Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Ciller teflir
á tæpasta vað
Óttinn við spillingarákærur og löngun til
að ná undirtökunum á hægri væng stjóm-
málanna í Tyrklandi eru sagðar ástæður
þess að Tansu Ciller, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Tyrklands, hefur nú ákveðið að
ganga til samstarfs við heittrúarmenn
CILLER tók tilboði heittrúarmanna eftir nokkra umhugsun.
TTansu Ciller, leiðtogi
Sannleiksstígsins og
fyrrverandi forsætisráð-
herra Tyrklands, hefur
nú gefið heittrúarmönnum í Vel-
ferðarflokknum jákvætt svar við ósk
þeirra um stjórnarmyndum. Ekki
eru margar vikur síðan slíkt hefði
verið talið nánast ómögulegt; vegna
stóryrtra yfirlýsinga Cillers um að
halda yrði heittrúarmönnum frá
völdum og þá ekki síður spillingar-
ákæra þeirra á hendur henni. En
það hefur sannast í Tyrklandi að
skjótt skipast veður i lofti í heimi
stjómmálanna.
Ekki er nema réttur mánuður
síðan heittrúarmenn sökuðu Ciller
um spillingu á þingi landsins og
skömmu síðar um að hafa reynt að
hafa áhrif á atkvæðagreiðslu um
traustsyfírlýsingu við stjómina.
Velferðarflokkurinn, sem einung-
is er skipaður körlum þar sem kon-
ur mega ekki bjóða sig fram fyrir
hann, réðst af offorsi gegn Ciller
og hafði að endingu betur, þann 6.
júní sl. sagði stjórn Ciller og Mes-
uts Yilmaz, leiðtoga Föðurlands-
fylkingarinnar, af sér. Velferðar-
flokkurinn fékk í kjölfarið umboð
til stjórnarmyndunar, enda flokkur-
inn sá stærsti á tyrkneska þinginu
eftir þingkosningarnar í desember
sl. En þar til nú hafa aðrir flokkar
á þingi verið einhuga um að koma
í veg fyrir að heittrúarmenn komist
til valda. .
Tvennt varð til þess að breyta
þessu. í fyrsta lagi virtist Ciller vera
reiðubúin til stjómarsamstarfs við
nánast hvem sem er til að komast
hjá því að spiilingarákæran á hendur
henni færu fyrir dóm.
Þá virtust yfirmenn tyrkneska
hersins orðnir órólegir. Þeir hafa, frá
því að Ataturk varð forseti landsins
á þriðja áratugnum, gætt þess að
heittrúaðir múslimar komist ekki til
valda og geri ríkið múslimskt að
nýju. En nú eru liðnir níu mánuðir
frá því að starfhæf stjóm hefur ver-
ið við völd og hershöfðingjum var
hætt að lítast á blikuna. Nokkrir
þeirra hafa að undanfömu gefið í
skyn að þeir séu ekki fráhverfir því
að hleypa Velferðarflokknum í
stjórn, svo fremi sem hann hrófli
ekki við arfleifð Ataturks um verald-
legt en ekki trúarlegt ríki.
Afstaða hersins helgast ef til vill
ekki síst af því að það er Ciller sem
lýsir yfir áhuga á að ganga til sam-
starfs við heittrúarmenn. Fullreynt
virtist að hún getur ekki starfað með
leiðtoga hins stóra hægriflokksins í
Tyrklandi, Yilmaz, leiðtoga Föður-
landsfylkingarinnar, jafnvel þó að
flokkamir hafi verið á einu máli um
nauðsyn þess að koma í veg fyrir
trúarlega stjórn í Tyrklandi og hafi
hafíð samstarf á vormánuðum. Með
því að ganga til samstarfs við heit-
trúarmenn er nær allt það sem sam-
einað hefur hægriflokkana fyrir bí
en það er sá kostnaður sem Ciller
verður að greiða, til að bjarga póli-
tískri framtíð sinni.
Aukið fylgi heittrúarmanna
Spumingin var lengi vel sú hvort
að herforingjamir myndu hleypa
heittrúarmönnum í stjóm. Sumir
töldu ekki útséð um að herforingj-
unum tækist að beygja Ciller og
Yilmaz til hlýðni. Hefði það ekki
tekist, töldu sumir ekki útilokað að
þeir hefðu rétt til þess að taka völd-
in sjálfir. Slíkt hlýtur þó að teljast
ólíklegt, enda Tyrkland ekki lengur
land þar sem vopnuð uppreisn hers-
ins komi til greina. Nú eru t.d. um
1.000 útvarpsstöðvar í Tyrklandi,
þar af senda 35 þeirra út á landsvísu.
