Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.06.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ1996 37 + Hrefna Kol- beinsdóttir fæddist í Reykjavík 7. maí 1907. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 12. júní síðastliðinn. Hrefna var næst elsta barn hjón- anna Kristínar Vigfúsdóttur, f. 14. jan. 1883, d. 9. ág. 1947, og Kolbeins Þorsteinssonar skipstjóra, f. 18. nóv. 1879, d. 16. ág. 1960. Systkini hennar voru: Sigfús Ingvar, skipstjóri, f. 19. nóv. 1904, fórst með togaranum Jóni 01- afssyni 23. okt. 1942; Aðalheið- ur Sigríður, f. 4. okt. 1910, d. 13. jan. 1936; Þóra Guðný, f. 26. júlí 1912; Baldur vélstjóri, f. 1. jan. 1914, d. 20. apr. 1981; Ingibjörg Ágústa, f. 26. ág. 1915. Á lífi eru systurnar Þóra og Ágústa. Þegar Hrefna var fimm ára gömul fluttist fjöl- skyldan að Hverfisgötu 53 í Reykjavík og þar var Hrefna búsett allt til ársins 1991, að undanskildum 9 árum sem hún bjó í Laugaskóla í Reykjadal. Hrefna giftist 5. júní 1934 Leifi Ásgeirssyni, f. 25. maí 1903, d. 19. ág. 1990, doktor Er við lítum til baka um langan veg þá fer ekki hjá því að við stöldr- um við viss atvik sem sérstaklega valda afgerandi breytingum i lífi okkar, jafnvel að það er eins og breytt sé varanlega um stefnu. Mér er þannig minnisstæður 12. október 1937 þegar ég kom í Laugaskóla í Suður-Þingeyjarsýslu. Eg var kom- inn í skóla og þann dag hitti ég í fyrsta skipti skólastjórahjónin, Leif Ásgeirsson og Hrefnu Kolbeinsdótt- ur. Skólinn var það fámennur að allir þekktust mjög náið, bæði nem- endur, kennarar og aðrir íbúar skól- ans. Heimavistin gerði það að verk- um að það var nánast eins og um eina fjölskyldu væri að ræða. í mörgum tilvikum myndaðist vinátta sem ekki rofnaði þótt leiðir skildu um sinn. Einlæg og traust vinátta var á milli mín og Leifs og Hrefnu alla tíð frá fyrstu kynnum. Eftir að þau hjónin komu suður var mik- ill samgangur á milli heimila okk- ar. Það var alltaf ánægjulegt að koma til þeirra á Hverfisgötu 53. Það hús höfðu foreldrar Hrefnu keypt þegar hún var fimm ára göm- ul, þar ólst hún upp og síðan var húsið heimili fjölskyldu hennar og Hrefna flutti ekki úr því fyrr en nokkrum mánuðum eftir að hún missti mann sinn. Mjög gestkvæmt var á hjá þeim Leifi og Hrefnu. Má segja að flesta daga hafi gest borið að garði. Vel var tekið á móti fólki. Bæði hjónin voru gestrisin og alúðleg í viðmóti. Þau voru vinmörg og átti vera þeirra á Laugum mikinn þátt í því. Fjölmargir Laugamenn héldu tengslum við Leif og Hrefnu og þeim þótti vænt um Laugamenn. Um þá var rætt með hlýju í huga og það var eftir þeim munað hvaða ár þeir voru á Laugum og fylgst með hvernig þeim reiddi af á lífs- leiðinni eftir því sem kostur var. Þau töldu að veran á Laugum hefði gefið þeim mikla lífsfyllingu. Hrefna ólst upp í Reykjavík í hópi sex systkina. Faðir hennar var skipstjóri á togara og var því oft víðs fjarri. Uppeldið lenti því á Kristínu móður þeirra sem varð að hafa stjórn öliu utan húss og innan. Hrefna stundaði nám við Mennta- skólann í Reykjavík og lauk þar gagnfræðaprófi. Hún fór ung í tón- listarnám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og