Morgunblaðið - 30.06.1996, Page 12
12 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
HUGTAKIÐ mannréttindi spannar vítt svið, og tekur til grófra
brota stjórnvalda gegn frelsi manna jafnt og þess, sem e.t.v.
má kalla forvarnarstarf í mannréttindamálum, að við meðferð
mála einstaklinga hjá stjórnvöldum og dómstólum sé hlutlægni
ekki aðeins gætt í raun og veru heldur verði hlutlægnin ekki
dregin í efa með skynsamlegum rökum. Mannréttindasáttmáli
Evrópu miðast við lýðræði og það er gert að skilyrði fyrir tak-
mörkunum réttinda á borð við félaga- og Ijáningarfrelsi að slík-
ar takmarkanir séu nauðsynlegar í lýðræðisríki.
Hvað er
Mannréttinda-
sáttmáli Evrópu?
var stofnað 1949 í viðleitni til að
auka samstöðu V-Evrópuríkja og
koma í veg fyrir að styijöld gæti
brotist út á milli þeirra á ný. Is-
land gekk í Evrópuráðið 7. mars
1950, og var þrettánda í röð aðiid-
arríkjanna, sem nú eru 39 talsins.
Mannréttindasáttmáli Evrópu
er heiti þess samnings um vernd-
un mannréttinda og mannfrelsis
sem ráðherranefnd Evrópuráðs-
ins samþykkti í 4. nóvember 1950
og öðlaðist gildi 3. september
1953 þegar fullgildingarskjöl 10
aðildarríkja höfðu verið afhent
Evrópuráðinu.
Frá því að mannréttindasátt-
málinn var samþykktur hafa verið
gerðir við hann 11 viðaukar. Sum-
ir auka við þau réttindi sem sátt-
málinn verndar, aðrir lúta að
skipulags- og réttarfarsatriðum.
ísland tilheyrir þeim minnihluta
aðildarríkja sem fullgilt hafa alla
viðaukana án fyrirvara.
Sáttmálinn tryggir einstakling-
um sem dveljast í aðildarríkjunum
— ekki aðeins borgurum þeirra —
réttindi til að haga lifi sínu, skoð-
unum og athöfnum að eigin vild
án þess að eiga á hættu afskipti
eða íhlutun ríkisins. Réttindin
skulu tryggð án manngreinarálits
af nokkru tagi.
Meðal þeirra réttinda manna,
sem vernduð eru af Mannrétt-
indasáttmála Evrópu, eru:
Réttur til lífs og bann við dauð-
arefsingu.
Bann við pyntingum og ómann-
úðlegri eða niðurlægjandi með-
ferð eða refsingu.
Bann við þrældómi og nauðung-
arvinnu.
Réttur til frelsis og mannhelgi.
Réttur handtekins manns til
vitneskju um ástæður handtöku
og hvaða sökum hann er borinn.
Réttur handtekins manns og
gæslufanga til að koma fyrir dóm-
ara innan hæfilegs tíma og til að
bera frelsisskerðinguna undir
dómstól og til skaðabóta.
Réttur sakbornings til að teljast
saklaus uns sekt er sönnuð og til
réttlátrar og opinberrar meðferð-
ar máls fyrir sjálfstæðum og óvil-
höllum dómstóli innan hæfilegs
tíma og til að leita endurskoðunar
dóms.
Sakborningur á m.a. rétt taf-
arlausri vitneskju um eðli og or-
sök kæru og á að fá tíma og að-
stöðu til varnar, sem hann getur
haldið upp sjálfur eða með aðstoð
veijanda að eigin vali og er sú
aðstoð honum að kostnaðarlausu
ef þörf krefur.
Lagt er bann við afturvirkni
refsilaga.
Eignarréttur er friðhelgur.
Tryggður er réttur til að greiða
leynilega atkvæði í fijálsum kosn-
ingum.
Friðhelgi einkalífs, fjölskyldu,
heimilis og bréfaskipta er tryggt.
Einnig hugsanafrelsi, sam-
viskufrelsi og trúfrelsi, félaga-
frelsi, fundafrelsi, ferðafrelsi og
réttur til að velja sér dvalarstað.
Bannað er að svipta menn frelsi
vanefni þeir samningsbundna
skyldu.
Tjáningarfrelsi, þar með talið
skoðana- upplýsinga- og hug-
myndafrelsi. Takmarkanir á rétt-
indum á borð við tjáningar- og
félagafrelsi eru því aðeins teknar
gildar af Mannréttindanefnd og
-dómstóli að sljórnvöld í aðildar-
ríkjum sýni fram á hveiju sinni
að slíkar takmarkanir séu nauð-
synlegar í lýðræðisríkjum.
