Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 30
- 30 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 SKOÐUIM MORGUNBLAÐIÐ S AMEININ GARTÁKN OG GÁLGAHÚMOR Vilji íslendingar standa vörð um lýðræði, sem er annað en nafnið eitt, skrifar Egill J. Stardal, þarf að endurbæta stjórnskipunarlögin í þá veru að hver hinna þriggja grunnstoða lýðveldis, lög- gjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald, standi vörð um að eitt aflið nái ekki að bera hin ofurliði. HELSTU sameiginleg tákn hverrar sjálfstæðrar menningarþjóðar, sem _§ettu að vera henni sem heilög vé, eru stjómskipunarlög, - þar sem birtist skilningur hennar, vilji, félags- legur þroski og réttlætiskennd á sviði stjómsýslu; fáni, skjaldarmerki og þjóðsöngur, sameiningartákn, sem vanda skyldi til eftir því sem listræn- um smekk og andlegum sköpunar- mætti er framast unnt. Svo undarlegt sem það er hefur oft einhver sérlegur gálgahúmor ríkt meðal okkar íslendinga þegar kemur til ákvarðana, sem snerta sameining- artákn þjóðarinnar og í viðhorfum okkar gagnvart gildum sem geta varðað miklu og mótað áiit umheims- ins á mennt og mannlífi því sem hefur þroskast í landi okkar. Jón forseti eða Lúther Fæstir vita víst nú að þegar Jón Sigurðsson fylkti saman fáeinum menntamönnum í Kaupmannahöfn laust fyrir miðja öldina síðustu til þess að beijast gegn því að Island yrði áfram dönsk nýlenda eða fengi það hlutskipti að verða ein dönsku eyjanna í Danaveldi, skelltu lands- menn að mestu skollaeyrum við fjár- bón þeirra. Þó skutu þeir á stundum saman nokkrum tugum ríkisdala þegar leið á öldina svo halda mætti út málgagni sjálfstæðisbaráttunnar Nýjum félagsrítum, En þegar mest á reið, en Jón og Félagsritin voru komin í fjárhagskröggur, kom önnur fjárbón til landsins um að safna fé í minnismerki um uppflosnaðan munk Martein Lúther að nafni. Þá fóru fátækir íslendingar djúpt í vasa vaðmálsbróka sinna og söfnuðu snarlega þúsundum ríkisdala svo rísa mætti stytta suður í Saxlandi af þessum undanvillingi hinnar fornu kirkju, manni sem olli menn- ingarhruni á íslandi með siðskiptun- um 1541-51 og kom íbúunum óbeint í framhaldi umskiptanna fjárhags- lega á vonarvöl. Svo rækilega tókst síðan að heilaþvo þjóðina að jafnvel ■JlSestu menn hennar töldu að klafa- binding einokunarverslunar og lút- erismi með móðursjúkri djöflafobíu væru með mestu velgerningum sem þjóðinni hefði hlotnast úr hendi guðsnáðarkónganna í Kjöben. „Föðurhendur“ afhenda stjórnarskrá eða horgemling Þegar flatþýskur Danakóngur Kristján frá Lukkustað kom til landsins í tilefni þúsundáraafmælis byggðar norrænna manna á íslandi 1874, með slitur úr stjórnskipunar- lögum Dana frá 1849, sem dönsk stjórnvöld komust minnst af með án þess að verða heiminum til að- hláturs, hrópuðu íslendingar, fylltir ,‘lifandi þakklæti“ sig hása af hrifn- ingu; þjóðskáldin remdust eins og rjúpa við staur við að yrkja mærðar- vellu til söngs kóngi til dýrðar. Það hefur þurft skrýtinn húmor til að fyllast hrifningu þegar Klein, danski dómsmálaráðherrann, tók við „frels- isskránni“ úr föðurhöndum! Krist- jáns 9. fyrir hönd íslendinga (ráð- herrann hafði sjálfur soðið hana saman fyrr um veturinn) og þakk- aði herra sínum á dönsku fyrir hönd þeirra. Ekki voru þó allir jafnhrifn- ir. Bólu-Hjálmar vildi að vísu kyssa . konungssporin en hellti beiskum drópum í fagnaðarfull sitt, - kvað fjalikonuna orðna að fölleitri, brjóstavisinni beinakerlingu eftir aldalanga dvöl í sæng með Aldin- borgarkóngum. Skáldið Jón Ólafs- son, hið íslenska I’enfant terrible síns tíma, sneri einu væmnasta lof- kvæðinu um kóng upp í níð: kóngur ’ kæmi „með skeinisblað í skitinni hendi," „þig skrattinn hingað til oss sendi./ Far burt, far burt í fjandans rass.