningarlíf borgarinnar. Mikið fannst þér gaman að því þegar þinn jeppi dreif betur og var miklu mýkri en nýrri bílar flotans. Svo ekki sé minnst á þau skipti er þú ókst fram úr Gumma sem sat fastur í 'krapa og þú spurðir hann í talstöðinni hvort ætti ekki að rétta honum spottann. Ef þú hefðir ekki verið svona þolin- móður við þær Andreu, Bryndísi og Hildi þegar þær spurðu þig út í loft- kerfi, bremsur og millikassa í rútum þá hefðu þær ekki náð meiraprófinu. Þolinmæði þín og góð ráð voru alltaf vel þegin og oftast vildu sam- tölin dragast á langinn. Ógleyman- legar voru allar árshátíðirnar sem við vorum saman á þar sem þú sner- ir stúlkunum svo laglega í hringi þannig að þær urðu ringlaðar. Áttu þær fullt í fangi með að fylgja þér eftir í dansi. Lengi getum við haldið áfram að rifja upp skemmtileg og eftirminnileg atvik því af þeim eigum við nóg. Elsku Gulli að síðustu sendum við þér þetta ljóð: Mér dylst að vísu þín veröld á bak við hel, en vænti þess samt, og fer þar að prestsins orðum, að þú megir yfirleitt una hlut þínum vel, þvi okkar megin gengur nú flot úr skorðum. Og hér eru margir horfnir frá þeirri trú, að heimurinn megi framar skaplegur gerast og sé honum stjómað þaðan, sem þú ert nú, mér þætti rétt að þú létir þau tíðindi berast. (Tómas Guðm.) Fjölskyldu þinni sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Jöklasnyrtihópurinn. 0 Fleiri minningargreinar um Gunnlaug Sigurbjörnsson bíða birtingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR, Skeiðarvogi 75, sem andaðist 6. júní, verður jarðsungin frá Dömkirkjuni föstudaginn 21. júní kl. 15.00. Hildur Steingrímsdóttir, Jakob Steingrímsson, Karen Þorvaldsdóttir, Hulda Jakobsdóttir, Anna Margrét Jakobsdóttir. t Minningarathöfn um föður minn, afa og bróður okkar, STEINÞÓR JAKOBSSON skíðakennara, verður haldin í ísafjarðarkirkju laugar- daginn 22. júní kl. 11.00. Arnar Steinþórsson, Sunna Arnarsdóttir, Konráð, Erna, Ásta og Jakobína. A GOÐU VERÐI m ALLT AO M MANAOA LEGSTEINAR 10% staðgreiðslu afsláttur Stuttur afgreiðslufrestur Frágangur á legsteinum í kirkjugarð á góðu verði Granít HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 t Faðir minn, tengdafaðir og bróðir okkar, ÆVAR GUNNARSSON, er lést á gjörgæsludeild Landspítalans 9. júní, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaginn 21. júní kl. 13.30. Guðmundur Ævarsson, Hildur Gunnarsdóttir, Gunnar Þ. Gunnarsson, Sverrir Gunnarsson, Þorgerður Gunnarsdóttir. t Innilegar þakkir viljum við færa öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HJÖRLEIFS EINARS FRIÐLEIFSSONAR, Funafold 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til fyrrum vinnufélaga og þeirra, sem önnuðust hann af alúð í Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Sigríður Helga Árnadóttir, Árni Hjörleifsson, Stella Hjörleifsdóttir, Árni Jóhannesson, Sveinn Erlendur Hjörleifsson, Hinrik Arnar Hjörleifsson, Sigriður Ósk Reynaldsdóttir, Hjörleifur Einar Hjörleifsson, Unnur Guðfinna Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, INGIMARS JÓNS ÞORKELSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæsludeildar Landspítalans fyrir fráþæra umönnun, einstaka góðvild og hlýju. Ósk Óskarsdóttir, Óskar Ingimarsson, Una Þóra Ingimarsdóttir, Þór Engilbertsson, Þorkell Ingi Ingimarsson, Sigrún Inga Hansen, Hafdís Elva Ingimarsdóttir, Guðmundur Rúnar Guðmundsson. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR HELGASONAR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, er lést 9. júní. Helgi Sigurðsson, Stefanía Sigmarsdóttir, Sigrún Erla Sigurðardóttir, Haukur Ármannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Verslun okkar verður lokuð í dag frá kl. 13-16 vegna jarðarfarar GUNNLAUGS SIGURBJÖRNSSONAR. Bflasmiðurinn, Bfldshöfða 16. Lokað Vegna útfarar KRISTÍNAR FRIÐRIKSDÓTTUR verða skrifstofur eftirtalinna félaga lokaðar frá kl. 13.00 í dag: Farmanna- og fiskimannasamband íslands, Lífeyrissjóðurinn Hlíf, Sjómannasamband íslands, Skipstjórafélag íslands, Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan, Stýrimannafélag íslands, Vélstjórafélag íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.