Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 56
<Q> AS/400 er... ...mest selda fjölnotenda viðskiptatölvan í dag MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Kjörsókn svipuð o g ífyrra ÚTLIT var fyrir um miðjan dag í gær að kjörsókn í Reykja- vík yrði svipuð í forsetakosn- ingunum og í alþingiskosning- unum á síðasta ári. 14.704 höfðu greitt atkvæði í Reykja- vík kl. 13, en það er 18,5% kjör- sókn. í fyrra var kjörsókn í Reykjavík 18,9% á hádegi. í Grímsey höfðu 65% kjósenda greitt atkvæði á hádegi og búist var við að kosningu lyki þar milli kl. 2 og 3. Kjörsókn í Reykjaneskjör-' dæmi var 7,1% kl. 11. Mest var kjörsóknin í Kópavogi, en minnst á Kjalarnesi. Á hádegi höfðu 7% kjósenda kosið í Vestmannaeyjum. Á Selfossi var kjörsókn 17% og 19% í Hveragerði. Á Akureyri höfðu 1.578 greitt atkvæði kl. 12 en það er 14,6% kjörsókn. I síðustu alþingiskosningum var kjörsókn þar orðin 11% á hádegi. Á Dalvík var kjörsókn orðin tæplega 13% kl. 12. Á Akranesi var kjörsókn 16% kl 12:30. í Borgarnesi höfðu 360 greitt atkvæði kl. 13:30 eða 24% af þeim sem eru á kjörskrá. I Vestfjarðakjördæmi var kjörsókn orðin rúmlega 20% um hádegið. í ísafjarðarbæ höfðu 183 greitt atkvæði á kjörstað og 546 utankjörfund- aratkvæði höfðu borist, þannijg að 23% höfðu greitt atkvæði. I Bolungarvík höfðu um 21,5% kjósenda greitt atkvæði, og í Vesturbyggð höfðu 17,8% greitt atkvæði. í Austfjarðakjördæmi var kjörsókn orðin um 15% á há- degi í gær. Guðfinnur KE með 106 tonn af rækju eftir 25 daga Hásetahluturmn um ein milljón króna Grindavík, Morgunblaðið Morgunblaðið/Frímann Ólafsson SIGURÐUR Friðriksson skipstjóri á Guðfinni KE. Kreddur ráða ferðinni ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að ársfundur Alþjóða- hvalveiðiráðsins, sem lauk í Aberdeen í Skotlandi í fyrradag, muni ekki hafa áhrif á það hvaða afstöðu Islend- ingar kunni að taka í hvalveiðimálum í framtíðinni. „Það hefur greinilega lítið breyst innan Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þessi fundur er einungis endurómun af því sem hefur verið að gerast þar á und- anförnum árum. Meirihluti ráðsins hefur tekið ákvörðun um það að bijóta stofnsamþykktina, þ.e. hval- veiðisáttmálann, og virða hana að vettugi, en þar er skýrt kveðið á um að markmið samtakanna er að vernda og nýta hvalastofna. Ráðið hefur í reynd hafnað öllum vísindalegum vinnubrögðum og lætur kreddur ráða ferðinni." Þorsteinn Sagði aðspurð- ur að niðurstöður ársfundar Alþjóða- hvalveiðiráðsins nú hefðu ekki áhrif á það til eða frá hvaða afstöðu ís- lensk stjórnvöld kynnu að taka í hval- veiðimálum. „Ég held að menn verði að taka afstöðu hér heima í ljósi allra að- stæðna og heildarhagsmuna okkar ög auðvitað taka tillit til hins alþjóð- lega umhverfis," sagði hann. GUÐFINNUR KE 19 kom til hafn- ar í Sandgerði á föstudagskvöldið með 14 tonn af rækju sem er met- afli á rækju. Veðrið skartaði sínu fegursta. Sigurður Friðriksson er skipstjóri á Guðfinni, landsþekkt aflakló, og gerir hann einnig út. „Við byijuðum á rækjunni eftir sjómannadaginn 4. júní og þetta hefur gengið þokka- lega síðan. Ég hef aldrei komið með slíkan afla á land en var með 13 tonn um daginn," sagði Sigurður, eða Diddi Frissa eins og hann er kallaður, í bryggjuspjalli við Morg- unblaðið. Með þessum afla hefur Guðfmnur komið með 106 tonn af rækju til lands frá því í byijun júní sem verð- ur að teljast mjög góður afli. Til viðmiðunar má nefna að bátur sem gerir út á sömu slóðir eða á rækju- slóð við Eldey hefur fengið rúm 50 tonn á sama tíma og telst gott. „Ég veit svo sem ekki hvað er á bak við hjá mér, þetta er svona á hveiju ári. Það er búið að breyta bátnum með því að lengja hann og breikka og svo var sett ný og öflugri vél og perustefni þannig að þetta er gott skip. Þá er skipshöfnin mjög samhent og búin að vera lengi við þetta. Við erum til dæmis að fara upp í sveit að skemmta okkur í fyrramálið flaugardagsmorgun]. Það getur vel verið að þetta sé met en ég spái ekki svo mikið í það og við reiknum mánuðinn í hlut aldrei fyrr en hann er búinn," sagði Sigurður aðspurður um hvort áhöfnin hefði það ekki gott hjá honum. Hann bætti því við að rækj- an væri seld á föstu verði til Bíldu- dals, 90 krónur á kílóið, og síðan gæti hver reiknað fyrir sig. Gróft áætlað þýðir þetta að aflinn gaf af sér rúmar 1,2 milljónir og 106 tonn gefa af sér 9,5 milljónir það sem af er mánuðinum í 11 lönd- unum þannig að hásetahluturinn í mánuðinum er nærri 1 milljón króna. „Það er n\jög góð rækjuveiði á Eldeyjarmiðunum núna og þar er fjöldi báta við veiðar,“ sagði Sigurð- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.