Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 68
**$miÞIafcife MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVIK, SIMl 569 1100, SIMBREF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NBTFANG MBI^XENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 2. JULI1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. Síldarvinnslan selur 10% hlut SÍLDARVINNSLAN hf. í Nes- kaupsstað hefur selt tæplega 10% hlut í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. fyrir um 192 milljónir króna. Bréfín eru að nafnvirði 34,4 milljónir og voru seld miðað við gengið 5,6. Síld- arvinnslan átti fyrir 15% í félaginu og heldur því eftir 5% hlut, en heild- arhlutafé erum 348 milljónir. Nöfn kaupenda hlutabréfanna hafa ekki verið gefin upp, en eftir því sem næst verður komist var um að ræða lífeyrissjóði, hluta- bréfasjóð og fjárfestingarsjóð. Hagnaður Hraðfrystihúss Eski- fjarðar eftir skatta nam um 130 milljónum fyrstu fjóra mánuði yfir- standandi árs. Rekstrartekjur fé- lagsins á tímabilinu voru 1.140 milljónir borið saman við 730 millj- ónir á sama tímabili á árinu 1995, sem er um 56% aukning. Góðar horfur eru í rekstó fyrirtækisins um þessar mundir. Á nýafstaðinni síldarvertíð tók fyrirtækið á móti 35 þúsund tonnum og í gær land- aði loðnuskipið Jón Kjartansson fyrstu loðnunni á vertíðinni sem nú fer í hönd. ¦ Bréf fyrir/24 Takmarkaður innflutningur búvara 24 fyrirtæki senda umsókn um tollkvóta TUTTUGU og fjögur fyrirtæki skiluðu umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á smjöri, ost- um, eggjum og unnum kjötvörum, en frestur til að sækja um rann út hjá landbúnaðarráðuneyti síð- astliðinn föstudag. Samtals voru í boði 106 tonn og sótti enginn um leyfi til innflutnings_ á smjöri og annarri fitu að sögn Ólafs Friðriks- sonar, hagfræðings hjá ráðuneyt- j- ínu. Hæstu tilboða leitað Sótt var um heimild til innflutn- ings á 489,4 tonnum í allt og verð- ur hæstu tilboða í kvótann leitað aðsögn Olafs. I boði var 18,1 tonn af smjöri og annarri fitu sem enginn sótti um, 26,1 tonn af osti til almennra nota, 13 tonn af osti til matvæla- gerðar og_19,4 tonn af eggja- rauðu. Að Ólafs sögn sóttu 12 fyr- irtæki um ostkvótann, þar af sóttu átta um ost til almennra nota, eða 117,9 tonn, og sex til iðnaðar- og matvælagerðar, eða 52 tonn. Sam- tals var því sótt um 169,9 tonn af osti. Tvö fyrirtæki sóttu um kvóta af eggjarauðum, samtals 26 tonn. Einnig var auglýst eftir umsókn- um vegna innflutnings á unnum kjötvörum. Tíu fyrirtæki sóttu um kvóta, alls 293,5 tonn, en 29,4 tonn eru í boði. Búið er að senda fyrirtækjunum bréf þess efnis að þau geti boðið í kvótann og skal tilboðum í ost og egg skilað fimmtudaginn 4. júlí og í unnar kjötvörur næsta dag. Morgunblaðið/Sigríður Ingvardóttir GÍSLI Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK, var einn þeirra, sem lönduðu loðnu í gær. Hann kom inn til Siglufjarðar með 1.200 tonn, sem fengust norður af Siglufirði. Mokveiði við upphaf loðnuvertíðar Kaupverð- ið var 36 milljónir KAUPVERÐ Sóleyjargötu 1, sem ríkisstjórnin hefur fest kaup á, er 36 milljónir króna. Að sögn Ólafs Davíðssonar, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, hefur^ Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, ávallt verið með í ráðum þegar húsnæðismál skrifstofunnar hafa verið rædd og svo hafi einnig ver- ið nú þegar þessi ákvörðun var tekin. Sagði hann að ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um hvenær flutt yrði í húsið en að það yrði fljótlega. Ólafur sagði að á undanförnum árum hafi komið upp hugmyndir um kaup á öðrum húsum fyrir skrifstofu forseta en engin hafi verið skoðuð nákvæmlega. Um tíma hafi verið talað um Lands- bókasafnið við Hverfisgötu og Borgarbókasafnið við Þingholts- stræti auk annarra húsa en ekkert hafi verið skoðað af nákvæmni. „Sóleyjargata 1 er afskaplega fal- lega staðsett hús á fallegum stað í bænum og eins hentar það mjög vel," sagði hann. Sagði hann að stærð hússins væri mátuleg en samkvæmt uppdrætti eru aðal- hæðirnar tvær um 250 fermetrar. ¦ Flutt úr/12 -----------? ? ?