Herinn hefur hins vegar unnið af
krafti á bak við tjöldin og gerir það
án efa áfram. Honum hefur hingað
til tekist að koma í veg fyrir að heit-
trúarmenn setjist í stjóm, að frá-
taldri einni samsteypustjórn. En þar
sem Ciller hefur ákveðið að ganga
til samstarfs við heittrúarmenn, get-
ur það reynst hemum nær ómögu-
legt að stöðva hana. Herforingjamir
geta hins vegar reynt að kasta rýrð
á hana, t.d. í fjölmiðlum, og beita
stuðningsmenn hennar þrýstingi.
Til bjargar eigin skinni
Fyrr á þessu ári útilokaði Ciller
með öllu samstarf við heittrúarmenn.
Sagði Velferðarflokkinn ekki getað
þvingað flokk sinn til samstarfs, hún
myndi ekki gefast upp og að föður-
landið væri ekki til sölu. Nú kveður
við nýjan tón og Ciller hefur reynst
örðugt að útskýra kúvendingu sína
í afstöðunni til samstarfs með heit-
trúarmönnum. „Að mynda sam-
steypustjórn með Velferðarflokknum
hefur ekki í för með sér að við gefum
eitthvað eftir hvað varðar veraldlega
stjórn landsins og lýðræði," sagði
Ciller við flokksmenn sína fyrr í
mánuðinum. „Möguleikarnir eru ekki
margir. Við verðum að finna þá lausn
sem skaðar landið síst. Besta lausnin
var samstarf Föðurlandsflokksins og
Sannleiksstígsins en hún gekk ekki
upp. Nú eru engir möguleikar á
stjórn án þess að Velferðarflokk-
uripn eigi aðild að henni.“
í heimi stjórnmálanna er ekkert
ómögulegt og þrátt fyrir að Velferð-
arflokkurinn hafi lagt fram spilling-
arákærumar á hendur Ciller fyrir
mánuði, hefur Necmettin Erbakan,
leiðtogi heittrúarmanna, nú gefið til
kynna að hann muni leysa rannsókn-
amefndimar í málinu upp, gangi
flokkur Ciller í eina sæng með heit-
trúarmönnum. Þá hefur Velferðar-
flokkurinn nú þegar komið í veg
fyrir starf nefndar, sem átti að rann-
saka hvað orðið hefði af um 435
milljónum kr. sem hurfu úr opinber-
um sjóðum er Ciller var forsætisráð-
herra. Þetta gerði flokkurinn til að
sýna henni fram á að honum væri
full alvara í ósk sinni um að ganga
til stjórnarsamstarfs við hana.
Margir stjómmálaskýrendur eru á
því að Ciller vilji ekki aðeins bjarga
eigin skinni með því að ganga til
samstarfs við heittrúarmenn, heldur
sé ætlun hennar að bijóta niður and-
stæðinga sína í Föðurlandsflokknum
og ná undirtökunum á hægri væng
stjómmálanna. Þá var sú tilgáta
nefnd að ætlun Ciller væri sú að
hræða hægrimanninn Yilmaz til
samstarfs þar sem staða hennar
verður sterkari en í síðustu stjórn.
Sjálfur reyndi Yilmaz þetta sjálfur í
febrúar sl. er hann gerði samkomu-
lag við heittrúarmenn en herinn
neyddi hann og Ciller til að ná sam-
komulagi.
Óánægja innan flokksins
En með þessu teflir Ciller á tæp-
asta vað, þar sem mikil andstaða er
við samstarf við heittrúarmenn í
flokki hennar. Nú þegar hafa þrír
þingmenn Sannleiksstígsins sagt sig
úr flokknum og hætt er við að fleiri
fylgi í kjölfarið. Verði þeir fleiri en
21, tekst henni ekki að mynda meiri-
hlutastjóm með heittrúarmönnum.
Hún kann jafnvel að stefna- stöðu
sinni innan flokksins í voða. Gengið
verður til formannskjörs í júlí og
gæti mikillar óánægju með stefnu
Ciller, kann hún að tapa þeim kosn-
ingum.
Orðspor Ciller á alþjóðavettvangi
kann einnig að bíða hnekki. Hún
fékk stjómvöld á Vesturlöndum til
að styðja stjóm sína á áranum 1993-
1995 með því að leggja áherslu á
baráttu sína gegn bókstafstrúar-
mönnum, sem hótuðu því að „varpa
landinu inn í tímabil myrkurs".