lærði að spila á píanó. Hún kenndi píanóleik í einkatímum frá Þýskalandi í stærðfræði og skólastjóri við Hér- aðsskólann á Laug- um í Suður-Þin- geyjarsýslu. Á Laugum bjuggu þau til haustsins 1943 að Leifur gerðist kennari og skömmu síðar einn af fyrstu prófess- orunum við ný- stofnaða verk- fræðideild við Há- skóla íslands. Börn þeirra Leifs og Hrefnu eru: Kristín kennari, f. 11. maí 1935, maki Indriði H. Einarsson verkfræðingur, f. 8. ág. 1932, fórst af slysför- um 17. jan. 1975. Þeirra börn eru: Einar, f. 13. nóv. 1967, tölvunarfræðingur frá HÍ, og Hrefna, sjúkraþjálfari, f. 7. okt. 1969, maður hennar er Jose Antonio De Bustos, f. 9. sept. 1965 á Spáni. Ásgeir hag- verkfræðingur, f. 9. júlí 1941, maki Helga Ólafsdóttir meina- tæknir, f. 3. des. 1940. Þeirra börn eru Leifur Hrafn nemi, f. 17. mars 1975, og Ylfa Sig- ríður, nemi, f. 23. apr. 1976. Hrefna verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. og Iagði mikla alúð í það verk. Hún var mikill tónlistarunnandi og sótti tónlistarviðburði þegar kostur var. Hún var við nám í kvennaskóla í Þýskalandi um tíma. Hrefna vann á skrifstofu Alliance hf. í Reykjavík um tíu ára skeið. Síðar vann hún hjá Sambandi íslenskra samvinnu- félaga, einnig hjá Dagblaðinu Tím- anum við handritalestur. Hrefna og Leifur gengu í hjóna- band 5. júní 1934. Leifur var þá orðinn skólastjóri á Laugum og hófu þau búskap þar. Börn þeirra eru tvö, Kristín kennari og Ásgeir hagverkfræðingur. Barnabörnin eru fjögur. Hrefna var góð húsmóð- ir. Hún bar mikla umhyggju fyrir börnum sínum og síðar barnabörn- unum. Hún var hlédræg að eðlis- fari. En yfir henni var mikil reisn, hún var fáguð í framkomu, alúðleg í viðræðu og fylgdist vel með dag- legum málum. Hrefna var hreinskilin, trygg og velviljuð. Góð vinkona er kvödd. Þótt aldur hafi verið hár, lífsþróttur þrotinn og hvíldar þörf þá myndast visst tómarúm við að kveðja góðan vin. Við þökkum hin góðu kynni og biðjum Hrefnu blessunar á nýj- um vegum og vitum að hin einlæga barnatrú, sem hún minntist á við mig fyrir nokkrum dögum að hafa notið í bernsku, leiðir hana heila í höfn á strönd annars og betra lífs. Guð blessi minninguna um góða vinkonu og aðstandendum flytjum við innilegar samúðarkveðjur. Páll V. Daníelsson. Mig langar að minnast vinkonu minnar, Hrefnu Kolbeinsdóttur, sem lést 12. júní sl. Við vorum æskuvinkonur. Áttum báðar heima við Hverfisgötu, hún á nr. 53 en ég á nr. 37. Foreldrar Hrefnu, voru Kolbeinn Þorsteins- son, skipstjóri og kona hans Kristín Vigfúsdóttir. Eftir að við báðar gengum í Menntskólann í Reykjavík og vorum í sama bekk, urðum við mjög nánar vinkonur. Hrefna lauk gagnfræða- prófi og hóf skrifstofustörf hjá All- iance. Við höfðum nokkrar vinkonur hafið nám í þýsku. Hrefnu langaði að læra þýsku til hlítar og fór því til Þýskalands og dvaldist þar hjá þýskri fjölskyldu og lærði málið vel. Hrefna ver vel gefin, en hógvær og hlédræg að eðlisfari, hún var músíkölsk, eins og margir hennar ættingjar og lék mjög vel á píanó. Hrefna giftist hinum mæta gáfu- manni, Leifi Ásgeirssyni. Þau bjuggu fyrst á