Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tímarit Konung- legt hrafna- spark HAFI menn haldið það einfalt mál að grúska í gömlum bréfum, ættu þeir að líta betur á þetta bréf, sem sérfræðingar breska landsbókasafnsins hyggjast komast til botns í. Það var Karl- otta prinsessa, sem uppi var á fyrri hluta síðustu aldar, sem skrifaði það til vinkonu sinnar og til þess að nýta plássið sem best, er það skrifað lóðrétt og lárétt, rétt eins og krossgáta. Keypti landsbókasafnið það á uppboði fyrir 60 milljónir ísl. kr. Karlotta var dóttir Georgs IV og hinnar alræmdu Karólínu af Brúnsvík. Bréfið er eitt fjöl- margra sem fóru henni og vísi- greifadóttur á milli og er hið fyrsta skrifað árið 1816. Astæðan fyrir því hvernig bréfið er skrifað er sú að á þess- um tíma var borgað undir bréf eftir þyngd og var þessi aðferð alvanaleg. Hins vegar var óvana- legt að kóngafólk beitti henni enda ekki í fjárhagskröggum. Ákaflega erfitt er að lesa slík bréf og ekki bætir úr skák að prinsessan þykir hafa haft eink- ar ljóta og illlæsilega rithönd. • ÚT er komið tímaritið Bjartur og frú Emilía fyrsta tölublað árs- ins 1996 og er það að þessu sinni tileinkað himnaríki. I kynningu segir: „Að baki tíma- ritsheftinu liggur, aldrei þessu vant, vísir að hugsun. Undir helg- um Ijóma sem stafaði frá blárri himinhvelfingunni — sem er hvergi tærari en hér yfir höfðum ritnefnd- ar — kviknaði sú hugmynd að ekki væri úr vegi að fá tólf læri- sveina til að leggja út af heilögum orðum. Guðspjall Jóhannesar var skrifað upp, orð fyrir orð, og þann- ig varð til sá orðalisti sem liggur til grundvallar þeirri orðabók sem birtist í tímaritinu. Fyrir skáldin tólf var síðan lagt það háleita verk- efni að útskýra tíu til tuttugu orð úr orðasafninu — allt eftir því hvernig á þeim lá. Á flestum lá vel og því voru yfirleitt valin um það bil fimmtán orð. Skáldin tólf eru: Ásta Ólafsdóttir, Bragi Ólafs- son, Dagur Kári Pétursson, Gerður Kristný, Haraldur Jónsson, Huldar Breiðfjörð, Illugi Jökulsson, Jón Hallur Stefánsson, Jón Kalman Stefánsson, Pétur Gunnarsson, Þórunn Valdimarsdóttir og að auki var eitt skáldið, Kristín Arngríms- dóttir, fengið til að teikna þrjátíu myndir úr himnaríki svo lyfta mætti lesendum upp í enn hærri hæðir.“ Bjartur ogfrú Emilía ergefið útaf bókaforlaginu Bjaiti ogleik- húsinu Frú Emilíu. Prentun og bókband var unnið hjá Gutenberg. Tímaritið kemur út fjórum sinnum á ári og er áskriftargjald 1996 krónur fyrir árið 1996 og hækkar um eina krónu árhvert. Tímaritið fæst einnig í bókaverslunum Máls og menningar og Eymundsson. Nýjar bækur • FERTUGASTI og fyrsti ár- gangur þýska bókmenntatímarits- ins die horen er kominn út. Tölublaðið flytur ljóð átta ís- lenskra skálda. Þau eru: Snorri Hjartarson, Baldur Óskarsson, Thor Vilhjálmsson, Steinunn Sigurðardóttir, Sjón, Linda Vil- hjálmsdóttir, Ingibjörg Har- aldsdóttirog Gyrðir Elíasson. Ljóð sumra þessara skálda hafa áður birst í die horen og ljóð annarra skáldat.a.m. Guðbergs Bergssonar, Einars Braga, Hannesar Péturssonar og fleiri. „íslenzk náttúrusýn“ SVAVAR Guðnason, Dans selameyjanna, olía á striga, 1942-44. MYNPLIST Kjarvalsstaðir INNSETNINGAR - ÍS- LENZK NÁTTÚRUSÝN Opið daglega frá kl. 10-18. til 31 ágúst. Aðgangur 150 krónur. Sýning- arskrá 1.250 krónur. Á FÁUM árum hefur orðið mikil viðhorfsbreyting í íslenzkri mynd- list, sem kemur helzt fram í því, að núlistamenn eru í auknum mæli farnir að sækja sér viðfangsefni til íslenzkrar náttúru. Ekki svo að þeir hafí með öllu glatað tengslum við hana, heldur vinna nú á þann veg að byggja mun meira á beinum lifunum og vísunum til umhverfisins og.staðbundinna áhrifa, í stað þess að koma með ný sannindi og trúboð að utan. Slíkt var meira en réttlætanlegt þegar allt var nýtt eftir heimsstyij- öldina síðari