Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tónlistarmeistari myndanna John Williams hefur samið tónlist í yfír 75 kvikmyndir og stef Ólympíuleikanna í Atlanta. Hann stjórnar flutningi Lundúna- sinfóníunnar á nokkrum verka hans í lok mánaðarins. HANN er hirðtónskáld kvikmynda- gerðarmannsins Stevens Spielbergs og hefur samið mörg af þekktustu kvikmyndastefum síðari ára. Nægir þar að nefna Stjörnustríðsmyndirnar og stef ófreskjunnar úr samnefndri kvikmynd, The Jaws. Það var raunar upphafið að samstarfí Spielbergs og Williams, en það var ekki laust við að sá fyrrnefndi væri fullur efa- semda þegar tónlistarmaðurinn Will- ams lék fyrir hann bassalínu stefs- ins, sem sá til þess að kalt vatn hefur runnið á milli skinns og hör- unds á milljónum kvikmmyndaunn- enda. í lok mánaðarins mun Williams stýra flutningi Lundúnasinfóníunnar á kvikmyndatónlist hans. Af því til- efni ræddi The Independent við Will- iams. Hann fæddist í New York en flutti til Kaliforníu á unga aldri. Williams lærði tónsmíðar hjá ítaiska tónskáld- inu Mario Castelnuovo-Tedesco og síðar píanóleik hjá Rosinu Lhevinne, eiginkonu hins þekkta rússneska einleikara Josefs Lhevinnes, við Jull- iard-skólann. Hann hafði svo í sig og á með því að leika á jassklúbbum í New York. Að námi loknu hélt hann vestur á bóginn að nýju, enda virtust þar næg tækifæri fyrir ungan tónlistarmann. Willams hafði heppnina með sér. Hann var ágætur píanóleikari og reynsla hans af jassspilamennsk- unni, svo og næmni hans á strauma og stefnur í tónlist, gerðu það að verkum að hann fékk fljótlega vinnu við sjónvarp. Á sjötta og sjöunda áratugnum samdi hann tónlist við fjölmarga sjónvarpsþætti og komst í kynni við menn í kvikmyndaiðnað- inum. Williams fékk verkefni við útsetningar, m.a. í Byssunum frá Navarone, Funny Face og Sunset Boulevard. Hann starfaði með Bern- ard Herrmann, sem samdi tónlistina í Psyko Hitchocks, og náði því að starfa með meistaranum sjálfum við síðustu mynd hans, Family Plot. Williams var ekki fyrsta tónskáld- ið sem leitað var til með tónlist í mynd Hitchocks. Þegar hann spurði gamla manninn hvers vegna forveri hans hefði verið rekinn, var svarið það að hann hefði samið svo þrúg- andi og dapurlega tónlist að það hefði ekki náð nokkurri átt. Þegar Willams spurði hvort það hefði ekki verið viðeigandi í mynd um morð, neitaði Hitchock. „Þér verðið að gera yður grein fyrir því herra Williams, að morð geta verið skemmtileg." Af þessari samvinnu lærði Williams ýmislegt, þar á meðal um gildi kald- hæðninnar, sem enginn kemst af án í Hollywood. Fimm Óskarsverðlaun Willams hefur nú samið tónlist í yfír 75 kvikmyndir, hann hefurfeng- ið 30 tilnefningar til Óskarsverð- launa, hlotið verðlaunin fímm sinn- um og Grammy-verðlaunin 16 sinn- um, auk þess sem hann hefur hlotið fjöldann allan af gullplötum. Tónlist- in í Stjörnustríði seldist í fleiri ein- tökum en nokkur önnur plata, sem ekki telst poppplata, hefur gert. Það sem Williams segist hafa lært af öllu þessu sé það að í Hollywood gildi ekki hæfileikarnir, heldur styrkurinn. Það er ekki létt verk að semja