“ Jón Sigurðsson forseti, sem ætíð stillti orðum sínum við hóf og ræddi málefnalega, en átti til að vera þungorður, líkti stjórnar- skránni við horrollu sem væri nokk- uð mögur, þó reisa og haltraði á þrem löppum. Það er leitt fyrir íslenskar bók- menntir að enginn skáldsnillingur með ormstungu háðfuglsins, skyldi vera þá uppi með þjóðinni og lýsa þessum pólitíska skrípaleik sem öðr- um þræði gerði hátíð, haldna til að minnast þúsunda ára byggðar landsins, að farsa. Hvítbláinn og Glundroði Einar Benediktsson skáld kom með þá hugmynd að sameina í fána þjóðarinnar það litróf blárra fjalla og fannhvítra jökla, sem fyrst bar fyrir augu landnemanna er þeir sáu ísland rísa úr hafi og hinn róm- verska kross, tákn hinnar kristnu siðmenningar sem náði hámarki á kaþólskri gullöld bókmenntanna. Þetta var stórbrotin og skáldleg hugsýn, fáninn tignarlegur og lát- laus. Einar gerði enn betur eins og kunnugt er; orti hinn þróttmikla fánasöng Rís þú unga íslands- merki sem vel hefði mátt sóma sem þjóðsöngur, þótt textinn sé e.t.v. fullbundinn fánanum einum. Íslenska þjóðin fagnaði einhuga þessu fagra merki og fána- söng. Hér er ekk- ert rúm til að rekja deilurnar um fánamálið 1912-16, aðeins sett fram sú full- yrðing að dönsk- um yfirvöldum var auðvitað meinilla við þetta fánabrölt bílandsins, en létu þó undan, leyfðu íslendingum að taka upp landhelgisveifu eftir að tekist hafði með ýmsum undan- færslum, jafnvel beinum ósannind- um að klína inn í fánann rauðum lit úr Dannebrogsflagginu, líkt og Norðmenn er þeir fengu sjálfstæði og danskan kóng 1905 og Færey- ingar síðar. Einhveijir íslendingar fóru að hugga sig við að rauði liturinn væri ekki úr feldi Danabrókar, heldur tákn eldsins í iðrum landsins. Það var nú sú hugmynd! að bæta inn í fána þjóðarinnar fornu tákni helvítis og mesta bölvalds mannlífs á ís- landi, - virkni eldfjalla og eimyiju sem meir hefur orðið ágengt að eyða lífi í breiðum byggðum lands- ins en öllum pestum og verslunará- nauðinni í sameiningu. Hví mætti þá ekki bæta einnig við hauskúpu- tákni svartadauðans eða gulum pestarlit bólusóttanna? Fylgismenn Hvítbláins nefndu þrílita fánann Glundroða og Bjarni frá Vogi skáld skattlandssvuntuna. Máttur vanans hefur orðið til þess að flestum ís- lendingum þykir nú orðið þríliti fáninn fallegur og vissulega er hann fullboðlegur, þó hann skorti' hina látlausu tign Hvítbláins. Um smekk, jafnvel áunninn, er oft tilgangslaust að deila. Við Islendingar höfum sætt okkur við orðinn hlut og hirtum ekki um að breyta fánanum í upp- runalega mynd 1918, sem líklega hefði hafst fram, eða 1944, þegar við gátum flestu ráðið í þessu efni. Skrítinn skapnaður Sú hugmyndin við gerð skjald- armerkis þjóðarinnar - að sækja skjaldarberendurna fjóra, tákn Ijórðungaskipunarinnar til hinnar óviðjafnanlegu frásagnar Snorra af landvættunum: fuglinum, drek- anum, bergrisanum og villinautinu, var óneitanlega stórsnjöll, ekki síðri hugmynd Einars Ben. um Hvítblá- inn, - svo snjöll að flestum þykir að ekki komi önnur til greina. Slíkt er einkenni snilldarhugmynda. En því miður varð hugmyndin næsta kauðsleg í útfærslunni og bar merki um vanþekkingu á gerð skjaldar- merkja að öðru leyti. Að því er mig minnir gerði Rík- arður Jónsson myndskeri uppdrátt að skjaldarmerkinu 1918 og vissu- lega eru skjaldarberendur hans hin- ir djarflegustu: hertygjaður, mikil- úðlegur, skeggprúður bergrisinn mundar vopn sitt mót óvininum; nautstáknið holdgrannur, háfættur og sprækur villivísundur, prýddur