Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Bróðir okkar, BÖÐVARJÓHANN GUÐMUNDSSON frá Skálmardal, Bröttukinn 6, Hafnarfirði, lést á Grensásdeild Borgarspítalans laugardaginn 29. júlí. Ingvi Einar Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson og aðrir vandamenn. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, LAUFEY BERGMUNDSDÓTTIR frá Uppsölum, Vestmannaeyjum, síðast til heimilis íHraunhólum 9, Garðabæ, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. júlí kl. 13.30. Gfsli S. Guðjónsson, Auður F. Jóhannesdóttir, Reynir S. Gíslason. t Elskulegur bróðir okkar, EINAR INGI EINARSSON, Varmahlíð, Eyjafjöllum, andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 27 júní sl. Útför hans fer fram frá Ásólfsskála- kirkju laugardaginn 6. júlí kl. 14.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Fyrir hönd annarra ættingja og vina, Systurnar. t Útför bróður okkar, HERMANNS PÉTURSSONAR póstfulltrúa, Njálsgötu 87, sem lést 26. júní sl., fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. júlí kl. 10.30. Systkini hins látna. t móðir okkar, Ástkær eiginkona mín, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN INGJALDSDÓTTIR, Stekkjarflöt21, Garðabæ, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garöabæ miðvikudaginn 3. júlí kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Félags áhuga- fólks og aðstandenda Alzheimersjúkl- inga og fólks með skylda sjúkdóma, Flókagötu 53, sími 562 1722. Ragnar M. Magnússon, Gunnar Magnús Ragnarsson, Frances Josephine Ragnarsson, Ingjaldur Henry Ragnarsson, Hafdís Odda Ingólfsdóttir, Egill Þór Ragnarsson, íris Alda Stefánsdóttir, Eiríkur Snorri Ragnarsson, Leifur Ragnar Ragnarsson og barnabörn. t Ástkær sonur okkar, bróðir, unnusti og barnabarn, ARNÓR BJÖRNSSON, Ljósheimum 7, sem lést þann 25. júní, verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtu- daginn 4. júlí kl. 13.30. Álfheiður Steinþórsdóttir, VMhjálmur Rafnsson, Björn Arnórsson, Kristín Guöbjörnsdóttir, Andri Steinþór Björnsson, Sara Jónsdóttir, Sólborg Sigurðardóttir, Pálína Eggertsdóttir. AXEL VALDIMARSSON + Axel Valdimarsson fæddist í Reykjavík 15. apríl 1935. Hann lést í Reykjavík 13. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni 24. júní. Axel Valdimarsson frændi minn er dáinn. Síðasta skiptið sem ég sá Axel vorum við í jarðarför Sigríðar frænku, 31. maí síðastliðinn. Ég og Axel sátum hlið við hlið í kirkj- unni og héldumst fast í hendur á meðan á jarðarförinni stóð. Núna veit ég að það var kveðjustundin okkar. Að kveðja Axel frænda er erfitt því hann var svo sérstakur. Hann var fullvaxta maður en barn í huga og sál. Að alast upp með honum, eins og við systkinin gerð- um, var ein af gjöfunum sem lífið hefur gefíð mér. Axel bjó hjá ömmu Kristínu í Þverholtinu á meðan hún lifði, og eftir að hún dó hélt hann heimili þar áfram. Alvarleg veikindi herjuðu síðan á Axel 1986, og eftir langa sjúkra- húsdvöl bjó hann um tíma hjá bróð- ur sínum Ólafi Steinari og Fjólu konu hans. Síðustu árin bjó hann í Stuðlaseli þar sem hann eignaðist aðra fjölskyldu í íbúum og starfs- fólki Stuðlasels. Axel þótti gott að búa í Stuðlaseli 2. Þegar Axel var upp á sitt besta, þá var hann kröftugur, orkumikill og lífsglaður. Mér sem barni fannst Axel og allt í kringum hann óskap- lega forvitnilegt og fór gjarnan inn í herbergið hans, því þar var svo gaman að vera. Þar voru minjagriþ- ir úr ferðum Axels til útlanda, þjóð- búningastúlkur, líkan af kirkju sem hægt var að opna þakið á, kastagn- ettur, hristur, hattar, tímarit, bíóprógrömm í stöflum og margar hljómplötur. Axel átti og spilaði mikið af tónlist. Og það á ég Axel að þakka að 6 ára gömul var ég farin að hlusta á allskyns músík, öll vinsælustu erlendu dægurlögin, því að Axel fylgdist vel með. Uppá- hald Axels var samt, held ég, harm- óníkutónlist og íslensku dans- og dægurlögin. Axel spilaði ekki bara tónlist, heldur dansaði hann líka t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, HREFNU KOLBEINSDÓTTUR. Kristín Leifsdóttir, Ásgeir Leifsson og fjölskyldur. t Bróðir okkar, JÓHANN PÁLSSON Leifsgötu 32, Reykjavfk verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudagínn 5. júlí kl. 15.00. Páll Ól. Pálsson, Guðrún Pálsdóttir, Guðmundur Pálsson, Guðríður Pálsdóttir, Sigurður E. Pálsson, Hreinn Pálsson. t Ástkær eiginmaður, sonur, bróðir, barnabarn og frændi, NOEL KRISTIN MATTHEWS, fæddur 14. desember 1968, lést af slysförum þann 18. maí 1996. Útförin fór fram í Charlestown, Indiana. Þökkum ykkur öllum heima á íslandi fyrir auðsýnda samúð og þann styrk sem við fengum frá ykkur. Guð blessi ykkur öll. Jill Westover, Matthews, Ronnie Matthews og Herdís Dorothy Matthews, Jason Matthews og fjölskylda, Drue Matthews, Cory Matthews, Ryan Matthews, Guðrún Guðleifs Bjarnadóttir McAlexander, Roger Mc Cubbins, Daimon Mc Cubbins. t Elskuleg eiginkona mín, móðir og amma, ÁSDÍS AUÐUR EINARSDÓTTIR frá Hringsdal i Arnarfirði, lést 19. júlí sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við þökkum hjúkrunarfólki og presti Borgarspítalans fyrir umönn- unina er hún hlaut þá sex daga, sem hún lá í sjúkrahúsinu og þann mikla styrk sem okkur var veittur af þessu góða fólki. Við þökkum einnig af heilum hug allar samúöarkveðjur vina okkar og kunningja. Guð blessi ykkur öll. Örn Steinsson, Hafdís Steinsson, Ásdís Lilja Ingimarsdóttir, Örn Steinsson Ingimarsson, Kristný Lára Rósinkarsdóttir. með. Hann fór í dansskóla og tók brons, silfur og gull, eins og hann sagði gjarnan stoltur frá. A þeim tíma, þegar ég var lítil, þá fór hann alltaf á böll um helgar og dansaði gömlu dansana. Uppábúinn í spari- fötunum setti hann á sig Old Spice rakspíra, smurði brilljantíni í hárið og renndi greiðunni fimlega í gegn, allt greitt aftur. Og að síðustu smellti hann kossi á kinn ömmu, og um leið og hann sveiflaði sér út úr dyrunum sagði hann: Axel feitur, sæll og rjóður hoppar hæð sina hér og þar. Oft þá verður hann alveg óður og dansar polka og ræl við dömurnar. Þessari vísu sló Axel gjarnan fram og breytti endinum eftir því sem við átti. Á sunnudögum fór hann oft í messu og þá gjarnan í Fríkirkjuna. Axel hafði gaman af því að fara í kvikmyndahús og safnaði bíóprógrömmum og lét síðan binda þau inn. Stundum kom það fyrir að litla frænka fékk að fara með í þrjúbíó á sunnudögum og hélt hann fast í höndina á frænku í mann- mergðinni í Gamla Bíói. Axel áttaði sig ekki alltaf á því hve handsterk- ur hann var. Axel hafði gaman af því að ferð- ast og fór nokkrum sinnum til út- landa og ferðaðist töluvert innan- lands. Hann átti góðan viðleguút- búnað og þegar ég fer í útilegur, verður mér alltaf hugsað til hans, því fíni prímusinn hans Axels frænda hafnaði hjá mér, þegar Axel hætti að nota hann, og hversu oft hefur þessi prímus ekki yljað mér. Á sama hátt ylja minningarn- ar mér nú þegar sál mín er héluð. Og nú þegar ég kveiki á prímusnum sé ég í bláleitum gasloganum Axel, feitan, sælan og rjóðan, fara inn í Voga til Steindórs bílstjóra að leika jólasvein fyrir börnin (ég fékk náð- arsamlegast að fara með sem Stúf- ur). Þegar Axel lék jólasvein, mætt- ust svo skemmtilega fullorðni Axel og barnið sem bjó í honum. Hann var glæsilegur jólasveinn sem spil- aði á munnhörpu í góðum skinns- kóm og með alvöru gæruskegg. Axel bjó alla tíð yfir samvisku- semi og kurteisí.og þeir þættir voru sterkir í persónu hans. Þá vinnu sem Axel tók að sér, stundaði hann því vel. Hann var verkamaður hjá Reykhúsi SÍS í mörg ár. Hann kom alltaf heim í hádeginu og borðaði hjá ömmu en hvíldist ekki. Var spenntur og alltaf meðvitaður um tímann. Og tíu mínútum fyrir eitt steig hann upp á stóra hasta reið- hjólið og hjólaði niður í Reykhús. Það að vera stundvís fylgdi Axel alla tíð. Hann hafði þá aukavinnu að rukka fyrir Borgfirðingafélagið í mörg ár, og var það metið að verðleikum því allar götur síðan hefur Axel borist jólagjöf frá Borg- firðingafélaginu. Axel eignaðist dýrmætt áhuga- mál 1977 þegar Kristín frænka hans gaf honum olíuliti og striga í jólagjöf. Titillinn á fyrsta málverki Axels var „Fuglarnir syngja í takt". Með þeirri mynd uppgötvaði Axel ánægjuna af því að mála. í kjölfar- ið á þeirri mynd málaði hann marg- ar myndir. Eina mynd sendi hann frænku sinni, Steinunni, til Kaup- mannahafnar árið 1982 og héldust myndefnið og titillinn í hendur: „Stúlkan er leið". Núna sítur sama stúlkan í Kaupmannahöfn og skrif- ar þessa minningargrein. Og fugl- arnir syngja hér mikið, alls konar fuglar, hver með sinn söng. í fyrstu heyri ég ekkert, það er bara eins og söngurinn komi tilviljanakennt héðan og þaðan, allt í óreiðu. En þegar ég hvíli hugann og hlusta með hjartanu, þá heyri ég. Það gerði Axel, á sinn hátt hlustaði hann allt- af með hjartanu. Og nú er hann flog- inn, farinn burt, farinn þangað sem hin óendanlega birta er. Elsku frændi. Ég kveð þig, þú varst sannkallaður heiðursmaður. Ég kemst ekki í jarðarförina þína en „það sakar ei minn söng, því minning þín í sálu minni eilíft líf sér bjó". (H.K.L.) Steinunn Ólafsdóttir í Kaupmannahöfn. 4 i í i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.