Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/SAMBÍQIN hafa tekið til sýninga spennutryllinn The Rock, Kletturinn, með Sean Connery, Nicholas Cage og Ed Harris í aðalhlutverkum. Myndin er einnig sýnd ------------------------- ---------->---------------------—— í Kefiavík, á Akureyri og Isafirði. Innbrot í Alcatraz sóttur og dubbað- ur upp til þess að vísa sérsveitinni inn í fangelsið sömu leið og hann notaði til að kom- ast út og lóðsa hana svo um rangala þessa völ- undarhúss. The Rock er leikstýrt af Mic- hael Bay. Þetta er önnur kvik- mynd hans. Hin fyrsta var Bad Boys með Will Smith og Martin Lawrence í aðal- hlutverkum. Mic- hael Bay er hins vegar marg- reyndur og verðlaunaður leikstjóri auglýsinga og tónlistarmyndbanda. The Rock ber þessa bakgrunns skap- ara síns vitni og fyrir vikið er hún að mörgu leyti óvenjulegur spenn- utiyllir, tiyllingslegri, hraðari og æsilegri en flestir fyrirrennararnir og er þá mikið sagt. Myndin er keyrð áfram á ríflega hámarkshraða í tvær klukkustundir og þann tíma er myndavélin á stöðugri hreyfingu og klippingum er óspart beitt til að ná fram hámarksáhrifum á skynfæri áhorfendanna. Þetta er síðasta kvikmyndin sem framleiðendadúettinn Don Simpson og Jerry Bruckheimer gerðu saman en Simpson, sem var þekktur fyrir sukksamt líferni, lést 48 ára að aldri í vor, eftir að tökum á Klettinum lauk en áður en myndin var frum- sýnd vestanhafs. Myndir þessa tví- eykis hafa samtals halað inn fjárhæð sem nemur fjárlögum íslenska ríkis- ins en þær eru m.a. Flashdance, Beverly Hills Cop I og II, Top Gun, Days of Thunder, Dangerous Minds, Bad Boys og Crimson Tide. Eins og sést af upptalningunni er þama hver vinsæla stórmyndin upp af annarri og nafn þeirra félaga hefur löngum þótt ávísun á skemmtun sem félli fjöldanum í geð. Handrit David Weisberg og Dougl- as S. Cook að myndinni um Klettinn rak fyrst á fjörur þeirra Simpsons og Brackheimers snemma árs 1995 meðan á klippingum myndarinnar Crimson Tide stóð. Innan árs var lokið við að endurbæta handritið, taka Alcatraz á leigu og ráða stór- leikarana Sean Connery, Nicholas Cage og Ed Harris í vinnu og láta Michael Bay hefja myndatökur en Simpsons og Brackheimers hafa veðjað á að stíll Bay, sem sumir kalla MTV-stflinn í kvikmyndun, sé sá sem muni ráða ríkjum í spennu- myndum á komandi misserum. I7thSTREE~ Eftir að hafa hlotið heið- ursmerki fyrir frækilega fram- göngu í þremur styijöldum lendir Francis X. Hum- mel (Ed Harris) hershöfðingi í Iandgönguliði Bandaríkjahers upp á kant við yfirmenn sína með afdrifaríkum afleiðingum. í spennutryllinum um Klettinn er lífí milljóna ógnað og það veltur á gömlum glæpa- manni (Sean Connery) og óttaslegn- um efnafræðingi (Nicholas Cage) að forða íbúum San Francisco frá hör- mungum. Hummel hershöfðingi hefur lengi barist fyrir þeim málstað að Banda- ríkjastjóm sýni minningu alls þess fy'ölda manna, sem fallið hefur í valinn við leynileg skyldustörf undir hans stjóm víðs vegar um heim, þá virðingu að greiða fjölskyldum þeirra skaða- bætur , 1 milljón bandaríkjadala eftir hvem. Þegar hershöfðinginn gefst upp á að afla málstaðnum fylgis með hefð- bundnum aðferðum grípur hann til sérþekkingar sinnar og smalar saman nokkram harðjöxlum úr hópi undir- ÆSILEGIR eltingaleikir, sprengingar og hraði setja svip á The Rock. manna sinna, vopnar þa og hertekur síðan Klettinn, Alcatraz-fangelsið á samnefndri eyju á San Francisco flóa. Þar tekur hann í gíslingu 81 ferðamann, sem eru komnir til að skoða þetta fom- fræga og niður- lagða fangelsi. Hummel hefur meðferðis eiturg- asodda og eld- flaugar. Hann hótar því að nota þessi