Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ1996 41 BREF TIL BLAÐSINS Ásdís Erlingsdóttir Frá Ásdísi Erlingsdóttur: ÉG LAS grein eftir fr. Jóhönnu Sig- urðardóttur í Mbl. 14.6. sl. með fyrir- sögn: Þrígreining vaids í íslensku þjóðfélagi í hættu. í fyrstu málsgrein talar Jóhanna m.a. um veikleika löggjafarvaldsins gagnvart fram- kvæmdavaldi lög- gjafans, ráðherr- um, og álítur hún það umhugsunar- efni gagnvart lýð- ræðinu. Það er mín skoð- un að veikleiki lög- gjafans gagnvart yfirgangi fram- kvæmdavaldsins sé vegna setu ráð- herra á Alþingi en framkvæmda- valdið á ekki að vera lögjafinn. Síð- an áréttar Jóhanna orð sín og segir að ríkisstjórnin noti sinn mikla meiri- hluta á Alþingi til að keyra í gegn um þingið mál sem felur í sér aftur- hvarf til fortíðar (tilv. stytt). Það er mín skoðun að tillitssemi meirihluta alþingismanna við minnihluta sé hálfvelgjupólitík og svik við kjósend- ur. Ef þeir hafi meirihluta þá standi þeir við gefin kosningaloforð. Embættismenn ráða ferðinni. Þríeining valdsins í málsgr: Embættismenn ráða ferðinni segir Jóhanna m.a.: Hinir Sýnir hugrekki Jóhönnu lýðræðislega kjörnu fulltrúar á lög- gjafarsamkomunni, jafnvel þingmenn í stjórnarliðinu, ráða litlu um gang mála eða þá löggjöf er sett er á Al- þingi. Stjórnarfrumvörpin eru samin af embættismönnum ráðuneytanna, sem oft sveigja veiklundaða ráðherra til fylgis við sín sjónarmið. í málsgr.: Þríeining valdsins í lög- gjafar-, framkvæmda- og dómsvald, að verða stafurinn einn. Jóhanna segir: Þannig eru 80-90% af löggjöf Islendinga verk embættismanna stjórnkerfisins, bæði frumvarps- smíðin sjálf og breytingar í meðför- um Alþingis, en ekki þeirra sem kosnir eru til að setja landinu lög. Það er mín skoðun að embættis- menn ráðuneytanna eigi ekki að koma nálægt að semja stjórnarfrum- vörp eða frumvörp, heldur eigi þing- menn og ráðherrar að kaupa út þá vinnu hjá hinum ýmsu fagmönnum hveijum á sínu sviði. Jóhanna. segir: Eftir því sem rík- isstjórnin hefur fleiri þingmenn á bak við sig, virðist þingið verða meira framkvæmdavaldsþing þar sem ríkisstjórnin ræður öllu sem þar er samþykkt. Þessi þróun er orðin hættuleg lýðræðinu (tilv. stytt.) I sambandi við þessi orð Jóhönnu álít ég að þetta fyrirkomulag verði ekki lagfært fyrr en með breyttri stjórnskipan þ.e.a.s. að fram- kvæmdavaldið sitji ekki á Alþingi. Stjórnlagaþing skýrari skil Síðasta málsgr. Stjórnlagaþing - skýrari skil milli löggjafar og fram- kvæmdavalds: Jóhanna vitnar í hug- myndir Vilmundar heitins Gylfason- ar, að kjósa framkvæmdavaldið beinni kosningu til að fá skýrari skil milli framkvæmdavalds og lög- gjafarvalds. Sannarlega var Vil- mundur Gylfason fijór í hugsun og stórhuga maður og ég er sammála að framkvæmdavald Alþingis sé þjóðkjörið og sitji ekki á Alþingi. En það er mín skoðun, að forseta- embætti íslands sé meira traustvekj- andi höfuð framkvæmdavalds Al- þingis en forsætisráðherraembættið. En tii þess að fyrirbyggja ábyrgðar- leysi í stjórnarafhöfnum verður höf- uð framkvæmdavalds að skipa (velja) sína ráðherra. Annars gæti forseti eða forsætisráðherra sagt: Þjóðin kaus þennan eða hinn til að starfa með mér svo ekki er von á góðu. Jóhanna segir: Einnig tel ég rétt að skoða aftur frumvarp til stjórn- skipunarlaga sem ég flutti fyrir tveimur árum á Alþingi um að efna Honda Civic 5 dyra 90 hestöfl traustur fjölskyldubíll Honda Civic 3ja dyra 90 hestöfl glæsilegur sportbíll Honda Accord 1.8i 115 hestöfl uppfyllir kröfur vandlátra sumartilboö fallegustu bílarnir nú meö meiri búnaði 1.384.000.