Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÖR MANNRÉTTINDAÞRÓUN Á ÍSLANDIUNDANFARIN AR ÞESSARAR mannréttinda- þróunar hefur séð stað í dómaframkvæmd og lög- gjöf í landinu og hún á sér, að mati viðmælenda blaðsins, hliðstæðu í þeirri þróun sem orðið hefur í stjómsýslunni með tilkomu embættis umboðsmanns alþingis og gildistöku stjórnsýslulaganna. íslendingar fullgiltu Mannrétt- indasáttmála Evrópu árið 1953 en veittu honum ekki lagagildi fyrr en 19. maí 1994. Það var gert að til- lögu nefndar sem skipuð var til að gera tillögur um nauðsynlegar ráð- stafanir í framhaldi af dómi Mann- réttindadómstóls Evrópu í máli Þor- geirs Þorgeirssonar árið 1992. Nefndinni var m.a. falið að taka afstöðu til lögfestingar sáttmálans í því skyni að unnt væri að tryggja með ótvíræðum hætti að hægt væri að beita ákvæðum sáttmálans fram- ar íslenskum lögum sem gengju gegn honum. Fyrir Iögleiðinguna höfðu ís- lenskir dómstólar ekki talist bundn- ir af sáttmálanum og skýringum mannréttindarnefndarinnar og -dómstólsins á efni hans ef þær stönguðust á við innlenda löggjöf, samkvæmt viðteknum skýringum. í dómasafni Hæstaréttar var fyrst vísað til Mannréttindasátt- mála Evrópu árið 1959, hann er aftur nefndur þar árið 1963, þá 1970 og 1975 og í öll skiptin var tilvísunum málsaðila til hans hafnað (þess má geta að tveimur þessara mála var skotið til Strassborgar þar sem mannréttindanefndin felldi þau niður). Næst ber Mannréttindasáttmála Evrópu á góma í dómasafni Hæsta- réttar árið 1985 þegar þeirri kröfu Eiríks Tómassonar veijanda Jóns Kristinssonar var hafnað að það gengi gegn ákvæði 6. greinar mannréttindasáttmálans sem tryggir málsmeðferð fyrir óvilhöll- um dómstóli að Jón hefði verið dæmdur fyrir umferðarlagabrot af dómarafulltrúa sem jafnframt var fulltrúi lögreglustjóra og því yfir- maður lögreglumannanna sem höfðu kært hann. Síðan er vísað í sáttmálann í dómi Hæstaréttar árið 1987 þegar kröfu Eiríks í hliðstæðu máli Einars Sverrissonar var hafnað á þeirri forsendu að þar sem mann- réttindasáttmálinn hefði ekki laga- gildi hér á landi breyti ákvæði hans ekki lögbundinni dómstólaskipan í landinu. Síðastnefndu málunum tveimur var skotið til mannréttindanefndar- innar í Strassborg og hún komst eins og kunnugt er að þeirri niður- stöðu að þessi íslenska skipan bryti gegn fyrrgreindu ákvæði mannrétt- indasáttmálans. íslenska ríkið komst í framhaldi af þessu undan málsókn fyrir Mannréttindadóm- Evrópuráðsins, Mannréttindanefnd og mann- réttindadómstóll Evrópu, eru miðdepill þeirrar öru mannréttindaþróunar sem orðið hefur hérlendis undanfarin ár. í samantekt Péturs Gunnarssonar kemur fram að þróunin hafí tekið flugið eftir löggildingu mannréttinda- sáttmála Evrópu fyrir liðlega tveimur árum o g staðfestingu þeirra breytinga sem gerðar voru á stjómarskrá landsins á síðasta ári í anda viðtekinna skýringa á efni sáttmálans. Mannréttindasáttmáli Evrópu og stofnanir Upphefð aðutan stólnum með því að Alþingi sam- þykkti lög þau um aðskilnað dóms- valds og umboðsvalds sem tóku gildi árið 1992. Þau lög vpru sam- þykkt á Alþingi árið 1989. í millitíð- inni hafði einu sinni verið vísað til mannréttindasáttmálans í dóma- safni Hæstaréttar. Frá því að Mannréttindanefnd Evrópu féllst á kæru Jóns Kristins- sonar og þar til lögin um mannrétt- indasáttmála Evrópu öðluðust gildi 19. maí 1994 vísaði Hæstiréttur hins vegar fjörutíu og einu sinni til ákvæða sáttmálans í ýmsum mál- um. Sjálfstæði fulltrúa Frá þeim tíma til dagsins í dag hefur ákvæðum laga um sáttmál- ann m.a. verið beitt í Hæstarétti til að ómerkja 30-40 dóma sem dómarafulltrúar höfðu kveðið upp. eftir að Hæstiréttur hafði komist að þeirri niðurstöðu að staða fulltrú- anna væri í meginatriðum hin sama og staða venjulegra ríkisstarfs- manna. Því væru dómarafulltrúar ekki nægilega sjálfstæðir og óháðir í starfi til að þeim sem ættu mál sín undir dómum þeirra væri tryggður sá réttur til