Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hlutavelta ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu á dögunum og söfnuðu 3070 krónum sem þær gáfu til styrktar MS-félagi íslands. Stúlkurn- ar heita Hrafnhildur Aradóttir (t.v.) og María Finnsdóttir. Á mynd- ina vantar Sigríði Ýr Aradóttur. ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu á dögunum og söfnuðu 1.050 krónum sem þær gáfu til styrktar Rauða krossi íslands. Stúlkun- ar heita Þorbjörg Erna og Guðrún Fjóla. ÞESSIR rösku drengir heldu hlutaveltu fyrir nokkru og söfnuðu 1.065 krónum til styrktar Barnaspítala Hringsins. Drengirnir heita (f.v.) Alexander Elfarsson, Björn Ingi Friþjófsson, Daníel Guðmunds- son, Guðmundur Kristjánsson og Sindri Magnússon. Á myndina vant- ar Atla Magnús Ársælsson. FYRIR skömmu héldu þessir duglegu krakkar hlutaveltu og söfnuðu 2.267 krónum til styrktar Rauða krossi íslands. Þau heita Erna Sig- urðardóttir, Ragnheiður Mekkin, Sigrún Lilja Traustadóttir, Sandra Karen Ragnarsdóttir, Ásdís Rós Clark og Elín Hermannsdóttir. ÍDAG SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Ítalíu. Heimamaðurinn R. Rago (2.225) var með hvítt og átti leik, en al- þjóðlegi meistarinn M. Mrdja (2.450), Króatíu, hafði svart. H VÍTUR leikur og vinnur OPNU mótin í Suður-Evr- ópu eru komin í fullan gang. Þessi staða kom upp á móti í Senigallia á 26. Bxf5! - gxf5 27. Hxf5 - Dd6 28. Hxf6! - Hxf6 29. Dxh7+ - Kf8 30. Dh8+ - Ke7 31. Hel+ - Kd7 32. De8+ - Kc7 33. He7+ og svartur gafst upp, því hann tapar bæði drottningu og hrók. Úrslit á mótinu: 1-3. Komarov, Úkraínu, Skembr- is, Grikklandi, og Je- fimov, Georgíu, 7 v. af 9 mögulegum, 4. Ortega, Kúbu, 6 ‘A v. Með morgunkaffinu DAG einn, þegar hann var að slá blettinn með nýju rafmagnsslátturvél- inni, gat hann ekki slökkt á henni og síðan hef ég ekki séð hann. BLESSAÐUR, Þórður, fáðu þér lakkrís, þú ert hræði- lega andfúll. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Góð þjónusta MIG langar að þakka gleraugnaversluninni í Mjódd fyrir einstaklega góða þjónustu, og raunar held ég að ég hafi aldrei fengið aðra eins þjónustu í nokkurri verslun. Við hjónin þurftum að kaupa gleraugu fyrir dóttur okkar og það gekk allt vel. Síðan þurfti ég að láta gera við gleraugun mín og konan mín fékk sér linsur. Allt viðmót starfsfólksins einkennd- ist af því að gera við- skiptavininn ánægðan og okkur var sýnt fullkomið tfaust. Ég á varla til lýs- ingarorð yfir þessa þjón- ustu. Ásgeir Þór Ámason. Opiðbréftil útvarpssijóra HERRA útvarpsstjóri. Þar sem ég þekki þig að öllu góðu á skólaárum rita ég þér eftirfarandi línur. Mér er tjáð að þú sért einráður um útsendingu frá ríkis- sjónvarpinu og langar mig að þú svarir fyrir- spurn minni sem er eft- irfarandi: Hvernig stendur á því að ríkis- sjónvarpið leyfir sér að senda út endalausar íþróttafréttir, sbr. dag- inn í gær, 26. júní, þeg- ar fólk þurfti að bíða eftir fréttum til kl. 21.15? Um hveija helgi eru íþróttafréttir og þá er fólk almennt í fríi og vill fá einhveija af- þreyingardagskrá. Tel ég rétt að þú, hæstvirt- ur útvarpsstjóri, hlutist til um það að þessu verði breytt. Vald þitt er mikið og skiptir máli. Óska ég þér svo og þinni fjölskyldu góðrar framtíðar. Edda Eyfeld Farsi Víkverji skrifar... YFIR tuttugu þúsund íslending- ar eru 70 ára og eldri. Þetta er fjölmennt lið, sem getur haft mikil áhrif, virki það samtakamátt sinn. Víkveiji