kvikmyndatónlist. Williams semur að jafnaði þrjár til fjórar mínútur á dag, alla daga ársins. Við stóra kvik- mynd er tónlistin um 50-100 mínút- ur. „Þegar menn semja, snýst starf þeirra að stærstum hluta um það að skrifa og endurskrifa, breýta, móta og bæta. Við getum sjaldan sem aldrei leyft okkur þann mun- að," segir Wiíliams. Margir hafa velt því fyrir sér hvernig hann fari að þessu. „Maður gerir það sem maður getur," er svar- ið. Williams segir að oft vanti inn- blásturinn en tímaþröngin kalli vanalega fram bestu laglínurnar. Hann vinnur aðallega í kvikmynda- verinu sjálfu, horfír hvað eftir annað á atriðin sem tónlistin er við. Hann útsetur sjálfur átta til tíu helstu hljóðfærin en aðstoðarmenn hans ljúka við að fínpússa útsetninguna. Williams segist helst ekki lesa handritin, af sömu ástæðu og þeir sem lesa skáldsögur og sjá þær svo kvikmyndaðar skilji, slíkt valdi ævin- lega einhverjum vonbrigðum. Mynd- in verði aldrei alveg eins og hann hafí gert sér í hugarlund, auk þess sem spennan hverfi, hann viti hvað gerist næst og það sé slæmt fyrir tónskáld, sem sé nauðsynlegt að vera komið á óvart. Því horfir hann einn og ótruflaður á myndina þegar hún hafí verið klippt saman. Samvinnan við Spielberg hefur verið einkar ánægjuleg og gefandi, segir Williams. Enda ekki að furða, þar sem Spielberg hefur í tvígang lagað myndir sínar að tónlist Will- ams. Fyrst í Close Encounters of the Third Kind þar sem síðasti hálf- tíminn er bókstaflega sniðinn í kringum tónlistina. Svo í ET, þar sem Spielberg breytti klippingu nokkurra atriða vegna þess að Will- iams reyndist illmögulegt að fá tón- listina til að passa nákvæmlega við þau. Williams hefur eins og venjulega ýmislegt í pokahorninu. Lundúnasin- fónían leikur fagott-konsert hans inn á geisladisk í þessum mánuði og hann hefur auk þess nýlokið við að semja stef Ólympíuleikanna í Atl- anta. Þeir verða sjálfsagt fáir sem ekki munu heyra það einu sinni eða oftar en Williams ypptir öxlum. Hvað eru svo sem einir Olympíuleikar fyrir mann sem hefur samið tónlistina við Ofurmennið og Indiana Jones? Þreytir frumraun sína á ítalíu í haust Fékk sönghlutverk að launum HALLA Margrét Arnadóttir sópransöngkona hefur f engið hlutverk í Töf'raflautunni eftir Mozart sem sett verður upp í Imola í Bologna á ítalíu í haust. Halla hreppti hlutverkið eftir að hafa unnið söngkeppni í Imola þar sem verðlaunin voru hlut- verk í óperu. Halla hefur nýlega lokið söngnámi á ítalíu þar sem hún hefur dvalið síðastliðin sex ár. Hún sagði í samtali við Morg- unblaðið að samkeppnin væri hörð meðal ungra söngvara á ítaliu og því hef ði sigurinn í keppninni verið eins og himna- sending því litlu skiptir að vinna keppni nema að fá að stiga á svið í kjölfarið og sýna hvað í sér býr. „Þetta er of salega mikill persónulegur sigur og ég svíf á rósrauðum skýjum þessa dagana. Gleðin yfir að vinna þessa keppni var í fyrstu nær eingöngu yfir að geta glatt það fólk heima á íslandi sem hefur stutt mig í náminu. Nú er ég koinin í fyrsta þrep stigans og er bjart- sýn á framhaldið," sagði Halla Margrét. Hún sagði að flest- ir hefðu sagt