Laugum þar sem Leifur var skólastjóri, í nokkur ár, en síðan fluttu þau til Reykjavíkur, þegar Leifur varð prófessor við Háskóla íslands. Börn Leifs og Hrefnu eru Kristín og Ásgeir. Hrefna missti mann sinn árið 1990. Þar var henni mikill missir, því hann var hennar stoð og stytta. Árið 1927, stofnuðum við níu vinkonur saumaklúbb, sem fékk nafnið Síbylja, enda var þar margt til umræðu. Við höfum hist reglu- lega og má þakka Síbylju góða mætingu. Síðasta mæting var á afmæli Hrefnu, 7. maí sl. og áttum við þar saman góða stund. Eftir að Hrefna seldi hús sitt á Hverfísgötu 53 keypti hún sér litla íbúð í Fannborg 8, en eftir að heilsu hennar hrakaði, fluttist hún á Skjól, þar sem hún naut góðrar aðhlynn- ingar. Við fráfall Hrefnu votta ég börn- um hennar og ættingjum innilega samúð. Hrefnu minni þakka ég órofa tryggð og vináttu, og bið henni Guðs blessunar. Vilborg Ámundadóttir. Snemma var það á sjöunda ára- tugnum, að ég knúði fyrst dyra á Hverfisgötu 53. Leifur Ásgeirsson hafði látið í ijós árið áður, að hann kynni að fýsa að fregna af mér, þegar ég yrði á ferð hér heima, og auk þess hafði ég honum kveðju að færa af Jótlandi. Svo vildi til, að hann var þá ekki þar inni stadd- ur og hvarf ég á braut og hafði ekki einu sinni sagt þeirri konu til nafns, er til dyra gekk. Mér til undrunar, þegar heim kom, sagði faðir minn mér, að Leifur Ásgeirs- son hefði verið að hringja rétt í því. Hefði hann beðizt afsökunar á að hafa ekki verið heima, það hefði verið sér að kenna og hafði ég þó ekki boðað komu mína, en víst hefði það verið talið, hver þarna hefði verið á ferð. Kannski var það svipur míns föð- urfólks, sem var þarna svo kunnug- legur, en góð kynni voru á þriðja áratugnum milli nágranna á Hverf- isgötu 53 og 55. Systkinahópar á svipuðu reki, börn Kristínar og Kolbeins skipstjóra og böm afa míns og ömmu, áttu þarna heima Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. BS S. HELGASON HF ISTEINSMIDJA SKEMMUVEGI 48 . SÍMI 557 6677 HREFNA KOLBEINSDÓTTIR í sitt hvom húsinu, en tilsýndar eru þau þó sem eitt hús væri. Þarna stóð heimili Hrefnu alla tíð þar til fyrir réttum fímm ámm, sumarið eftir að Leifur féll frá. Undanskilinn er þó áratugurinn á Laugum, þegar hún sat í húsmóður- sæti í stómm heimavistarskóla. Þar kenndi hún einnig sjálf, hún var sigld kona og hafði innan við tví- tugt gengið um skeið á skóla í Þýzkalandi. Á Laugum hófu þau skólastjórahjónin sinn hjúskap og áttu þaðan alla tíð farsælar minn- ingar og hlutu góðan orðstír meðal Þingeyinga; til þessara minninga þótti Hrefnu gott að hverfa í ell- inni. Þann tíma áttu þau líka at- hvarf hér fyrir sunnan í hennar heimagarði og þar settust þau svo að til frambúðar árið 1943, þegar Leifur tók við kennslu í stærðfræði við verkfræðideild Háskólans, sem þá var á bemskuskeiði. Raunar komu svo til viðbótar tvö fjarvistar- ár 1954-56, þegar fjölskyldan öll dvaldist vestanhafs. Tími Hrefnu sem húsmóður þar vestra var henni sem ævintýri og þar stofnaði hún til kynna við starfsbræður Leifs og þeirra konur, sem haldið var við með bréfaskipt- um svo sem ævi entist. Við hlið manns