Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MEGUM við kynna hinn nýja forseta íslenska lýðveldisins mr. Ólaf Ragnar Grímsson . . . Spóar í Gálgahrauni FJÓRIR spóaungar brutust úr eggjum sínum í Gálgahrauni fyrir skömmu. Á fremstu myndinni má sjá að göt eru komin á skurninn og á þeirri næstu hefur fyrsti unginn litið dagsins ljós. Á þriðju myndinni eru ungarnir fjórir skriðnir úr eggjunum. Morgunblaðið/Björn Axelsson Utnefndur heiðursfélagi Svensk Form Norræn hönnun traustvekjandi Ásrún Kristjánsdóttir ASRÚN Kristjánsdótt- ir var nýlega gerð að heiðursfélaga Svensk Form, samtaka sænskra hönnuða. Ásrún hefur unnið að framgangi hönnunar á íslandi um ára- bil og setið í stjórn hags- munafélaga á því sviði og gegnt formennsku. Ásamt henni voru fjórir aðrir frammámenn í hönnun, frá hveiju hinna Norðurland- anna, gerðir að heiðursfé- lögum og er þeim ætlað að starfa saman fram til ársins 2002 að þróun og ímynd norrænnar hönnunar. - Hvað er Svensk Form? Svensk Form er regnhlíf- arsamtök hönnuða í Sví- þjóð. Samtökin eru 150 ára gömul og eru elstu hönnun- arsamtök á Norðurlöndun- um. Svíar hafa verið mjög mót- andi í norrænu samstarfi og sam- tökin vinna að því að koma sænskri hönnun á framfæri, fylgjast með því sem vel er gert og veita viðurkenningar. Vörur sem fá viðurkenningar frá þeim eru sérmerktar og litið er á viður- kenninguna sem gæðastimpil. Þeir gefa einnig út blað sem er stærsta og öflugasta blað um hönnun á Norðurlöndunum. - Er Svíþjóð það Norðurland þar sem mest og best er unnið að hönnunarmálum? Þessi mál eru mest áberandi i Finnlandi. Þar eru til dæmis haldnar merkilegar ráðstefnur um hönnun fyrir framtíðarsamfé- lagið. Vel er gert við hönnun í Finnlandi enda njóta þeir góðs af því. Miklu fjármagni er til dæmis veitt í hönnunarskólann þeirra sem er vafalaust sá glæsi- legasti á Norðurlöndum og einn sá glæsilegasti í heimi. Það að vera hönnuður í Finnlandi og á hinum Norðulöndunum er virð- mgarverð staða öfugt við hér á Islandi. í dag flokka menn hönnun frá Norðurlöndunum ekki niður eftir löndum heldur er talað um nor- ræna hönnun sem hefur ein- hveija ákveðna ímynd- í hugum fólks. Það er það sem við í þess- um heiðursfélagahóp munum reyna að koma á framfæri í okk- ar samstarfi. - Hvernig er norræn hönnun? Einkenni hennar eru hreinar línur, vönduð vinnubrögð og gott hráefni. Hún hefur yfir sér ákveðinn styrk og ferskleika og er traustvekjandi. Þú hefur aldrei á tilfinningunni að það sé verið að plata þig. Þessi vara hefur hingað til verið dýr og menn hafa viljað borga fyrir hana en nú eru fyrirtæki eins og Ikea búin að breyta ímyndinni á þann hátt að auk þess að vara sé traust þá er hún líka ódýr. - Hvernig er mál- um háttað í hönnun á Islandi í dag? I dag er markaðurinn alveg sérstaklega hentugur okkur því neytendur hafa hópað sig saman í miklu minni einingar og þarfirn- ar eru orðnar miklu sérhæfðari. ►Ásrún Krisljánsdóttir er 47 ára Reykvíkingur. Hún út- skrifaðist árið 1972 frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands. Hún nam textílhönnun við Listaháskólann í Stokkhólmi og útskrifaðist þaðan árið 1976. Hún kenndi við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti í tíu ár og var með í mótun lista- brautar við skólann. Frá 1986 hefur hún verið deildarstjóri textíldeildar MHI og unnið að endurmótun hennar. Hún hef- ur gegnt formennsku í Textíl- félaginu og er núverandi for- maður Forms íslands. Hún hefur unnið að sjálfstæðri text- ílhönnun og myndlist og hefur haldið tvær einkasýningar á þeim vettvangi og tekið þátt í samsýningum. Hún er ógift og á tvö börn 15 og 17 ára. Akkilesarhæll okkar er samt sá að framleiðsluflóran er ekki nógu fjölbreytt og gefa þarf meiri gaum að litlu fyrirtækjunum. - Hvernig getur hönnuðurinn komið að því máli? Það er fólk úti í heimi sem hefur það að atvinnu að hanna fyrirtæki, bæði umhverfi og klæðnað starfsmanna meðal ann- ars, og enn aðrir hönnuðir koma að hönnun framleiðslunnar. Is- lendingar hafa alls ekki áttað sig á því hvernig á að nota hönnuði. Við erum mörgum árum á eftir tímanum miðað við nágranna- löndin í þessu. íslensk stjórnöld styðja við bakið á litlum fyrir- tækjum í dag í einhveijum mæli en mér finnst skorta að sett séu skilyrði um samvinnu við hönnuð um skipulagningu fyrirtækisins, umbúnað þess og þörf á fram- leiðslunni eins og gert er í ná- grannalöndunum. - Hvernig er starf- semi Forms íslands háttað? Félagið var stofnað árið 1985 af hönnuð- um og áhugafólki um hönnun, Aðildarfélög þess eru öll félög hönnuða, auk annarra, alls tíu talsins. Núverandi stjórn hefur unnið mjög markvisst og mikið í eitt ár að mótun stefnu og skoðað hvernig málum hönn- uða verður best komið. Við höf- Markaðurinn er sérlega hentugur ís- lendingum Þessvegna hafa svo mörg meðal- stór fyrirtæki í heiminum orðið öflug á síðustu árum. Þau fyrir- tæki sem sýna mestan hagnað síðustu ár í hinum vestræna heimi eru þau sem hafa kannski bara 10 starfsmenn og þetta er sú stærð sem hentar okkur ís- lendingum alveg einstaklega vel. um gengið fram í því að fá að- stöðu fyrir félagið og hálfan starfsmann en hefur ekki tekist ennþá, illu heilli, því það er ævin- týralega mikið starf framundan í þessum málum. Félagið tekur einnig þátt í mörgum sýningun erlendis og er í góðum sambönd- um við erlend félög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.