Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ k FORSETAKJOR Forsetaframbjóðendurnir Pétur Kr. Hafstein, Guðrán Agnarsdóttir og Ástþór Magnússon óskuðu nýkjörnum forseta til hamingju þegar Morgunblaðið ræddi við þau um úrslit kosninganna. Olafur Ragnar Grímsson gaf í gær ekki kost á viðtali við Morgunblaðið. Ástþór Magnússon Mjög ánægður með úrslitin ÁSTÞÓR Magnússon segist vera mjög ánægður með úrslit forseta- kosninganna þótt hann hefði aurt- vijtað viljað sjá meira fylgi við sig. „Ég held að Olafur verði fínn í þetta," segir Ástþór. Hann segist ánægður með að áætlun Sjálfstæðisflokksins um að koma Pétri Kr. Hafstein í stól for- seta hafi mistekist. „Þarna var verið að ota Pétri fram til að reyna að hindra að Ólafur kæmist að. Maður heyrir úr öllum áttutn að hringt hafi verið í sjálfstæðisfólk og það beðið um að kjósa Pétur. Þetta er brot á lýðræði og ég er ánægður að þetta tókst ekki. En auðvitað hefur þessi barátta komið niður á þeim fjölda sem hefði vitj- að styðja mín baráttumál. Ég veit þess dæmi að f'ól k kaus Ólaf til að tryggja að Pétur næði ekki kjöri," segir Astþór. Aðspurður hvort fylgi Ólafs hefði komið honum á óvart sagði Ástþór svo ekki vera. „Ég held að kosningabarátta mín hafi hjálpað honum. Ég lagði ríka áherslu á að það mætti ekki gefa kolkrabbanum forsetastólinn. Ég vil að það sé lýðræðislega kjörinn forseti í emb- ætti, ekki einhver sem túlka mætti sem strengjabrúðu valdhafa í land- inu. Ég skora á fólk að sýna nýjum forseta stuðning því ég tel okkur íslendinga eiga mikil verkefni fyr- ir höndum næstu fjögur árin við undirbúning leiðtogafundar. Þá er mikilvægt að samstaða sé um mál- efnin og að fólk fylki sér á bakvið forsetann til að hann geti leitt fundinn. Hornsteinninn sem ég lagði fram er tákn þess að Friður 2000 er eign allrar þjóðarinnar. Nú er mikilvægt að byrja að mynda samstöðu með þjóðinni um þetta málefni þannig að hægt verði að mynda samstððu í heiminum um að halda leiðtogafund á íslandi áríð 2000 sem mun marka upphaf- ið að nýjum tímum," segir hann. Nú þegarkosningarnar eru að baki segist Ástþór ætla að halda áfram að byggja upp starfsemi Friðar 2000. ,,Eg er bara á byrj- unarreit og mun halda ótrauður áfram." Morgunblaðið/Jón Svavarsson KOSNINGAVAKA Ástþórs Magnússonar var á Píanóbarnum. Hér er hann ásamt unnustu sjnni, Hðrpu Karlsdóttur, og dóttur sinni Ölmu Björk. VIÐ FLYTJUM 30% AFSLÁTTUR GRÆrYI VAGWflfN BO uivivr Vlð flytium í ÞORPIÐ á 2. hæð Borgarkringlunnar þann 2. júlí 1996. Við bjóðum okkar trúföstu viðskiptavlnum 30% afslátt af öllum okkar vel þekktu gæðavörum: HIGH DESERT drottningarhunang, blómafrjókorn og Propolls, ALOE VERA frá JASON og Dr. Guttorm Hernes dag- og næturkrem gegn húðvandamálum. TILBOÐIÐ GILDIR FRÁ OG MEÐ ÞRIÐJUDEGI2. JÚLÍ TIL OG MEÐ LAUGARDEGI 6. JÚLÍ. Þefr viðshiptðvinir. sem eli eipa hosf á aö heimsæHja ohhuiá tímðbilinu, gera elnnig nijít sér tiinoðið með övT að panta gegn pósthröfu. Vísa eða Euro. PöntunöfsTmaf: SGB 8B93 og 8S4 3117. Borgarhringlunni, Þorpinu. 2. hæð. Bimar BS4 3117 0 S66 8593. Morgunblaðið/Golli PÉTUR og Inga Ásta Hafstein á kosninganótt á Hótel íslandi ásamt Valgerði Bjarnadóttur kosn- ingastjóra og fleiri stuðningsmönnum sínum. ÞEGAR Pétur Kr. Hafstein var inntur eftir viðbrðgðum við úrslit- um f orsetakosninganna sagðist hann fyrst af öllu vitja óska ný- kjörnum forseta til hamingju og sagðist vona i einlægni að honum myndi takast að skapa þann frið og sátt um embætti forsetans sem nauðsynlegt væri. Pétur sagði að nú að aflokinni kosningabaráttunni væri sér efst í huga þakklæti til þeirra þúsunda íslendinga sem gengið hefðu fram fyrir skjöldu og stutt sig og Ingu Astu með marg^víslegum hætti. „Það er dýrmæt reynsla og fjár- sjóður sem við munum búa að til æviloka," sagði Pétur. Aðspurður hvort hann