Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUIM
SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 31
ig mótvægi gegn samansafninu við
Faxaflóa. Vart væri úr vegi að á
skildinum væru m.a. tákn handrits
og fjaðrar í minningarskyni bók-
mennta þeirra sem hæst hafa borið
hróður íslendinga um heiminn og -
hví ekki? - fiskmerki. Ekki flattan,
hauslausan þorsk, heldur tákn þeirr-
ar náttúruveru sem mest hefur gefið
okkur auð í bú og velmegun. Fisk-
merkið er þess utan ginnheilagt
merki, fyrsta tákn kristinna samfé-
laga, löngu fyrir daga krossmerkj-
anna. Einkunnarorð eru á mörgum
skjaldarmerkjum og ekki færi illa á
að rista á skjaldarbryddingu með
rúnum rausnarorð Jóns forseta EIGI
VÍKJA.
Með sama lágkúruhætti og til
tókst með skjaldarmerkið komust
yfirvöld frá ákvörðunum um nýjan
þjóðsöng lýðveldisárið góða.
Upphaf „Þjóðsöngs"
Enginn vissi hvernig myndi reiða
af með framkvæmd hátíðahalda þeg-
ar leið að þúsund ára byggðarafmæl-
inu 1874. Engin föng til fagnaðar
fyrir hendi; alþing og íslendingar
ófjárráða. Dönsk kirkjuyfirvöld
kunnu þó það ráð að benda Islending-
um á að fara, heldur en ekki neitt,
í kirkju ákveðinn sumars og sunnu-
dag og lögðu fyrir klerka að leggja
út af texta í 90. Davíðssálmi um
þúsund árin sem eru sem dagurinn
í gær hjá drottni. Skáldið síra Matthí-
as Jochumsson var þá á milli kalla,
dvaldi í Englandi, en vildi gjaman
prédika samt, orti því hátíðarsöng
upp úr þessum bænarsálmi Móse.
Síra Matthías var vissulega eitthvert
andríkasta skáld sem þjóðin hefur
alið, þegar honum tókst best upp,
en ærið mistækur. Engu er líkara
en hann hafí verið utangarðs við
borgvirki Oðins er hann jós á skáld-
bikarinn í þetta sinn og „tilbjó“ (les
orti) þennan sálm, enda kvað hann
svo að orði sjálfur síðar að honum
hefði fundist hátíðarkvæði sitt bera
hljóm hins hvella málms og gjallandi
bjöllu sem Páll postuli segir einkenna
málflutning ef andann skortir, þ.e.
vera innihaldslaust bull um ekki
neitt.
Þvert ofan í skoðun skáldsins hef-
ur alþing sett lög um að íslendingum
skuli þykja þessi kveðskapur góður
og ekki megi gagnrýna hann. Ekki
er vert að hætta sér í návígi við
meiðyrðalög en saklaust mun þó að
spyrja hver rökvísi sé bak við tal um
smáblóm eilífðar sém tilbiður og
deyr. Em ekki blóm eilífðarinnar
ódauðleg - eilífðin ódauðleiki?
Hvemig fóma menn brennandi sál-
um? Jahve gamli lét sér vel líka
brennifórnir á sokkabandsámm sín-
um, líkt og aðrir starfsbræður hans
í Austurlöndum og víðar, og vissu-
lega geta menn fórnað og helgað
guðum sínum starf og jarðneskt líf,
- en brennandi sál sem fórnað er -
hættir hún þá ekki að tilheyra eilífð-
inni? Lakast er þó síendurtekið kvak-
ið í miðerindinu. Alftimar kvaka -
er fallegur skáldskapur í vögguvísu
en „vér kvökum og þökkum í þúsund
ár, þökkum og kvökum - kvakk,
kvakk, kvakk. Var þetta erindi ort
við andapoll í skemmtigörðum Lund-
úna 1873?
