Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 23 KOMDU kisa mín, kló er falleg þín, gæti þessi hnáta verið að segja. hefðu í vetur leigt þar út aðstöðu fyrir litla fundi. í upphafi höfðu þau byggt þennan bæ til að vera nokkurs konar sýningarsalur og að hægt væri að selja þar smá- hluti og gjafavörur. Björg hafði áður unnið hjá Gliti og hafði eftir að hún flutti austur farið að búa til smávörur úr leir, kertastjaka úr Hekluhrauni og fleira slíkt. Þeg- ar „gúrkutíðinni“, þ.e. tíð tómata og gúrkuræktunar í gróðurhúsun- um þeirra þarna við hliðina, var lokið á haustin, vildu þau finna upp á öðru til að þurfa ekki bara að fara í bæinn. Hugmyndin er að með tíð og tíma geti þetta orðið sýningarsalur að vetrinum. Helgi segir að ef vel gangi hafi þau í hyggju að byggja þriðju burstina. Og ýmislegt fleira hafa þau á pijónunum. Þau hjónin eru bæði þéttbýlis- fólk. Helgi Sveinbjörnsson vann hjá Sjónvarpinu í 19 ár, fyrst að- stoðarmaður í stúdíói, svo tíu ár sem ljósmyndari og kvikmynda- tökumaður síðustu fjögur árin. Hann hafði verið í útvarpsvirkjun að grunnfagi, eins og hann á ætt til af Oðinsgötunni. Hann fór á samning hjá Oskari Gíslasyni kvik- myndagerðarmanni og varð síðasti lærlingurinn hans. Fjölskylda Helga átti sumarhús austur við Hvítá, þar sem þau voru öll mikið. Sjálfur kom hann sér þar upp eig- in bústað. Fyrst eftir að þau hjónin fluttu austur 1985 bjuggu þau í bústaðn- um, en hafa nú selt hann. í Laugar- ási komu þau sér upp gróðurhús- um, sem nú eru 1.300 fermetrar að stærð. Það bytjaði með því skömmu eftir að þau giftu sig keypti Björg fræ og sáði undir ljó- salömpum, en gróðurinn varð brátt of fyrirferðarmikill fyrir húsrýmið. Við sumarbústaðinn fyrir austan fór líka brátt að vanta gróðurhús. Allt spratt Vel hjá þeim, svo þau voru farin að skreppa austur á kvöldin til að vökva. En það tekur ekki nema klukkutíma og fimmtán mínútur á löglegum hraða. Svo fóru þau að kanna hvort ekki væri hægt að fá gróðrarstöð og byggðu upp þessa. Þannig þróaðist það stig af stigi. „Þetta er vinna, botnlaus vinna við að rækta og halda öllu við. Maður verður að hafa gaman af því,“ segir Helgi og bætir við að erfiðast sé þó að þurfa að fara í bæinn. Helgi segir þau hafa fundið að vantaði svona dýragarð. Bæði fyr- ir fólk sem er að aka um sveitir og sumarbústaðafólkið, sem er þarna alla vikuna en með lítið fyr- ir börnin að gera. Það getur þá komið í dýragarðinn. Þetta reynd- ist rétt því 7.000 manns komu í fyrra á rúmlega tveimur mánuðum þótt þetta væri lítið kynnt. Margir staldra við lungann af deginum og fullorðna fólkið fer inn í kaffi. Hann segir að þetta eigi þó eftir að þróast meira, taki allt sinn tíma. Fari allt eftir undirtektum. Beint flug &■! sumarió Ul 1996 Þýskalands HAMBORG / DUSSELDORF 22.700 24.700 Upphæðir sýna lægsta verð á fargjaldi báðar leiðir fyrir fullorðinn í áætlunarflugi LTU milli Keflavíkur- flugvallar, Hamborgar, Dusseldorf og Munchen, frá 3. júní til 17. sept. Rugvallagjöld innlfalinn í verði. Upplýsingar um ferðir LTU eru veittar á næstu ferðaskrifstofu. LTU á ISLANDI Stangarhyl 3a -110 Reykjavfk IMTERNATIONAL AIRWAYS Sími 567 8545 immm'....... J / TANNLÆKNIR \ Hef störf á Tannlæknastofu Sólveigar Pórarin- sdóttur, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík, 1. júlí 1996. Tímapantanir alla virka daga og laug- ardaga milli kl. 8 og 20 í síma 562 3232. Tannpínusími 897 9389 ^Anna Margrét Thoroddsen, tannlækniry Satín náttkjólar með hlýrum frá kr. 1.990 Satín stuttbuxnanáttföt kr. 2.990 Ný sending af ódýru undrahöldurunum í svörtu og hvítu í stærðum 32-38 (70-85) A/B/C kr. 790 Jogginggallar, ný sending. Tilboð kr. 1.490 Sendum í póstkröfu. Sumarið er komið í Valhúsgögn! V/ w Vinsælu, sænsku garðhúsgögnin frá KWA eru komin aftur. Gegnvarin fura - gæði í gegn. 15 ára reynsla á íslandi. Mikið úrval áklæða* Valhúsgogit ÁRMÚLA 8, SÍMf 812275. fT) |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.