við hana áður en hún hélt til ítalíu að nær ómögulegt væri að þreyta frumraun á Italíu og nær væri að hefja sinn feril í Þýskalandi eða ann- ars staðar. „Ég vildi starfa á ítalíu. Ef maður er nógu þrjóskur og dugleg- ur þá skilar það sér á endanum." Sópranrödd Höllu er svokölluð lyrico spinto og hlut- verk fyrir þannig rödd eru ekki mörg í Töfraflautunni. Um var Halla Margrét að ræða hlutverk álfa- meyjar sem Halla mun syngja. Operan verður tvímönnuð og munu hóparnir skipt- ast á um að syngja óperuna. „Vegna þess að ég var hæst að stig- um í keppninni mun ég syngja í báðum hópunum. Hlutverkið hentar mér mjög vel og er þægilegt fyrir mig raddlega og ég tek ekki neina áhættu með því að syngja það. Þetta er algert draumahlutverk til að byrja sinn feril á," sagði Halla og sagðist aðspurð örugglega koma heim um leið og tími gæfist til ogjþreyta frum- raun á tónleikum á Islandi. TONLIST Fríkirkjan KAMMERTÓNLEIKAR Leikinn verk eftir Conradin Kreutz- er og Franz Schubert Fimmtudagur- inn 27. ji'iní, 1996 Oktettinn Ottó ÞAÐ angar af nafngiftinni, Okt- ettinn Ottó, einhverju alvöruleysi eða gríni, sem ekki er að fínna í viðfangs- efnunum. Líklega er þetta starfs- heiti, meðan á æfingum stóð, sem félagarnir hafa síðan ekki getað los- að sig við og því látið slag standa. Hvað sem þessu líður voru viðfangs- efnin ekkert grín, septett eftir Conradin Kreutzer og oktett eftir Franz Schubert. Oktettinn Otto er skipaður hljóð- færaleikurum úr Sinfóníuhljómsveit íslands og var leikur þeirra um margt ágætlega mótaður, en meðan á tónleikunum stóð vaknaði sú hug- mynd, að líklega væri þörf á að fá kammermúsikk leiðbeinanda til landsins, því slíkur maður, með mikla reynslu og kunnáttu í flutn- ingi kammertónlistar, gæti hlustað og sagt mönnum til á sama hátt og góður hljómsveitarstjóri. Septettinn í Es-dúr, op.62, eftir Conradin Kreutzer, er létt og leik- andi vel gert tónverk, sem var í heild vel flutt. Hér er ekki um sama Kreutzer að ræða og Beethoven til- einkaði fræga sónötu en sá hét Ro- dolphe og var franskur fíðlari. Conradin (1780-1849) varpíanisti og söngvari frá Freiburg, en fluttist til Vínarborgar 1804 og nam tón- smíði hjá Albrechtsberger. Hann flæktist víða og samdi nokkrar óper- ur, kirkjuleg verk, m.a. óratoríu, sönglög og kammertónlist. Seinna verkið var F-dúr oktettinn eftir Schubert, sem var eins konar stæling á sams konar verki eftir Beethoven og er eitt af þeim verkum Schuberts, sem ekki er hægt að telja frumlegt. Þetta er samt geislandi fagurt tónverk og var það að mörgu leyti vel flutt, ekki þó án mistaka. Það sem tiltekið er í upphafi um nauðsyn leiðsagnar varðar bæði mótun tónhendinga og inntónun, sem er ekki það sama og að leika hreint, heldur varðar það fyrirbæri sem skýra mætti sem tónblæ, það er þá inntónun, sem sameinar tónblæ hljóðfæraleikarana. Þetta ósamræmi var áberandi í fyrra verkinu, því þar var strengjahljómurinn t.d. ekki samstæður, en aftur á móti góður hjá blásurunum. í mótun tónhend- inga birtist formhugsun verkanna og þar má huga að fleiru en að leika í ákveðnum hraða og styrk. Skáld- skap tónmálsins, eins