----------- LOÐNUVERTÍÐIN hófst með mokveiði á þremur veiðisvæðum fyrir austanverðu Norðurlandi aðfaranótt mánudagsins. Nánast öll loðnuskipin hafa þegar landað fullfermi eða eru á leið í land og fyrirsjáanlegt að bræðslurnar hafa ekki undan þessu moki. Áætla má að meira en 20.000 tonn af loðnu séu á leið í land. Aflaverð- mæti er nálægt 100 ínilljónum króna og afurðaverð slagar upp í 200 milljónirnar. Sumarveiðin á loðnunni hefur aldrei byrjað svona vel áður og segir Oddgeir Jóhannsson, skip- stjóri á Hákoni ÞH, að útlitið sé mjög gott. Loðnan er stór og falleg en mikil áta er í henni. Fyrir vikið geymist hún illa og gengur hægar í bræðslu. ¦ ÖU skipin á leið/26 Áfengisinnflutningur einstaklinga Reglur rýmkaðar FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur breytt reglugerð um áfengisgjald á þá íeið að takmarkanir á áfengisinn- flutning einstaklinga til eigin nota hafa verið afnumdar. Fyrir breytinguna var hámarkið tólf lítrar (einn kassi) af öli eða níu lítrar (tólf flöskur) af öðru víni. Reglugerðin tók gildi í gær og styðst við lög um áfengisgjald, sem tóku gildi í desember síðastliðnum. ¦ Takmarkanir á/24 Svínakjöt hríð- lækkar í verði SVÍNAKJÖT er nú að lækka í verði sökum offramboðs. Að sögn Júlíusar Jónssonar, kaupmanns í versluninni Nóatúni, hefur fram- leiðendum svínakjöts farið fjölg- andi að undanförnu og framboð á kjöti því aukist til muna. „Það sýnir sig að markaðurinn tekur bara ekki við öllu þessu magni af svínakjöti. Þannig að þá er annaðhvort að reyna að lækka verðið og koma þessu kjöti út eða sitja uppi með það í frystigeymsl- um og það gengur ekki með svína- kjöt. Það hefur verið viðtekin venja undanfarin ár að svínið er alltaf Framboð hefur aukist til muna að undanförnu nýtt í hverri einustu viku og fólk vill fá það nýtt, það þýðir ekki að bjóða upp á frosið svínakjöt," seg- ir Júlíus. 25%-35% lækkun Verðlækkunin á svínakjöti hjá Júlíusi í dag er umtalsverð. Sem dæmi má nefna að kílóið af svína- hnakkasneiðum, sem kostaði í gær 799 krónur, kostar í dag 520 krón- ur, sem er lækkun um 35%. Svína- lundir lækka úr 1.598 krónum kílóið í 1.198 eða um 25%. Aðspurður hvort hann byggist við mikilli sölu sagði Júlíus: „Það kemur bara í ljós. Síðast voru út- sölur eftir áramótin og viðbrögð markaðarins voru mjög góð. Fólk tók því auðvitað fegins hendi að fá kjöt á ýsuflakaverði. Það á sjálf- sagt eftir að færast fjör í leikinn þegar líður á vikuna," segir Júlíus Jónsson, kaupmaður í Nóatúni, að lokum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Pulp á íslandi BRESKA hljómsveitin Pulp kom hingað til lands aðfaranótt mánu- dags, en hljómsveitin heldur tón- leika á vegum Listahátíðar í Laugardalshöll í kvöhi. Leiðtogi hljómsveitarinnar er Jarvis Coc- ker, sem hér sést við komuna til landsins, en hann sagðist lofa líf- legum og löngum tónleikum, enda þætti honum fátt skemmtilegra en standa á sviði. Jarvis Cocker hefur áður komið hingað til lands, dvaldi hér í vikutíma fyrir tæpu ári, og segist heillaður af landrnu. í gær fór hljómsveitin skoðunar- ferð til Gullfoss og Geysi, en einn- ig hugðust hljómsveitarmeðlimir sigla niður Hvítá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.