Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ þökkum þeim góða viðkynningu og hversu vel þau reyndust móður sinni. Þeirra starf var fórnfúst en unnið af alúð, vinsemd og virðingu. Sést það best á því að hún fékk að halda sitt heimili fram á síðasta dag. Blessuð sé minning hennar. Kveðja frá MS-heimilinu. Mig langar að minnast vinkonu minnar og skjólstæðings sem eg lít á sem aðdáunarverða hetju. 1 þau fjögur ár sem mér lánaðist að þekkja Jónu Öllu minnkaði það álit ekki - fyrir hennar jákvæðu viðorf og geisl- andi persónuleika gat hún alltaf slegið á létta strengi og samferða- fólk hennar hér á MS-heimilinu hlakkaði alltaf til samveru við hana. Hún vissi mæta vel að það tæki ákveðin ár að draga úr hennar lík- amsorku, en það hafði svo sann- arlega engin áhrif á hennar hugar- orku. Ég geri mér grein fyrir því að það er ekkert sjálfsagt að vera hetja, og fólk falli saman og verði jafnvel biturt þegar það finnur að það eigi aldrei eftir að lifa aftur eðlilegu lífi, vera upp á aðra komið, þiggja ölmusu þjóðfélagsins sem er núna að skera niður í bitum þá hjálp sem þetta fólk þarf til að halda sinni sjálfsvirðingu, missir jafnvel maka sína og þau fjölskyldutengsl sem eru forsenda fyrir andlegri vellíðan. Fólk er misjafnlega í stakk búið til að kyngja slíku. Við megum alveg virða þetta fólk meir og setja okkur í þess spor. Jóna Alla barðist fyrir að halda velli, þrátt fyrir erfið og ömurleg höft og henni tókst það því hún var þessi hetja. Hún var líka lánsöm, hún átti frábær börn, íjölskyldu og vini. Jafnvel þær sem unnu í heimil- ishjálpinni urðu hennar góðvinir. Þeim öllum og þeim sem elskuðu Jónu Öllu sendi ég mínar samúðar- kveðjur. Far þú vel, vina. Agnes. Á bjartasta tíma ársins á Jóns- messunni kvaddi æskuvinkona mín, Jóna Alla. Hún fékk að fara eins og hún sjálf hafði óskað sér, á heim- ili sínu á meðal barna sinna. Það var bjart í kringum hana og yfir henni hvíldi friðsæld og fegurð. Hún barðist hetjulega við alvar- legan sjúkdóm sem greindist fyrir rúmum 8 árum og sýndi ótrúlegan styrk og æðruleysi. Minningarnar streyma fram í hugann frá æskuárum okkar á Akra- nesi. Þá voru margar ferðirnar farn- ar þegar við fylgdum hvor annarri fram og til baka milli heimila okkar í Merkigerði og á Heiðarbraut, því alltaf þurftum við að tala ofurlítið meira saman. Við Jóna Alla fórum saman í fyrstu utanlandsferðina okkar 17 ára gamlar, sigldum með Heklu til Kaupmannahafnar. Á þeim tímum var það ekki algengt að ungar stúlk- ur færu í slíkar „reisur" en ferðin varð okkur ævintýri sem við rifjuð- um oft upp síðar. Vináttuböndin sem við bundumst í æsku voru sterk, Jóna Alla var tryggur og sannur vinur sem alltaf var til staðar. Áhugi hennar fyrir öllu því sem varðaði vini hennar i stóru og smáu og umhyggja var svo einkennandi fyrir hana. HRAUNBERGS APÓTEK Hraunbergi 4 INGÓLFS APÓTEK Kringlunni 8-12 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Ingólfs Apótek MIIMNINGAR Lífið var Jónu Öllu ekki áfalla- laust, en stærsta áfallið var þegar sjúkdómurinn MND greindist, þá fannst okkur vinunum erfitt að sætta okkur við hlutskipti hennar. Það hefur verið sárt en dýrmæt reynsla að upplifa á hvern hátt þessi hugrakka og sterka kona brást við veikindumim. Jóna Alla var falleg og glæsileg kona sem hafði þessa sterku útgeislun og persónutörfa. Með glaðlyndi sínu, félagslyndi og brennandi áhuga fyrir öllu því sem varðaði þá sem voru umhverfis hana eignaðist hún alls staðar vini. Starfs- menn í heimahjúkrun og heimaþjón- ustu sem komu á heimilið til að annast um Jónu Öllu urðu allir vinir hen'nar. Hún hafði svo mikið að gefa okkur öllum. Ég minnist ungrar stúlku sem kom á heimili Jónu Óllu til aðstoðar. Ég keyrði hana heim einn dag og ég sagði henni hvað ég væri þakklát að vita af henni hjá Jónu Öllu. Svar hennar var: „Þú veist ekki hvað hún Jóna Alla er búin að gera mikið fyrir mig, hún hefur bjargað sambúð minni“. Þann- ig var Jóna Alla. Þegar ég kom í heimsókn til hennar urðu mín eigin vandamál svo léttvæg og hversdags- leg frammi fyrir öllu hennar æðru- leysi. Það var einlæg ósk Jónu Öllu að geta áfram búið á heimili sínu með börnum sínum, þrátt fyrir hrakandi heilsu. Einnig var það vilj og ósk barna hennar, íjölskyldu og vina. Góðir starfsmenn heimaþjónustu og heimahjúkrunar veittu ríkulegan stuðning. Fyrir ári veiktist Jóna Alla alvar- lega, en lífsviljinn var sterkur, hún fékk eitt ár til viðbótar. Hún fékk tækifæri til að fylgjast með litlu dótturdótturunni Álexöndru og það fæddist nýtt barnabarn, sonur Áx- els, Halldór Axel. Þessi tími veitti okkur tækifæri tii að sættast við það sem framundan var og skilja þegar þú, Jóna Alla, varst tilbúin. Nú ertu gengin á móts við birtuna og sólskin- ið sem þú þráðir. Elsku vinkona, þakka þér fyrir allt sem þú varst mér, allar þína tryggð og umhyggju fyrir okkur Ástu. Elsku íris, Jón, Einar, Axel og Kristín, systurnar Gunnur og Lovísa, orð eru svo fátækleg en ég veit að tómið er stórt, en minningin lifir um einstaka ástríka móður, tengdamóð- ur og systur. Sigrún Karlsdóttir. SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ1996 35 Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík * Sími 553 1099 Opið öll kvöld til kl. 22 - cinnig um hclgar. Skreytingar fyrír öll tílefni. Gjafavörui : KIA jeppi á frábæru verði, plús aukabúnaður! - Hverjum kia jeppa fylgir plúspakki að verðmæti 171.900. Staðalbúnaður KIA er m.a.:^ Hátt og lágl drif^ Rafmagnsrúður^Aflstýri ► Veltistýri ► Samlæsingar ► Útvarp með segulbandi ► Rafstýrðir útispeglar ► Litað gler KIA ! Kemiir út í plús ! KIA Sportage 5 dyra handskiptur m/ plúspakka: 1.998.000 KIA Sportage 5 dyra sjálfskiptur m/ plúspakka: 2.141.000 IHI HEKLA SÍMI 569 5500 Hönnun: Rúna • Ljósmynd: Magnús Hjörleifsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.