Morgunblaðið - 20.06.1996, Side 35

Morgunblaðið - 20.06.1996, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 35 FRÉTTIR Krafa BSRB að dagvinna dugi til framfærslu „í TILEFNI yfirlýsinga forsætisráð- herra í hátíðarræðu 17. júní um nauðsyn þess að hækka dagvinnulaun og stytta vinnutíma benda stjðrn og formenn aðildarfélaga BSRB á að um langt skeið hefur það verið krafa sam- takanna að dagvinnan dugi til fram- færslu," segir í frétt frá BSRB. Jafnframt segir: „BSRB minnir forsætisráðherra á að kjarasamning- ar eru lausir innan hálfs árs. Stærsti atvinnurekandi á íslandi er ríkið og þess vegna að verulega leyti komið undir vilja stjórnvalda hvemig samið er um kaup og kjör við launafólk. Mikil ábyrgð hvílir því hjá atvinnu- rekendum hvort sem er á almennum markaði, hjá ríki eða sveitarfélögum þegar gengið verður til næstu kjara- samninga. Á undanförnum árum hafa atvinnurekendur, þar á meðal ríkisvaldið, sýnt mikla óbilgimi gagnvart kröfum launafólks og er það fagnaðarefni ef afstaða forsætis- ráðherra nú boðar sinnaskipti." -----♦ ♦ ♦ Hótelbók fyrir ferðamenn dreift á hótel og gistiheimili KOMIN er út hótelbók er nefnist „Dear Visitor ’96“ og er henni dreift á hótel- og gistiherbergi víða um land. Samkvæmt fréttatilkynningu er upplagið 3.300 eintök og hafa ýmis fyrirtæki og stofnanir tryggt sér bókina. Útgefandi er Miðlun ehf. og ritstjóri er Helgi Steingrímsson. Bók- in er á ensku og er 256 síður með 350 myndum. Stiklað er á stóra um land og þjóð og fjailað í stuttu máli um ýmislegt áhugavert fyrir ferða- menn. Þegar sumarhótelin loka í haust, er heilum bókum safnað sam- an og SAS, Atlanta og Flugleiðir sjá um að dreifa þeim erlendis. Einnig sér Ferðaskrifstofa íslands um dreif- ingu, t.d. hvað varðar ferðakaup- stefnuna Vestnorden á Akureyri í september. ♦ ♦ ♦----- Yaldimars hátíð í Stóra-Núps- kirkju 23. JÚNÍ kl. 21 verður stund til að viðhalda minningunni um sr. Valdi- mar Briem. Sr. Valdimar þjónaði Stóra-Núps- prestakalli frá 1880 til 1918 eða 38 ár. Sr. Valdimar skilur eftir sig fjölda sálma og hefur þvi haft ómæld áhrif á sálmasöng kirkjunnar. Það er vert að halda minningu sr. Valdimars við og enn lifa Gnúpverjar sem muna sr. Valdimar. Hr. Sigurbjörn Einars- son biskup mun flytja okkur erindi um sr. Valdimar. Söngfélag Stóra- Núpskirkju mun syngja nokkra sálma Valdimars. Eins munu við- staddir taka undir einn eða tvo og eiga saman helga stund. -----♦ ♦ ♦----- Ferð til Perú KÍNAKLÚBBUR Unnar, sem hefur sérhæft sig í ferðum til Kína, bregð- ur út af vana sínum öðru hvoru með því að fara annað. Unnur Guðjónsdóttir, sem er ný- komin frá Kína, hefur útbúið ferð til Perú á hausti komandi, 21. nóv- ember til 15. desember. í tvær vikur verður ferðast um landið í flugvélum, bílum og lest en þriðju vikuna verður hópurinn staðsettur í Lima. Áætlað er að fara með fámennan hóp far- þega, 10-14 manns. Föstudaginn 21. janúar mun Unn- ur kynna Perúferðina á heimili sínu, Reykjahlíð 12, kl. 17.30. BRIDS Umsjón Arnór G. Ra jjnarsson 18 pör í sumarbrids Föstudaginn 14. júní mættu 18 pör til leiks á sumarbrids 1996 og spiluðu tölvureiknaðan Mitehell-tví- menning með forgefnum spilum. Meðalskor var 270 og efstu pör urðu: NS Sigfús Þórðarson - Gunnar Þórðarson 254 Jón Þór Karlsson - Sigurður Ámundason 239 Eggert Bergsson - Guðbjörn Þórðarson 237 Guðlaugur Sveinss. - Siguijón Tryggvas. 