Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR G. EYÞÓRSDÓTTIR (Dúa), lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, að morgni 28. júní. Ársæll Pálsson, Sigrún Ársælsdóttir, Þorleifur Óli Jónsson, Vigdís Ársælsdóttir, Hrafnkell Þorkelsson, niðjar og aðrir vandamenn. Systir mín, mágkona og frænka, HERDÍS KRISTÍIM FINNBOGADÓTTIR, Droplaugarstöðum, áður Grettisgötu 76, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2. júlí kl. 13.30. Albert Finnbogason, Elfsabet Benediktsdóttir, Hólmfríður Jóhannesdóttir og systkinabörn. + Eiginmaður minn, bróðir og mágur, HARALDUR GÍSLASON frá Skálholti, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 2. júli kl. 13.30. Magnea Þórarinsdóttir, Sigríður Margrét Gísladóttir.Sigurður Guttormsson, Garðar Þ. Gislason, Edda Svavarsdóttir. + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og útför eigin- manns míns og fósturföður okkar, SIGURÐAR HJÁLMARS JÓNSSONAR skíðamanns frá ísafirði. Hlýhugur ykkar og vinátta er okkur græðandi smyrsl á sárin. Guð blessi ykkur öll. Ólöf Sigriður Dav/ðsdóttir, ívar Jónsson, Ásmundur Örn Harðarson, Hálfdán Helgi Harðarson, Lísbet Harðardóttir. + Hjartans þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför KRISTINS ERLENDAR KALDAL MICHAELSSONAR. Bjarnheiður Björnsdóttir, Bjarni Thor Kristinsson, Katrín J. Svavarsdóttir, Lilja Eyþórsdóttir, Einar J. Þorgeirsson, Sigmundur Eyþórsson, Hafrún Jónsdóttir, barnabörn, fóstursystkin og hálfsystkin. + Þökkum öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og út- farar elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og systur, KRISTRÚNAR JÓHANNSDÓTTUR, Espigerði 4. Sigrún C. Halldórsdóttir, Heiðar Guðmundsson, Jóhann Halldórsson, Guðrún Siguróladóttir, Halldór Halldórsson, Margrét B. Sigurðardóttir, Valgerður G. Halldórsdóttir, barnabörn og systur hinnar látnu. JÓNA ALLA AXELSDÓTTIR + Jóna Alla Axels- dóttir fæddist á Akranesi 5. janúar 1937. Hún lést á heimili sínu 25. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Lo- vísa Jónsdóttir, f. 28. ágúst 1909, d. 9. jan- úar 1995, og Axel Sveinbjörnsson kaup- maður, f. 10. desem- ber 1904, d. 4. apríl 1995. Systur Jónu Öllu eru Gunnur, f. 17. mars 1942, og Lovísa, f. 30. desem- ber 1944. Hún ólst upp á Akranesi og lauk þar gagnfræðaskólanámi, var einn vetur í Húsmæðaskóla Reykja- víkur og eitt sumar við enskun- ám í Englandi. Á unglingsárun- um vann hún í veiðarfæraversl- un föður síns.- Árið 1959 giftist hún Gústaf Þór Einarssyni húsasmíðameist- ara. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: 1) Axel, f. 2. desember 1958 kaupmaður á Akranesi, kvæntur Kristínu Halldórs- dóttur, sonur þeirra er Halldór Axel, f. 9. janúar 1996. 2) íris, f. 24. september 1960, hárgreiðslumeist- ari, dóttir hennar er Alexandara Hermannsdóttir, f. 29. september 1994. 3) Jón Ein- ars, f. 29. júlí 1963, leikstjóri. 4) Einar Þór, f. 11. ágúst 1979, mennta- skólanemi. Síðastliðin þrjátíu ár hefur hún búið á Seltjarnarnesi og stundað ýmis verslunarstörf, síðast var hún aðstoðarræsting- arstjóri á Landakotsspítala. Jóna Alla verður jarðsungin frá Seltjaraarneskirkju á morg- un, mánudaginn 1. júlí og hefst athöfnin klukkan 15.00. Elsku mamma. Þá er stríði þínu lokið. Eftir átta ára veikindi sigraði MND að lokum. Ég gerði mitt besta til að þér liði vel. Þrjár ferðir til Spánar, tvær til Mexíkó þvert yfír Bandaríkin, ógleymanlegar ferðir. Fyrir mér var hjólastóll engin hindr- un, flugvélar, leigubílar, gönguferðir og gangstéttabrúnir. Þangað sem ég ætlaði mér með þig, fór ég. En fyrir utan ferðalög innanlands sem utan og skemmtilegar stundir var mín stærsta gleði að geta veitt þér þann merkilega titil „amma“. Alex- andra, fyrsta bamabarnið, fæddist fyrir tæpum fjórum árum. Við fórum saman í sónar með hjólastólabíl frá Sjálfsbjörg. Ég hef deilt öllu með þér og mitt líf hefur snúist um þig í þessi átta ár. En nú ertu farin frá okkur, dáin. Söknuður okkar er sár og tómarúmið mikið. Mig dreymdi draum fyrir nokkrum árum, áður en veikindi þín komu í ljós, að þú vær- ir að fara frá okkur. Ég vaknaði grátandi upp með þá spurningu á vörum „hvað verður þá um mig?