Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 35 FRÉTTIR Krafa BSRB að dagvinna dugi til framfærslu „í TILEFNI yfirlýsinga forsætisráð- herra í hátíðarræðu 17. júní um nauðsyn þess að hækka dagvinnulaun og stytta vinnutíma benda stjðrn og formenn aðildarfélaga BSRB á að um langt skeið hefur það verið krafa sam- takanna að dagvinnan dugi til fram- færslu," segir í frétt frá BSRB. Jafnframt segir: „BSRB minnir forsætisráðherra á að kjarasamning- ar eru lausir innan hálfs árs. Stærsti atvinnurekandi á íslandi er ríkið og þess vegna að verulega leyti komið undir vilja stjórnvalda hvemig samið er um kaup og kjör við launafólk. Mikil ábyrgð hvílir því hjá atvinnu- rekendum hvort sem er á almennum markaði, hjá ríki eða sveitarfélögum þegar gengið verður til næstu kjara- samninga. Á undanförnum árum hafa atvinnurekendur, þar á meðal ríkisvaldið, sýnt mikla óbilgimi gagnvart kröfum launafólks og er það fagnaðarefni ef afstaða forsætis- ráðherra nú boðar sinnaskipti." -----♦ ♦ ♦ Hótelbók fyrir ferðamenn dreift á hótel og gistiheimili KOMIN er út hótelbók er nefnist „Dear Visitor ’96“ og er henni dreift á hótel- og gistiherbergi víða um land. Samkvæmt fréttatilkynningu er upplagið 3.300 eintök og hafa ýmis fyrirtæki og stofnanir tryggt sér bókina. Útgefandi er Miðlun ehf. og ritstjóri er Helgi Steingrímsson. Bók- in er á ensku og er 256 síður með 350 myndum. Stiklað er á stóra um land og þjóð og fjailað í stuttu máli um ýmislegt áhugavert fyrir ferða- menn. Þegar sumarhótelin loka í haust, er heilum bókum safnað sam- an og SAS, Atlanta og Flugleiðir sjá um að dreifa þeim erlendis. Einnig sér Ferðaskrifstofa íslands um dreif- ingu, t.d. hvað varðar ferðakaup- stefnuna Vestnorden á Akureyri í september. ♦ ♦ ♦----- Yaldimars hátíð í Stóra-Núps- kirkju 23. JÚNÍ kl. 21 verður stund til að viðhalda minningunni um sr. Valdi- mar Briem. Sr. Valdimar þjónaði Stóra-Núps- prestakalli frá 1880 til 1918 eða 38 ár. Sr. Valdimar skilur eftir sig fjölda sálma og hefur þvi haft ómæld áhrif á sálmasöng kirkjunnar. Það er vert að halda minningu sr. Valdimars við og enn lifa Gnúpverjar sem muna sr. Valdimar. Hr. Sigurbjörn Einars- son biskup mun flytja okkur erindi um sr. Valdimar. Söngfélag Stóra- Núpskirkju mun syngja nokkra sálma Valdimars. Eins munu við- staddir taka undir einn eða tvo og eiga saman helga stund. -----♦ ♦ ♦----- Ferð til Perú KÍNAKLÚBBUR Unnar, sem hefur sérhæft sig í ferðum til Kína, bregð- ur út af vana sínum öðru hvoru með því að fara annað. Unnur Guðjónsdóttir, sem er ný- komin frá Kína, hefur útbúið ferð til Perú á hausti komandi, 21. nóv- ember til 15. desember. í tvær vikur verður ferðast um landið í flugvélum, bílum og lest en þriðju vikuna verður hópurinn staðsettur í Lima. Áætlað er að fara með fámennan hóp far- þega, 10-14 manns. Föstudaginn 21. janúar mun Unn- ur kynna Perúferðina á heimili sínu, Reykjahlíð 12, kl. 17.30. BRIDS Umsjón Arnór G. Ra jjnarsson 18 pör í sumarbrids Föstudaginn 14. júní mættu 18 pör til leiks á sumarbrids 1996 og spiluðu tölvureiknaðan Mitehell-tví- menning með forgefnum spilum. Meðalskor var 270 og efstu pör urðu: NS Sigfús Þórðarson - Gunnar Þórðarson 254 Jón Þór Karlsson - Sigurður Ámundason 239 Eggert Bergsson - Guðbjörn Þórðarson 237 Guðlaugur Sveinss. - Siguijón Tryggvas. 