Morgunblaðið - 30.06.1996, Side 15

Morgunblaðið - 30.06.1996, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Góð byrjun BOKMENNTIR Ljód SKÝJABÓLSTRAR eftir Þyrí Höllu Steingrímsdóttur. Reykjavík 1996. FYRSTA ljóðabók Þyríar Höllu Steingrímsdóttur, Skýjabólstrar, hefst á tilvitnun í fræg orð banda- ríska ljóð- og leikskáldsins, Archi- bald MacLeish (1892-1982), um það að ljóð eigi ekki að merkja neitt, held- ur aðeins vera: „A poem should not mean, but be.“ Ekki er ástæða til þess að taka þessi orð bók- staflega um innihald bókarinnar því að þar rekur hvert ljóðið ann- að sem hefur hreina og klára merkingu í huga lesanda. Það er raunar einkennaridi fyrir ljóðstíl Þyríar Höllu að hann er mjög einfaldur, tær og fá- orður; myndmál er blátt áfram og málnotkun öll. Myndirnar og tengingarnar í text- anum eru samt oft nýstárlegar og skemmtilegar; í ljóðinu „Hyldýpi“ segir: „A milli okkar er/ nístings- kalt/ hyldýpi// og brúarsmiðirnir eru/ í endaiausri pásu“. Stundum er hins vegar eins og maður kann- ist við líkingahugsunina í ljóðun- um, til dæmis í ljóðinu „Mar“: „Ég sigli/ um reginhöf/ leita að vari/ í lygnum firði// Kemst í heila höfn/ í heitum faðmi/ augna þinna“. Aðalyrkisefni Þyríar Höllu er ástin, eins og sjá má af tveimur tilvitnuðum ljóðum, en einnig eru nokkur ljóð í nokkurs konar at- hugasemdastíl — ef til vill mætti líka kalla þau athuganir. Þetta eru ljóð eins og Gæsla: „Krossinn stendur hljóðlátur í garðinum/ — hann tekur starf sitt alvarlega“. Þetta eru knappar og hnyttilegar athugasemdir úr hvunndeginum og sem annars staðar er stíllinn einfaldur og blátt áfram. Annað slíkt Ijóð er Blesi: „Það var ekki fyrr en/ að ég bauð honum/ í útreiðartúr/ að ég tók eftir því/ að hann undi sér best/ í gerðinu/ innan um merastóðið// helvísk- ur“. Þyrí Halla leggur vissulega einnig til atlögu við hefðbundin yrkisefni eins og nátt- úruna, trúna, sorgina og orðin „sem halda okkur/ frá því að svífa/ á vit alheims- ins“, svo sem segir í ljóðinu „Þung orð“. 011 þessi viðfangsefni nálgast hún af látleysi sem gerir bókina heillandi og um leið nýja, ljóðin eru fumlaus og í vissum skilningi orgínal. Og — það sem gleður mig enn meira — þau eru laus við allan þann skáldlega belg- ing sem svo oft vill einkenna og lýta bækur ungra skálda. í bókinni eru aðeins 24 ljóð en þau eiga líka öll erindi þangað. Þetta er góð byijun hjá Þyrí Höllu og verður forvitnilegt að fylgjast með framhaldinu. Þröstur Helgason Nýjar bækur „Eitt sinn skal hver deyja“ UT ER komin á vegum Mokka- press bókin „Eitt sinn skal hver deyja“ í ritstjórn Siguijóns Bald- urs Hafsteinsonar mannfræðings. Bókin, sem jafnframt er sýriingar- skrá í tengslum við ljósmyndasýn- ingar á Mokka-kaffi og Sjónar- hóli, sem standa nú yfir, hefur að geyma fjórtán ritgerðir er fjalla um dauðann í íslenskum veruleika út frá ýmsum sjónarhornum og frá ýmsum tímum. í bókinni er meðal annars fjöldi ljósmynda úr fórum Þjóðminja- safns íslands er tengjast dauðan- um, fengist við að bregða ljósi á ljósmyndatökur af látnum íslend- ingum, fjallað um vitundina um dauðann, rætt við líksnyrti, farið yfir ljóðagerð íslenskra skálda er fjallað hafa um dauðann í skáld- skap sínum, velt upp spurningum um áhrif tíðra dauðsfalla á sálar- líf barna á síðustu öld og brugðið upp mynd af útfararsiðum Asa- trúarmanna. Höfundarnir sem eiga ritgerðir í bókinni eru: Edda Kristjánsdótt- ir, Guðrún Nofdal, Margrét Eg- gertsdóttir, Gunnar Kristjánsson, Sigurður Gylfi Magnússon, Garðar Baldvinsson, Þórir Kr. Þórðarson, Hjálmar H. Ragnarsson, Arndís Þorgeirsdóttir, Guðrún B. Krist- jánsdóttir, Vilhjálmur Vilhjálms- son, Elín M. Hallgrímsdóttir, Vil- hjálmur Árnason, Hjálmar Sveins- son, Siguijón Baldur Hafsteinsson og Inga Lára Baldvinsdóttir. Bókin fæst í bókabúð Máls og menningar og á Mokka-kaffi og kostar 1.500 kr. •NÝ ÓPERA um íslensk/ danska myndhöggvarann Bertil Thorvaldsen, sem frumsýnd var um síðustu helgi í Kaupmanna- höfn, hefur fengið afar blendnar viðtökur gagnrýnenda þar í landi. Óperan er sýnd í Thor- valdsen-safninu, sem stendur við Kristjánsborgarhöll. Höf- undur tónlistarinnar er Anne Linnet, sem þekkt er fyrir flest annað en að semja sígilda tón- list, og eru flestir gagnrýnend- anna sammála um að tónlistin og söguþráðurinn risti ekki djúpt. Einn líkir verkinu fremur við óratóríu eða kantötu, annar segir hana „teppabankstónlist". Söngvararnir fá hins vegar lof fyrir frammistöðu sína. •LEIKSTJÓRINN Klaus Hoff- meyer hefur verið ráðinn stjórn- andi Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn og tekur hann við af Birgitte Price, sem lætur af störfum vegna heilsubrests. Þá verður annar danskur leik- stjóri, Jan Maagaard, skipaður aðstoðarleikhússtjóri, sem er ný staða við leikhúsið, en það gerir Hoffmeyer kleift að halda leik- stjórn áfram en hann er einn virtasti leikstjóri Dana. Samn- ingurinn sem Hoffmeyer og Maagaard hafa gert við leikhús- ið er til aldamóta. SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 15 þú vera lokkandi i suiTiar; Fylling, hreyfing og léttir lokkar Auðvelt að breyta um greiðslu Fer vel með hárið Þarf ekki að vaxa úr Þvæst úr hárinu á 5 - 8 vikum LOREAL TECHNIQUE PROFESSIONNELLE A SPURÐU U M pm atiC HJÁ FAGFÓLKINU 562-6262

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.