“ Slík voru okkar tengsl. Elsku mamma, ég svaf við hliðina á þér síðustu næturnar, vakti yfir þér og hélt í hendur þínar, strauk þér og kyssti. Eitt af því síðasta sem þú sagðir við mig er ég grét við rúmstokk þinn var: „Góða vertu ekki að gráta, þetta er ekkert sorg- legt.“ Ég þakka fyrir allt. Hvíl þú í friði. Ég vil í örfáum orðum þakka þeim aðilum sem veitt hafa henni aðstoð. Systur hennar tvær, Gunnur og Lo- vísa, vinkonur hennar tvær, Sigrún og Hanna Stína, saumaklúbbsvin- konurnar sem í a.m.k. þrjú ár komu á þriggja vikna fresti með kökur og kræsingar og sátu við rúmið henn- ar, þær voru margar sem veittu heimilishjálp í gegnum árin, sérstök kveðja til Þóru Einarsdóttur á bæjar- skrifstofunni, hjúkrunarfólks á Heil- sugæslustöð Seltjarnarness, hjúkr- unarfólks frá Heisluverndarstöðinni í Reykjavík á kvöldvakt, að ótöldum öllum vinkonunum og nágrönnum sem of langt væri að telja upp. Kærar þakkir fyrir allt. íris Gústafsdóttir. Þetta varð einn af þessum dögum sem geymast svo bjartir í minning- unni. Það var sólríkur vordagur og ég var ung og ástfangin. Ég var á leið í veislu með unnusta mínum þar sem ég átti að hitta fjölmarga ætt- ingja hans í fyrsta sinn. Ég var með kvíðahnút í maganum sem versnaði til muna þegar hann sagði mér að enginn vissi af komu minni. Ég var sem sé boðflenna. Kvíðinn var auð- vitað óþarfur, mér var tekið mjög alúðlega en það var fyrst þegar ég hitti Jónu Öllu, tilvonandi tengda- móður mína, að hnúturinn í magan- um fór að rakna. Hún sat þarna svo glæsileg, brosti til mín, heilsaði og sagði: „Ég get ekki rétt þér hönd- ina, taktu bara í hana.“ Þá fyrst tók ég eftir hjólastólnum, enda þótt ég hafí vitað af honum. Æðruleysi einkenndi hana öðru fremur. Aldrei heyrðist hún kvarta yfír grimmum örlögum sínum þó að hún vissi hver framvinda sjúkdóms- ins yrði, heldur tókst á við erfiðleik- ana af stakri ró jafnóðum og þeir komu upp. Það var helst þegar barnabörnin bar á góma að hún tal- aði um hve sér þætti leiðinlegt að geta ekki verið eins og hinar ömm- urnar, passað börnin, pijónað eitt- hvað fallegt á þau eða faðmað þau að sér. Það sem vakti strax athygli mína var áhugi hennar á fólki og um- hverfí sínu. Hún flíkaði ekki tilfinn- ingum sínum en átti auðvelt með að fá fólk til að segja frá sjáflu sér og sýndi daglegu lífi þess áhuga. Fólk sóttist eftir félagsskap hennar því að hún hændi alla að sér með hlýju sinni og ró. Ég veit að Jóna Alla hafði mikla gleði af bamabörnunum sínum þeim Halldóri Axel og Alexöndru. Þegar ég kom í fjölskylduna fyrir þremur árum bað hún um að mega vera eins konar aukaamma fyrir Kolbrúnu Ingu dóttur mína sem þá var ellefu ára. Ein af síðustu myndunum sem ég tók af Jónu Öllu er tekin fyrir rúmum mánuði og sýnir hana og Halldór Axel sem þá var fjögurra mánaða. Hann liggur hjá ömmu sinni og þau horfa hvort á annað, brosa og spjalla saman. Nú er lítill drengur á Akranesi sem hlær og hjalar og skilur ekki að amma hans er dáin. Hann mun ekki eiga neinar minningar um hana en við foreldrar hans eigum þær og munum deila þeim með honum. Mig langar til að kveðja tengda- móður mína með litlu ljóði eftir Elías Mar sem heitir „Mér er í mun“: Mér er í mun að vita hvort einnig þið hafið komist að raun um það þrátt fyrir allt hversu jörðin er fógur hlómur tungunnar nýr haustið jafnfagurt vori Iíf og dauði í sátt. Þegar maður eiskar. Blessuð