faxi; fuglinn er örn og drekinn eldspúandi fmngálkn. Skjöldurinn er hinsvegar klæddur fánanum en það er heraldísk kórvilla. Fáni er eðli sínu samkvæmt merki, sem, hafið á loft, er tákn sem sýna skal hvar forysta fylkingarinnar fer, hvort sem ferðinni er heitið í frið- samlegum erindum eins og vonandi verður um för íslendinga hér á jörð um ókomna tíð, eða í öðrum verri. Skjaldarmerkin eru annars konar tákn, sem að líkindum má rekja til eldfornra totemteikna flokka- eða ættbálka frá frumbernsku hins viti- borna manns fyrir tugum árþús- unda, þegar hann fór að skipa sér í hópa - ættir - ættbálka - þjóðir, - einkenna sig og tjá. Riddarar Vesturlanda börðust á miðöldum, eins og öllum er kunn- ugt, í harðneskjum frá hvirfli til ilja og því óþekkjanlegir á vígvelli. Þeir settu því margvísleg einkennistákn: ljón, gamma, krossmerki eða önnur symból á skildi sína svo andstæðing- ur skyldi vita hvers konar óvin hann ætti í höggi við. Með tímanum urðu þessi merki ættareinkenni höfð- ingjastétta, grafín í innsigli, skorin í dýrgripi, og þegar einhver slík ætt náði völdum í ríkinu, urðu ættar- merki hennar að ríkistáknum; skjaldarmerkjafræðin (heraldic) varð fræðigrein, laut siðum og regl- um sem flestir upplýstir menn þurftu að kunna skil á. Borgir, gildi og aðrar félagseiningar höfðu einnig þennan sið uppi og vörumerki nú- tímans eru af sama toga. Danakon- ungar gáfu t.a.m. gildum eða félög- um kaupmanna, sem skyldu fara til íslands að fiskkaupum, merki - afhausaðan, flattan þorsk á rauðum fleti með kórónu í stað höfuðs sem e.k. einkennistákn og með tímanum varð þorskurinn skjaldarmerkistákn í innsigli íslands. Rómantískir íslendingar á 19. öld undu þessum krýnda þorski illa, en segja má að í því hafi þó birst óvart söguleg kaldhæðni. Greindarvístölu sumra guðsnáðarkonunga Dana- veldis hefur nefnilega á stundum verið þannig úthlutað af almættinu, að einu hefði mátt gilda þótt kórón- aður þorskur prýddi hásætið í þeirra stað. Þessir rómantísku 19. aldar menn fengu þá hugmynd að hafa fálka sem tákn íslands í í stað þorsks, en gerðu sig nú seka um að rugia saman fána og skjaldar- merki, bjuggu til blátt flagg, prýtt, hvítum fálka með þanda vængi. Bæði þessi kykvendi, fálkinn og þorskurinn hafa vissulega verið hin- ar mikilvægustu útflutingsvörur, en strax var þó bent á að þau hafa verið einnig notuð í málinu sem skammaryrði: að vera þorskhaus - eða mesti fálki jafngildir að vera flón og Einar Ben. benti réttilega á í greinum sínum um fánamálið að engin siðuð þjóð hefði ránfugl eða önnur óargadýr í fána sínum. Þegar ísland fékk heimastjórn 1904 ákvað danska stjórnin samt að koma til móts við vilja íbúa sjálfstjórnarný- lendunnar og sendi í snarhasti teikn- ara á náttúrgripasafn í Kaupmanna- höfn. Sá dró upp mynd af hvítum Grænlandsfálka (sic), sem klúkir í lausu lofti, situr ekki á neinu, legg- ur samt vængi að síðum, m.ö.o. virð- ir ekki þyngdarlögmálið. Þessi grænlenski kraftaverkafugl prýddi skjaldarmerki íslands til 1918 og fálkahugmyndin hefur get- ið af sér tvö afbrigði: flokksmerki Sjálfstæðisflokksins, en þar hefur fálkinn þó bæði fengið undirstöðu fyrir fætur og lært að blaka vængj- um; hitt er heiðursmerki fálkaorð- unnar sem sumir segja nú, þ.