væri sáttur við fylgið sem hann hefði hlotið í kosningunum sagðist Pét- ur telja að hann hefði fengið góð- an stuðning. Fyrir það væri hann þakklátur og fyrir það að hans Pétur Kr. Hafstein Oskar nýkjörnum forseta til hamingju málflutningur um embætti forseta Islands hefði fengið góðan hljóm- grunn. „Ég lagði megináherslu á stöðu og hlutverk forsetans i þjóð- lífinu og mér sýnist að sú umræða hafi skilað góðum árangri." Um fylgi Ólafs Ragnars sagði Pétur að það hefði farið mjög nærri því sem skoðanakannanir höf ðu sagt til um og það hefði því ekki komið svo mjög á óvart. „Hins vegar hafði ég hugboð um að það yrðu meiri breytingar síðustu dag- ana en raunin varð á. Ég var mjög bjartsýnn en tel engu að síður að þetta hafi verið nvjög góður stuðn- ingur sem ég hlaut á skömmum tíma. Ég var nær óþekktur þegar ég kom fram fyrir rúmum tveimur mánuðum og er að því leyti afar sáttur við tilveruna. Ég hef enda þá fullvissu að stuðningsmenn mínir hafi lagt sig fram eins og frekast mátti verða og unnið vel og drengilega að þessari kosn- ingabaráttu. Það er það sem skipt- ir raunverulega mestu máli." Pétur sagðist myndu nú taka aftur við störfum sínum í Hæsta- rétti „eins og ekkert hafi í skor- ist". Morgunblaðið/Ásdís GUÐRÚN Agnarsdóttir vakti á kosninganótt með stuðningsmönnum sínum á Hótel Borg. Hér er hún ásamt Kristínu Einarsdóttur og Valgerði Sverrisdóttur. GUÐRÚN Agnarsdóttir sagði í gær að sér væri þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa feng- ið tækifæri til að fara víða um land og kynnast mörgu góðu fólki og lífinu í landinu, þakklæti til alls þess góða fólks sem hefði lagt á sig ómælda sjálfboðavinnu „til að fylkja sér um þennan málstað og mig sem erindreka hans. Það hefur verið ógleymanlegt að fá að taka þátt í þessu ævintýri, kynnast svona mörg-u nýju, hug- myndariku og duglegu fólki og treysta bönðin við gamla ættingja og vini". Guðrún sagði að þótt það væru ákveðin vonbrigði að hafa ekki náð settu marki þá fyndist henni standa upp úr sá mikli ávinningur sem hefði orðið, bæði fyrir þau málef ni og þau lífsgildi sem hún stæði fyrir. „Ég fagna innilega þeirri miklu umræðu sem fram fór um mín áherslumál og því hvað þessi mikla vinna sem fólkið lagði á sig bar mikinn árangur. Á stutt- um tíma jókst fylgtfð alveg gfífur- Guðrún Agnarsdóttir Þakklæti efst í huga lega, fór úr 4% i tæp 30% sem er mjög vel af sér vikið og ég er viss um að hefðum við haft aðeins lengri tíma þá hef ðu niðurstöð- urnar jafnvel orðið talsvert aðr- ar." Guðrún sagði að í sínum huga væru engar neikvæðar tilfinning- ar. Hún fagnaði þvi að samskiptin og viðkynningin við hina fram- bjóðendurna hef ðu verið góð og kosningabaráttan sem slík mjög skemmtilega. „Þannig að eftir á að hyggja eru bara jákvæðar hugsanir í mínum huga," sagði Guðrún. „Það er bara spurning hvernig maður getur nýtt allan þennan sterka og jákvæða lífs- kraft til þess að bæta samfélagið, því það var það sem við lögðum af stað með." Guðrún sagðist ánægð með fylgi sitt og ánægð með það fólk sem stæði að sér. „Það er gott og já- kvætt fólk og ég vona að okkur lánist, annað hvort hvert í sínu lagi eða öll saman, að leggja eitt- hvað gagnlegt af mörkum til að bæta samfélagið. Það var það sem fyrir okkur vakti." Aðspurð um það hvort hún hefði einhverjar mótaðar hugmyndir um það hvert framhaldið gæti orðið sagði Guðrún að þetta væru hugmyndir sem skytu upp kollin- um þegar hún fyndi fyrir sam- stöðu og stuðningi. „Maður finnur þörf fólksins til að gera eitthvað meira því auðvitað vildu flestir sjá sinn fulltrúa verða forseta. Ég óska auðvitað Ólafi Ragnari og hans fjölskyldu til hamingju með sigrurinn og vona að þeim farnist vel og gæfa og friður megi verða þeirra hlutskipti á forsetastóli." t I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.