Nokkrar vestrænar ríkisstjórnir,
svo og margir kaupsýslumenn og
fjölmiðlar hafa að undanförnu lýát
þeirri skoðun sinni að hleypa eigi
heittrúarmönnum til valda, þar sem
þeir muni án efa ekki reynast síður
spilltir og vanhæfir en þeir flokkar
sem verið hafa í stjórn. Þar með
fari mesti glansinn af flokknum. Fái
hann ekki tækifæri til að stjórna
muni hann eflast enn frekar.
Byggt á The Financial Times
og The Economist.
Kenna IRA um tilræði
Sagnarit
Þúkídídesar
Geisaði
ebóla í
Aþenu?
London. The Daily Telegraph.
PLÁGA sem varð um 300.000
mans að bana í Aþenu á áranum
430 til 425 fyrir Krist gæti
hafa verið ebóla, að sögn
Patricks Olsons, farsóttasér-
fræðings við háskólasjúkrahús
í San Diego.
Veikin kom upp er Spartveij-
ar sátu um Aþenu og lýsir sagn-
fræðingurinn Þúkídídes, er
sjálfur sýktist, einkennunum í
ritum sínum um Pelópsskaga-
stríðin. Sjúklingarnir fengu
m.a. hiksta, sem er eitt ein-
kenna ebólu en auk þess lýsir
hann miklum sótthita, blöðram
á húð, innvortis blæðingum,
uppköstum og niðurgangi. Allt
gæti þetta átt við ebólu sem
varð 242 að bana í Zaire í fyrra.
Vísindamenn grunar að veik-
in í Zaire hafi borist úr öpum
í menn. Fundist hafa freskur á
eyjum í grennd við Aþenu þar
sem sýndir eru grænleitir apar,
að sögn tímaritsins New Scient-
ist.
BRESK stjómvöld sögðu í gær
allt benda til þess að írski lýð-
veldisherinn hefði staðið að baki
sprengjutilræði við breska her-
stöð í Þýskalandi á föstudag.
Sagði John Major forsætisráð-
herra að reyndist það rétt vera,
einangraði það samtökin og
stjórnmálaarm þeirra, Sinn Fein,
enn frekar en orðið væri. Malc-
olm Rifkind, utanríkisráðherra
Breta, lýsti því yfir að árásin
sýndi að Bretar gerðu rétt í því
að meina Sinn Fein aðgang að
friðarviðræðunum á Norður-
Irlandi svo lengi sem IRA lýsti
ekki yfir vopnahléi.
Enginn slasaðist í árásinni,
sem gerð var úr litlum sendi-
ferðabíl á breska herstöð í
Osnabriick. Var varpað sprengj-
um að híbýlum hermanna og
segja bresk yfirvöld það dæmi-
gerða aðferð IRA.
Á myndinni búa breskir og
þýskir sprengjusérfræðingar sig
undir að aftengja sprengju við
Quebeck-skálana við Osnabriick,
nokkrum stundum eftir að fyrri
árásin var gerð.
Búist við
sigri þjóð-
ernissinna
Mostar. Reuter.
FASTLEGA er búist við því að flokk-
ar þjóðernissinnaðra Króata og
múslima muni bera sigur úr býtum
í kosningum sem fram fara í borg-
inni Mostar í Bosníu í dag.
Kosningarnar eru þær fyrstu sem
fram fara í landinu eftir að friður
komst þar á, og verður því horft til
þeirra vísbendinga sem þær gefa um
afstöðu almennings í þessu stríðs-
hrjáða landi.
Mostar skiptist í tvennt, á milli
Króata og múslima. Eru Króatar
langflestir andvígir því að borgin
verði sameinuð að nýju, eins og full-
trúar Evrópusambandsins, hafa lagt
til, en múslimar eru því hins vegar
fylgjandi.
Jafntefli
Moskvu. Reuter.
STÓRMEISTARARNIR Anatólí
Karpov og Gata Kamsky sömdu á
föstudag um jafntefli í 12. skákinni
í einvígi þeirra um heimsmeistaratit-
il Alþjóða skáksambandsins (FIDE).
Staðan í einvíginu er nú þannig,
að Karpov hefur sjö og hálfan vinn-
ing á móti íjórum og hálfum vinn-
ingi Kamskys. Karpov vantar þá
þfjá vinninga til þess að bera sigur
úr býtum.