Lag Sveinbjarnar við þennan sálm
er vissulega stórbrotið. Hinsvegar
er það líkt og flest ofurhástemmd
verk, leiðigjarnt við ofnotkun og
þjóðin var orðin dauðþreytt á útjösk-
un þess í lok dagskrár af hálfu ríkis-
útvarpsins öll stríðsárin. Annað er
þó verra. Sakir víðfeðmi lagsins er
það, eins 'og margir hafa bent á,
óhæft til almenns söngs, aðeins
menn með góða raddþjálfun syngja
það skammlaust. Því hafa landsmenn
oftast lítt sungið, heldur spmngið
við flutning þess á almennun sam-
komum frá upphafi.
Nýr þjóðsöngnr eða hvað?
Það þóttu því heldur betur fagn-
aðartíðindi er fréttist að hugmynd
væri uppi hjá forystumönnum lýð-
veldisárið 1944 um að efna til sam-
keppni um nýjan hátíðarþjóðsöng,
lag og ljóð. Reyndar skorti okkur
íslendinga ekki vel samin ættjarð-
arljóð, flest betur fallin til þjóðsöngs
en Guðvorslandið; gegnir furðu að
ekki skyldi skapast einhugur um
kvæði Eggerts Island ögrum skoríð,
sem þjóðin hefur síðan gert að öðrum
þjóðsöng þrátt fyrir fyrirmæli yfir-
valda um annað. Kvæðið er tignar-
legt í krystaltæru látleysi, tjáir í fám
orðum allt sem góðir íslendingar
þurfa segja eða syngja um ættland-
ið, auðlært og auðsungið undir lagi
Kaldalóns - og það sem betra er:
höfundur ljóðsins er nægilega svo
ijarlægur í tíma að ekki þurfti að
óttast að vai þess fyrir þjóðsöng
vekti upp neitt afastríð metorða-
gjarnra afkvæma góðskálda frá tím-
um sjálfstæðisbaráttunnar.
Kvenmaður og kommi
Nú skal ekki fullyrt hér hvort
stjórnvöld geymdu sér einhvern fyr-
irvara hvort besta verðlaunaljóðið
yrði valið sem þjóðsöngur. Hitt má
fullyrða að það var almennur skiln-
ingur flestra í upphafi á lýðveldisár-
inu að, ef vel tækist til, myndi ís-
lenskt skáld færa þjóð sinni nýjan
þjóðsöng í tilefni endurfengins sjálf-
stæðis. Ekki stóð á íslenskum skáld-
um - og tvö kvæði þóttu bera svo
af að ekki varð á milli greint hvort
betra væri - og tónlistin - hvert
lagið öðru yndislegra. En þá varð
fjandinn laus. Það hefur verið for-
vitnilegt að sjá upplitið á sumum
menningarvitum og forystuöflum
þjóðmála vorið 1944, þegar nöfn
höfunda komu ljós. Annar blóðrauð-
ur bolsi, (að vísu einnig þjóðkunnur
sem ljóðskáld, kennari, vinur manna
og málleysingja), hinn það sem jafn-
vel enn verra var - konal
(Les.athugi: Þetta var löngu fyrir
daga rauðrar sokka). Guð sé oss
næstur! Viðurkennd borgaraleg lár-
viðarskáldin slegin út. Hafi það ver-
ið markmiðið að nota þetta einstaka
tækifæri til að efna til ljóðakeppni
um nýjan þjóðsöng var snarlega
hætt við allt saman og fyrsta stjórn-
arathöfn nýkjörins forseta var að
staðfesta lög um „skattlandssvunt-
una,“ sem Bjarni frá Vogi nefndi
svo, sem fána, skrípamynd skop-
teiknarans sem skjaldarmerki' og
áfram skyldu landsmenn springa á
hátónum guðvorslandsins.
Öldin senn liðin - engin
stjórnarskrá í sjónmáli
Tuttugasta öldin er senn á förum,
enn vantar íslenska lýðveldið stjórn-
arskrá, aðra og ítarlegri en slitrumar
af þeirri dönsku frá 1849. Ekkert
útlit er fyrir að úr því rætist fyrr
en þjóðin sjálf tekur málið úr höndum
óhæfra stjórmálasamtaka á nýrri öld
og knýr fram sérstakt stjómlaga-
þing. Fátt virðist nefnilega meira
eitur í beinum hlutafjáreigenda
flokksfyrirtækjanna en að gegnrotin
stjómmálaöfl séu neydd til að fylgja
lögum og reglum, þó ekki væri nema
í því að gera þjóðinni bókhaldslega
grein fyrir öflun og notkun fjár til
starfseminnar.