Jafnrétti hjóna, réttur til að
stofna til hjúskapar og fjölskyldu.
Réttur til menntunar og til að
tryggja börnum fræðslu í sam-
ræmi við trúar- og lífsskoðanir
foreldra.
Lagt er bann við að ríki vísi
eigin borgurum úr landi og út-
lendingum er tryggð ákveðin rétt-
arstaða gagnvart brottvísun úr
landi.
Þau ríki sem gerast aðilar að
mannréttindasáttmálanum skuld-
binda sig til að haga löggjöf,
stjórnsýslu og dómsýslu sinni
þannig að þessi réttindi séu virt.
í dómi mannréttindadómstóls
er eingöngu kveðið á um hvort
aðildarríki hafi brotið sáttmálann
og sé þess krafist getur dómstóll-
inn dæmt einstaklingi bætur.
Dómur mannréttindadómstóls-
ins hnekkir þannig ekki dómi sem
hefur fengist í viðkomandi aðild-
arríki.
Stofnanir Evrópuráðsins eru
ekki áfrýjunarstig í máli sem taka
dómsúrlausnir til endurskoðunar
heldur er þeim ætlað að leysa úr
því hvort aðildarríki hafi brotið
þjóðréttarskuldbindingu um að
tryggja viðkomandi mannrétt-
indi.
Ráðherranefnd Evrópuráðsins
hefur eftirlit með því að dómum
sé framfylgt.
M.a. byggt á greinargerð með frumvarpi
til laga um mannréttindasáttmála Evrópu.
Spilling og
siðleysi í súmó-
hringnum
FÁAR íþróttagreinar eru
teknar jafn alvarlega og
súmó-glíman í Japan,
þjóðaríþrótt þarlendra.
Súmó-glímumenn njóta mikillar
virðingar í samfélaginu og háar
fjárupphæðir eru í boði. Nú hefur
komið í ljós að spilling og mútu-
starfsemi einkenna þennan heim,
að því er segir í grein í
nýjasta hefti breska
tímaritsins The Econom-
ist.
Undirtónar súmó-glí-
munnar eru trúarlegir.
Fyrir hveija keppni „af-
djöfla“ dómararnir, sem
einnig eru shinto-prest-
ar, pallinn þar sem glí-
man fer fram með því
að kasta yfir hann sjáv-
arþangi, salti og sake.
Glímukapparnir þvo
andlit sín, handarkrika
og skola munninn áður
en þeir stíga inn í hring-
inn, sem nefnist dohyo. Helgi hans
er slík að sandinn sem þar er að
finna mega hvorki skór né kven-
mannsfætur snerta. Áður en at-
gangurinn hefst er hefðin sú að
glímukapparnir lyfti upp hand-
leggjunum og opni krumlurnar til
að sýna að þeir beri engin vopn.
Japanska súmó-sambandið
stjórnar iðkun íþróttarinnar og þar
er að finna gamla glímukappa, sem
telja sig vera að veija helgar hefð-
ir. Þeir ráða frama glímukappanna
skjólgóðu og er þá ekki einungis
farið eftir styrk þeirra heldur einn-
ig þeirri reisn sem þykir einkenna
þá.
Dularfullur dauði Onarutos
Nú virðist sem þessi helgimynd
sé við að hrynja til grunna í Jap-
an. Fram hafa komið ásakanir um
að alsiða sé að samið sé fyrirfram
um úrslit súmó-viðureigna, fullyrt
er að fíkniefnaneysla sé almenn í
þessum heimi, glímukapparnir taki
iðulega þátt í hamslausu kynsvalli
og séu í nánum tengslum við rétt-
nefnda glæpamenn.
Nú nýverið lýsti þekktur fyrrum
glímumaður og þjálfari yfir því að
29 af 40 fremstu súmó-köppum
Japana væru svikahrappar. Maður
þessi, sem gekk undir nafninu
Onaruto, hugðist ásamt Seichiro
nokkrum Hashimoto, aðstoðar-
formanni félags súmó-unnenda,
koma fram, á blaðamannafundi þar
sem hann ætlaði að skýra frá spill-
ingunni sem viðgengist í þessum
geira þjóðlífsins í Japan. Fundurinn
var aldrei haldinn. Báðir kvöddu
þessir menn þennan heim þann 14.
apríl síðastliðinn og dánarorsökin
virðist hafa verið sú sama í báðum
tilfellum. Mennirnir létust aukin-
heldur á sama sjúkrahúsi og ekki
liðu nema þijár klukku-
stundir á milli þess að
þeir héldu yfir móðuna
miklu. Læknar sögðu að
mennirnir hefðu báðir lát-
ist úr lungnabólgu og tals-
menn lögreglu sögðu enga
ástæðu til að ætla annað
en að dauða þeirra hefði
borðið að með eðlilegum
hætti. Breytti þá engu að
aðeins þremur dögum fyr-
ir andlát sitt hafði Onar-
uto sagt blaðamönnum að
hann óttaðist um líf sitt.
