Morgunblaðið - 30.06.1996, Side 20

Morgunblaðið - 30.06.1996, Side 20
20 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Gurli segist líka sjá um garðinn, því hún er kona með „græna fíng- ur“, og þá man Erik allt í einu eftir því að hann sér nú reyndar um allar stórframkvæmdir á hús- inu, utan sem innan, og bílinn að sjálfsögðu líka og léttir öllum eftir þær upplýsingar. Fjölskyldan tekur með sér nesti að heiman til að hafa í hádeginu og sér hver um að útbúa sitt nesti sjálfur. Á vinnustað og í skóla geta þau Iíka keypt snarl ef svo ber við. Börnin koma úr skólanum um tvöleytið og þá fer Sarah yfírleitt beint í frístundaklúbbinn sem rek- inn er á vegum skólans. Þau hjón- in koma heim á fimmta tímanum og oftast er kvöldverður snæddur á milli kl. sex og átta. Kvöldinu er svo eytt í ýmislegt dútl fyrir hús, börn og heimili, horft er á fréttir í sjónvarpi og Erik les blöð- in vandlega. Hann fer svo í háttinn um tíuleytið, enda árrisull maður, dóttirin fer að sofa á svipuðum tíma og sonurinn aðeins síðar, en Gurli er lengst á fótum, nýtur þess að hafa aðeins tíma fyrir sjálfa sig. Uppeldið Útivistartími barnanna hefur aldrei verið vandamál og þau hjón- in þurfa ekki að segja bömunum hvenær þau eigi að koma inn á kvöldin. Þau virðast einfaldlega vita það. í Hvidovre tíðkast ekki að unglingar safnist saman í miðbæ á kvöldin. Ef eitthvað stendur til er það á vegum skólans, en annars hittast unglingar heima hver hjá öðrum og almennur háttatími fjöl- skyldna er virtur. „Það er enginn fastur útivistartími, þau koma bara inn fyrir myrkur. Þegar bjart er á sumrin koma þau oft ekki inn fyrr en um tíuleytið,“ segja foreldramir. Börnin stunda bæði íþróttir, Sarah leikur tennis og Casper fót- bolta, og lítið er um sjónvarpsgláp af þeirra hálfu ef undanskildir eru nokkrir þættir sem þau fylgjast með. Sarah fær vasapeninga frá for- eldrum sínum, kr. 570.00 á mán- uði, en Casper þénar sína vasapen- inga sjálfur með því að vinna á bensínstöð. Aurinn hans fer að mestu í fatnað. Þegar ég spyr foreldrana á hvað þau leggi mesta áherslu í uppeldinu segja þau að það sé tvímælalaust á framkomuna. „Það er mikið atr- iði fyrir okkur að þau séu kurteis og komi vel fram við annað fólk.“ Það er óhætt að segja að sá þáttur hafí tekist vel því bæði hafa þau svo kurteisa og eðlilega fram- komu að maður viknar nánast. Frítíminn Gurli og Erik eiga frí fímm vik- ur á ári og taka þau sér þriggja vikna frí á sumrin og tveggja vikna frí á veturna. „I fyrra eyddum við sumarfríinu hér heima í garðinum, en oftast ferðumst við innanlands. Nú erum við nýbúin að kaupa okkur hjólhýsi og að sjálfsögðu ætlum við að nýta okkur það í næsta sumarfríi." í vetrarfríum hefur Erik stund- um farið með Casper á skíði í Austurríki, en Gurli segist engan áhuga hafa á þeirri iðkun. Þegar talið berst að áhugamál- um þeirra hjóna segjast þau ekki hafa nein sérstök áhugamál. „Hér áður fyrr lék ég knattspyrnu," segir Erik, „en síðustu sex árin hefur húsið verið mitt helsta áhugamál.“ Gurli hefur svipaða sögu að segja, húsið og garðurinn tekur mestan tíma, en hún segist þó fara oftar í bíó og leikhús en Erik. Núorðið lesi hún ekki mikið því hún hafí fengið nóg af lestri þegar hún var í kvöldskóla fyrir nokkrum árum, auk þess sem hún er á stöð- ugum námskeiðum vegna starfs síns. Báðum fínnst gam- an að hlusta á sí- gilda tónlist þótt tækifærin til þess séu ekki mörg, því yfirleitt neyðast þau til að hlusta á tónlistina sem berst úr herbergj- um bamanna. Þau segjast ekki fara oft út að borða, kannski einu sinni í mánuði og þá á veitingahús í grenndinni. Ég spyr þau hvemig þau eyði helgunum og hvað þau kaupi til dæm- is í helgarmatinn? Síðari spurningin er nú kannski óþarfa hnýsni, en menn verða oft svo uppteknir af mat eftir nokkurra daga dvöl í Danmörku. „Um helgar erum við með mat sem tekur lengi tíma að elda en ella. Á veturna er oft svínasteik, en á sumrin grillum við oftast úti,“ segir Gurli. „Laugardagur er nú orðinn einn helsti innkaupa- dagur Dana, en við reynum held- ur að kaupa inn og útrétta þá mánudaga sem Erik á frí til að losna við laugardagsörtröðina. Við horfum lítið á sjónvarp um helgar, það er horft á fréttir og búið. Við erum allan daginn að stússa eitthvað í húsinu og dútla með börnunum." Þegar ég spyr þau að lokum hvað sé þeim nú mikilvægast í þessu Iífi segja þau að það sé tvímælalaust að eiga góðan tíma með börnum sínum. „Við kunnum líka að meta þau góðu tengsl sem við höfum við ættingja og vini. Þeir búa hér margir í grenndinni og það er mikill samgangur og stöðugt verið að hittast og halda upp á eitthvað. Það er til dæmis heilög skylda að halda upp á af- mæli og þeim fjölgar því fjölskyld- an er alltaf að stækka!“ Það hefur maður svo sem heyrt áður, hversu duglegir Danir eru að hittast og halda upp á hitt og þetta. Ég get því miður ekki tek- ið þátt í slíku að sinni með þess- ari ágætu fjölskyldu, sem hleypti mér svona inn á gafl til sín, en hvað sem öllum lífskjörum líður verður að segjast eins og er, and- rúmsloftið er afskaplega afslapp- að á dönskum heimilum. S ARAH umkringd goðum sínum úr tónlist- inni, sem er áhugamál auk tennisleiks. CASPER les blöðin í sjónvarpsherberginu, nýkominn af fótboltaæfingu. DEMANTAHÚSIÐ 25-45% AFSLÁTTUR AF GULL- OG SILFURSKARTGRIPUM í NOKKRA DAGA VEGNA BREYTINGA DEMANTAHLJSIÐ Borgarkringlunni, sími 588 9944 aÓÍ>A ÁSTÆDAN GERÐU OKKUR TILBOÐ! ÍFERÐIRNAR 3. & 10. JÚLÍ TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR Barnaafsláttur að 16 ára! Beint dagflug með Cíí'XJET rline of the Year 94/95 Hamraborg 10 - S. 564 1522 Brekkugötu 3 - S. 461 2999 V/SA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.