Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Skólaakstur fyrir 20,3 milljónir Á FUNDI Skólamálaráðs Reykjavíkur 10. júní síðastlið- inn var samþykkt að mæla með tillögu Innkaupastofnunar um að gengið verði að tilboði Hóp- ferðamiðstöðvarinnar efh. vegna skólaaksturs. Tiiboð Hópferðamiðstöðvar- innar var næst lægsta tilboðið sem barst og hljóðaði upp á rúmlega 20,3 milljónir króna. Kostnaðaráætlun verkkaupa var rúmlega 24,5 milljónir króna. Lægsta tilboðið var frá Létt- feta ehf., rúmlega 14 milljónir, en ekki þótti nægjanlega vel gerð grein fyrir því hvernig forráðamenn fyrirtækisins hygðust leysa verkefnið fjár- hagslega og með hvaða bílum. Undirbún- ingur Sunda- brautar hafinn í SAMSTARFI Vegagerðar og borgarverkfræðings er hafinn undirbúningur Sundabrautar frá Sæbraut yfir Kleppsvík, Gufunes og Geldinganes. Á þessu ári verður lögð áhersla á rannsóknir og hönn- unarverkefni vegna fram- kvæmdanna, s.s. lífríkisathug- anir í sjó, áhrif mannvirkja á hafstrauma og sjávarföll og jarðtæknilega forsögn mann- virkjagerðar yfir Kleppsvík. Hafin verður frumhönnun gat- namóta við Sæbraut og veg- tengingar yfir Kleppsvík og veglína yfir Gufunes og Geld- inganes staðsett. Stefnt er að því að verja um 14 milljónum króna til verksins á þessu ári. Undirbúningur miðast við að framkvæmdir geti hafíst árið 1999 og veg- tenging yfir Kleppsvík verði komin árið 2002, ef fjárveiting- ar fást og engir óvæntir tækni- örðugleikar standa í veginum. 80 umsóknir um styrki Á fundi Atvinnumálanefndar Reykjvíkur 6. júní sl. var fjallað um umsóknir um styrki til verk- efna sem stuðla að nýsköpun, þróun, hagræðingu, markaðs- setningu og uppbyggingu í at- vinnulífi Reykjavíkurborgar. Atvinnumálanefnd hafði til ráðstöfunar fimm milljónir króna. Tæplega 80 umsóknir bárust og samþykkti nefndin styrkveitingar til tuttugu aðila, sem samþykktar voru í Borgar- ráði. Riðuveikt fé urðað ALLT kjöt af riðuveiku fé er urðað hér á landi, og kemur aldrei á borð neytenda. Erlendis hefur ótta orðið vart meðal almennings vegna sölu á riðuveiku sauðfé og nautgripum, og í vikunni var sala á öilum afurðum riðu- sauðfjár bönnuð í Frakklandi. Engin ástæða er þó fyrir ís- lendinga að óttast, því allt sauðfé af bæjum þar sem riðu hefur orðið vart er urðað, skv. upplýsingum frá landbúnaðar- ráðuneytinu. FRÉTTIR Þjóðvaki birtir reikninga vegna kosningabaráttunnar Á LANDSFUNDI Þjóðvaka sem nýlega var haldinn voru birtir endurskoðaðir reikningar Þjóðvaka vegna kosningabaráttunnar 1995 og ná reikningsskilin frá 20. nóvember þeg- ar Þjóðvaki hóf kosningabaráttuna^ til 4. júní sl. þegar uppgjör átti sér stað. Útgjöld tímabilsins umfram tekjur námu samtals 3.416.277 krónum og í skýrslu stjórnar með reikningunum kemur fram að þingflokkur Þjóðvaka hefur yfírtekið allar eignir og skuldir vegna kosningabaráttunnar og skuldar því flokkurinn þingflokknum áður- greinda upphæð. Löggiltir endurskoðendur hf. endurskoð- uðu reikningsskil Þjóðvaka vegna kosninga- baráttunnar 1995 og í áritun endurskoðenda með reikningsskilunum segir að þau gefi glögga mynd af afkomu flokksins vegna kosningabaráttu á árinu 1995 og efnahags hans 4. júní 1996 í samræmi við lög, sam- þykktir félagsins og góða reikningsskila- venju. Mikilvægt að fjármál flokkanna séu sýnileg Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóð- vaka, sagði í samtali við Morgunblaðið að henni væri ekki kunnugt um