Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 51 MINNINGAR i i i SÆUNN ÁRNADÓTTIR + Sæunn Árna- dóttir var fædd á Akranesi hinn 10. júní 1940. Hún lést í Sjúkrahúsi Akra- ness hinn 25. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Arni B. Gíslason, f. 18.8. 1913 og Þórey Hannesdóttir, f. 24.12. 1918, d. 23.11. 1991. Sæunn bjó á Akranesi alla sína tíð og var gift Sigmundi Ingi- mundarsyni, f. 11.2. 1929, d. 22.11. 1994. Börn þeirra eru Árni Þór, f. 3.10. 1956, Ágústa, f. 11.8. 1958 og Ingimundur, f. 17.6. 1970. Útför Sæunnar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þetta var þá þinn tími. Það var komið að brottför. Ég skildi er ég heimsótti þig hinsta sinni að þú meira en varst við brottfarardyr, þú varst tilbúin. Tilbúin til að hitta fyrir þann sem vísar til sætis á himnum. Sæti sem skipað er í eft- ir verkum og hugarfari þess sem það fær. Nú ert þú í bezta sæti. Þeir eru öfundsverðir sem nálægt þér fá að sitja. Þeir fá mikið lært og mikils notið. Þeir fá að njóta glaðlegrar vit- undar sem nær að draga fram birtu og hlýleik frá sérhverjum nálægum. Þeir njóta umburðarlyndis og ör- lætis á kærieika. Sá gefur mest er gefur af sjálfum sér. Þannig varst þú. Þú varst búin að skila þínu verki með reisn, á lífsleið sem var ekki auðfarin. En við hverja þraut óx þér styrkur. Ég dáðist að þreki þínu, en skildi um leið að vegurinn til þroska er vegurinn sem þú fórst. Sá vegur er ekki öllum fær. En hver sá sem nær leiðarenda er sigurvegari. Það er sama hvað við söfnum að okkur af veraldlegum gæðum í tilver- unni, varanlegur auður okkar eða fátækt verður aldrei meiri en breytni okkar í lífinu segir til um. Breytni okkar er sá eini farangur er við tökum með okkur til nýrra heimkynna. Það verður ánægjuleg stund hjá þér er þú tekur upp úr töskunum þína breytni og verkin þín og afhendir til skoðunar. Ég veit að af þínum verkum mátt þú vera stolt. Ég hef alla tíð verið stoltur af þér sem frænku. Þú hef- ur þann eiginleika að geta um- gengist alla sem jafningja. Sá sem hefur þann hæfileika ásamt þínu hjartalagi gleymist ekki. Ég á skemmtilegar minningar um þig frá fyrstu tíð og hafði gaman af því seinni árin hversu vel þú hélst upp á ýmis skemmtileg atvik og orðatiltæki okkar sem barna, en líkast til hefur það verið þér auð- veldara vegna þess, hversu vel þú varðveittir barnið í þér. Ég minnist góðra gjörða þinna, til dæmis er ég lá á sjúkrahúsi aleinn úti í hin- um stóra heimi og fékk frá þér stóra sendingu íslenskra blaða og tímarita. Eg minnist þess hversu mikla þýðingu sú sending hafði fyrir mig. Aldrei hefur Mogginn verið mér jafnkærkominn. Ég veit að margir og þá sérstak- lega barnabörnin þín eiga eftir að sakna þín mikið, því í þér áttu þau ekki bara ömmu og góðan félaga. Hjá þér áttu þau ómetanlegt skjól sem verður þeim bæði skjöldur og styrkur í framtíðinni. Eg bið guð að gefa þeim er nú syrgja styrk og blessun. Megin þitt og mildi í minninganna safn skráð í heiðursskildi skýrt mun þar þitt nafn. Eyþór Eðvarðsson. t GUÐRUNLARA BRIEMHILT + Guðrún Lára Briem Hilt fæddist á Hrafnagili í Eyja- firði 22. apríl 1918. Hún lést á sjúkrahúsi í Ósló 15. júní síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Vestre krematorium í Ósló 24. júní. Minningarathöfn um Guðrúnu fór fram í Fossvogs- kapellu sama dag. Um miðjan júní lézt í Ósló Guð- rún Lára uppeldisfræðingur frá Akranesi á 79. aldursári. Banamein hennar var hjartaslag. Hafði Guð- rún verið búsett í Noregi frá ungum aldri, en hún fór utan og til fóstru- og uppeldisfræðináms og ílentist þar til starfa og varð úr ævivera, enda giftist hún norskum manni, Odd Hilt __ myndhöggvara frá Drammen. Áttu þau þrjú börn: Ragnhild, leikkonu í Ósló, Björn, lækni í Niðarósi, og Torstein, sem er rithöfundur og bókaútgefandi í Ósló. Bjó hann í húsum