það lifir í verki Schuberts, má líkja við ljóð, sem lesa þarf í gegnum blæ orðanna, ekki aðeins orðin heldur tákn þeirra og tilvísun, svo að ástin skiljist sem tilfinnig, en ekki aðeins sem orð. Hvað sem þessu líður var góð skemmtan að þessum tónleikum og þrátt fyrir nafngiftina fylgdi hugur máli og bjó í mörgu því, sem bar fyrir eyru en oktettinn skipa Sigur- laug Eðvaldsdóttir, fíðla, Margrét Kristjánsdóttir, fíðla, Herdís Jóns- dóttir, víóla, Lovísa Fjeldsted, selló, Hávarður Tryggvason, kontrabassi, Kjartan Óskarsson, klarinett, Emil Friðfinnsson, horn, og Rúnar H. Vilbergsson, fagott. Jón Asgeirsson Nógað bíta, fáttað brenna KVTKMYNDIR Háskólabíó DRAKULA ÐAUÐUR OGÍ GÓÐUMGÍR („Dracula Dead and Loving It") * * Leikstjóri Mel Brooks. Hand- ritshöfundur Mel Brooks, Rudy De Luca, Steve Herberman. Kvikmyndatökustjóri Michael O'Shea. Tónlist Hununie Mann. Aðalleikendur Leslie Nielsen, Mel Brooks, Peter MacNichol, Steven Weber, Amy Wasbeck, Harvey Korman. Bandarísk. Columbia/Castle Rock 1996. NAFNGIFTIRNAR eru að verða skásti brandarinn í myndum hins fallandi grínista og háðfugls, Mel Brooks. Svo er með Dracula..., sömu sögu að segja af síðustu tveim myndum karlsins; Life Stínks og Robin Hood: Men in Tights. Hann er kominn í ljósárafjar- lægð frá High Anxiety, Young Frankenstein, Blazing Sadd- les, Silent Movie - að ekki sé minnst á meistaraverkið The Producers, öllum þessum sprenghlægilegu æðibullu- myndum sem styttu mönnum stundir allt frá sjöunda ára- tugnum fram á þann níunda. Brooks hefur löngum ein- beitt sér að skopútgáfugerð kunnra kvikmynda og kvik- myndahetja, nú er röðin kom- in að Dracula greifa (Leslie Nielsen). Kostur er tekinn að þrengjast í Transylvaníu svo hann heldur ásamt sínum breska einkaþræl (Peter MacNichol) til Lundúna þar sem blóð drýpur af hverjum strjúpa. Brooks hendir gaman að eldri myndum um þessa fræg- ustu vampíru kvikmyndanna og fylgir rauða þræðinum í hinni sígildu sögu Brams Sto- kers. Grínið felst einkum í að gera greifann að hinum mesta skussa og hrakfalla- bálki sem Leslie Nielsen túlk- ar af alkunnum sjarma, staff- írugur sem aldrei fyrr. Peter MacNichol, sem menn ættu að minnast sem Stingo í Sop- hie's Choice, er einnig kúnst- ugur og á nokkur bestu augnablikin í annars tilþrifa- lítilli mynd. Brooks fer svo sjálfur með þriðja aðalhlut- verkið, Van Helsing. Leikar- inn og leikstjórinn Brooks kemst betur frá hlutunum en handritshöfundurinn Brooks. Með urmul mynda að leiðar- ljósi slær hann á fáa nýja strengi og orðaleikirnir - sem löngum hafa verið aðaltromp- ið hans - eru óvenju máttlaus- ir. Drakúla dauður og í góð- um gír er þó aldrei beinlínis leiðinleg, öllu frekar blóðlítil; á nokkra spretti og er örugg- lega mun betri skemmtun þeim sem lítið þekkja til fyrri gamanmynda um hinn blóð- þyrsta aðalsmann og eldri snilldartakta leikstjórans. Þeir sem hafa t.d. ekki séð hina bráðsmellnu mynd Pol- anskis The Fearless Vampire Killers, hlæja sig vísast mátt- lausa að dansatriðinu frammi fyrir speglinum. Sæbjörn Valdimarsson I • 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.