Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 23/6 - 29/6 ►NÝTT Iyfjafyrirtæki, Lyfjabúðin ehf., mun yfir- taka rekstur Hafnarfjarðar Apóteks um næstu mánaða- mót. Stefnt er að opnun þriggja apóteka í haust og verða þau við hlið Bónus- verslananna við Smiðjuveg í Kópavogi og Iðufell í Reykjavík og í nýrri versl- unarmiðstöð i Setbergs- hverfi í Hafnarfirði. ►YFIR 1.700 greiðendur þungaskatts komu ekki með bíla sína til aflestrar í mánuðinum og verður skatturinn áætlaður á þá. Greiðendur þungaskatts á landinu öllu eru yfir 8 þús. Hefur verið mikið álag hjá embætti ríkisskattsljóra sem með nýrri reglugerð hefur verið falið að inn- heimta skattinn. ►STJÓRN Landsvirkjunar hefur ákveðið að ráðast í stækkun á Kröfluvirkjun um 15 megawött eða úr 30 megawöttum í 45 mega- wött, sem er um 120 GWst. á ári. Framkvæmdum ætti að geta verið lokið á næsta ári og áfanginn kominn í rekstur í lok ársins 1997. Áætlaður kostnaður við stækkunina er 698 milljónir króna. ►FJÓRUM skipveijum var bjargað af sökkvandi skipi í mynni Arnarfjarðar laust eftir miðnætti sk miðviku- dag. Mýrafellið ÍS 123 fór skyndilega á hliðina þegar verið var að toga dragnót um borð og hvolfdi bátnum á nokkrum sekúndum. Tal- ið er að spil hafi bilað. Skoðanakannanir vegna forseta- framboðs SAMKVÆMT könnun Félagsvísinda- stofnunar fyrir Morgunblaðið, sem birt var á þriðjudag á fylgi forsetaframbjóð- enda var fylgi við Ólaf Ragnar Gríms- son 41,7%, við Pétur Hafstein 33,3%, við Guðrúnu Agnarsdóttur 20,1% og við Ástþór Magnússon 4,9%. í síðustu skoðanakönnun Félagsvísindastofnun- ar sem gerð var á föstudag var fyigi við Ólaf Ragnar 39,5%, við Pétur Haf- stein 31,2%, við Guðrúnu Agnarsdóttur 26% og við Ástþór Magnússon 3,3%. Fagranes strandar DJÚPBÁTURINN Fagranes strandaði við Æðey sl. laugardagskvöld. Gott veður var á strandstað og komust allir farþegar ómeiddir í land. Sérstök und- anþága hafði verið veitt til að taka fleiri farþega í þessari ferð en Siglingamála- stofnun og útgerð greindi á um undan- þáguna. Biskupinn hættir HERRA Ólafur Skúlason, biskup ís- lands, tilkynnti við setningu presta- stefnu að hann hefði ákveðið a_ð láta af embætti eftir hálft annað ár. í sam- tali við Morgunblaðið sagðist hann telja að friður innan kirkjunnar hefði ekki fengist með öðrum hætti. Hann hafði áður hugsað sér að gegna embætti að minnsta kosti út árið 1998. Erbakan. Heittrúarmenn í stjórn SAMKOMULAG náðist á föstudag á milli Velferðarflokks heittrúarmanna í Tyrklandi og flokks Tansu Ciller, Sann- leiksstígsins, um myndun stjómar þar í landi. Verður Nec- mettin Erbakan, leiðtogi Velferðar- flokksins, forsætisráðherra, fyrstur heittrúarmanna frá því að Tyrkland varð lýðveldi áríð 1923. Sprenging í Saudi-Arabíu ÓÞEKKT samtök lýstu á miðvikudag yfír ábyrgð á sprengjutilræði sem varð í herstöð Bandaríkjamanna í suðaustur- hluta Saudi-Arabíu á mánudagskvöld. Að minnsta kosti 23 menn fórust í sprengingunni og 400 særðust, þar af 105 alvarlega. Samtökin sögðu að bú- ast mætti við fleiri árásum á erlendar herstöðvar í Saudi-Arabíu ef Banda- ríkjaher yrði ekki á brott úr landinu. Jeltsín óttast dræma kjörsókn BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti óttast að dræm kjörsókn kunni að koma í veg fyrir að hann vinni sigur í seinni um- ferð forsetakosninganna, sem fram fer 3. júlí. Spá stjómmálaskýrendur þvi að kjörsókn kunni að fara niður í um 60%. Gennadí Zjúganov, mótframbjóð- andi Jeltsíns í kosningunum, lagði á mánudag til að mynduð yrði þjóðstjóm og sagði hana myndu stuðla að sáttum. Þjóðemissinninn Vladimír Zhírínovskíj lýsti á föstdag óbeint yfír stuðningi við Jeltsín, er hann hvatti kjósendur til að styðja ekki kommúnista í kosningunum. ►CARL Bildt, sem stýrir uppbyggingarstarfi í Bosn- íu, gaf á föstudag Radovan Karadzic, „forseta" Bosníu- Serba, nokkurra daga frest til að fara frá völdum, að öðrum kosti