móður sinn- ar á Jarlsborgveien 44, en þar eru skemmtileg timburhús í lista- mannahverfi, reist skömmu eftir stríð, og hlaut Odd Hilt þar innivist og íbúð fyrir sig og sína listrænu fjölskyldu, er þau hjónin voru að nýju setzt að í Ósló eftir nokkra dvöl á hinum forna hefðarstað í Niðarósi, þar sem Odd vann að endurbótum og lagfæringum á hin- um aldna helgidómi Niðarósdóm- kirkju. Til þess vanda þurfti bæði listamenn og hina færustu fag- menn. Var Odd þjóðkunnur mynd- höggvari í heimalandi sínu og átti bjarta og stóra vinnustofu í húsinu á Jarlsborgveien. Hann lézt við lít- inn sjúkdómsfrest á aðventu jóla 1986, fékk hjartaáfall hinn 4. des- ember og dó á fárra daga bið. Kona hans og yngri sonurinn bjuggu áfram í listamannshúsinu og héldu fallegu heimilinu við alla hefð og virkt. Var þar gestkvæmt jafnan og íslendingum vel fagnað. Eigum við kona mín og börn margra ljúfra samverustunda að minnast þar og þakka, en þær nöfnur náfrænkur, en Torstein Hilt gamalgróinn vinur okkar frá Ólafsvík og Mælifelli. Guðrún Lára var fædd á prests- setrinu að Hrafnagili í Eyjafirði mánudaginn síðastan í vetri 1918, fjórða dóttir síra Þorsteins Ólafs- sonar Briems, síðar prófasts, þing- manns og ráðherra á Akranesi, og frú Valgerðar Lárusdóttur, prests Halldórssonar. Voru þær Guðrún og Lára Sigurbjörnsdóttir tengda- móðir mín systradætur. Yngsta systir Guðrúnar dó í frumbernsku og móðir þeirra ári síðar, um sumar- komuna 1924. Systrunum gekk í móðurstað frænka Valgerðar, Emil- ía Octavía Guðjohnsen frá Vopna- firði, og varð hún síðari kona síra Þorsteins. Kristín og Valgerður myndlistarmaður settust að í Reykjavík, og lifir nú aðeins Val- gerður þeirra Þorsteinsdætra Bri- em, en Halldóra búsett langa og merka ævi í Svíþjóð, ríkisarkitekt. Halldóra lézt í Stokkhólmi hinn 21. nóvember 1993 og komu minn- ingar hennar út á bók eftir Stein- unni Jóhannesdóttur frá Akranesi nokkru fyrr. Segir þar ítarlega frá ættum og æsku þeirra systranna, sem allar voru búnar miklum mannkostum. Skal það ekki rakið að sinni, en Guðrún Lára var ekki afskipt um listfengi og góðar gáf- ur. Hún var og virt og vinsæl af menntun sinni og ábyrgðarstarfi langan starfsdag í Noregi. Með afbrigðum skemmtileg kona, glað- lynd og gamansöm, en rík af friðar- hugsjón og mannbótastefnu. Var hún víðförul, kannaði lönd og kynntist við fólk. Eru minningarn- ar áleitnar frá komu hennar að Mælifelli, í heimasveit og hérað afa hennar, Ólafs Briems alþingis- manns á Álfgeirsvöllum. Hve hún skoðaði bæi og stöðvar föðurfólks síns af mikilli ættfræði- og sögu- þekkingu ásamt aðdáun á fegurð fjallanna og hins víða undirlendis. — Síðar kom hún til okkar í Húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmanna- höfn. Ekkja og ein á ferð. Þar vildi hún koma á Kommúnuspítalann, þar sem móðir hennar lá banaleg- una, meir en 60 árum fyrr, og skoða allt sem gerst, er áhrærði veikindi móðurinnar og lækninga- tilraunir, er þá voru helzt bundnar vonir við í baráttunni við hinn hvíta dauða. — Farangur ferðakonunnar frá Ósló var aðeins einn lítill bak- poki. Hún ætlaði til Róms og hafði með sér mikla bókþekkingu á Lat- verjum og fornri sem nýrri sögu listamannalandsins suður við Mið- jarðarhaf. Þótt ferðapokanum væri ruplað, var gnægð eftir hins, sem meira var. Italíuferðin var mikill lista- og náttúruskoðunarleiðang- ur. Og í heimleiðinni þurfti hún að grennslast fyrir um hvaðeina, sem viðvék skagfirzka myndhöggv- aranum Albert Thorvaldsen, sem gerði 38 ára stanz á ítalíu á fyrri hluta aldarinnar, sem leið. Bréf Guðrúnar Láru voru snjöll, hugmyndir frumlegar og boðskapur í máli og teikningu á kortunum athyglisverður í einfaldleika, en skýrum dráttum. — Hinu skal ekki gleymt, að hún var manni sínum mikill félagi og ástúðarvinur, um- hyggjusöm móðir barnanna og prýddi heimilið af smekkvísi og sér- kennilegu næmi, sem vakti aðdáun og glaðan hug. Þann léttleika hug- arfarsins sem hreif gest og gang- andi með í listskynjun og ljúf- mennsku. Börnum og fjöiskyldu Guðrúnar Láru Briem og Odds Hilt sendum við einlægar samúðar- og saknaðar- kveðjur með þökkum fyrir allar glöðu og góðu stundirnar í Ósló og á gamla heimalandinu hennar. I stað íslandsferðar í næsta mánuði fór hún í nokkru lengri flugferð. Og ekki með lítinn mal um vinstri vænginn, en mikinn fjársjóð andans — listar, gleði og mannræktar. Ágúst Sigurðsson, Prestbakka. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR RAGNAR BJARNASON, Sandgerði, andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur þann 30. juní. Jarðarförin fer fram frá Hvalsneskirkju föstudaginn 5. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Rósa D. Björnsdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýjug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, FRIÐRIKKU PÁLSDÓTTUR, f rá Sandgerði. Anna Soffía Jóhannsdóttir, Konráð Fjeldsted, og börn. + Okkar kæri, INGÓLFUR ARNARSON, sem lést í Danmörku þann 24. júní sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. júlí kl. 15.00. Sigríður Jónsdóttir, Gunnar Örn Ingólfsson, Anna Ingólfsdóttir, Sigríður Jakobsdóttir og systkini. auglýsingar KENNSLA Sumarnámskeið Handmenntaskóians er í bréfaskólaformi. Lærið aö auka vöxt garðjurtanna og stofublómanna með hljóm- blóma-aðferðinni. Kennari er Hafsteinn Hafliðason. Sími 562 7644 eða í pósthólf 1464, 121 Reykjavík. ÞJÓNUSTA Litaljósritun - myndgæði Opið frá kl. 13.30-18.00. Ljósfell, Laugavegi 168, Brautarholtsmegin. Mannræktin, Sogavegi 108, (fyrir ofan Garðsapótek), Sl'mi 588 2722. Skyggnilýsing Lesiðíspil í kvöld, þriðjudagskvöldið 2. júlí, kl. 20.30 á Sogavegi 108 fyrir ofan Garðsapótek. Einnig verður lesið úr dýraspilum (Medicine cards) o.fl. Aðgangseyrir kr. 1.000, Uppl. í sima 588 2722. Ingibjörg Þengilsdóttir, miðill, Jón Jóhann, seiðmaður. ,ÓGA Hallveigarstíg 1 • sími 561 4330 Dagsferð7.júlí ki. 9.00 Fjallasyrpan, 5. áfangi, Hekla. Helgarferðir 5.-7. júlí: 1. Kl. 20.00 Mýrdalsjökull. Gist í húsi á Emstrum og gengið á skíðum yfir Mýrdalsjökul. I Bása á sunnudag. Verð 8.400/9.100. 2. Kl. 20.00 Básar í Goðalandi. Það er alltaf jafn gaman í Þórs- mörkinni og nágrenni. Verð 4.900/4.300, tjaldgisting. 3. Kl. 20.00 Lakagígar, ferð um stórkostlegt svæði, austan Skaftár, í fylgd heimamanna. Helgarferðir 6.-7. júlf kl. 08.00 Jurtum safnað í Þjórs- árdal. Fræðst um laekningajurtir og matjurtir í fallegu umhverfi. Laugardagur 6. júlí kl. 09.00 Fimmvörðuháls frá Básum. Ferð fyrir alla sem vilja ganga niður af hálsi í Bása og njóta stórbrotins útsýnis. Uppselt i' helgarferðir á Fimm- vörðuháls. Miðar óskast sóttir eigi sfðar en á þriðjudag. Netslóð: http://wwww.centrum.is/utivist Útivist. JÓGASTÖÐII>J HEIMSLJÓS Ármúla 15, sími 588 4200 Vellíðunarnámskeið 10.-19. júlímið./ fös. kl. 18.15- 20.15. Vöðvabólga, höfuðverkir og orkuleysi. Kanntu að lesa úr skilaboðum líkamans? Jóga, hugleiðslur, öndunar- æf ingar og slökun. Leiðbeinandi: Helga Mogensen. Upplýsingar og skráning i sima 588 4200 kl. 17-19 í Jógastöð- inni Heimsljósi, Ármúla 15. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNl 6 - SlMI 568-2533 Dagsferðir Ferðafélagsins: Miðvikudagur 3. júlí: Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð. Kynnið ykkur hagstætt verð á sumarleyfi í Þórsmörk. Kl. 20.00 Gullkistugjá - Kaldársel (kvöldganga). Helgarf erðir 5.-7 .júlí: 1. Landmannalaugar - Hrafn- tinnusker - Torfajökull, skíða- og gönguferð. Gist í Laugum og Hrafntinnuskeri. 2. Landmannalaugar - Veiði- vötn. Gist í Landmannalaugum. 3. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.(. Ferðafélag islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.