að stjórnmála- flokkar hefðu áður birt opinberlega reikn- ingsskil vegna kosningabaráttu. Hún sagði það hafa verið baráttumál Þjóðvaka og vera í stefnuskrá flokksins að stjórnmálaflokk- arnir eigi að sýna reikninga sína og fjárreið- ur opinberlega, og þessu hafi verið fylgt eftir strax á fyrsta þingi með því að leggja fram frumvarp um starfsemi og fjárreiður stjórnmálaflokkanna. í frumvarpinu kemur m.a. fram að auk þess að vera bókhaldsskyld beri stjórnmála- samtökum að skila skattframtali, og að Þingflokkur Þjóðvaka: Rekstrarreikningur 20.11.1994-4.6.1996 TEKJUR Útgáfustyrkur kr. 10.425.329 Framlög 2.838.105 Happadrætti 303.100 Sala merkja 259.500 Tekiur samtals: 13.826.034 ÚTGJÖLD Auglýsingar kr. 5.838.526 Annar markaðskostnaður 1.289.685 Pappír, prentun og ritföng 1.377.757 Aðkeypt vinna 2.265.165 Fundakostnaður 800.555 Húsnæðiskostnaður 836.938 Húsbúnaður 250.838 Styrkur til kjördæma 1.289.0900 Styrkur til blaðaútgáfu 200.000 Póstur og sími 748.141 Fjölmiðlaúrklippur 171.000 Aðkeyptur akstur 128.065 Vaxtagjöld, lántöku- og stimpilgjöld 2.025.606 Aðkeyptur akstur og annar kostnaður 21.035 Útgjöld samtals: 17.242.311 ÚTGJÖLD UMFRAM TEKJUR 1 3.416.277 reikningar þeirra skuli endurskoðaðir árlega af löggiltum endurskoðanda og þeir birtir opinberlega. Stjórnmála- samtökum sé heimilt að taka við ijárframlagi eða ígildi þess frá einstökum aðilum, einstaklingum eða fyrirtækj- um, þó þannig að fari framlag yfir 300 þúsund krónur á hveiju reikningsári skuli birta nafn styrktaraðila samhliða birtingu ársreikninga. Þá skuli settar samræmdar reglur um óbeina styrki frá opinberum stofn- unum og fyrirtækjum til stjórnmálasamtaka í tengslum við kosningar. „Við teljum að það sé mjög mikilvægt að fjármál stjórnmálaflokkanna séu sýnileg þannig að komið sé í veg fyrir tortryggni um fjárreiður þeirra. Við höfum líka viljað skoða ýmis önnur atriði en fram koma beint í frumvarpinu, til dæmis varðandi auglýsing- ar í kosningabaráttu og auglýsingar í próf- kjörum. Við teljum að það hafi verið mikil tregða hjá stjórnmálaflokkunum bæði að leggja fram opinberlega reikninga sína og ekki síður að stuðla að löggjöf sem skyldi stjórnmálaflokkana til að gera slíkt,“ sagði Jóhanna. Frumvarpið lagt fram á ný næsta haust Hún sagði að þótt það kæmi ekki fram í áðurnefndu frumvarpi þá vildi Þjóðvaki skoða það hvort aðskilja eigi með öllu reikn- inga stjórnmálaflokkanna í kosningum og síðan í flokksstarfinu. Einnig hvort setja eigi reglur um prófkjör að meðtöldum fjár- hagslegum ramma þeirra, hvort takmarka eigi umfang auglýsinga í kosningabaráttu, hvort setja eigi reglur um birtingu skoðan- akannana rétt fyrir kjördag og hvort þing- menn eigi að leggja frma lista yfir öll störf og þátttöku í nefndum utan þings. Sagði Jóhanna að frumvarp Þjóðvaka um starfsemi og fjárreiður stjórnmálaflokkanna yrði lagt fram á nýjan leik í haust og þá hugsanlega endurskoðað með ofangreind atriði í huga. Morgunblaðið/RAX Urskurður Samkeppnisráðs felldur úr gildi ÁFRÝJUNARNEFND sam- keppnismála hefur úrskurðað að rekstur Grindavíkurbæjar á tjald- stæði fari ekki yfir þau mörk sem eðlileg umsvif sveitarfélagsins út- heimta. Þar með fellur úr gildi ákvörðun Samkeppnisráðs frá 21. mars sl., þar sem Grindavíkurbæ er gert að aðskilja rekstur tjald- stæðisins frá öðrum rekstri sveit- arfélagsins. Erlingur R. Hannesson sem rek- ur tjaldstæðið Stekk í Reykja- nesbæ kvartaði yfir því í bréfí til Samkeppnisstofnunar í júlí 1995 að Grindavíkurbær auglýsti ókeypis afnot af tjaldstæðum bæj- arins. Stofnunin benti Grindavík- urbæ á að rekstur tjaldstæðisins væri í samkeppni við einkarekstur og mælti í mars sl. fyrir um að rekstur tjaldstæðisins skyldi fjár- hagslega aðskilinn öðrum rekstri sveitarfélagsins fyrir 1. júní 1996. í kjölfar þessa áfrýjaði Grinda- víkurbær málinu tií Áfrýjunar- nefndar samkeppnismála. I niður- stöðu nefndarinnar kemur m.a. fram að mörg sveitarfélög hafí Iit- ið á það sem hlutverk sitt að koma upp og reka tjaldstæði til afnota fyrir ferðamenn. Nefndin lítur svo á að lágmarksstarfsemi, svo sem hér um ræðir, geti fallið undir þau verkefni sem sveitarfélögum er skylt að annast og kosta má með almennum sjóðum þeirra. Af þeim sökum skorti Iagagrundvöll fyrir ákvörðun Samkeppnisráðs, og því beri að fella hana úr gildi. Island á fyrsta einkamerkinu FYRSTA einkamerkið á bifreið var afhent hjá Bifreiðaskoðun íslands hf. í gær, en frá og með þeim degi er heimilt að nota sérstök skrán- ingarmerki á bifreiðir og bifhjól, svokölluð einkamerki, sem koma i stað almennra skráningarmerkja. Það var Árni Johnsen alþingis- maður sem tók við fyrsta einka- merkinu, sem er ÍSLAND. Bif- reiðaskoðun íslands hf. úthlutar einkamerkjunum og við úthlutun þeirra er farið eftir röð, þannig að sá sem fyrstur sækir skriflega um ákveðna áletrun hlýtur réttinn til að nota hana. Áletrun á einka- merki er 2-6 bókstafir og/eða tölu- stafir að vali eiganda ökutækisins. Skila þarf umsóknum um einka- merki til Bifreiðaskoðunar á um- sóknareyðublöðum sem þar fást og um leið þarf að greiða fyrir þau samtals 28.750 krónur. Af þeirri upphæð eru 25.000 krónur fyrir afnotaréttinn og rennur sú upphæð til Umferðarráðs, og 3.750 krónur fyrir parið af skrán- ingarmerkjum. Mjólkuriðn- aðurinn afli sér útflutn- ingsmarkaða ÞÓRARINN E. Sveinsson samlags- stjóri Mjólkursamlags Kaupfélags Eyfírðinga telur að auka eigi mjólk- urkvóta um fímm milljónir lítra 'á ári næstu þijú ár og leggja jafn- framt mjólkuriðnaðinum þá skyldu á herðar að afla sér útflutnings- markaða. Mjólkuriðnaðurinn hafi eingöngu verið að framleiða fyrir innanlandsmarkað síðustu ár. „Við höfum ekki haft neitt svigrúm til að kanna möguleika á útflutningi á okkar framleiðsluvörum, en á sama tíma er verið að flytja inn töluvert magn af mjólkurvörum," sagði Þórarinn. Besta leiðin til að auka hagkvæmni í rekstri væri að auka mjólkurmagnið og gefa af- urðastöðvunum tækifæri á að reyna fyrir sér með útflutning. Þetta kom fram á fundi um fram- tíð mjólkuriðnaðarins sem samlagið stóð að í vikunni. Þar sagði Guð- björn Árnason framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda að mjólkurframleiðendum hefði fækk- að um 930 á síðustu 15 árum en framleiðsla á hvert bú aukist um- talsvert. Framleiðendur voru í lok síðasta árs 1.332 samtals og sam- kvæmt spá sem byggð er á reynslu liðinna ára má ætla að mjólkur- framleiðendur í landinu verði um 800 talsins árið 2015. Salan hefur aukist um 4% Ari Teitsson formaður Bænda- samtaka íslands flutti erindi á fundinum og sagði m.a. að sala á mjólk hefði aukist, hún væri 4% meiri í maf síðastliðnum en á sama tíma í fyrra. Hann nefndi að fyrir lægi tillaga um að auka mjólkur- kvóta á næsta verðlagsári upp f 102 milljónir lítra eða um eina milljón lítra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.