yrði gripið til aðgerða gegn Serbum. Vesturveldin hafa hótað Serbíu og Svartfjallalandi því að viðskiptabann Sam- einuðu þjóðanna verði sett á þau að nýju, þvingi þau ekki Karadzic frá. ►ANDREAS Papandreou, fyrrverandi forsætisráð- herra Grikklands, lést á sunnudag af völdum hjartaáfalls. Hófst þegar hörð barátta um Ieiðtoga- embættið i sósíalistaflokkn- um og hefur Costas Simitis, forsætisráðherra Grikk- lands, hótað að segja af sér, verði hann ekki leiðtogi flokksins. ► S AMKOMUL AG tókst á miðvikudag á milli fráfar- andi stjórnarflokka í Tékk- landi um myndun minni- hlutastjórnar. Þá er sam- komulag við jafnaðarmenn um stuðning við stjórnina í burðarliðnum. ►BORÍS Jeltsín Rússlands- forseti rak á þriðjudag sjö háttsetta hershöfðingja sem sagðir eru nátengdir Pavel Gratsjov, fyrrverandi varn- armálaráðherra. Þykir það styðja kenningar um að þeir hafi ætlað að koma í veg fyrir brottrekstur hans. FRETTIR Stærsta skip Eimskips væntanlegt til hafnar á morgun SfíStll NÝI Brúarfoss í Rotterdam hlaðinn gámum. Morgunblaðið/Lárus Karl Nýsmíðaður Brúarfoss NÝR Brúarfoss á að leggjast að bryggju í Reykjavík í fyrramálið. Brúarfoss er 12.500 tonna gámaskip og stærsta skip Eimskips. Það var smíðað í Stocznia Szczecinski skipasmíðastöðinni í Stettin í Póllandi og afhent við hátíðlega athöfn þar í borg 21. júní síðastliðinn. Er þetta fyrsta skipið sem Eimskip læt- Brúarfoss 1960-80: Lengd: 102,3 m / Breidd: 15,4 m / Burðargeta 3.460/4.065 tonn. ur smíða frá árinu 1971 að Mánafoss var smíðaður í Álaborg. Kaupverð Brúarfoss var liðlega 1.500 milljónir. Brúarfoss getur flutt allt að 1.012 gámaeiningar. Hann er 150 metrar á lengd og því rúmlega 21 metra styttri en sá Brúarfoss sem nýja skipið leysir af. Nýja skipið er nokkru breiðara og ívið djúprist- ara en eldra skipið og hefur það því heldur meiri burðargetu. Aðalvél nýja skipsins er 9.500 hestöfl af gerðinni B&W-MAN. Fjórði Brúarfossinn Nýja skipið er hið fjórða í eigu félagsins sem ber nafnið Brúarfoss. Fyrsti Brúarfossinn, sem jafnframt var fyrsta frystiskip félagsins, kom 1927. Nafnið hefur því verið við lýði sem skipsnafn í nær 70 ár. Brúarfoss annar var afhentur Eimskip 1960 og var einnig nýsmíði. Eimskip keypti þriðja Brúarfossinn árið 1988, svonefnt ekjuskip. Hægt er að aka flutningatækjum inn í lest skipsins. Skipið hefur verið í siglingum til Bretlands og hafna á meginlandi Evrópu. Nú fer skipið til leiguverkefna erlendis og hefur hlotið nafnið Vega. Brúarfoss 1996- : Lengd: 150 m / Breidd: 22,3 m / Burðargeta 12.500 tonn. Á ÞESSARI afstöðumynd má sjá muninn á fjórum skipum Eimskips sem borið hafa nafnið Brúarfoss. Landhelgisgæslan 70 ára á morgun Klippur og fallbyssur FALLBYSSUR, varðskip og tog- víraklippur eru meðal þess sem hægt verður að sjá á sögusýningu Landhelgisgæslunnar sem opnuð verður í Hafnarhúsinu við Tryggva- götu á morgun. Tilefni sýningarinnar er að á morgun, 1. júlí, eru 70 ár liðin síð- an Islendingar tóku sjálfir við gæslu landhelginnar. Á sýningunni eru fjöimargar ljós- myndir frá starfi Landhelgisgæsl- unnar þessi 70 ár, líkön af flestum varðskipum og gæsluflugvélum sem landsmenn hafa átt, fallbyssur úr skipum, vélbyssa úr Catalinuflug- báti, togvíraklippur úr þorskastríð- um og fleira. Einnig má þar sjá eftirlíkingu af loftskeytaklefa úr Varðskipinu Óðni með öllum tækja- búnaði, en nú er stétt loftskeyta- manna horfin af sjónum og tölvu- og gervitunglatækni tekin við. Frægasti sýningargripurinn er árabáturinn Ingjaldur sem Hannes Hafstein, sýslumaður ísfirðinga, Morgunblaðið/Ásdís HELGI Hallvarðsson skipherra við undirbúning sögusýningar í tilefni af 70 ára afmæli Landhelgisgæslunnar. notaði þegar hann reyndi að stöðva breskan landhelgisbijót í Dýrafirði árið 1898. Sýningin verður opin virka daga kl. 14-19 og um helgar kl. 10-19 allan júlímánuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.