sé minning Jónu Öllu. Kristín. Haust. Og garðflatir grænar við qöinn fram. En reyniviðarhríslur rauðar, í gulu ljósi. Samtímis deyja ekki sumarsins grös og lauf. Allt deyr að eigin hætti. Allt deyr en óviss er dauðans tími. Dauðinn er regla sem reglur ná ekki til. (Hannes Pétursson) Það var á haustdögum 1954 að hópur ungmeyja víðsvegar að af landinu hóf nám í Húsmæðraskóla Reykjavíkur við Sólvallagötu. Þetta var á þeim árum þegar svo var litið á að kunnátta í matreiðslu, saumum og húshaldi væri góð menntun og þörf. Meðal nemenda var Jóna Alla. Hún var með þeim yngstu í hópnum aðeins 17 ára. Há, ljóshærð og svip- falleg stúlka. Hún kom frá útgerð- arbænum Akranesi. Að henni stóðu styrkir stofnar og bar hún jafnan merki þess og þangað sótti hún alla tíð styrk eftir að stormar lífsins tóku að næða um hana. Á þessum vetri bundust margar þessar ungu stúlkur vináttuböndum sem aldrei hafa slitn- að. Nokkrum árum seinna fórum við að hittast í saumaklúbb sem við komum á laggirnar. Jóna Alla og Gústaf byggðu hús á Látraströndini á Seltjarnarnesi niður við sjóinn. Þau áttu þar fallegt heimili. Þaðan sást til Ákraness og minnumst við margra hugljúfra kvöldstunda það- an, Jónu Öllu að framreiða glæsilegt veisluborð, börnunum hlaupandi um og kvöldsólin glampandi á hafinu. Seinna skildu leiðir þeirra hjóna en alls staðar þar sem Jóna Alla bjó sér heimili var að því staðið með mikilum myndarbrag og smekkvísi. Meðan bömin voru ung helgaði hún heimilinu krafta sína. Seinna fór hún að vinna utan heimilis. Um fimmtugt greindist hún með hinn illvíga sjúkdóm MND sem hefur nú lagt hana að velli langt um aldur fram. Langri baráttu er lokið sem mikið hugrekki þurfti til að takast á við, fyrst í hjólastól og síðan rúm- föst. En hún barðist við veikindin af þvílíku æðruleysi að uppgjafatónn heyrðist aldrei. Én ekki má gleyma því að hún stóð ekki ein. Hún átti foreldra að, systur og vini sem studdu hana með ráðum og dáðum. Börnin hennar gerðu henni kleift að búa heima. Þó merkilegt megi virðast hélt Jóna Alla alltaf sínu góða skapi, glaðværð og skapstyrk. Litla barna- barnið Alexandra var henni dýrmæt- ur sólargeisli. Nú þegar hásum- ardýrð er mest á landinu og dagur er lengstur um Jónsmessuleytið fékk hún að sofna í faðmi fjölskyldunnar eins og hún óskaði. Á skilnaðarstundu er okkur efst í huga þakklæti fyrir þá gæfu að hafa þekkt Jónu Ollu og átt hana að vinkonu frá æskuárum. Hún batt okkur saman fastari böndum. Við trúum því að hún sé laus úr viðjum líkamans og á ströndinni hin- um megin bíði hennar bjartari heim- ur. Blessuð sé minning hennar. Saumaklúbburinn. Á morgun er komið að kveðju- stund, þá verður til moldar borin vinkona okkar Jóna Alla Axelsdóttir. Okkar kynni hófust á árinu 1990, þegar hún fór að koma á MS-heimil- ið. Hún var sterkur persónuleiki sem átti gott með að umgangast fólk og fá það til viðræðna eða bara að horfa á myndband. Hún var alltaf gefandi og leyfði okkur að taka þátt í sínum uppákomum hvort sem það var ferðasaga eða bara uppskrift úr eld- húsinu hennar. Dugnaður hennar og kraftur sýndi okkur að lífið hefur upp á margt að bjóða enda þótt lík- aminn sé farinn að gefa sig. Aldrei var nein lognmolla þegar hún var til staðar því öll hennar jákvæðni smitaði út frá sér, oft tók hún að sér sálusorgarahlutverið og fórst það vel úr hendi. Hennar síðasta heimsókn til okkar verður okkur lengi í fersku minni. Þá kom hún með aðstoð sjúkraflutn- ingamanna með sitt hlýja viðmót og fallega bros. Hún er „sönn dama“ eins og einn félaginn á heimilinu sagði eitthvert sinn. Elsku Jóna Alla, okkar bestu þakkir fyrir það tækifæri að fá að kynnast þér. Við viljum votta börnum henanr innilega samúð okkar um leið og við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.