Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ1996 41
BREF TIL BLAÐSINS
Ásdís
Erlingsdóttir
Frá Ásdísi Erlingsdóttur:
ÉG LAS grein eftir fr. Jóhönnu Sig-
urðardóttur í Mbl. 14.6. sl. með fyrir-
sögn: Þrígreining vaids í íslensku
þjóðfélagi í hættu.
í fyrstu málsgrein talar Jóhanna
m.a. um veikleika
löggjafarvaldsins
gagnvart fram-
kvæmdavaldi lög-
gjafans, ráðherr-
um, og álítur hún
það umhugsunar-
efni gagnvart lýð-
ræðinu.
Það er mín skoð-
un að veikleiki lög-
gjafans gagnvart
yfirgangi fram-
kvæmdavaldsins sé vegna setu ráð-
herra á Alþingi en framkvæmda-
valdið á ekki að vera lögjafinn. Síð-
an áréttar Jóhanna orð sín og segir
að ríkisstjórnin noti sinn mikla meiri-
hluta á Alþingi til að keyra í gegn
um þingið mál sem felur í sér aftur-
hvarf til fortíðar (tilv. stytt). Það er
mín skoðun að tillitssemi meirihluta
alþingismanna við minnihluta sé
hálfvelgjupólitík og svik við kjósend-
ur. Ef þeir hafi meirihluta þá standi
þeir við gefin kosningaloforð.
Embættismenn ráða ferðinni.
Þríeining valdsins
í málsgr: Embættismenn ráða
ferðinni segir Jóhanna m.a.: Hinir
Sýnir hugrekki Jóhönnu
lýðræðislega kjörnu fulltrúar á lög-
gjafarsamkomunni, jafnvel þingmenn
í stjórnarliðinu, ráða litlu um gang
mála eða þá löggjöf er sett er á Al-
þingi. Stjórnarfrumvörpin eru samin
af embættismönnum ráðuneytanna,
sem oft sveigja veiklundaða ráðherra
til fylgis við sín sjónarmið.
í málsgr.: Þríeining valdsins í lög-
gjafar-, framkvæmda- og dómsvald,
að verða stafurinn einn. Jóhanna
segir: Þannig eru 80-90% af löggjöf
Islendinga verk embættismanna
stjórnkerfisins, bæði frumvarps-
smíðin sjálf og breytingar í meðför-
um Alþingis, en ekki þeirra sem
kosnir eru til að setja landinu lög.
Það er mín skoðun að embættis-
menn ráðuneytanna eigi ekki að
koma nálægt að semja stjórnarfrum-
vörp eða frumvörp, heldur eigi þing-
menn og ráðherrar að kaupa út þá
vinnu hjá hinum ýmsu fagmönnum
hveijum á sínu sviði.
Jóhanna. segir: Eftir því sem rík-
isstjórnin hefur fleiri þingmenn á
bak við sig, virðist þingið verða
meira framkvæmdavaldsþing þar
sem ríkisstjórnin ræður öllu sem þar
er samþykkt. Þessi þróun er orðin
hættuleg lýðræðinu (tilv. stytt.)
I sambandi við þessi orð Jóhönnu
álít ég að þetta fyrirkomulag verði
ekki lagfært fyrr en með breyttri
stjórnskipan þ.e.a.s. að fram-
kvæmdavaldið sitji ekki á Alþingi.
Stjórnlagaþing skýrari skil
Síðasta málsgr. Stjórnlagaþing -
skýrari skil milli löggjafar og fram-
kvæmdavalds: Jóhanna vitnar í hug-
myndir Vilmundar heitins Gylfason-
ar, að kjósa framkvæmdavaldið
beinni kosningu til að fá skýrari
skil milli framkvæmdavalds og lög-
gjafarvalds. Sannarlega var Vil-
mundur Gylfason fijór í hugsun og
stórhuga maður og ég er sammála
að framkvæmdavald Alþingis sé
þjóðkjörið og sitji ekki á Alþingi.
En það er mín skoðun, að forseta-
embætti íslands sé meira traustvekj-
andi höfuð framkvæmdavalds Al-
þingis en forsætisráðherraembættið.
En tii þess að fyrirbyggja ábyrgðar-
leysi í stjórnarafhöfnum verður höf-
uð framkvæmdavalds að skipa
(velja) sína ráðherra. Annars gæti
forseti eða forsætisráðherra sagt:
Þjóðin kaus þennan eða hinn til að
starfa með mér svo ekki er von á
góðu.