og menn voru að stokka upp hlutina, eftir langa ein- angrun frá umheiminum, en þessi eilífðaruppstokkun án kjölfestu telst gengin sér til húðar. Afturhvarf til náttúrunnar og uppgötvun þess sem menn hafa í beinu sjónmáli, ásamt efniviðinum sem þeir hafa hveiju sinni á milli handanna, þarf á engan hátt að rýra frumleika sköpunarferlisins, Vert að vísa hér endurtekið til þess, að meðal svonefndra forystuþjóða er lögð megináhersla á sterk stað- bundin einkenni og þeim haldið ein- arðlega fram. Þetta á við á öllum sviðum lista en getur einnig farið í þeim mæli út í öfgar að menn eru ekki lengur með á nótunum. Áhug- inn á því sem er öðruvísi og frá- brugðið því sem haldið er að fólki verður stöðugt meiri í harðsoðnum, skrumkenndum og viðsjárverðum heimi og er andsvar við múg- mennsku og stöðlun. Fólk leitar til hins jarðbundna og hafnar minnis- merkjum um fyrsta skókassann, fyrsta pappakassann og fyrstu nið- ursuðudósina til hags fyrir fjölþætt- ari, lífrænni og fagurfræðilegri lif- un í umhverfi sínu. Það telst þannig alveg rétt sem hin óviðjafnlega Björk sagði í við- tali á dögunum, „að það vitlausasta sem íslenzk hljómsveit gæti gert til að ná athygli erlendis væri að hljóma eins og ensk hljómsveit". Þetta hefur nú verið kjaminn í málflutningi mínum hvað sjónlistir áhrærir um langt árabil og sömu- leiðis grunnurinn í öllum kennsluað- ferðum mínum frá upphafí. Er sannfærður um að við erum ekki einungis ein auðugasta þjóð Evrópu af náttúrugæðum og mannviti, ÓLAFUR Elíasson, Án titils, durclear litprent, 1994. heldur sé landið óþijótandi náma viðfangsefna fyrir hugmyndaríka núlistamenn. Undarlegt hefur mér þótt það ofurkapp sem menn hafa lagt á að líkja sem mest eftir öðrum þjóðum og samræma íslenzka hugsun alfar- ið fjölþjóðlegum straumum. Miða listrænt uppeldi við útlenzka stöðl- un, sem átt hefur þátt í stærstu sprengingu og mesta ruglingi sem um getur á listamarkaði, samdrætti og gjaldþrotum rótgróinna listhúsa víða um heim. Tilbúnum listspírum og sýningaflóði þar sem svo til ekk- ert selst, en kenningasmiðir og sýn- ingarstjórar lifa góðu lífi, ásamt því að örfáir list- og peningamógúlar kasta á milli sín fjöreggi listarinnar austan hafs og vestan. Fyrir hinar stóru þjóðir með heimsmarkaðinn á milli handanna er viðhorf þeirra sjálfkrafa alþjóða- mál listarinnar, og þeir hafna öllu öðru nema þeir sjái sér hag af því. Þeir vernda og einoka markaðinn svo algjörlega, að fyrir hina beztu listamenn utan hans er það sem að reka hausinn í vegg að reyna að koma undir sig fótunum. Lærdóms- rík er í þessu samhengi sýning á list frumbyggja Ástralíu, Aboriginal Art, sem farið hefur sigurför um heiminn á undanförnum árum, og hresst hefur upp á fjárhag margra safna og er ferskari, upprunalegri og nútímalegri flestu nútímalegu. Á að vera smærri þjóðareiningum meiri fyrirmynd en hitt að hverfa inn í fjölþjóðlegan staðal þar sem allir eru eins, og menn uppskera í hæsta lagi ferðalag á staðinn óg klapp á öxlina... - í ljósi þessa alls er ástæða til að fagna sýningu á Listahátíð, sem hefur með íslenzka náttúrusýn að gera sem meginviðfangsefni, því hvernig sem á málið er litið er grunnurinn réttlegur fundinn. Minna máli skiptir þótt fyrirkomu- lag sýningarinnar orki stundum tvímælis og missi þá marks vegna þess kapps sem lagt er á að tengja íslenzkan vettvang umheiminum, án landamæra, og sækir skyldleika til framkvæmda eins og Artgenda, og Container 96 í Menningarborg- inni, og NowHere í Louisiana, Humlebæk. Einnig í þrengri merk- ingu „Manifesta 1“, gegnt og í hinu mikla safni Boijmans van Beuning- en í Rotterdam, sem á að túlka list sameinaðrar Evrópu, einnig án landamæra. Að Kjarvalsstöðum er innsetning í rými á fullu, sem menn verða strax varir við í tengibyggingunni, þar sem Vatnshóla- og