237 AV Vilhjáimur Siprðss. - Þráinn Sigurðsson 246 Helgi Bogason - Guðjón Bragason 241 María Ásmundsd. - Steind. Ingimundars. 230 Sunnudaginn 16. júní mættu einnig 18 pör til leiks. Spilaður var tölvureiknaður Monrad-barómeter með forgefnum spilum. Meðalskor var 0 og efstu pör urðu: Þröstur Ingimarsson - Þórður Björnsson 46 Andrés Þórarinsson - Halidór Þórólfsson 40 RósmundurGuðmundss. -BrynjarJónsson 33 Þriðjudaginn 18. júní mættu 18 pör og spiluðu tölvureiknaðan Mitc- hell-tvímenning með forgefnum spilum. Meðalskor var 270 og efstu pör urðu: NS: Alfreð Kristjánss. - Jóhannes Guðmannss. 245 Eggert Bergsson - Þórður Sigfússon 244 Kristján Jónasson - Una Árnad. 237 AV Svala Pálsdóttir - Vignir Sigursveinsson 252 Guðmundur Baldursson - Jens Jensson 243 Andrés Þórarinsson - Halldór Þórólfsson 236 Þórður og Þröstur orðnir efstir i Hornafjarðarleiknum Staðan í Homafjarðarleiknum er nú þannig að ef ekkert breytist verða það Þórður Björnsson og Þröstur Ingimarsson sem fá ferða- vinninginn á Hornaij arðarmótið í haust. Eins og kunnugt er verða þeir tveir spilarar sem skora mest á fjórum samliggjandi spiladögum í Sumarbrids 1996 verðlaunaðir á þennan hátt. Þeir félagar skoruðu 66 stig dagana 12.-16. júní. Spilamennskan í Sumarbrids 1996 hefst kl. 19 sex daga vikunn- ar (ekki laugardaga) og er spilað í húsnæði Bridssambandsins í Þönglabakka 1, 3. hæð. Á sunnu- dagskvöldum verður spilaður Monrad-barómeter ef þátttaka fæst, en annars hefðbundinn baró- meter. Aðra daga er Mitchell-tví- menningur. Spilin eru alltaf forgef- in. Keppnisstjórar eru Sveinn R. Eiríksson og Matthías G. Þorvalds- son og taka þeir vel á móti öllum spilurum. Reynt er að hjálpa til við myndun para. SKÚLAGATA 51 SÍMI 552 7425 FAXAFEN 12 SÍMI 588 6600 Skötuselur, steinbítur, búri eða lúða, kryddað og tilbúið á grillið. Hentar einnig vel í ofn og örbylgju Í(/IÍLUR T— FramleHhmdi: VinnslustöOin í Vestmannaeyjum Ragnai Th. Sigurðsson, Ijosmyndari Höfðabrekkujökull „Sem atvinnuljósmyndari þá vil ég vera tiltœkur fyrir ný verkefni hvenœr sem er og hvar sem er. Ég Ijósmynda miktð í óbyggðum og því fœri þetta tvennt tœplega saman nema með hjálp NMT farsímans. Með NMT getur konan mín verið í sambandi við mig og ekki síður mínir viðskiptavinir. NMT síminn er því ekki bara öryggistœki í mínum augum heldur nauðsynlegt atvinnutœki." „Ég nota NMT síma því hann tryggir mér öryggi og atvinnu NMT farsímarnir hafa fyrir löngu sannað notagildi sitt á íslandi. Dreifikerfið fyrir NMT farsímana er víðtækt og símarnir eru langdrægir. Þessir kostir gera NMT að ákjósanlegum valkosti fyrir þá sem eru á ferð um sveitir landsins, í óbyggðum og ekki síður á hafi umhverfis landið. (slenska NMT síma má einnig nota á Norðurlöndum. NMT símar - þegar langdrægni og öryggi skipta máli. PÓSTUR OG SÍMI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.