- staögreitt á götuna innifalið umfram staðalbúnað - álfelgur - vindskeið - þjófavörn - samlitir stuðarar 1.3??.000.- staögreitt á götuna innifalið umfram staðalbúnað - álfelgur - þjófavörn - geislaspilari - 1 50 w hátalarar 1.749.000.- staögreitt á götuna innifalið umfram staðalbúnað - álfelgur - vindskeið - þjófavörn Umboösaðilar Honda á Akureyri: Höldur hf., Tryggvabraut 12, S: 461 3000 á Egilsstöðum: Bila- og Búvélasalan ehf., Miðási 19, S: 471 2011 í Keflavík: Bilasalur Suöurnesja., Grófinni 8, S: 421 1200 H) VATNAGARÐAR24 S: 568 9900 skuli til stjórnlagaþings, sem skipað yrði þjóðkjörnum fulltrúum öðrum en alþingismönnum. Stjórnlagaþing hefði einnig það hlutverk að endur- skoða stjórnarskrána í heild sinni s.s. kosningalöggjöfina, aukin rétt til þjóðaratkvæðis, skýrari skil milli löggjafar- og framkvæmdavalds. Tillögur stjórnlagaþings verða síðar bornar undir bindandi þjóðarat- kvæðagreiðslu (tilv. stytt). Ég er innilega sammála Jóhönnu að efna skuli til stjómlagaþings m.a. til að endurskoða dönsk-ættuðu stjórnarskrána og semja fyrir ís- lenska lýðveldið íslenska stjórnar- skrá. í þessu tilfelli: íslenskt Já takk. Það er mín skoðun að jafnhliða stjórnlagaþingi skipi Alþingi fræði- og útskýringarnefnd fyrir fólkið í landinu og samhliða viðhafðar skoð- anakannanir um stærstu málin til að kanna hug fólksins þó að endan- leg ákvörðun mundi byggjast á þjóð- kjörnum stjórnlagaþingmönnum. Að sinni Ég er þakklát Jóhönnu fyrir henn- ar frumkvæði og atorkusemi að fræða mig almenning, hlúa að og vemda mannréttindi fólksins gagn- vart stjórnvöldum.' Ekkert þjóð- skipulag er til án stjórnvalds og það sýnir hugrekki Jóhönnu, þar sem hún er einn hlekkurinn í stjórnvaldi landsins. ÁSDÍS ERLINGSDÓTTIR, húsmóðir í Garðabæ. KVISTHAGI 6 EINSTOK EIGN Á BESTA STAÐ í VESTURBÆNUM Opiö hús kl. 13—17 í dag, sunnudag.og kl. 17—19 mánudagUm er að ræöa hæð og ris í þessu glæsilega húsi, áður vinnustofa Finns Jónssonar, listmálara. Hús og íbúð er allt endurnýjaö. Allar lagnir, gluggar, þak o.fl. er nýtt. Fallegt útsýni. Bílskréttur. íb. verður innréttuð í samráði við kau- panda. Verð frá 11,5 - 12,9 millj. Skeifan, fasteignamiölun, Suöurlandsbraut 46, sími 568 5556. Abyrg þjónusta í áratugi Sími 588 9090 - Fax 588 9095 Síðumúli 21. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Laugarnesvegur 108 — opið hús Falleg 3ja herb. 73 fm íb. í fjölbhúsi. íb. fylgir herb. í kj. (b. hefur verið standsett á smekklegan hátt. Suðursval ir. Lögn f. þvottavél í íb. Glæsilegt útsýni. Áhv. 3,7 millj. Einar Þór sýnir íb. í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 16. Verð 6,9 millj. 6371. Tunguheiði 8 — opið hús Góð 80,6 fm íb. á neðri hæð í fallegu fjórbýli. Nýmálað hús og fallegur garður. Mögul. á hagst. lánum 4,2 millj. Guðrún og Bergur sýna íb. í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 17. Verð 6,4 millj. 6399. Hagamelur 34 — opið hús Björt og vel skipulögð 5 herb. 113,5 fm íb. á efstu hæð í fjórbýli. Góðar stofur og 3 svefnherb. Tvennar svalir. Geymsluris. íb. er til sýnis í dag, sunnudag, kl. 17—19 (Ríta). 4846. Laxakvísl 4 Af sérstökum ástæðum er til sölu 5-6 herb. íbúð (hæð og 1/2 ris) í litlu fjölbýlishúsi á þessum vinsæla stað. Eignin er nánast fullbúin. Mjög góð sameign. Verð 10,8 millj. Nánari upplýsingar veitir: Bjarni Lárusson hdl., Bæjarhrauni 2 - 220 Hafnarfjörður. Sími: 565 3222 - bréfsími: 565 3244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.