Stjórnmálaöfl landsins eftir um-
fangi að dæma hljóta að velta milj-
örðum, eru e.k. fyrirtæki, þó hluta-
fjáreigendum þeirra sé ekki greidd-
ur arður beinlínis og þar er einatt
fjöreggi frelsis og sjálfstæðis þjóð-
arinnar fleygt milli handa eins og
skessurnar léku í ævintýrinu. Því
ætti að skipta þjóðina meira máli
að hafa rétta vitneskju um hversu
fjár er aflað og varið til á vettvangi
stjórnmála en hvort einhverjir smá-
krimmar hagræði réttu bókhaldi
gagnvart skattayfirvöldum.
Forsetakjör 1996
Forseti lýðveldisins er eitt af
sameiningartáknum þjóðarinnar -
meira að segja af holdi og blóði -
og nú standa fyrir dyrum kosningar
um 5. manninn í það embætti.
Umræður hafa enn snúist mikið um
hvort þetta embætti sé til nokkurs
gagns eður ei og hálærðir lögfræð-
ingar verða ekki sammála um hvort
forsetinn sé valdalaus skrautfjöður,
öðrum þræði holdi klædd flakkandi
auglýsing um að ísland sé til og
framleiði seljanlegar vörur eða þjóð-
kjörið pólitískt afl sem eigi og sé
skylt að beita áhrifum og valdi þeg-
ar þjóðarheill krefst.
Eins og bent hefur verið á í ræðu
og riti virðist engin þörf á að þjóðin
eyði tíma og fjármunum í að kjósa
valdalausa toppfígúru, sem sam-
þykkir umyrðalaust hvaða fyrinnæli,
lög eða ólög sem flokkaöflum þókn-
ast að semja. Slíkan mann gætu al-
þingismenn sem best kosið sjálfir úr
hópi uppflosnaðra stjómmálamanna
- jafnvel valið með hlutkesti.
Vilji íslendingar hinsvegar standa
vörð um lýðræði, sem er annað en
nafnið eitt, ekki fámennisvald
flokkseigendakiíka eins og nú er
raunin, þarf að endurbæta stjórn-
skipunarlögin í þá veru að hver
hinna þriggja grunnstoða lýðveldis:
löggjafarvald, dómsvald og fram-
kvæmdavald standi vörð um að eitt
aflið nái ekki að bera hin ofurliði
og hægt sé að vísa ákvörðunum um
örlagaríkustu vanda- og ágreinings-
mál beint undir dómstól þjóðarinnar
í heild. Þetta er vissulega éinn versti
fleinn í holdi valdasjúkra flokksvél-
arpólitíkusa (þeir finnast í öllum
flokkum, á öllum tímum) sem vilja
helst starfa samkvæmt mottói
sumra löngu dauðra einvaldskon-
unga Dana - Vi alene vide - og
láta síðan minnislítinn, einfaldan og
sauðtryggan lýð háttvirtra kjós-
enda, bundinn á bás flokkshyggju,
velja íjórða hvert ár sjaldnast um
annað en marklaus auglýsingaskilti
kosningaloforðanna.
Ef Islendingar setja sér stjómar-
skrá einhvern tíma og skilgreina þar
vald og skyldur forseta síns vill und-
irritaður koma þeirri hugmynd á
framfæri að það verði stjómarskrár-
atriði að forseti íslands verði enginn
sá sem er bundinn leyniféiagsskap,
alþjóðiegum eða innlendum. Þessu
er ekki stefnt gegn neinum sérstök-
um slíkum félögum sem geta vissu-
lega verið af hinu góða og eru það
eflaust sum. En ,sú hætta getur ver-
ið fyrir hendi sem almenningur getur
enga vitneskju fengið um hvort slík
leynifélög bindi á einn eða annan
hátt vilja meðlima sinna eða hvort
hagsmunir slíks félagskapar og ís-
lenskrar þjóðar rekist ekki á.