banvænu vopn til þess að leggja San Franc- isco í eyði nema fjölskyldur her- mannanna fái greiddar bætur án tafar. Alríkislögregl- unni, FBI, er falið að taka á málinu og það er gert með því að búa til sérsveit sem auk ED Harris leikur hershöfðingjann Hummel sem hertekur Alcatraz. CONNERY og Cage brjótast inn i Alcatraz og gera eitursprengjur óvirkar. lögreglumanna er skipuð efnafræð- ingnum Stanleý Goodspeed (Nic- holas Cage), sem á að gera efna- sprengjumar skaðlausar, og Patrick Mason (Sean Connery), eina manninum sem nokkra sinni tókst að brjótast út úr Alcatraz meðan það var ill- ræmt einangran- arfangelsi en ekki þjóðgarður fyrir ferðamenn. Patrick Mason er kominn á gam- alsaldur og er enn geymdur á vísum stað í öraggu fangelsi en er þó langt frá því bug- aður. Hann er Engir komplexar SEAN Connery er goðsögn og kyntákn á sjötugsaldri í kvik- myndaheiminum. Hann ieikur í tveimur af vinsælustu myndum sumarsins, Klettinum og Dragonheart, og stelur senunni í báðum. Sumir þeirra sem um þessar myndir hafa fjallað hafa talið aðdráttarafl Connerys væri aldrei meira en núna. Hann sé í raun síðasta kvik- myndastjarnan af gamla skól- anum og menn kunni því betur að meta hann eftir því sem uppgangur vaxtaræktartrölla og kvikmyndastjarna, sem hafa iátið lýtalækna hanna útlit sitt, fer vaxandi. „Það er hughrey- standi að enn séu til menn sem eru svona fullkomlega öruggir um náttúrulegt aðdráttarafl sitt og hæfileika," sagði einn gagn- rýnandinn. Connery, sem er nú 66 ára gamall hafði haft hægt um sig um nokkurra ára skeið og eytt mestum tíma sínum við að spila golf heima hjá sér á Spáni. Hann sneri aftur fyrir nokkrum árum og tók að láta að sér kveða eftir að upp kom orðróm- ur um að hann lægi fyrir dauð- anum eða væri jafnvel allur. Hann bar til baka þær fréttir með því að koma fram í þætti David Lettermans í bandarísku sjónvarpi og hefur síðan verið á útopnuðu. Flestir vita að Sean Connery og James Bond gerðu hvor ann- an heimsfrægan í myndum eins og Dr. No, From Russia with Love, Goldfinger, Thunderball, You Only Live Twice og Diam- onds Are Forever. Fleiri en Ian Flemming, höf- undur sögunnar um Bond, voru í upphafi efins um að þessi fjall- myndarlegi Skoti, fæddur og alinn upp meðal verkafólks í Edinborg, gæti staðið undir hlutverki fágaðasta spæjarans í þjónustu hennar hátignar. Þær efasemdaraddir þögn- uðu með fyrstu myndinni, Dr. No. Leiðir Connerys og James Bond skildi fyrir aldarfjórðungi síðan og þótt spæjarinn hafi ekki yfir miklu að kvarta er ekki vafi á að það er Sean Conn- ery sem hefur blómstrað eftir þann skilnað. Hann hlaut óskarsverðlaun Sean Connery. fyrir besta leik í aukahlutverki í The Untouchables árið 1987 og hefur verið sýndur margvís- legur sómi. Síðast var hann heiðraður með viðurkenningu sem kennd er við Cecil B. DeM- ille á Golden Globe hátíðinni i janúar sl. Helstu myndir Sean Conner- ys eru Marnie (eftir Alfred Hitchcock), The Molly Maguir- es, The Anderson Tapes, The Red Tent, The Murder on The Orient Express, The Man Who Would Be King, Robin And Marian, A Bridge Too Far, Outland, Zardoz, Five Days One Summer, Meteor, The Name of The Rose, Indiana Jones and the Last Crusade. I þeirri mynd lék hann pabba Harrison Ford og töldu þá margir að nú væri ferill gamla kyntáknsins á enda. Annað kom á daginn. Síðan hefur Skotinn sjálfur t.d. leikið ástmann Mic- helle Pfeiffer í The Ilussia IIo- use, og kafbátaforingjann í The Hunt for Red October á móti Wesley Snipes í Ilising Sun, Lawrence Fishburn í Just Cause og með Richard Gere í First Knight í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.