síns stóð Hrefna í blíðu og stríðu alla tíð og studdi hann dyggilega með hlédrægni sinni og hæversku. Á heimili þeirra var gott að koma, hæfíleg gaman- semi mótaði samræður, góðlátleg forvitni var höfð uppi um samferða- menn og margvíslegar meiningar vom krufnar um hvers kyns mál- efni. Hafði Hrefna gott lag á að taka þátt í þeim samræðum, jafn- framt því sem hún hélt sig til hlés, þegar henni þótti það við eiga. Ekki kann ég af móðurætt Hrefnu að segja, en þeim mun bet- ur er mér föðurættin kunn. Er þar fyrst að nefna, að Kolbeinsnafnið sjálft vísar á forföður hennar, séra Kolbein Þorsteinsson í Miðdal, þann er orti Gilsbakkaþuluna, sem oftar hefur verið sungin á mínum bæ en nokkurt annað kvæði. Og þá ætíð - með því lagi, sem geymt er í þjóð- lagasafni séra Bjarna Þorsteinsson- ar, föðurbróður Hrefnu. Bræður tónskáldsins voru athafnamenn á öðrum vettvangi, þrír þeirra skip- stjórar á togurum í árdaga þeirra hér, auk Kolbeins, þeir Þorsteinn í Þórshamri og Halldór á Háteigi. Svo vill til, að kveðjuorð þessi em rituð 17. júní, daginn, sem fað- ir minn hefði orðið níræður. Rifjast þá upp eitt sinn, er þau Leifur og Hrefna komu hingað heim á Hrefnugötu, að þau tóku að rekjaT' unglingabrek af Hverfisgötu, faðir minn og Hrefna. í gamansemi var af því sögð saga, er knöttur nokkur tók á flug, sem honum hafði víst ekki verið fyrirhugað, og skauzt með brauki og bramli inn um glugga á stofu Kolbeins skipstjóra. Blésu þá þar um ferskari vindar en gott þótti. Þarna vom um það vangaveltur og hafðar uppi kenn- ingar býsna mörgum áratugum síð- ar, hver hefði átt þá fíngur, sem beindu boltanum á þessa ógætilegu braut. En víst var, að nágrannamir á 55 bættu fyrir. Með fráfalli Hrefnu hafa orðið þáttaskil í kynnum tveggja fjöl-_____ skyldna, sem hófust árið 1919 og hafa endurnýjazt með margvísleg- um hætti síðan. Að mér sjálfum snúa þau kynni í hálfan fjórða ára- tug og þakka ég þau af alhug, svo góð sem þau hafa reynzt mér. Börn- um þeirra Leifs og Hrefnu og fjöl- skyldum þeirra eru að leiðarlokum sendar alúðarkveðjur af Hrefnu- götu. Jón Ragnar Stefánsson. + Elskuleg frænka okkar, GUÐRÚN LÁRA BRIEM HILT, lést í sjúkrahúsi í Ósló 15. júní síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Vestre krematorium í Ósló mánudaginn 24. júní nk. Hennar verður minnst með stuttri athöfn í Fossvogskapellu sama dag kl. 10.30. Frændfólk á íslandi. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA JÓNASDÓTTIR fyrrv. matráðskona, lést á Hrafnistu Reykjavík að kvöldi 18. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Lilian Kristjánsson, Guðjón Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, JÓHANNA BÁRA JÓHANNSDÓTTIR, lést á heimili sínu, Háagerði 63, aðfara- nótt 18. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Jón G. Guðnason. + Elskuleg móðir okkar, SIGRÚN JÓNSDÓTTIR frá Vatnahverfi i Austur-Húnavatnssýslu, síðasttil heimilis í Keldulandi 7, Reykjavík, lést í Landspítalanum þann 17. júní sl. Ármann Kristjánsson, Ásta Kristjánsdóttir, Þorsteinn Kristjánsson, Herbert Kristjánsson, Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.