málsmeðferð- ar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli sem mannréttindasáttmál- inn veitir. Síðan hefur lögum m.a. verið breytt til þess að tryggja full- trúum réttarstöðu sem samræmist sáttmálanum. Héraðsdómarar hafa að auki margsinnis síðustu misseri vísað til lagagildis sáttmálans til rökstuðn- ings niðurstöðu í málum sem varða m.a. tjáningarfrelsi og hlutverk fjöl- miðla, fyrningu sakargifta og fé- lagafrelsi. í ljósi þessarar sögu kemur það ekki á óvart að Björg Thorarensen, deildarstjóri í Iagaskrifstofu dóms- málaráðuneytisins sem nú kennir verðandi lögfræðingum alþjóðlega mannréttindasáttmála við lagadeild Háskólans, segi að á hennar náms- tíma í lagadeild fyrir um 10 árum hafi lítil áhersla verið lögð á að kenna efni og anda mannréttinda- sáttmála Evrópu. Þórunn Guð- mundsdóttir, hæstaréttarlögmaður, sem er prófdómari í réttarfari við lagadeild háskólans segir að sér finnist eins og vaxandi þekkingar og áherslu á hugsun í anda mann- réttindasáttmálans hafi farið að gæta hjá laganemum fyrir 2-3 árum. 10 ára þróun Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, sem m.a. flutti mál Sigurðar Siguijónssonar í Strassborg, og hefur margsinnis rekið mál á grundvelli ákvæða sátt- málans segist einnig hafa upplifað ánægjulega þróun í starfi sínu sem lögmaður undanfarin ár. Hann vill í því sambandi líta yfir allt að 10 ára tímabil. „íslenskir dómstólar eru að verða sér betur meðvitaður um einstaklingsbundin réttindi sem við í daglegu tali köllum mannrétt- indi og vernd fyrir misbeitingu rík- isvalds á hendur einstaklingum." Gunnar Jóhann Birgissori, hæstaréttarlögmaður, segir að þró- unin hafi verið ör síðustu ár. Fyrir þremur árum flutti hann mál þar sem hann vísaði til félagafrelsis- ákvæðis mannréttindasáttmálans án þess að dómari tæki á því sjónar- miði í niðurstöðu sinni. „Manni fannst stundum eins og dómarar hættu að hlusta þegar maður minntist á mannréttindasáttmál- ann,“ segir hann. Eftir löggildingu sáttmálans og eftir að stjórnar- skránni var breytt til samræmis við viðteknar skýringar mannréttinda- dómstólsins gegni öðru máli og hann talar um djúptæka hugarfars- breytingu meðal Iögmanna, dómara og einnig almennings, sem sé sér betur meðvitaður um rétt sinn og þann möguleika að leita til Strass- borgar. Jón Steinar segir að ekki þurfi þó að fara í grafgötur um að í þess- um efnum hafi upphefð íslendinga komið að utan. Hæst beri lögleiðing mannréttindasáttmálans og þær breytingar sem gerðar voru á stjórnarskránni á síðasta ári. „Með því að setja ákvæðin með afdráttarlausari og sterkari hætti inn í sjálfa íslensku stjórnarskrána erum við að styrkja grunninn og minnka líkur á því að íslenskir dóm- stólar kveði upp dóma sem taldir eru brot á þessum sáttmála. Af því að mannréttindasáttmálinn hefur eingöngu fengið lögfestingu sem almenn lög eru stjórnarskrár- ákvæðin trygging fyrir því að ekki verði í öðrum lögum gengið á svig við þau réttindi sem njóta verndar í stjórnarskránní," segir Jón Steinar Gunnlaugsson. Leitað Iangt yfir skammt? Björg Thorarensen leggur mikla áherslu á þýðingu stjórnarskrár- breytingarinnar en segir að sér þyki með tilliti til hennar athyglis- vert í hve ríkum mæli dómarar hafi undanfarið byggt niðurstöður sínar á mannréttindasáttmálanum beinlínis. „Kannski er þá litið fram hjá því hvað það er búið að breyta stjórnarskránni mikið til samræmis við mannréttindasáttmálann. Það er eins og það sé tilhneiging til að vitna frekar í mannréttindasáttmál- ann en stjórnarskrána. Mér virðist að menn leiti stundum langt yfir skammt." Björg segir að fulltrúadómurinn fyrrnefndi sé áþreifanlegasta dæm- ið um mannréttindaþróun í dóma- Y arðhundar mannrétt- indanna í Evrópu TVEIMUR stofnunum, Mann- réttindanefnd Evrópu, sem starf- að hefur frá 1955, og Mannrétt- indadómstóli Evrópu, sem tók til starfa 1959, er ætlað það hlut- verk að veita þeim ríkjum sem fullgilt hafa Mannréttindasátt- mála Evrópu aðhald og stuðla að virðingu fyrir