Kvaðst hann hafa fengið
morðhótanir frá japönsk-
um glæpamönnum og sagðist ótt-
ast að sér yrði byrlað eitur.
Mafía og marijúanareykur
Þótt Onaruto hafi gengið á fund
feðra sinna áður en honum auðnað-
ist að halda blaðamannafundinn
tókst honum engu að síður að
koma upplýsingunum á framfæri.
Seint í aprílmánuði kom út bók
^ftir hann, sem þegar í stað náði
metsölu. I henni segir frá því er
akfeitir sumó-kappar soga í sig
marijúanavindlinga og skemmta
sér í gufufylltum baðhúsum með
Fram hafa komið alvarlegar
ásakanir um spillingu, fíkniefna-
neyslu og kynsvall sumra
þekktustu súmó-glímukappa
Japana. Margir óttast að þessar-
ar göfugu íþróttar bíði mikið
niðurlægingarskeið.
Frúin fram
/ §x Tf / • x
1 sviðsliosið
SÚ ÓSK Benjainins Net-
anyahus, nýkjörins for-
sætisráðherra ísraels, að
embætti hans dragi dám
af bandaríska forsetaembættinu,
hefur orðið til þess að þriðja eig-
inkona hans, Sarah, hefur stigið
fram á sjónarsviðið. Hún mun
fylgja manni sínum í opinbera
heimsókn hans til Bandaríkjanna
í næsta mánuði og með í för
verða einnig synir hjónanna,
hinn fjögurra ára gamli Yair og
Avner, sem er ársgamall. Þá
hefur verið uppi þrálátur orð-
rómur og blaðaskrif um að Net-
anyahu hyggist láta konu sína
fá eigin skrifstofu, ritara og
embættisbifreið, en embættis-
menn hans hafa vísað þeim alger-
lega á bug.
Þingmaður Verkamanna-
flokksins, Rafi Elul, hefur gagn-
rýnt hinn nýbakaða forsætisráð-
herra harðlega fyrir peninga-
eyðslu og segir forsætisráð-
herrahjónunum meira en vel-
komið að veija sumarleyfinu í
Israel, synir þeirra geti leikið sér
við börn hans. Hins vegar hefur
Benjamin Netany-
ahu hefur verið
óhræddur við að
ýta eiginkonu sinni
og börnum fram í
sviðsljósið, líkt
og tíðkast í Banda-
ríkjunum
Verkamannaflokkurinn einnig
verið gagnrýndur fyrir að leggja
fram fé í sjóð til Leah, ekkju
Yitzhaks Rabins, sem myrtur var
á síðasta ári, svo að hún geti sinnt
embættisskyldum sínum.
Játaði framhjáhald
Ástæða þess að forsætisráð-
herrafjölskyldan vekur svo mikla
athygli, er hversu ung hjónin
eru, og þar að auki með lítil börn,
ólikt fyrirrennurum hans sem
Israelar sáu leika sér við barna-
börnin. Þá hefur Netanyahu gert
allt til þess að ýta konu sinni
fram í sviðsljósið. Það beindist í
fyrsta sinn að Sarah árið 1993
er Netanyahu játaði opinberlega
að hafa verið henni ótrúr, auk
þess sem hann sakaði pólitíska
andstæðinga sína um að hafa
reynt að beita sig fjárkúgun með
því að hóta því að birta mynd-
band í tengslum við þessar ásak-
anir. Lögreglurannsókn fór fram
á málinu en engin niðurstaða
fékkst og bað Netanyahu David
Levy, núverandi utanríkisráð-
herra, afsökunar en hann hafði
verið sakaður um að beita „að-
ferðum mafíunnar" í árásunum
gegn Netanyahu.
I landi, þar sem karlaveldi er
eins mikið og í Israel, þótti fram-
ganga Netanyahus sérkennileg
því hann þótti hegða sér eins og
Bandaríkjamaður en ekki Israeli.
Sú ímynd styrktist enn í kosn-
ingabaráttunni, Sarah Netanya-
hu vék vart frá hlið eiginmanns-
ins og hann smellti kossi á kinn
hennar með reglulegu millibili
auk þess sem hann lýsti yfir