Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Texas Jesús. Morgunblaðið/Þorkell Einskonar kabarettsveit PAVAROTTI hefur ekki matarást á Nicolettu. Heimakært kærustupar TONLIST Geisladiskur JÆJA VINUR Jæja vinur, geisladiskur hljómsveit- arinnar Texas Jesús. Hljómsveitina skipa Jonni, sem leikur á trommur og sitthvað fleira slagverk, Lára, sem leikur á trompet, Matti, sem ieikur á hljómborö, Siggi, sem syngur og leikur á ýmlslegt slagverk, Sverrir, sem leikur á bassa meðal annars, og Þröstur, sem leikur á gítar. Lög eru flest eftir Jonna, Láru, Matta, Sigga, Sverri, Einar og Þröst. Geimsteinn gefur út. 50,07 mín., 1.999 kr. KEFLAVÍKURSVEITIN Texas Jesús hefur jafnan vakið athygli fyrir tónleika sína því hún er engu lík þegar best lætur. Meðal sér- kenna hennar er að hún getur brugðið sér í gervi einskonar kaba- rettsveitar austan úr Evrópu; lík- lega spilaði slík hljómsveit á pluss- klæddum bamum á Hotel Inter- continetal í Zagreb á sjöunda ára- tugnum; Fýlukarl eða eitthvað líkt því gæti hafa hljómað þar, eða Þýðingarmikill hósti fyrir Baldur sem vitnar af list í Don’t fence me in, eða jafnvel Skógarhöggslagið, þar sem gítarleikari fer á kostum í smekklegum einleikskafla. Ijölmörg fyrirtaks lög má finna á þessum disk Texas Jesús. Þannig er Ástardúettinn bráðskemmtileg- ur, Riddaralagið, sem Fróði Finns- son samdi með sveitinni er og prýði- legt lag, en hefði mátt skreyta með söng. Vel er líka farið með lagið Lamb í grænu túni af sígildri smá- skífu Halldórs Kristinssonar og Dýrin í Hálsakoti er hreint afbragð. Fleiri góð lög eru áðurnefnd Þýðing- armikill hósti fyrir Baldur og Skóg- arhöggslagið, en einnig er vert að geta Litlu jólanna, sem eru heill- andi í einfaldleika sínum. Á milli eru aftur á móti lög með hallærislegum enskum kímnitext- um, lög sem hljómuðu kannski vel heima í skúr, en spilla plötunni til muna. Ett slíkt er There was a frog og annað How to succeed in the world of disco without really trying; eitt af þessum hallærislegu lögum sem eru pínleg við fyrstu hlustun og óbærileg eftir það. Sumir ensku textarnir eru einfaldlega illa ortir: „SometimeS my flea / gets so hungry / then I lay away from a shower / that gives it a smashing power.“ Annað lag sem stingur í stúf er „Flower in my vains“, lík- lega stafsetningarvilla frekar en orðaleikur. Með smá aga hefði þessi skífa getað orðið hreint afbragð, en það verður að bíða næstu plötu sveitar- innar. Á stafrænni öld eiga menn þó ekki í vandræðum með að for- rita geislaspilarann til að spila bara það bitastæða. Illa kann ég því að hafa engar upplýsingar um hljómsveitarmeð- limi aðrar en að „Jonni“ hafi gert þetta og „Matti“ hitt. Ekki er held- ur gott að átta sig á inngangi bækl- ingsins sem fylgir plötunni; hvað er „sjónrænn dauðdagi"? FOLKI FRETTUM Pönnukökur og kleinur ► í SLENDINGAFÉLAGIÐ í Nor- folk minntist þjóðhátiðardagsins með strandhátíð líkt og undan- farin ár. Um 90 manns sóttu hátíðina, en mjög gott veður var þennan dag. Skemmtu gestir sér hið besta við spjall, leiki og söng, að ógleymdri hinni hefðbundnu matarveislu. Á borðum voru snittur, kleinur og pönnukökur sem félagskonur höfðu bakað. Á meðfylgjandi mynd sést hvar Óli Miolla, varaformaður íslendinga- félagsins í Norfolk, spaugar við þrjá aðkomna gesti. Frá vinstri: Brynjólfur Einarsson, Björn Fransson, Mike Hendley og Óli Miolla. ENGIN furða að Billy Joel hafi samið tregablandin lög eftir skilnaðinn. Einsog engill FYRIRSÆTAN Christie Brinkley heillaði fólk á dögunum er hún birtist í boði fyrir stórstjörnurnar í síðum, hvítum, glitrandi Kjól. Þó var í einhverjum liornum pískrað um að hún hefði verið í ótrúlega likum kjól i síðasta mánuði við einhverja athöfnina. í félagsskap stórs^jarna er slikt náttúrulega glæpur, en Brinkley ber kjólinn vel þannig að henni væri eflaust fyrirgefíð fyrir að sýna sig tvisvar í honum. ► STÓRTENÓRINN Luciano Pavarotti og unga kærastan hans eru mjög heimakær. Nico- letta Mantovani segir í viðtali við breskt tímarit að þau hafi rætt um barneignir og þau myndu helst vilja eiga tvö börn. Þau hafa meira að segja valið nöfnin nú þegar. Það eina sem þau eru ósammála um er mat- TÓNLISTIN ómaði yfir Hyde Park í gær þegar gömlu rokkar- arnir úr Who, ásamt þeim Eric Clapton og Bob Dylan tóku lag- ið og spiluðu. Trúlegt er að áhorfendur hafi verið í eldri kantinum en þó mun eitthvað af yngra fólki hafa slæðst með ur. Mantovani sem er 34 árum yngri en tenórinn segir að Pavarotti líki illa tilraunir hennar til að minnka matar- skammtana og gefi henni slæ- lega einkunn fyrir matargerð. Hins vegar segir Pavarotti að Nicoletta lesi fyrir hann ævin- týrasögur fyrir svefninn „al- veg eins og amma“. því nýliðinn Alanis Morissette lagði grömlu brýnunum lið, en Morissette hefur notið gifur- legra vinsælda í vetur. Á föstu- dag var búið að selja 150 þúsund miða og búið var að selja upp aðstöðu út um allan garðinn, bæði salerni og veitingatjöld. Árni Matthíasson • TAKTU LAGfÐ LÓA eftir Jim Cartwright Á Akureyri kl. 20.30: i kvöld sun. 30/6. Miðasala hjá Leikfélagi Akureyrar í sima 462 1400. Á Blönduósi kl. 20.00: Mið. 3/7. Miðasala á staðnum. Á Egilsstöðum kl. 21.00: Fös. 5/7 og lau. 6/7. Miðasala á staönum. Á Stóra sviði Borgarleikhússins Mj?iMuppselt 2. sýning sun. 14,júlí kl.20 anásæiiiaus 3. sýning fim. 18.júlí kl.20 artasæiiiaus 4. sýning fös. 19.júlí kl.20 »rtásæn iaus 5. sýning lau. 20.júlí kl.20 Jixn Carfc«vl% Forsala aðgönpumiða er hafin • Miðapantanir í síma 568 8000 blabib - kjarni málsins! BOB Dylan. ALANIS Morissette. ERIC Clapton. Tónleikar í Hyde Park
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.