þeim réttindum sem sáttmálanum er ætlað að tryggja. Báðar starfa í Strass- borg í Frakklandi. Nú er stefnt að breytingum á þessu eftirlits- kerfi en téepur helmingur aðild- arríkja Evrópuráðsins á enn eftir að fullgilda þann viðauka sem nýtt fyrirkomulag mun byggjast á. Dómstóllinn og mannréttinda- nefndin — sem stendur til að sameina ári eftir að hinn svo- nefndi 11. viðauki við mannrétt- indasáttmálann hefur verið full- giltur í öllum aðildarríkjunum 39 — vinna saman að því leyti að öllum kærum út af brotum á mannréttindasáttmálanum er í upphafi beint til Mannréttinda- nefndar Evrópu. Telji nefndin að um brot sé að ræða er það hennar að fara með mál alla leið fyrir dómstól- inn. Einstaklingar geta hins veg- ar ekki borið mál beint undir dómstólinn án þess að fara í gegnum þá síu sem mannrétt- indanefndin er. Kærandanum er hins vegar tryggður réttur til að tjá sig sjálfstætt um málið fyrir dómstólnum. Mannréttindanefndina skipa jafnmargir menn og aðildarríki sáttmálans eru, en þau eru nú orðin 39 talsins og hefur fjölgað úr 27 árið 1992 vegna aðildar Austur-Evrópuríkja, síðast Rúss- lands. Um 760 milljónir manna búa í aðildarríkjunum. Nefndarmenn eru kosnir af ráðherranefnd Evrópuráðsins til 6 ára í senn. Þeir eru valdir til setu í mannréttindanefndinni sem einstaklingar og er ekki ætlað að gæta hagsmuna heima- ríkja sinna. Mál getur borið að mannrétt- indanefnd Evrópu á tvennan hátt. Annars vegar getur eitt aðilarríki kært annað. Á þetta hefur reynt 11 sinnum á starfs- tíma nefndarinnar. Hins vegar hafa hafa öll aðilarríki samnings- ins lýst yfir að þau veiti nefnd- inni rétt til að taka við og fjalla um kærur frá einstaklingum á hendur sér. Bækur nefndarinnar geyma upplýsingar um að 21 þúsund slíkar kærur hafi borist á tíma- bilinu 1955-1992. Talið er að allt að tvöfalt fleiri kærur hafi borist en verið dregnar til baka. Af þessum 21 þúsund málum hafði mannréttindanefndin óskað eftir skýringum sljórnvalda í hlutað- eigandi löndum vegna 3.019 mála. Eftir að þær skýringar lágu fyrir var talið tilefni til að fjalla nánar um 1.227 tilvik kærumála. Af um 885 málum sem umfjöllun var lokið um var talið að sáttmál- inn hefði verið brotinn í 681 til- viki en auk þess hafði 159 málum lokið með sátt. meðferð annarra mála var ólokið 1992. Upplýs- ingar um nýrri tölur um mála- fjölda liggja ekki fyrir. í þessari samantekt er varðandi tölur og staðreyndir um eftirlitsstofnan- irnar stuðst við greinargerð með frumvarpi til laga um mannrétt- indasáttmála Evrópu. Telji Mannréttindanefndin við meðferð kærumáls að aðildarríki hafi brotið gegn skuldbindingum sínum samkvæmt sáttmálanum gerir hún skýrslu um málið og sendir hana ráðherranefnd Evr- ópuráðsins. Framahald málsins getur svo orðið með tvennum hætti: Hafi málið ekki verið lagt fyr- ir Mannréttindadómstól Evrópu af hálfu aðildarríkis innan þriggja mánaða skal ráðherra- nefndin, sem í silja utanríkisráð- herrar aðildarríkjanna, úrskurða hvort um brot á sáttmálanum sé að ræða og er krafist meirihluta V:i hluta ráðherranefndarinnar fyrir slikum úrskurði. Úrskurði nefndin að um brot sé að ræða tiltekur hún frest fyrir aðildar- ríki til að gera þær ráðstafanir sem taldar eru nauðsynlegar og hefur síðan sjálf eftirlit með að þær séu framkvæmdar. Hins vegar getur mannrétt- indanefndin tekið ákvörðun um að leggja málið fyrir dómstólinn sem úrskurðar þá hvort um brot á sáttmálanum sé að ræða af hálfu aðildarríkisins. Til 1991 höfðu 252 mál verið lögð fyrir dómstólinn. Eitt mál hafði aðildarríki lagt fram á hendur öðru ríki en önnur mál voru lögð fram af mannréttinda- nefndinni. Árið 1991 var meðferð 189 mála lokið hjá dómstólnum. 12 þeirra höfðu verið felld niður en efnisdómur lagður á 177 mál. í 47 tilvikum var talið að hlutað- eigandi ríki hefði ekki brotið gegn sáttmálanum en brot voru talin hafa átt sér stað í 130 mál- um. í mannréttindadómstól Evr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.