Jóhanna segir: Einnig tel ég rétt
að skoða aftur frumvarp til stjórn-
skipunarlaga sem ég flutti fyrir
tveimur árum á Alþingi um að efna
Honda Civic 5 dyra 90 hestöfl
traustur fjölskyldubíll
Honda Civic 3ja dyra 90 hestöfl
glæsilegur sportbíll
Honda Accord 1.8i 115 hestöfl
uppfyllir kröfur vandlátra
sumartilboö
fallegustu bílarnir nú meö meiri búnaði
1.384.000.-
staögreitt á götuna
innifalið umfram staðalbúnað
- álfelgur
- vindskeið
- þjófavörn
- samlitir stuðarar
1.3??.000.-
staögreitt á götuna
innifalið umfram staðalbúnað
- álfelgur
- þjófavörn
- geislaspilari
- 1 50 w hátalarar
1.749.000.-
staögreitt á götuna
innifalið umfram staðalbúnað
- álfelgur
- vindskeið
- þjófavörn
Umboösaðilar Honda
á Akureyri: Höldur hf., Tryggvabraut 12, S: 461 3000
á Egilsstöðum: Bila- og Búvélasalan ehf., Miðási 19, S: 471 2011
í Keflavík: Bilasalur Suöurnesja., Grófinni 8, S: 421 1200
H)
VATNAGARÐAR24
S: 568 9900
skuli til stjórnlagaþings, sem skipað
yrði þjóðkjörnum fulltrúum öðrum
en alþingismönnum. Stjórnlagaþing
hefði einnig það hlutverk að endur-
skoða stjórnarskrána í heild sinni
s.s. kosningalöggjöfina, aukin rétt
til þjóðaratkvæðis, skýrari skil milli
löggjafar- og framkvæmdavalds.
Tillögur stjórnlagaþings verða síðar
bornar undir bindandi þjóðarat-
kvæðagreiðslu (tilv. stytt).
Ég er innilega sammála Jóhönnu
að efna skuli til stjómlagaþings m.a.
til að endurskoða dönsk-ættuðu
stjórnarskrána og semja fyrir ís-
lenska lýðveldið íslenska stjórnar-
skrá. í þessu tilfelli: íslenskt Já takk.
Það er mín skoðun að jafnhliða
stjórnlagaþingi skipi Alþingi fræði-
og útskýringarnefnd fyrir fólkið í
landinu og samhliða viðhafðar skoð-
anakannanir um stærstu málin til
að kanna hug fólksins þó að endan-
leg ákvörðun mundi byggjast á þjóð-
kjörnum stjórnlagaþingmönnum.
Að sinni
Ég er þakklát Jóhönnu fyrir henn-
ar frumkvæði og atorkusemi að
fræða mig almenning, hlúa að og
vemda mannréttindi fólksins gagn-
vart stjórnvöldum.' Ekkert þjóð-
skipulag er til án stjórnvalds og það
sýnir hugrekki Jóhönnu, þar sem
hún er einn hlekkurinn í stjórnvaldi
landsins.
ÁSDÍS ERLINGSDÓTTIR,
húsmóðir í Garðabæ.
KVISTHAGI 6
EINSTOK EIGN Á BESTA STAÐ í VESTURBÆNUM
Opiö hús kl. 13—17 í dag, sunnudag.og kl. 17—19 mánudagUm er að
ræöa hæð og ris í þessu glæsilega húsi, áður vinnustofa Finns Jónssonar,
listmálara. Hús og íbúð er allt endurnýjaö. Allar lagnir, gluggar, þak o.fl.
er nýtt. Fallegt útsýni. Bílskréttur. íb. verður innréttuð í samráði við kau-
panda. Verð frá 11,5 - 12,9 millj.
Skeifan, fasteignamiölun,
Suöurlandsbraut 46,
sími 568 5556.
Abyrg þjónusta í áratugi
Sími 588 9090 - Fax 588 9095
Síðumúli 21.
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali.
Laugarnesvegur 108 — opið hús
Falleg 3ja herb. 73 fm íb. í fjölbhúsi. íb. fylgir herb. í kj. (b. hefur verið
standsett á smekklegan hátt. Suðursval ir. Lögn f. þvottavél í íb.
Glæsilegt útsýni. Áhv. 3,7 millj. Einar Þór sýnir íb. í dag, sunnudag,
milli kl. 14 og 16. Verð 6,9 millj. 6371.
Tunguheiði 8 — opið hús
Góð 80,6 fm íb. á neðri hæð í fallegu fjórbýli. Nýmálað hús og fallegur
garður. Mögul. á hagst. lánum 4,2 millj. Guðrún og Bergur sýna íb. í dag,
sunnudag, milli kl. 14 og 17. Verð 6,4 millj. 6399.
Hagamelur 34 — opið hús
Björt og vel skipulögð 5 herb. 113,5 fm íb. á efstu hæð í fjórbýli. Góðar
stofur og 3 svefnherb. Tvennar svalir. Geymsluris. íb. er til sýnis í dag,
sunnudag, kl. 17—19 (Ríta). 4846.
Laxakvísl 4
Af sérstökum ástæðum er til sölu 5-6 herb. íbúð (hæð og 1/2 ris) í
litlu fjölbýlishúsi á þessum vinsæla stað. Eignin er nánast fullbúin.
Mjög góð sameign. Verð 10,8 millj.
Nánari upplýsingar veitir:
Bjarni Lárusson hdl.,
Bæjarhrauni 2 - 220 Hafnarfjörður.
Sími: 565 3222 - bréfsími: 565 3244.