á m. sumir forsetaframbjóðendur að for- TIL vinstri er skjaldarmerkið 1919-1944 og til hægri skjaldarmerki lýðveldisins frá 1944. seti lýðveldisins framreiði það á færibandi, mest þeim embættis- mönnum sem hafa mætt til vinnu og ekki gerst opinberlega sekir um alvarlegt misferli í starfi. Tignarstig orðuveitinganna auðveldar að sögn siðameisturum og veislustjórum hversu skipa skal til sætis þá góða veislu gjöra skal á vegum hins opin- bera og hlýtur það að sanna gildi hennar fyrir íslenska menningu og vera hvöt til afreka. Meiri gálgahúmor Nú hefði mátt búast við því að forystumenn íslendinga brytu heil- ann um nýtt og betra skjaldarmerki þá lýst skyldi yfír sjálfstæði þeirra 1944. Eflaust hafa verið miklar annir þessi misseri og auk þess höfðú sumir menningai-vitar þeirra átt undanfarin ár í stórdeilum við marga kunnustu listamenn þjóðar- innar á sviði bókmennta og mynd- listar. Líklega til þess að hindra að einhver róttæklingur, „klessumál- ari,“ eða vandræðamaður framúr- stefnu færi að klúðra við gerð skjaldarmerkis hins nýja lýðveldis, fengu stjórnvöld listamann, án efa hinn hæfasta að þeirra dómi, til þess að forma hið nýja lýðveldis- tákn, völdu nú til þess - skrípa- myndateiknara skopblaðs - Spegils- ins - og sannlega brást hann ekki hlutverki sínu. I lýðveldisskjaldarmerkinu er aft- ur gerð sú skyssa að klæða það fán- anum og vart rétt að tala um skjald- arberendur, samkvæmt forskriftum heraldíkur, - skjaldarsligendur væri nær sanni. Hinum villta og hnar- reista griðungi Snorra og Ríkarðs var breytt í klaufnaveikan ljósbola, sem setur undir sig hausinn og gæg- ist óttasleginn undan horni skjaldar- ins, dregur bæði hes og vömb nær við jörð. Vígreifur bergrisinn er orð- inn að vegmóðum öldungi, - gamal- menni, sem stjómvitringar í heiðni létu hrinda fyrir björg í hallærum; kreppusnillingar nútíma markaðs- hyggju telja heppilegast að svelta til bana; myndi hinsvegar vera æru- verður gistivinur elliheimilis í velferð- arríki mannúðar. Öldungurinn styður sig á mynd teiknarans við skjöldinn með hægri hendi og nýtir vopn sitt með hinni hendi sem e.k. hækju. Bæði risafuglinn og fínngálknið virð- ast helst til þess búin að níða skjöld- inn niður í stað þess að hefja hann til varnar og fuglinn/örninn rekur út úr sér tunguna líkt og kamelljón á flugnaveiðum; ullar kanski að krakkasið í leikskóla mót hugsanleg- um árásaraðila. Nú langar höfund þessa pistils til þess að ómaka lesendur til að lesa kyngimagnaða lýsingu Snorra í Ól- afssögu Tryggvasonar í Heims- kringlu á því hvers konar landvættir stugguðu við sendiboðanum sem fór í hvalslíki að njósna fyrir Danakon- ung, hveijum vörnum mætti eiga von á ef hann hygði á herferð til íslands. Til gamans má hinsvegar velta upp hugmynd um þá skýrslu, sem hann hefði gefið herra sínum um varnarkjark og hug Íslendinga, hefðu fyrirbrigði landvættanna - módel 1944 borið fyrir. Hún hefði að líkum verið í þá veru, að fátt væri að ótt- ast á Fróni þrátt fyrir tungulanga erni eða hreistrað drekaflykur. Við Breiðafjörð hefði akfeitt naut gægst hikandi fyrir horn Látrabjargs, sem væri kjörið í steik, hernámsliði til fagnaðarbóta er verki þess væri lok- ið. Syðra hefði öldungur staulast niður í fjöru og stutt sig við staf á Vikraskeiði og myndi án efa dauður úr elli í þann mund sem hersveitir Dana tækju að refsa níðskældum Islendingum fyrir flím um þann göfga kóng sem nýtir sinn reka. Verði einhvern tíma á næstu öld gerð bragarbót á þessu skjaldar- merkisafstyrmi liggur fyrst fyrir að nema fánamerkið af skildinum og setja í þess stað tákn um það besta sem hefur frá upphafi einkennt og ætti að einkenna stolta íslenska þjóð. Undirrituðum fínnst ekki úr vegi að feldinum yrði fjórskipt með litum sem tákna fjórðungaskipting- una fornu sem vonandi verður ein- hvern tíma tekin upp aftur, ekki síst til þess að skapa meiri valddreif- ingu, heilbrigðan metnað og sam- keppni milli landshluta; mynda þann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.