Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D . 146. TBL. 84. ARG. SUNNUDAGUR 30. JUNI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jeltsín sagður þurfa hvíld AÐSTOÐARMAÐUR Borísar Jeltsín Rússlandsforseta, sagði í gær að forset- inn yrði fullur baráttumóðs að einum til tveimur dögum liðnum. Nú þyrfti hann hins vegar á hvíld að halda, álagið á rödd hans hefði orðið of mikið í kosn- ingabaráttunni. Gennadí Zjúganov, mót- frambjóðandi Jeltsíns í síðari umferð forsetakosninganna í Rússlandi, sem fram fer á miðvikudag, ítrekaði í gær að hann teldi heilsubrest Jeltsíns alvar- legri en missi raddarinnar. Bill Clinton Bandaríkjaforseti kvaðst hins vegar telja að Rússlandsforseti væri við góða heilsu, er hann var spurður um málið í gær. Clinton kvaðst þó ekki hafa rætt við Jeltsín. Bretadrottning óþolinmóð BRESK blöð fullyrtu í gær að Elísabet Bretadrottning væri orðin ergileg vegna þess hversu mjög skilnaðarmál Karls prins, sonar hennar, og Díönu prins- essu, hefði dregist á langinn. Sagt er að fyrst og fremst sé Karli um að kenna, hann vilji sem minnst fé þurfa að greiða Díönu, án þess að virðast nánös. Þá var fullyrt í mörgum dagblöðum í gær að líkur væru á því að Díana myndi haida titlinum „Hennar konunglega hátign“ því Bretadrottning gerði sér grein fyrir því að móðir verðandi konungs yrði að bera titil við hæfi. Fundi leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims lokið í Lyon í Frakklandi Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir VIÐ TJÖRNINA Iðnríkin og Rússar hóta Serbum refsiaðgerðum Lyon, Pale. Reuter. ^ ^ Hænsni í gíslingu SJÖTUGUR karlmaður á Long Island greip til þess örþrifaráðs að taka hænsn sín í gíslingu er lögregla og starfsmenn hreinsunardeildar New York-borgar hugðust hreinsa til í bakgarði hans. Hótaði maðurinn, Roderick Baker, að drepa hænsnin ef ráðist yrði til inn- göngu og stóð við orð sín, því þijú þeirra lágu í valnum áður en lögreglu tókst að handtaka manninn. Hann hefur verið með um fimmtíu dýr í garðinum, ná- grönnunum til sárrar raunar. Þeim var þó að vonum brugðið, sögðu Baker hafa verið kurteisan rósemdarmann, þó að óþrifnaðurinn af hænsnunum hafi vissu- lega verið þreytandi. Bringusundið skaðlegt? DANSKIR hnykklæknar hafa komist að þeirri niðurstöðu að bringusund getur verið skaðlegt heilsunni. Segja þeir að bringusund, sem sé algengasta sundað- ferðin, hafi ekki þau áhrif sem því sé ætlað'Og sé jafnvel skaðlegt, reyni menn að halda höfðinu upp úr vatninu þegar þeir syndi. Það valdi spennu og vöðva- bólgu. LEIÐTOGAR sjö helstu iðnríkja heims og Rússlands, hótuðu því í gær að gripið yrði til viðskiptaþvingana, hyrfi Radovan Karadzic, „forseti" Bosníu-Serba ekki þegar frá völdum. Þá lýstu leiðtogarnir þeirri skoðun sinni að halda ætti til streitu þeirri stefnu sem mörkuð hefði verið í friðarsamningum ísraela og Pal- estínumanna um „land fyrir frið“. Fundi iðn- ríkjanna, sem haldinn var í Lyon í Frakk- landi, lauk í gær. Leiðtogarnir sendu fjölmargar ályktanir frá sér á lokadeginum. Þrýsta þeir á um umbætur innan Sameinuðu þjóðanna, frekara eftirlit með hefðbundnum vopnum, lýsa yfir vilja til að beijast af auknum krafti gegn sjúkdómum á borð við alnæmi og hvetja til alþjóðlegs átaks í umhverfismálum. Leiðtogar iðnríkjanna og Rússlands kröfð- ust þess í gær að Karadzic færi þegar frá völdum og kváðust reiðubúnir að íhuga refsiað- gerðir gegn öllum aðilum friðarsamkomulags- ins í Bosníu, sem brytu það. Þrátt fyrir þetta virtist engan bilbug á honum að finna og að- faranótt laugardags var Karadzic endurkjörinn leiðtogi Jafnaðarmannaflokks Bosníu-Serba. Þá hvöttu leiðtogarnir til þess að blásið yrði lífi í friðarumleitanir í Mið-Austurlöndum HINN nýi forsætisráðherra Tyrklands, Nec- mettin Erbakan, hét því í gær að viðhalda góðum tengslum við Vesturlönd en sagði að jafnframt því væri ætlun stjórnar hans að auka samskiptin við íslömsk ríki. Erbak- an er formaður Velferðarflokks heittrúar- manna sem myndaði á föstudag ríkisstjórn með flokki fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Sannleiksstígi Tansu Ciller. Ótta hefur gætt á meðal margra Tyrkja við að heittrúarmenn komist til valda en og að allt yrði gert til að koma þar á réttsýn- um og varanlegum friði. Hvöttu þeir aðila friðarsamkomulagsins til að standa við það sem undirritað hefði verið. Erbakan fullvissaði landsmenn í gær um að stjórn sín hefði það í heiðri að Tyrkland væri lýðræðislegt og veraldlegt ríki...“ Erbakan sagði stjórn sína myndu virða samning um sameiginlegar heræfingar, sem nýlega var undirritaður við ísraela, svo fremi sem hann ógnaði ekki þjóðaröryggi. Þá sagði forsætisráðherrann að stjórn sín myndi íhuga breytingar á tollasamkomulagi sem tókst á milli Tyrkja og Evrópusambandsins í janúar, eftir langt samningaþóf. . Erbakan heitir góðum samskiptum við Vesturlönd Aukin tengsl við íslömsk ríki tnkara. Rcuter. ' ' ormann- t o RÉrriNDAÞIíÓliN FJÖLÞÆTTUR STRENGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.