237 AV Vilhjáimur Siprðss. - Þráinn Sigurðsson 246 Helgi Bogason - Guðjón Bragason 241 María Ásmundsd. - Steind. Ingimundars. 230 Sunnudaginn 16. júní mættu einnig 18 pör til leiks. Spilaður var tölvureiknaður Monrad-barómeter með forgefnum spilum. Meðalskor var 0 og efstu pör urðu: Þröstur Ingimarsson - Þórður Björnsson 46 Andrés Þórarinsson - Halidór Þórólfsson 40 RósmundurGuðmundss. -BrynjarJónsson 33 Þriðjudaginn 18. júní mættu 18 pör og spiluðu tölvureiknaðan Mitc- hell-tvímenning með forgefnum spilum. Meðalskor var 270 og efstu pör urðu: NS: Alfreð Kristjánss. - Jóhannes Guðmannss. 245 Eggert Bergsson - Þórður Sigfússon 244 Kristján Jónasson - Una Árnad. 237 AV Svala Pálsdóttir - Vignir Sigursveinsson 252 Guðmundur Baldursson - Jens Jensson 243 Andrés Þórarinsson - Halldór Þórólfsson 236 Þórður og Þröstur orðnir efstir i Hornafjarðarleiknum Staðan í Homafjarðarleiknum er nú þannig að ef ekkert breytist verða það Þórður Björnsson og Þröstur Ingimarsson sem fá ferða- vinninginn á Hornaij arðarmótið í haust. Eins og kunnugt er verða þeir tveir spilarar sem skora mest á fjórum samliggjandi spiladögum í Sumarbrids 1996 verðlaunaðir á þennan hátt. Þeir félagar skoruðu 66 stig dagana 12.-16. júní. Spilamennskan í Sumarbrids 1996 hefst kl. 19 sex daga vikunn- ar (ekki laugardaga) og er spilað í húsnæði Bridssambandsins í Þönglabakka 1, 3. hæð. Á sunnu- dagskvöldum verður spilaður Monrad-barómeter ef þátttaka fæst, en annars hefðbundinn baró- meter. Aðra daga er Mitchell-tví- menningur. Spilin eru alltaf forgef- in. Keppnisstjórar eru Sveinn R. Eiríksson og Matthías G. Þorvalds- son og taka þeir vel á móti öllum spilurum. Reynt er að hjálpa til við myndun para. SKÚLAGATA 51 SÍMI 552 7425 FAXAFEN 12 SÍMI 588 6600 Skötuselur, steinbítur, búri eða lúða, kryddað og tilbúið á grillið. Hentar einnig vel í ofn og örbylgju Í(/IÍLUR T— FramleHhmdi: VinnslustöOin í Vestmannaeyjum Ragnai Th. Sigurðsson, Ijosmyndari Höfðabrekkujökull „Sem atvinnuljósmyndari þá vil ég vera tiltœkur fyrir ný verkefni hvenœr sem er og hvar sem er. Ég Ijósmynda miktð í óbyggðum og því fœri þetta tvennt tœplega saman nema með hjálp NMT farsímans. Með NMT getur konan mín verið í sambandi við mig og ekki síður mínir viðskiptavinir. NMT síminn er því ekki bara öryggistœki í mínum augum heldur nauðsynlegt atvinnutœki." „Ég nota NMT síma því hann tryggir mér öryggi og atvinnu NMT farsímarnir hafa fyrir löngu sannað notagildi sitt á íslandi. Dreifikerfið fyrir NMT farsímana er víðtækt og símarnir eru langdrægir. Þessir kostir gera NMT að ákjósanlegum valkosti fyrir þá sem eru á ferð um sveitir landsins, í óbyggðum og ekki síður á hafi umhverfis landið. (slenska NMT síma má einnig nota á Norðurlöndum. NMT símar - þegar langdrægni og öryggi skipta máli. PÓSTUR OG SÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.