talar nú ekki um ef hin aldraða sveit er reiknuð frá 67 ára aldri, jafnvel 65. Það er ekki hægt að horfa framhjá þessum ald- urshópi, t.d. í skoðanakönnunum, eins og stundum er gert. Dijúgur hluti fullorðins fólks býr enn að þokkalegri heilsu. Styðst ofan í kaupið við dýrmæta reynslu,' yfirsýn og þekkingu, sem getur nýzt samfélaginu, ef rétt er á mál- um haldið. Aðrir eru ellimóðir, jafn- vel sjúkir, og þurfa faglega umönn- un sérmenntaðs fólks í öldrunar- meðferð. Þá þarf samfélagið að hlaupa undir bagga. Það er ekki til of mikils ætlast, enda er skattainn- lögn fullorðis fólks á langri ævi oftar en ekki orðin drjúgmikil. xxx ENNING þjóða er mæld á margs konar kvarða. Einn er sá, hversu vel þær búa að þeim öldruðu, sem hafa skilað ævistarfi sínu til samfélagsins. Ekki sízt hinna ellimóðu og sjúku. Samkvæmt samantekt Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga voru vistrými fyrir öldrunarsjúklinga rúm 1.400 árið 1971. Síðan hefur þeim fjölgað um meir en 1.800. Voru langleiðina í 3.300 á síðasta ári. Hér er um að ræða hjúkrunar- og þjónusturými fyrir aldraða í dvalarheimilum, hjúkrunarheimil- um og á hjúkrunardeildum sjúkra- húsa. Enn eru ótalin rúmlega 100 rými á öldrunarlækningadeildum. Þótt miðað hafi til réttrar áttar í þessum efnum er skortur á hjúkr- unarrýmum fyrir öldrunarsjúklinga einn dekksti bletturinn á að mörgu leyti góðri heilbrigðisþjónustu okk- ar. Það er ekki við hæfi. Aldrað fólk hefur unnið til þess að fá að ganga lokastíg lífs síns með reisn og eins litlum sársauka og frekast er kostur. xxx HJÚKRUNAR- og þjónusturými fyrir aldraða eru hlutfallslega fæst í Reykjavík. Á landinu öllu eru 16,5 slík rými á hveija 100 íbúa. Hlutfallslega flest eru þau á Suður- landi, eða rúmlega 30. En fæst í sjálfri höfuðborginni, 12,4, segir í Sveitarstjórnarmálum. Sjálfsagt hallar á landsbyggðina á margan hátt, þegar aðstaða fólks í landinu er borin saman. Það hallar hinsvegar á höfuðborgarsvæðið, að mati Víkveija, þegar fjárveitinga- valdið, sjálft Álþingi, á í hlut. Það eru ekki miklar ýkjuar að segja að fjárlaganefnd þingsins sé nær einlit landsbyggðarnefnd. Þetta segir til sín í opinberum framkvæmdum, svokölluðum, þegar heilbrigðismál, vegamál o.sv.fv. eiga í hlut. Ástæða? Trúlega að hluta til mis- vægi atkvæða eftir búsetu í alþing- iskosningum! XXX • • OLDRUNARDEILD Ríkisspít- ala er í óhentugu leiguhús- næði. Meir en tímabært er að huga að framtíðarhúsnæði fyrir þá mikil- vægu deild, sem sinnir hundruðum innlagna árlega. Aldraðir eiga og stóran hluta legudaga á öðrum deildum spítalans. Árið 1994 ar legudagahlutfall 70 ára og eldri 45,4% á lyflækningadeild, 41% á handlækningadeild og 39,8%—á taugalækningadeild. Hvarvetna um hinn vestræna heim fer öldruðum mjög fjölgandi í hlutfalli af íbúatölu. Ríki, sem teljast þróuð, reyna að laga sig að þessu breytta íbúahlutfalli og því, er fylgir í kjölfarið, m.a. stóraukn- um þjónustukröfum á hendur heil- brigðiskerfinu. Þessi þróun er og óhjákvæmileg hér, að mati Vík- verja, ef þjóðin vill áfram sitja á bekk með velferðarríkjum. Það sem mestu varðar í þessum efnum er að auka þjóðartekjurnar, fjárhags- lega getu samfélagsins til að rísa undir velferðinni. Þess vegna eru sterkir atvinnuvegir, fjölþætt, blóm- legt og arðgefandi atvinnulíf lykill, raunar eini öruggi lykillin, að ís- lenzkri framtíðarvelferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.