þúfuverk Finnu B. Steinsen minnir enn einu sinni á sig. Og hafi þúfuverkið, eða nátt- úrubobbingarnir, notið sín frábær- lega í Ásmundarsafni, virkar það nú ákaflega staðlað og umkomu- laust á hinum gráu og ólífrænu steinhellum. Vart gerir það verkið forvitnilegra, en ótæpilegt er kapp- ið að halda því fram í ljósi þess að sýningunni í Ásmundarsafni lauk rétt fyrir listahátíð. Mun ferskari lifun mætir gestin- um í Vestri sal þar sem logsuðu- gjörningi Halldórs Ásgeirssonar er telft á móti alþekktum hraunmynd- um Kjarvals. Vinnsluferli Halldórs er ákafleg hreint og fínt og dijúg sjónræn lifun, en hins vegar tel ég að innsetningin hefði orðið sterkari og samræmdari með hinum hreinu eintóna og dökku doppumyndum meistarans. Nokkrum vonbrigðum veldur inn- setning Ólafs Elíassonar, sem getur verið vegna mistaka í uppsetningu. I öllu falli er verkið mun áhugaverð- ara á ljósmyndinni á póstkortinu stóra er fylgir sýningarskrá. Mörgum mun finnast samspil málverka Kristjáns Davíðssonar og og varða Jóhanns Eyfells í miðrým- inu hápunktur sýningarinnar og það má vera alveg Ijóst að þessar gömlu kempur búa yfir mesta og ferskasta slagkraftinum, og það sem meira er, auðga og magna hvor annan upp. Ókostir hins opna ósveigjanlega og staða rýmis koma óþægilega vel fram í enda salarins, þar sem teflt er saman myndverkum þeirra Ge- orgs Guðna og Kristjáns Stein- gríms, og þótt þetta séu í báðum tilvikum mjög eftirtektarverð verk njóta þau sín engan veginn, skortir alla nálgun. Sömu örlög hljóta verk Kristins E. Hrafnssonar í gangin- um, sem að auk hverfa inn í grá- muskulega steinsteypuna. Skoð- andinn tekur við sér er hann nálg- ast málverk Eggerts Péturssonar, og þótt þau njóti sín engan veginn á staðnum búa þau sjálf yfir þeirri mögnuðu nálgun, sem hrátt rýmið skortir svo átakanlega. Grípum við svo til samanburðar- fræði gætum við rétt ímyndað okk- ur hve verk Birgis Andréssonar innst í eystri gangi nytu sín betur í Sjónarhóli og hinni fersku og líf- rænu birtu þar, í stað þess að hin gráu flögg eins og samsamast þessu dapurlegasta horni húsakynnanna. Vel er tekið á móti gesti'num í Austursal þar sem við blasa ákaf- lega stílhrein verk Sigurðar Guð- mundssonar, „Landslag sól og Landslag nótt“, sem eru tvímæla- laust ótvíræðasta innleggið í saln- um. Hins vegar nær gesturinn naumast jafn nánu sambandi við verk Hreins Friðfinnssonar, sem eru hálf umkomulaus í hinu yfirþyrm- andi rými. Nafnkenndar og magn- aðar myndir Svavars Guðnasonar kveikja ekki á sama hátt í gestinum og oft áður, og einhvern veginn verða styttur Ásmundar hálf vand- ræðalegur mótpóll. Andstæðurnar eru miklar í myndum Kristjáns Guðmundssonar og Þórarins B. Þorlákssonar, en ekki skil ég mein- inguna á bak við, auk þess sem lýsingunni á myndum Þórarins er stórlega ábótavant. Innst er svo ferskum og kraftmiklum myndum Nínu Tryggvadóttur telft á móti máluðu landslagi Hrafnkels Sig- urðssonar. Hér er litasamræmið í bezta lagi og verkin vinna vel sam- an, þrátt fyrir að málað gijótið virki eins og brjóstsykur við hlið eðal- steina, en á mót kemur að litir Nínu eru mjög hráir. - í ljósi þess, að þetta er jafnt sumarsýning sem framlag Kjarvals- staða til Listahátíðar og stendur til 31. ágúst, skortir framkvæmdina nokkuð á ijölbreytni og slagkraft meður því að hér er fullmikið af ný- og margsýndum hlutum. Gefin hefur verið út snotur mappa með póstkortum og lítilli en vel hann- aðri sýningarskrá og fylgja henni stór póstkort í lit af einu verki hvers sýnenda. Litgreiningin á kortunum hefur ekki tekizt sem skyldi og í sumum tilvikum er hún afleit. Gunnar Kvaran skrifar stuttan inn- gang og alhæfir fullmikið skoðanir sínar, en rýmisins vegna verður að bíða betri tíma að rýna í þær. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.