Nú stendur valið milli fjögurra
frambjóðenda og samkvæmt niður-
stöðum skoðanakannana virðist
gálgahúmor landsmanna enn vera
til staðar. Þrír eru fulltrúar karlpen-
ings þjóðarinnar. Einn þeirra virðist
vera duglegur fjármálamaður eftir
eigin yfirlýsingum um kosningasjóði
að dæma og hefur nú fengið þá
köllun að stýra friði á jörðu frá
Bessastöðum. Var sannarlega tími
til kominn að einhver lyki því hlut-
verki sem frelsaranum okkar bless- u
uðum, Búddhaogöllummannvinurn*
frá upphafi hefur enn ekki tekist.
Annar virðist tilbúinn í hlutverk
fyrri forseta, virðulegt, kollótt af-
skiptaleysi. Hinn þriðji er af öðru
sauðahúsi, atvinnupólitíkus með
skoðanaskipti og flokkaflakk sem
sérgrein og hefur nú líkt og úlfurinn
í Rauðhettusögunni étið krítarmol-
ann, talar í hunangsætum lands-
föðurtóni um nauðsyn þess að hafa
opið hús á Bessatöðum. Ekki skal
sveija fyrir að tími kraftaverkanna
sé liðinn og Sál geti enn breyst í
Pál. Eflaust er líka hægt að fara
að dæmi ákveðinnar persónu í gam-
alli þjóðsögu, hylja hom, hóf og
klauf, - en skottið, æ! ó! og vei!
ansans skottið. Þjóðsagnapersón-
unni frægu gekk illa að girða það
niður í buxurnar og viðkomandi
þekktist nægilega fljótt. Eru lág-
launastéttir landsmanna svo minn-
isgóðar að þeir muni á kjördegi
frammi fyrir hveijum skottinu var
dinglað og í þágu hvers eftir lang-
varandi kjarabaráttu þeirra 1987?
Hlutlausum athuganda myndi að
líkum finnast eðlilegt að kvenpen-
ingur þjóðarinnar ætti auðvelt for-
setaval að þessu sinni, ekki síst eft-
ir síðastu breytingu á tölu frambjóð-"
enda - og þeirra er valdið - ef þær
vilja. En spumingunni fæst ekki-
svarað fyrr en að kvöldi kjördags
hvort löngu tímabærar kröfur
kvenna um aukna og varanlega
hlutdeild í stjórn og skipan þjóð-
mála era settar fram af einurð og
alvöru eða hvort nú, og í þetta sinn
kvenlegur gálgahúmor, ræður ferð
er velja skal eitt sameiningartákn
okkar íslendinga.
20-6-96
E.J.Stardal.
Höfundur er sagnfræðingur.
r
I forystu til framtíðar
Þegar Landsbankinn var stofnaður jyrir
110 ármn var markmiðið að efla íslenskt
atvinnu- ogþjóðlíf. A afinælisári bankans
hefur verið ákveðið að bœta enn þjónustu
við einstaklinga og heimili. Varðan,
Þjónustusíminn, Einkabankinn og
Einkabókhald eru alltþjónustuþœttir sem
ætlað eru til að hjálpa viðskiptavinum
bankans til að stunda bankaviðskipti
þegar þeim hentar ogþar sem þeim hentar.
m
hundraðogtíuára
Enn betri þjónusta
við einstaklinga og heimili
Ný þjónusta Landsbankans við einstaklinga og heimili gerir þér fært að stunda
bankaviðskipti þegar og þar sem þér hentar. Þjónustufulltrúar í öllum útibúum
taka vel á móti þér og kynna fyrir þér Einkabankann, beint samband milli
tölvu þinnar og bankans, Vörðuna, persónulega þjónustu með útgjaldadreifingu og j
greiðsluþjónustu, Þjónustusímann, þar sem þú getur fengið upplýsingar um stöðu 1
og millifært með einu símtali, og Einkabókhald, sem veitir yfirsýn yfir fjármálin og \
auðveldar áætlanagerð. Kynntu þérfjölþætta þjónustu okkar.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
L